Morgunblaðið - 11.08.1994, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 11.08.1994, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 11. ÁGÚST 1994 MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREINAR Heimsmeistaramótið og alþjóðasamskipti ÍÞRÓTTAIÐKUN er stór þáttur í lífí hverrar þjóðar og gildi hennar óumdeilt. íþróttaiðkun leiðir til keppni og allir fagna þegar þeirra liði eða einstaklingi vegnar vel. íþróttaatburðir eru einhver öflug- asta kynning á sérhverju samfélagi hvort sem er íslenskt bæjarfélag eða erlend þjóð. Öllum er ljóst hvaða orðstír knattspyma hefur fært Akranesi og handbolti Hafnarfirði. Erlendis skíðaíþróttir Norðmönnum og knattspyma Svíum. Fyrir nokkrum árum sat ég íþróttaþing erlendis. Skömmu áður hafði Island unnið Spánveija í knattspymu. Þegar ég hitti spánskan kunningja sagði hann einfaldlega, „við fengum áfall" og átti þar við alla landa sína. Á fundi erlendis í byrjun maí fór fullorðinn Frakki aðdáunarorðum um Guð- mundsson (Albert) sem hann minntist frá æsku sinni. Það er föst venja að menn spyrji um Ein- arsson (Vilhjálm). Til keppni þarf mótahald sem getur verið kvöð þar sem aðilar í sambandi vib neytendur frá morgni til kvölds! -kjarni málsins! verða að skiptast á. Þannig ber íslending- um öðru hveiju að halda meistaramót Norðurlanda í ýmsum greinum íþrótta ef þeir vilja vera þátttakend- ur. Árið 1997 verðum við að halda Smá- þjóðaleikana ef við viljum áfram vera í því samstarfi innan Ólympíuhreyfingar- innar. Mótahald getur hinsvegar orðið mikill ávinningur fyrir móts- haldara hvort sem er 'vegna tekna eða orðstírs. Gefst þá tækifæri til að sýna skipulagshæfi- leika og getu. Öft er því fast sótt að fá tækifæri til mótahalds. Á alþjóðavettvangi er sótt um mót á þingum sérsambanda. Skilyrði sem þarf að uppfylla eru vel skilgreind og yfirleitt fylgja með stuðningsyf- irlýsingar yfirvalda. Sé litið til frændþjóða okkar má minna á síðustu vetrarólympíuleik- ana í Lillehammer. Norðmenn hafa þess utan haldið nýlega heims- meistaramót í handbolta kvenna. í næsta mánuði standa þeir fyrir heimsmeistaramóti í hálfmaraþoni. Fátt hefur kynnt Ósló eins vel á alþjóðavettvangi eins og Bislett leikarnir í fijálsíþróttum. Svíar héldu heimsmeistaramót í handbolta karla 1993 og munu halda næsta heimsmeistaramót í fijálsíþróttum í Gautaborg á næsta ári. . Finnar héldu sumarólympíuleik- ana 1952, Evrópumeistaramót í fijálsíþróttum 1971, fyrsta heims- meistaramótið 1983 og verða aftur Birgir Guðjónsson. SPARAÐU kr. 35.000 á ári! Ef þú bakar eitt brauð á dag í sjálfvirku EL-GENNEL brauðvélinni, sparar þú allt að 35.000 krónum á ári og átt að auki alltaf nýbakað, ilmandi og hollt brauð! fslenskar leiðbeíningar og uppskriftir fylgja. Fengum nýja sendingu á sama lága verðinu: Verð aðeins Kr. 26.505 stgr. Farestveit&Co.hf Borgartúni 28 g 622901 og 622900 með Evrópumeistara- mót í næsta mánuði. Danir héldu heims- meistaramót í hand- bolta karla þegar árið 1978. Þeir hafa sótt um heimsmeistaramót í handbolta kvenna. íþróttaviðburðir hafa ætíð verið þessum þjóðum mikilvægir í kynningu þeirra á al- þjóðavettvangi og stuðlað að orðstír þeirra sem traustum áreiðanlegum aðilum. Iþróttir heyra alls staðar undir stjórnvöld þótt afskipti séu misjöfn frá einu landi til annars. Evrópuráðið hefur íþróttadeild innan sinnan vébanda. Evrópusambandið hefur viljað láta íþróttamenn keppa undir sínum fána. Samskiptabannið í íþróttum við Suður-Afríku átti stóran þátt í ein- angrun landsins og síðar umbótum. Þegar fór að rofa til lögðu Suður- Afríkumenn ofurkapp á að verða teknir aftur inn í íþróttasamfélag þjóða. íþróttaleiðtogar sem þangað