Morgunblaðið - 28.06.1994, Page 20

Morgunblaðið - 28.06.1994, Page 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREINAR Sigfús, Þórbergur og Vilhjálmur Á FYRRA ári kom út XI. bindi af Þjóðsögum og sögnum Sigfúsar Sigfússonar. í þessu lokabindi verksins birtist ritgerð eftir undir- ritaðan um ævi og störf Sigfúsar. Þar fjallaði ég um þær viðtökur sem safn Sigfúsar hlaut er útgáfa þess hófst og birti glefsur úr rit- dómum og umsögnum. Þar birti ég einnig örfá orð Þórbergs Þórð- arsonar um Sigfús og verk hans úr Bréfi til Láru. í niðurlagi komst ég þannig að orði m.a. um ritdóma og umsagnir. „ ... Þeir eru allir jákvæðir og hlýlegir í garð Sigfúsar, nema orð Þórbergs, sem víkur að honum ómaklega. Það lýsir Sigfúsi hins vegar ágætlega, að hann tekur orð Þórbergs ekki alvarlega, en lítur á þau sem marklaust slúður." Viihjálmur Hjálmarsson fyrr- verandi menntamálaráðherra rit- aði athugasemd við þessi orð mín í Morgunblaðið 21. janúar sl. sem bar yfirskriftina: Þórbergur vék ekki illa að Sigfúsi. í þessari at- hugasemd tók Vilhjálmur upp of- anskráða málsgrein og bætti við hugleiðingum frá eigin bijósti. Samhengis vegna verð ég að taka hér upp nokkurn kafla úr máli Vilhjálms sem heldur áfram: „Þetta gæti valdið misskilningi. Sigfúsi hefur á sínum tíma mislík- að orðafar Þórbergs Þórðarsonar í tilvitnuðum kafla í Bréfi til Láru. En mergurinn málsins er sá að Þórbergur er ekki að skrifa um safn Sigfúsar heldur um þau kjör sem skáldum og fræðimönnum hafi verið og séu búin hér á landi. ’Saga flestra þeirra öreiga, sem hafa fórnað sér fyrir andlegt líf hér á landi, er hryllileg píslar- saga,’ segir Þórbergur með mörgu fleiru. Og nefnir tólf (sic!) nöfn máli sínu til sönnunar: Jón Guð- mundsson lærði, Daði Níelsson hinn fróði, Bólu- Hjálmar, Sigurður Breiðljörð, Gísli Kon- ráðsson, Eiríkur frá Brúnum, Brynjólfur frá Minna-Núpi, Ólaf- ur Davíðsson, Sig- hvatur Borgfirðingur, Magnús Bjarnason á Hnappavöllum, Sigfús Sigfússon frá Eyvind- ará, Matthías Joch- umsson og Kristján skáld Jónsson. Þessi flokkun Þór- bergs er vissulega ekki til vansa fyrir Sigfús Sigfússon. Rifja ég þetta upp - eins og fyrr getur - til þess að koma í veg fyrir hugsanlegan mis- skilning. Því ég álít að Þórbergur Þórðarson hafi síst verið til þess líklegur að varpa rýrð á söfnunar- starf á borð við það sem Sigfús Sigfússon innti af höndum.“ Ég tel nauðsynlegt þótt seint sé að gera nokkrar athugasemdir við þessi orð Vilhjálms Hjálmars- sonar. Er þá fyrst til að taka að Þórbergur er ekki að skrifa ritdóm um Þjóðsögur og sagnir Sigfúsar eins og skýrt kemur fram í minni ritgerð. Hann er að ræða um per- sónu Sigfúsar og starf hans. Og Þórbergur vék misjafnlega að ein- staklingum í áðurnefndum þrettán manna hópi sem hafði orðið fyrir illri meðferð „bændamenningar- innar“ að hans mati. Sigfús Sig- fússon var annar tveggja manna úr hópnum sem hann veittist að með persónulega niðrandi og nei- kvæðum ummælum á þessa ieið: „Sigfús Sigfússon frá Eyvind- ará hefir safnað þjóðsögnum og mannlýsingum í marga áratugi. Samt er hann blásnauður. Mér er ekki kunnugt um, að honum hafi hlotnast til þessa tíma önnur sæmd en sú sælukennd guð- hræddrar sálar að vera talinn hérvilling- ur meðal manna. í dýrtíðaruppbót hefir hann fengið að þræla hjá bændunum fyrir lélegt kaup. Útgáfan á þjóðsögum hans er aðallega kostuð af verslunarstjóra.“ (Bls. 150.) Sigfús tók þessi orð Þórbergs illa upp og skráði þau í æviþátt- um sínum með svo- felldum inngangi: „Um Sigfús Sigfússon ... fer hann (Þórbergur) hinum tilgerðar- legu fordildarorðum, er eptir fylgja, enda þekkir hann Sigfús lítið og eigi farandi eptir öllu slúðri.