Morgunblaðið - 28.06.1994, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ1994 29
þannig smám saman þaulkunnugit'
staðháttum í sveitum landsins og
eignuðust þar víða kunningja og
jafnvel góða vini og vinkonur.
Um rannsóknarmanninn Hall-
dór Vigfússon munu samstarfs-
menn hans vafalaust rita. En svo
vill til, að mér er 5 minni ágæt
afmælisgrein, sem Páll A. Pálsson
yfirdýralæknir ritaði um Halldór
sjötugan. Birtist greinin í Islend-
ingaþáttum Tímans. Greinin mun
nú flestum gleymd og get ég ekki
stillt mig um að taka hér upp dóm
og vitnisburð Páls um rannsóknar-
störf Halldórs, í, raun ævistarfið.
„Á þeim árum, þegar mest voru
umsvifin við rannsóknarstofuna á
sviði búfjársjúkdóma, réðst Halldór
Vigfússon þangað til starfa, fyrst
og fremst sem samstarfsmaður
Guðmundar Gíslasonar læknis. Var
það mikið happ fyrir framgang
þessara mála og varð upphaf á
áratuga samstarfi Halldórs og
Guðmundar að margháttuðum
rannsóknum á eðli og útbreiðslu
ýmissa sjúkdóma í búfé hér á landi.
Þó að aðalverkefni þeirra félaga
væru rannsóknir á mæðiveiki og
garnaveiki, sinntu þeir ýmsum öðr-
um rannsóknum, eins og rit þeirra
bera gleggstan vott.
Meðan hinar illræmdu sauðijár-
pestir herjuðu hvað harðast á fjár-
stofna bænda, byggðust varnar-
og útrýmingaraðgerðir fyrst og
fremst á rannsóknum þeirra Guð-
mundar og Halldórs.
Þeir unnu brautryðjendastarf á
þessu sviði oft við erfiðar aðstæður
og mikið reið á, að úrskurður þeirra
væri réttur hveiju sinni. Kom sér
þá vel mikil reynsla þeirra af þess-
um sjúkdómum og að hvorugan
brast íhygli og samvizkusemi. Oft
átti Halldór þar stóran hlut að
málum, það vissum við bezt, sem
kunnugastir vorum.
Þegar Guðmundur Gíslason var
fjarverandi vegna ferðalaga eða
annarra anna, hvíldu störf á Rann-
sóknarstofu sauðíjárveikivarna á
herðum Halldórs, og þó enn meir
hin síðari árin, eftir að Guðmundur
féll frá fyrir aldur fram.
Öll störf rækir Halldór af stakri
skyldurækni, reglusemi og vand-
virkni, þó á hann aldrei svo ann-
ríkt, að eigi sé hann boðinn og
búinn til að leggja fram liðsinni
sitt, þegar þess er þörf. Þess höfum
við samstarfsfólk hans oft notið.“
Að sögn Páls dýralæknis hefur
Halldór ritað „æðimargt um
búíjársjúkdóma bæði hér á landi
og í erlend rit“. Einnig nefnir Páll,
að meina- og sýklafræðin eigi
Halldóri að þakka „ýmis snjöll
nýyrði, sem nú eru á hvers manns
vörum og falla svo vel að tung-
unni, að fæsta grunar að um ný-
yrði sé að ræða“. Kemur þetta
raunar ekki á óvart. Halldór var
vel að sér í íslenskri tungu, mál-
glöggur og málvandur, orðhagur
vel og kjarnyrtur. Hann var maður
marglesinn og minnugur, vafalítið
voru þó íslenzkar fræðigreinar
honum kærastar, þær mat hann
mest og lagði mesta stund á, að
hætti fræðimannsins föður síns.
Halldór var prýðilega ritfær, ritaði
og birti góða þætti um þjóðleg og
söguleg efni. Það er og víst, að
Halldór átti ólítinn þátt í útgerð
skopsöguritsins íslenzkrar fyndni
sem Gunnar'Sigurðsson á Selalæk
frændi hans gaf út. Gunnar vottar
þetta sjálfur: „Ennfremur þakka
ég frænda mínum Halldóri Vigfús-
syni, sem hefur stutt mig á einn
og annan hátt að útgáfu þessa rits,
og lesið fyrir mig prófarkir." (ís-
lenzk fyndni V, 3-4 1937.)
Við vorum býsna margir, sem
stóðum í þakkarskuld við Halldór
Vigfússon fyrir góðan prófarka-
lestur. Hann var vandvirkur og
nákvæmur í því starfi sem öðrum,
lét sig mjög varða málfar og efni-
stök og bætti úr, þar sem þörfin
var.
Halldór Vigfússon var óvenju-
lega vel gerður og vel gefinn mað-
ur. Þéttur á velli og bar sig vel.
Hægur í dagfari. Látlaus maður
og prúðmenni í framgöngu, óhlut-
deilinn, en fljótur til liðs. Hann var
maður óeigingjarn, hollur vinum
sínum og traustur í raun. Dulur
um sinn innra mann. Um hann
sjötugan varð þessi vísa til:
Fumlaus æ og fátalaður,
fastlyndur og jafnhugaður,
vinhollur og viti tamur,
vísufær og gamansamur.
Sú venja festist með okkur
nokkrum skólabræðrum að hittast
á sunnudögum á Hótel Borg og
skrafa þar saman. Sunnudagaskól-
ann nefndum við þessa samfundi.
Með árunum fækkaði hópnum og
nú þegar Halldór er allur, erum við
aðeins þrír eftir. Með missi Halldórs
lýkur með vissu sunnudagaskóla-
göngu okkar.