komu til að meta ástandið fengu móttökur sem þjóðhöfðingjar bæði hjá De Klerk þáv. forseta og Nel- son Mandela. Þeir sóttu strax um að halda heimsmeistarmótið í fijálsíþróttum 1997, en fengu heimsbikarmótið 1998. Ólympíu- leikarnir hafa því miður margoft verið notaðir í pólitískum markm- iði. Síðast árin 1980 og 1984 þeg- ar Bandaríkjamenn og Sovétmenn hundsuðu leika hvors annars. Fyrstu samskipti Kínveija og Bandaríkjanna eftir að fór að rofa til í kaldastríðinu var heimsókn bandarískra borðtennismanna til Kína. Kínveijar sóttu fast að fá halda ólympíuleikana árið 2000, en þeir hafa skipulagt Asíuleika í ýmsum greinum á síðustu árum með ágætum. íþróttamót leiða oft til mikillar uppbyggingar og mann- Þetta er ekki lengur spurning um að leysa þetta mál með sóma, segir Birgir Guðjóns- son, heldur hvernig þjóðarskömmin verði sem minnst! virki eru reist sem nýtast samfé- laginu áfram. íþróttamót eru því ekki aðeins menningaratburðir heldur einnig mikilvægir pólitískir viðburðir og stór þáttur í samskiptum þjóða. Mörgum þótti íslenskir handbolta- menn færast nokkuð mikið í fang þegar þeir sóttu um að halda hér heimsmeistaramót. En ekki þáver- andi íslenskum stjórnvöldum. Um- sóknin var lögð fram á þingi Al- þjóðahandboltasambandsins á Olympíuleikunum í, Seoul 1988. Formaður nefndarinnar var einn af ráðherrum íslands, Matthías Á. Mathiesen. Nefndin dreifði bæklingi með ávarpi Birgis ísleifs Gunnarssonar menntamálaráð- herra. Þar segir: „Ríkisstjórn íslands styður fylli- lega umsókn Handboltasambands íslands um að halda 13. heims- meistaramótið í handbolta 1993. Ríkisstjómin hefur er.nfremur lýst því yfir að fyrirhugað sé að reisa tímanlega fyrir keppnina, íþrótta-, sýningar- og ráðstefnuhöll fyrir 8.000 áhorfendur, með fjárhags- stuðningi ríkisstjórnarinnar.“ í bæklingnum segir borgarstjóri Reykjavíkur, Davíð Oddsson, að stöðugt sé verið að byggja upp aðstöðuna á íþróttasvæðinu og Reykjavík sé sómi að því að stuðla að heimsmeistaramótinu. Með þessum yfirlýsingum fylgja upp- drættir sem sýna staðsetningu hinnar nýju hallar austan við Laug- ardalshöll. Engum hefði komið til hugar annað en að byggt yrði fjöl- notaíþróttahús sem mikil þörf er fyrir. Fremst í bæklingnum er mynd af Reagan og Gorbachov og til þess fundar vitnar Matthías Á. Mathiesen og minnir á skipulags- hæfileika íslendinga. Þessu fylgir ávarp frá forseta íslands, frú Vigdísi Finnbogadótt- ur. Forsetinn lýsir yfir ánægju sinni með að ísland eigi möguleika á að skipuleggja 13. heimsmeist- aramótið og ávarpinu lýkur með þeim orðum að þátttakendur megi treysta því að fá hinar bestu við- tökur. Þessar fullyrðingar eru ekki gefnar íslenskum handboltamönn- um heldur alheimi og því var ís- landi úthlutað mótinu 1995 og þessvegna stefna hingað fullrúar 24 þjóða næsta vor. I fréttabréfi á ensku, útgefnu af undirbúnings- nefnd vorið 1990, er á forsíðu langt ávarp frá Steingrími Hermanns- syni forsætisráðherra, sem segir að „við séum að vinna að undirbún- ingi heimsmeistaramótsins". I bréfinu er kveðja frá Steingrími Sigfússyni ferðamálaráðherra, sem segir að íþróttir stuðli að vin- áttu og skilningi milli þjóða. I fréttabréfinu er aftur mynd af for- seta íslands, nú að taka við ein- kennistákni heimsmeistaramóts- ins. í nýlegri bæklingi frá skipu- lagsnefnd er enn mynd af forseta íslands og forsetinn kynntur sem verndari mótsins. Formaður skipu- lagsnefndar er einn af þingmönn- um stjómarliðsins Geir H. Haarde. Þannig hafa 5 ráðherrar tveggja íslenskra ríkisstjórna lýst ótvíræð- um stuðningi við heimsmeistara- mótið, borgarstjóri Reykjavíkur einu sinni, forseti íslands beint eða óbeint þrisvar og nú