Morgunblaðið - 28.06.1994, Page 33

Morgunblaðið - 28.06.1994, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ1994 33 BRÉF TIL BLAÐSIIMS ÓHREINLÆTIÐ á höndum og móum skrifast alfarið á reikning þjóðhátíðarnefndar, segir Lára Halla. „Nefndin sagði ekki ég“ Frá Láru Höllu Maack: BRÉF í tilefni af bréfi þjóðhátíðar- nefndar til íslendinga í Morgun- blaðinu 23. júní, þar sem segir orðrétt: „Því miður bitnuðu umferðar- vandamálin einnig á hreinlætisað- stöðu fólks á svæðinu.“ Það var gaman á þjóðhátíð á Þingvöllum. Nema náttúrlega fyrir þá, sem ekki komust þangað eða þurftu að losa og létta á sér úti í móa. Undirrituð fór í rútu á hátíðina í peysufötunum hennar langömmu með fyrstu ferð, klukkan 7.30. Varð að heyra í kirkjuklukkunum hálfníu. Gjóla var og rakt loft. Eftir klukknaleikinn var hlé fram að messu, sem kom sér vel. Peysu- fatahúfan var nefnilega komin nið- ur á vinstri öxl, enda vandi að næla slíkar húfur almennilega nið- ur í höfuðleðrið fyrir óvanar konur. Peysufatakonan leitaði sér því að spegli til að fremja nýja næl- ingu. Fór inn á klósettin og barð- ist góða stund við húfuna. Varð hún vitni að því að nokkrar starfs- konur og gestir æddu út og inn, rifu hár sitt og skotthúfur yfir því að klósettin virkuðu ekki, ekkert vatn væri á staðnum, tautandi og vonandi að hin væru í lagi. Húfu- baslarinn sjálfur gerði enga könn- un á ástandinu, enda á fullu í skotthúfuhasarnum fram að messu. Ekkert vatn var á þessu um- rædda salerni klukkan 8.45 að morgni 17. júní. Þá var engin umferð, hvorki til Þingvalla, né á Þingvöllum. Salernisbílarnir voru í fullum gangi, en samt var allt í skralli á umræddu klósetti. „Umferðarvandamálin bitnuðu á hreinlætisaðstöðunni.“ Nefndin getur ekki þvegið þannig hendur sínar. Það var ekki hægt að þvo hendur sínar á Þingvöllum, þar var nefnilega ekkert vatn. Óhrein- lætið á höndum og móum skrifast alfarið á reikning þjóðhátíðar- nefndar. Ýmislegt annað, — sjálfsögð, fyrirsj áanleg skipulagningaratriði fóru úrskeiðis á Þingvöllum, öll á ábyrgð nefndarinnar, en þau verða ekki tíunduð hér. En Þingvellir brugðust ekki. LÁRA HALLA MAACK, læknir. Burt með nýbúana? Frá Edward H. Huijbens: HINN 24. júní birtist hér á síðum Morgunblaðsins grein eftir Magn- ús Þorsteinsson bónda í Vatnsnesi þar sem hann heldur á lofti yfir- burðum hins norræna kynstofns og úthúðar íbúum þriðja heimsins fyrir „fátækt, menntunarskort, fáfræði, kyrrstöðu, offjölgun og ógnarstjórn". Mér sýnist ekki veita af að taka þennan ágæta mann í sögu- kennslu. Samkvæmt því sem ég hef lært og lesið vorum það við, Evrópu- menn, sem komum til þriðja heimsins á þeim tíma sem þekktur er sem nýlendutímabilið, og lögð- um hann undir okkur í krafti vopna og ógnarstjórnar. Það vor- Gagnasafn Morgnnblaðsins Allt efni sem birtist í Morgun- blaðinu og Lesbók verður fram- vegis varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskil- ur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endur- birtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. um