Á góðri stund naut Halldór sín
vel. Hann var glöggur á menn og
málefni og hafði opin augu fyrir
öllu kímilegu. Hann var nákunnug-
ur í allflestum' sveitum landsins,
fyrr frá símavinnuárum sínum og
síðar frá tíðum rannsóknarferðum,
enda kunni hann þaðan frá mörgu
að segja og sagði vel frá þegar vel
lá á honum. Með Halldóri átti ég
marga glaða stund og þótti jafnan
„dauflegt gerast samsætið" ef Hall-
dór var ijarri.
Halldór var heilsuhraustur fram
á efstu ár. Heilsuleysi systur hans
var honum þung raun. Hann var
henni ávallt hlýr, skilningsríkur og
hjálpsamur í erfiðum veikindum
hennar. „Ég á bezta bróður í heimi“
voru hennar orð.
Með Halldóri vini mínum er mér
horfinn sá maður, sem mér hefur
verið hjartfólgnastur. „Láti guð
honum nú raun lofi betri.“
Lárus H. Blöndal.
Fleiri greinar um Halldór
Vigfússon bíða birtingar og
verða birtar í blaðinu næstu
daga.
+
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okk-
ar, tengdafaðir, sonur og afi,
ÓLAFUR EYJÓLFSSOIM
forstöðumaður
hjá Pósti og síma,
lést á hjartadeild Landspítalans laugar-
daginn 25. júní.
Gyða Hansdóttir,
Hans W. Ólafsson,
Eyjóifur Ólafsson, Kristine Óiafsson,
Magdalena M. Ólafsdóttir, Kristján Ásgeirsson,
Guðrún Gyða Ólafsdóttir, Kjartan Sigurðsson,
Guðrún Ólafsdóttir
og barnabörn.
t
Ástkaer eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma,
HELGA ERIMA EIIMARSDÓTTIR
frá Dalsmynni,
Reykjabraut 12,
Þorlákshöfn,
verður jarðsungin frá Þorlákskirkju miðvikudaginn 29. júní
kl. 14.00.
Sigurður Ólafsson,
synir, tengdadóttir og barnabörn.
+
ANTON SIGURÐSSON
frá Seyðisfirði,
Hátúni 10b,
verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu
miðvikudaginn 29. júní kl. 15.00.
Fyrir hönd vandamanna,
Einar Sigurðsson.
+
Innilegar þakkir til allra, sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og
útför eiginmanns míns, föður okkar,
sonar, tengdasonar, bróður og mágs,
MAGNÚSARÓSKARS
GARÐARSSONAR,
Skólagerði 20,
Kópavogi.
Guðrún Jónasdóttir,
Jónas Óskar Magnússon, Ingvar Orn Magnússon,
Alda Júlía Magnúsdóttir, Oddrún Magnúsdóttir.
Guðrún Magnúsdóttir.
Jónas Oskar Magnússon, Alda Guðmundsdóttir,
systkini, tengdafólk og aðrir aðstandendur.
+
Þökkum samúð og hlýhug vegna frá-
falls eiginmanns míns, föður okkar,
tengdaföður, afa og langafa,
AÐALSTEINS GUÐMUNDSSONAR,
Hrafnistu,
áður Hofsvallagötu 15.
Sérstakar þakkir til starfsfólks og
hjúkrunarfólks á deild A-4 á Hrafnistu,
Reykjavík.
Vilborg Jónsdóttir,
Pálína Aðalsteinsdóttir, Valberg Gíslason,
Halldóra Aðalsteinsdóttir, Magnús Þorbjörnsson,
Agnes Aðalsteinsdóttir, Brynjólfur Sandholt,
Guðmundur Aðalsteinsson, Steinunn Aðalsteinsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
RAÐAUGÍ YSINGAR
HÚSEIGENDUR -
HÚSFÉLÖG
ÞARF AÐ GERA VIÐ í SUMAR?
VANTAR FAGLEGAN VERKTAKA?
í Viðgerðadeild Samtaka iðnaðarins
eru aðeins viðurkennd og sérhæfð
fyrirtæki með mikla reynslu.
Langtímaleiga
Hjón með tvö börn óska eftir góðu húsnæði
til leigu, helst á svæði 104 eða 108.
Fyrirframgreiðsla ef óskað er.
Upplýsingar í síma 688098.
Einbýlishús óskast
Óska eftir að taka á leigu gott einbýlishús.
Par- eða raðhús kemur líka til greina.
Leggið inn nafn og símanúmer á auglýsinga-
deild Mbl. merkt: „Mark - 13218“.
Öllum verður svarað.
Málverk
Óskum eftir myndum gömlu meistaranna.
Leitum sérstaklega að verkum eftir Nínu
Tryggvadóttur, Jón Stefánsson, Kjarval og
Kristínu Jónsdóttur.
éraél&Lc
BORG
LISTMUNIR-SYNINGAR-UPPBOÐ
við Austurvöll, sími 24211.
Leitið upplýsinga í síma 16010 og
fáið sendan lista yfir trausta
viðgerðaverktaka.
SAMTÖK
IÐNAÐARINS
Til sölu verslun
með innflutning og sölu á varahlutum, auka-
hlutum og fatnaði fyrir mótorsport.
Góðir möguleikar fyrir duglegan mann, sem
hefur áhuga á þessari grein.
Upplýsingar með nafni og síma sendist
í pósthólf 4290, 104 Reykjavík.
Veitingastaðurtil leigu
Hótel í Reykjavík vill leigja veitingaaðstöðu
sína með öllum búnaði traustum aðila með
reynslu af veitingarekstri.
Áhugasamir sendi upplýsingar um starfsferil
sinn til auglýsingadeildar Mbl. fyrir mánudag
4. júlí, merktar: „Veitingar - 13217“.