síðast stjómarþingmaður. Öllu afdráttarlausari stuðningur stjórnvalda eins lands við íþrótta- mót hefur vart sést á alþjóðavett- vangi. Þjóðin veit hveijar efndirnar eru, loforð hafa verið svikin ekki aðeins gagnvart íslenskri íþrótta- hreyfingu og þjóð heldur mun fremur gagnvart mikilvægustu viðskiftaþjóðum okkar. Þetta er því miður ekki í fyrsta sinn sem slíkt gerist. Það er útilokað þær álíti okkur áreiðanlega samstarfs- þjóð. Tíminn er nú orðinn svo naumur að hvorki er hægt að draga sig til baka né að byggja varanlegt sóma- samlegt hús. Þetta er því ekki leng- ur spurning um .að leysa þessi mál með sóma heldur hvernig þjóðar- skömmin verði sem minnst. Höfundur hefur sinnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir íþróttahreyfinguna sem þingfulltrúi, dómari oglæknir, bæði innanlands og á aiþjóðavettvangi. Hæstiréttur og þjóðfélagið MEÐ stjórnarskránni 1920 var stigið mikilvægt skref í sjálfstæðis- baráttu íslensku þjóðarinnar, er æðsta dómstig hennar var flutt frá Kaupmannahöfn til Reykjavíkur. Þá þótti ástæða til þess að fyrir- byggja að dómendum í Hæstarétti yrði vikið úr embætti eftir geðþótta konungs með svohljóðandi ákvæði í lok 57. gr. stjórnarskrárinnar: „Þó má veita þeim dómara, sem orðinn er fullra 65 ára lausn frá embætti, en eigi skal hann neins missa af í launum sínum.“ Ákvæði þetta hefur haldist óbreytt síðan og er nú í 61. gr. stjórnarskrárinnar. Frá unglingsárum mínum hefur nafnið Hæstiréttur í huga mínum verið ofar öðru í þjóðfélaginu sem stofnun er ekkert mætti kasta rýrð á. Mér var og ljóst að það væru miklar kröfur gerðar til hæstarétt- ardómara og talsvert á þá lagt að vera öðrum vammi firrtari. Á móti kæmi, að þeim yrði ekki vikið úr starfi fyrr en eftir eðlileg starfslok, sem mér finnst vera 70 ár, án þess að halda launum sínum. Til að tryggja sjálfstæði dómaranna Ákvæði þetta var mikil trygging fyrir sjálfstæði dómar- anna í starfi. Aftur á móti er að mínu mati fjarstæða að þeir haldi fullum launum eftir að þeir eru komnir á eftir- laun, þau laun skyldu miðuð við starfsaldur og eðli máls. Miklu æskilegra er að þeir hafi hærri laun meðan þeir eru í starfi, til þess m.a. að fyrir- byggja að reynt verði að hafa áhrif á afstöðu þeirra með ýmsu móti. Með öllum þjóðum, sem ég þekki til, er það skylda hæstaréttar- dómara að sitja í réttinum til 70 ára aldurs. Hjá mestu lýðræðisþjóð heims, Bandaríkjamönnum, eru engin aldurstakmörk á setu dómara í Hæstarétti enda sitja aldnir dóm- endur þar iðulega allt til dauðadags. Þess er og að geta að fullyrða má að dómarar verða yfirleitt hæf- ari til starfs með aldrinum. Al- mennt er talið, að ákjósanlegasti þingmannsaldurinn sé frá 50-60 ára. Bestu starfsár dómara eru án efa 60-70 ára. Gunnlaugur Þórðarson Dvínandi virðing Eftir að ég fór að fást við lögmennsku varð mér enn betur ljóst hve vandasamt og ábyrgðarmikið starf hæstaréttardómara er. Því miður hefur virðing mín fyrir störfum Hæstaréttar dvínað nokkuð með árunum og veldur því sitt hvað, sem vera má að greint verði frá síðar á öðrum vettvangi. Harma ber að undanfarið hefur Hæstiréttur verið í fjöl- miðlum á miður æski- legan hátt. Nú nýlega hafa atvik, er snerta réttinn, jafnvel orðið til- efni til aðfinnslna og aðkasts í fjöl- miðlum. Nú síðast þegar það spurð- ist að einn dómenda, sem aðeins hefði verið skipaður hæstaréttar- dómari í þijú ár og settur í tvö ár, fékk lausn frá embætti á fullum launum í skjóli fyrrgreinds ákvæðis með kr. 253 þúsund í mánaðarlaun, aðeins 66 ára. Á sinn hátt er eftir- sjá að honum, því hann er mjög fær í sínu fagi, sérstaklega trygginga-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.