við, hið „hávaxna, ljóshærða og bláeygða, hreinræktaða nor- ræna kyn“, sem brutum niður alla menningu og þjóðarskipulag þriðja heims þjóða og það vorum við sem héldum þeim í stöðnun fram á þessa öld þegar ekki svaraði leng- ur kostnaði að kúga þær. Ég tel afar umhugsunarvert hvort við eigum ekki að taka ábyrgð á gerðum okar og leyfa þessu fólki að njóta ávaxta vinnu forfeðra sinna, þ.e. hins vestræna þjóðfélags. Ég vona að fordómar og rasismi af þessu tagi deyi út með þinni kynslóð, Magnús Þorsteinsson. EDWARD H. HUIJBENS, Hamarsstíg 34, Akiireyri. Framleiðum óprentaða tau-burð- arpoka. Lágmarkspöntun 30 stk. Bolir, húfur og svuntur. sími 91-887911 Myllan og Stöð 2 eiga heiður skilinn NÝLEGA urðum við þeirrar ánægju aðnjótandi að fá að sjá körfubolta á heimsmælikvarða. I kjölfar þess viljum við, undirrituð, koma á fram- færi þakklæti til aðstandenda Myll- unnar og Stöðvar 2 fyrir að hafa gert okkur mögulegt að sjá úrslita- keppnina í NBA-körfuboltanum bandaríska beint. Fyrir utan að stuðla að veg og virðingu íþróttar- innar hér heima veitir þetta okkur „gömlu“ mönnunum ómælda ánægju. Við ritum þessar fáu línur til þeirra sem að þessu stóðu því við vitum að það er ekki sjálfsagt mál að fá að sjá þessar útsendingar beint. Takk fyrir kærlega! Suðurnesjabæ, MAGNÚS B. JÓHANNESSON, MAGNÚS SIGURÐSSON, SVEINBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR, GUÐSVEINN Ó. GESTSSON, RÚNAR1. HANNAH, ÖSP BIRGISDÓTTIR. BRÉFRITARI skorar á þá sem reka tjaldstæði að taka gjald- skrá sína til endurskoðunar. Island - Hefurðu efni á að sækja þaðheim? Frá Sigurði Björgvinssyni: UM SÍÐUSTU helgi fór fjölskyldan í útilegu. Við erum sex í fjölskyld- unni, foreldrarnir, þrír unglingar og eitt sjö ára barn. Við tókum áskorun- inni um að sækja ísland heim. ís- landi allt! Stefnan var tekin á Laug- arvatn. Laugarvatn er fallegur og vinsæll staður og tjaldstæðið gott. Hins vegar vakti það verð, sem upp var sett fyrir eina nótt á tjaldstæð- inu fyrir fjölskylduna, efasemdir um það hvort við hefðum yfirleitt efni á að sækja ísland heim. Kannski finnst mönnum ekki dýrt að borga 370 krónur á mann fyrir nóttina, en fyr- ir okkur er 1.850 krónur þó nokkur peningur (við þurftum ekki að borga fyrir yngsta barnið). Hvað þýðir þetta ef við ætluðum að eyða sumarfríinu á tjaldstæðum vítt og breitt um landið? Eigum við að segja í 30 nætur? Það myndi kosta okkur 55.500 krónur (fimmtíu og fimmm þúsund og fimmhundr- uð). Já, 55.500 krónur fyrir gistingu á tjaldstæði. Ég hef ekki kynnt mér hvort þetta sé það verð sem sett er upp á öðrum tjaldstæðum, en ef þetta er verðið yfir línuna þá bið ég Guð að hjálpa mér, eða öllu heldur i Huy 28.6. 