“ (íslenskar þjóðsögur og sagnir XI 1993, 173.) Viðbrögð Sigfúsar við umsögn Þórbergs voru mjög eðlileg. Hefði áreiðanlega hveijum manni sárnað að fá þá einu umsögn um sig á prenti, að hafa enga aðra sæmd hlotið en vera talinn hérvillingur meðal manna. Hérvillingur merkir samkvæmt Orðabók Menningar- sjóðs hjáræna eða hjárænulegur maður, en í íslenskri samheita- orðabók er það skýrt sem heim- ótt. Dómur Þórbergs um Sigfús er því mjög niðrandi, en einnig bæði ómaklegur og ósannur. Sig- fús hafði er hér var komið sögu safnað þjóðsögum og sögnum um hálfrar aldar skeið. Hann hafði að sjálfsögðu ekki uppskorið laun á veraldarvísu í samræmi við erf- iði sitt á þessum tíma, en hins vegar hlotið margvíslega viður- kenningu manna sem kunnu að meta starf hans. Þessum orðum Orð Þórbergs eru í svip- uðum dúr segir Jón Hnefill Aðalsteinsson, og annað aðkast, sem Sigfús mátti þola. til stuðnings leyfi ég mér að taka hér upp kafla úr riti mínu um ævi og störf Sigfúsar, en þar segir um viðhorfin til Sigfúsar og safns hans tæpum hálfum öðrum áratug fyrr en Þórbergur skrifaði Bréf til Láru: „Um þessar mundir (um 1910) voru þjóðsögur og sagnir Sigfúsar nokkuð þekktar og meðal þeirra sem höfðu farið viðurkenningar- orðum um þær á prenti voru Jónas Jónasson frá Hrafnagili, Matthías Jochumsson skáld og Þorsteinn M. Jónson. Skáldin Þorsteinn Erl- ingsson, Þorsteinn Gíslason, Guð- mundur Magnússon (Jón Trausti) og Jón Ólafsson voru einnig allir velviljaðir safni Sigfúsar og sama gilti um bókaverði Landsbóka- safns. Af öðrum mönnum sem sýndu safninu áhuga er Sigfús kom með það til Reykjavíkur, nefnir hann sérstaklega Björn Bjarnason frá Viðfirði, Ágúst H. Bjarnason prófessor og Guðmund Finnbogason prófessor. Sigfús og safn hans átti því hvarvetna vinum og velvild að mæta hjá fremstu mönnum mennta, menningar og skáldskapar á þessum tíma.“ (ís- lenskar þjóðsögur og sagnir XI 1993, 160.) Fleiri velunnara eignaðist Sig- fús einnig í hópi áhrifamanna á næstu árum og nægir að nefna hér til viðbótar Benedikt S. Þórar- insson kaupmann og Björn Þor- Jón Hnefill Aðalsteinsson láksson alþingismann á Dverga- steini, sem báðir lögðu fram mikið starf við að reyna að koma safninu á pjent. Útgáfan á Þjóðsögum og sögn- um Sigfúsar Sigfússonar sóttist mjög seint, þrátt fyrir áhuga og atbeina margra góðra manna. Það sem einkum torveldaði útgáfuna var stærð safnsins, en sjálfur var Sigfús ófáanlegur til að láta gefa út takmarkaðan hluta þess. Veru- legur skriður komst ekki á útgáfu- málin fyrr en Sigfús hafði ferðast um Austfirðingaijórðung og safn- að 1.400 áskrifendum að væntan- legri útgáfu. Bændamenningin á Austurlandi reyndist Sigfúsi því betri en engin og með hennar til- styrk átti hann sjálfur dijúgan þátt í því að útgáfa safnsins hljóp af stokkunum. Enda þótt margir af fremstu menningarfrömuðum þjóðarinar kynnu að meta starf Sigfúsar að verðleikum varð hann einnig fyrir aðkasti skilningslítilla manna. Slíkt tók Sigfús ætíð mjög nærri sér og gat verið snöggur upp á lagið að svara fyrir sig og þá oft í bundnu máli. Orð Þórbergs eru í svipuðum dúr og annað aðkast sem Sigfús mátti þola. Þórbergur virðist ekki hafa þekkt neinar staðreyndir að marki um Sigfús, sem þó má þykja undarlegt þar sem viðurkenning margra ágætismanna á söfnunar- afreki hans hafði ekki farið leynt. En í stað þess að kynna sér stað- reyndir lepur Þórbergur upp slúður skilningslítilla óvildarmanna og kemur því á framfæri í bók. Er vandséð hvaða tilgangi slíkt gat þjónað öðrum en þeim að fleyta fram niðrandi slúðri um mann sem Þórbergi kom ekkert við og hafði ekkert til saka unnið. Niðurstaða mín er því sú, að Þórbergur hafi vikið bæði illa og ómaklega að Sigfúsi. Höfundur er prófessor í þjóðfrœði við Háskóla Islands. Enn um sjúkrahótel Reynslan er ólygnust SJÚKLINGAHÓT- EL af háum gæða- staðli, sem rekin eru í beinum tengslum við bráðadeildir og vista