1994 Nr 389 VAKORT Eftirlýst kort nr.: 4507 4500 0021 1919 4507 4500 0022 0316 4543 3700 0008 7588 4543 3718 0006 3233 ÖLL ERLEND KORT SEM BYRJA Á: 4550 50** 4560 60** 4552 57** 4941 32** Afgreiðslufólk vmsamlegasf takið ofangreind kort úr umferð og sendið VISA islandi sundurklippt. VERÐtAUN kr. 5000,- tyrir ad klótesta kort og visa á vágest. Álfabakka 16 - 109 Reykjavik Sími 91-671700 ^ .......'-4* þeim sem hvetja aðra til að sækja Island heim. Fyrir þessa upphæð er hægt að leigja heilt einbýlishús á höfuðborgarsvæðinu í heilan mánuð með ljósi og hita, og lái mér hver sem vill þegar ég segi að svona geti þetta ekki gengið. Ósamræmið er slíkt að engu tali tekur. Eðlilegt verð væri kannski 400-500 krónur fyrir tjaldið yfir nóttina. Þijátíu nætur væru því á bilinu 12.000- 15.000 kr. Ef verð á annarri þjónustu til ferðamanna er eitthvað í líkingu við þetta verður aldrei hægt að reka ferðamannaiðnað á Islandi. Ég skora á þá sem reka tjaldstæði, og setja upp verð á þessum nótum, að taka gjaldskrána til aivarlegrar endur- skoðunar, ella er Ijóst að margir Is- lendingar munu kjósa að sækja önn- ur lönd og dýrari heim, þó þeir hefðu kannski að öðru leyti fullan hug á að ferðast um eigið land. SIGURÐUR BJÖRGVINSSON, kennari og áhugamaður um ferðalög innanlands, Dalsbyggð 7, Garðabæ. IVARORTALISTI Dags.28.6.1994. NR. 161 5414 8300 0310 5102 5414 8300 3163 0113 5414 8300 3164 7117 5414 8301 0494 0100 5422 4129 7979 7650 5221 0010 9115 1423 5413 0312 3386 5018 Ofangreind kort ern vákort, sem taka ber úr umferð. VERÐLAUN kr. 5000.- fyrir þann, sem nær korti og sendir sundurklippt til Eurocards. KREDITKORT HF. Ármúla 28, 108 Reykjavík, simi 685499 Vinnlngstölur laugardaginn VINNINGAR . FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af5 -« 0 1.730.825 2.4 Íf2 150.318 3- 4a(5 58 8.941 4. 3aI5 2.136 566 Heildarvinningsupphæð þessa viku: 3.759.015 kr. uppiýsingar:símsvari91-681511 lukkul!na991002 Nr. Leikur: Röðin: 1. Eskilstuna - Spánga 1 - - 2. Falkcnberg - GAIS 1 - - 3. Gríms&s - Örgrytc - - 2 4. Karlslund - Forward - - 2 5. Karistad - Ljungskile - - 2 6. Kungsbacka - Elfsborg - - 2 7. IFK Malmö - Lund - X - 8. Myresjö - Kalmar FF 1 - - 9. OPE - GIF Sundsv - - 2 10. Sandviken - Spársvagen - - 2 11. Trollhatta - Gunnilse - - 2 12. Vfisby - Djurg&rden - X - 13. Alvsjö AIK - Vasalund 1 -- Heildarvmningsupphæðin: 60 mHljón krónur | 13 réttir: 12 réttir: 11 réttir: 10 réttir: 2.013.730 1 37.010 1 2.500 1 550 J j kr. j kr. kr. * A Ý EURU JTIPS HMl, 18-25. júní 1994 Nr. Leikur: Röðin: 1. USA - Sviss - X - 2. Italía - írland - - 2 3. Belgía - Marokkó i - - 4. Noregur - Mexikó i - - 5. Kamerún - Svíþjóð - X - 6. Brasilía - Rússland 1 - - 7. Holland - Saudi Arabía 1 - - 8. Argentína - Grikkland 1 - - 9. Þýskaland - Spánn - X - 10. Rúmenía - Sviss - - 2 11. USA - Kolumbía 1 - - 12. Ítalía - Noregur 1 - - 13. Brasilía - Kamerún 1 - - 14. Svíþjóð - Rússland 1 - - Hcildarvinningsupplucðin: 30 milljón krónur 14 réttír: 350.910 kr. 13 réttir: 22.500 kr. 12 réttir: 1.660 kr. 11 réttir: ° kr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.