sjúklinga eftir að þeir eru orðnir sæmilega rólfærir, hafa lengi verið reknir við flest stærri sjúkrahús í Bandaríkjunum. í Skandinavíu hafa þau verið rekin í 6 ár og hafa nú verið tekin í notkun í Englandi. Sjúklingahópar Flestir koma frá krabbameins- deildum, en einnig frá nýrna-, blóðmeina-, gigtar-, augn-, hjarta- og æðasjúkdóma-, húð-, meltinga-, geð- og fleiri deildum. Kostnaður er um 30% af vistunarkostnaði við bráðadeildir. Helstu byrj unarerf iðleikar í ýmsum greinum í læknatímaritum og jafnframt skýrslu* 1 2 er sérstaklega tekið fram að helsta mót- staðan gegn rekstri hótelanna komi frá læknum og stjórnend- um bráðasjúkrahús- anna, sem m.a. óttast minnkun deilda og vandamál er upp kunna að koma. Einn- ig hafa komið fram mótbárur líkt og birtust í grein Morgunblaðsins 16. júní sl. Þessar mótbárur koma helst frá þeim sem litla eða enga reynslu hafa af rekstri hótelanna. Þessar mót- bárur, sem leysast í flestum til- fellum á framkvæmdastigi, sýna Helsta mótstaða gegn rekstri sjúkrahótela, bendir Ólafur Ólafsson á, kemur frá læknum og stjómendum bráða- sjúkrahúsanna. að nauðsynlegt er að kynna þetta mál betur. Það verður gert. Sparnaður Benda má þó á að sparnaður við rekstur sjúklingahóteía verður aðallega af eftirfarandi orsökum: 1. Umsvif bráðasjúkrahúsa verður minni að því leyti að rúmum fækkar. 2. Á sjúklingahótelum vinna ekki læknar heldur hjúkrunar- fræðingar, sjúkraliðar og ófaglært Ólafur Ólafsson fólk, en laun þeirra eru lægri en læknanna. 3. Sjúklingar fara snemma á ról og verða því sjálfbjarga fyrr. End- urhæfmgin tekur því styttri tíma og þeir komast fyrr til starfa, en í því er fólginn verulegur sparnað- ur eins og reyndar kemur fram í fyrrnefndri Morgunblaðsgrein. Framtíðarhorfur í nýlegri skýrslu frá ferð tveggja íslenskra aðila um Skand- inavíu1 kom í ljós að 20 slík hótel eru rekin í Svíþjóð og þar er fyrir- hugað að stækka þessi hótel, sömuleiðis í Danmörku. í Bret- landi er áætlað að taka í notkun 30 slík hótel og um 70-80 á næstu árum. Á háskólasjúkrahúsi í Lundi hefur verið lögð niður heil sængur- kvennadeild og við Malmö Almánna sjúkrahúsið hefur verið ákveðið að fækka rúmum úr 1.200 í 900 rúm. Bandarískir og evrópsk- ir hagfræðingar, sem hafa veru- lega reynslu af þessum hótel- rekstri, telja að verulegur sparnað- ur hafi fylgt þessum breytingum. Reynslan er ólygnust. 1) Skýrsla um skoðunar- og kynningarferð sem farin var til Danmcrkur og Svíþjóðar, dngnna 25.-29. apríl 1994. Framsýnt fólk lif. Höfundur er landlæknir. Kork‘0*Plast KORK-gólfflísar meö vlnyl-plast áferö Kork*o*Plast: í 20 geröum Kork O Floor er ekkert annaö en hiö viöurkennda Kork O Plast, límt á þéttpressaöar viöartrefjaplötur, kantar meö nót og gróp. UNDIRLAGSKORK I ÞfíEMUR ÞYKKTUM. VEGGTÖFL UKORKPL ÖTUR IÞREMUR ÞYKKTUM. KORK-PARKETT, VENJULEGT, ITVEIMUR ÞYKKTUM. icE Þ.Þ0RGRÍMSS0N & C0 Ármúla 29 - Reykjavík - sími 38640 J|L Vantar allar geróir atvinnubifreióa á skrá og á stadinn - Mikil sala BMW 5201 ðrg '88, blér, ek. 111 þ. km, élfelgur, centrallæs, 5 g, Verð 1460 þús. Mazda 626 2,0 GLXi hlaðbakur, ðrg. '92, vínrauður, ek. 18 þ. km, sjálfsk, topplúga. Verð 1680 þús. Mazda B-2600 ’91, ek. 53 þ, p-hús. V. 1450 þ. MMC Pajero stuttur B '87 ek. 121 þ. V. 890 þ. MMC Pajero langur B, '89, v-6, ek. 103. V1690 þ. Toyota Tercel 4x4 '86, ek. 135 þ. V. 490 þ. Nissan Vanette árg. '87. V. 235 þ. Volvo F-1027 m/kassa, '82. V. 2,1 millj. Volvo FL 611 m/kassa, '87. V. 2.7 millj. Kælivagn 40 fet, innfluttur '88. V. 1100 þ. Simon Topper lyfta '88. V. 900 þús. Chevrolet Van árg. '92, hvftur, ek. 43 þ. km, 6,21. diesel, sjálfsk. Verð 2050. þús. m/vsk. Renault Clio RN árg. '91, rauðbrúnn, ek. 38 þ. km, centrallæs, rafm. rúður, 5 g. Verð 690 þús.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.