Morgunblaðið - 31.08.1994, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 31.08.1994, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Þorkell JARÐGÖNGIN eiga að liggja undir utanverðan Hvalfjörð um svokallaða Hnausaskersleið og taki tvö ár og sjö mánuði að ljúka við þau. Göngin verða 5,8 km og 160 m undir yfirborði sjávar. JÓNAS Aðalsteinsson hrl., Gylfi Þórðarson, stjórnarformaður Spalar, og Guðlaugur Hjörleifsson, framkvæmdastjóri verkefnis- ins, skoða tilboð í gerð Hvalfjarðarganga. Tilboð opnuð í útboði Spalar hf. vegna byggingar Hvalfjarðarganga Öll tílboð innan STJÓRN Spalar hf. opnaði í gær tilboð í byggingu Hvalfjarðarganga. Til- boð bárust frá þremur hópum norrænna verktakafyrirtækja og er íslenskt verktakafyritæki í hverjum hópi. Öll tilboðin voru innan um 3,8 milljarða kr. arðsemismarka sem miðað hafði verið við í áætlunum um íjármögnun ganganna og tilboð tveggja tilboðsgjafa eru nokkuð undir kostnaðaráætlun Spalar hf. eins og þau komu fyrir við opnun þeirra í gær en hún hljóðaði upp á 3.290 milljónir króna. Var annað tilboðið frávikstilboð. arðsemismarka Tilboðsfjárhæðirnar eru ekki að öllu leyti samanburðarhæfarar þar sem eitt tilboðanna er frávikstiiboð og óvíst er að hve mikluleyti er tekið tillit til áhættu og fjármögn- unar í einstökum tilboðum. Samningaviðræður hefjast um miðjan september Tilboðin verða yfírfarin, metin og borin saman á næstu 2-3 vikum áður en ákveðið verður hvaða fyrir- tækjahópur fær verkið og er ráð- gert að samningaviðræður geti haf- ist um miðjan september. Lægsta tilboðið eins og það kom fyrir við opnun barst frá Krafttak hf., Nortak sf og Nocon, í íslenskum krónum að upphæð um 2.750 millj. kr. Um er að ræða frávikstilboð sem er ekki í samræmi við útboðsgögn og var því lýst yfir við opnun til- boðsins að ekki væri ljóst hvað fælist í tilboðsupphæðinni fyrr en tilboðið hefði verið metið nánar. Tilboð ístaks hf., E.Phil & Sön A/S og sænsku byggingarsam- steypunnar Skanska AB var allt í íslenskum krónum og hljóðaði upp á 2.805. milljónir króna. Tilboð Hagvirkis/Kletts hf. NCC International AB og EEG Henriks- en ANL var þrískipt, í norskum, sænskum og íslenskum krónum, samtais að fjárhæð 3.717 millj. ísl. króna. Jóhann Bergþórsson, for- stjóri Hagvirkis/Kletts, sagði í gær að í tilboði hópsins væri tekið tillit til allra þátta s.s. fjármagnskostn- aðar og áhættu og sagðist gera sér vonir um að fá verkið þótt við fyrstu sýn virtist það vera tæpum milljarði hærra en tilboð hinna. Fulltrúar Hagvirkis létu bóka að ekkert til- boðanna væri í samræmi við útboðs- gögn. Gylfi Þórðarson, stjórnarformað- ur Spalar hf., var ánægður með tilboðin sem bárust i útboðinu og sagði í samtali við Morgunblaðið að þó eftir væri að skoða hvað fælist í tilboðunum og hvort þau væru í samræmi við útboðslýsingu þá væri nú gott útlit fyrir að ráðist yrði í gerð jarðganganna. „Við stefnum að því að ljúka samningum fyrir nóvember en svo er það ákvörðun verktakans hvort hann byijar framkvæmdir fyrir eða eftir áramót," sagði Gylfi. Gerð jarðganganna var boðin út með þeim skilmálum að verktaki skili þeim fullgerðum. Verktaki mun sjálfur sjá um fjármögnun verksins þar til hann skilar göngun- um fullbúnum en við undirskrift samninga fær hann í staðinn greiðsluábyrgðir frá þeim sem fjár- magna verkið til lengri tíma og ligg- ur því áhættan á framkvæmdatíma öll hjá verktaka og tryggingaraðil- um hans. Gert er ráð fyrir að erlend- ir bankar leggi fram 62-63% af langtímafjármögnuninni en af- gangurinn komi frá innlendum aðil- um, aðallega lífeyrissjóðum. Kostn- aður Vegagerðarinnar við vegteng- ingu að göngunum beggja megin fjarðarins er áætlaður 600-700 millj. kr. Ríkisstofnanir á „hvítum lista“ Sambands ungra sjálfstæðismanna Velta fyrir sér hveijum eyri YFIRMENN ríkisstofnana, sem eru á „hvítum lista“ Sambands ungra sjálfstæðismanna yfir stofnanir, sem hafi staðið sig vel í rekstri, segja að árangur náist með því að velta fyrir sér hveijum eyri, skoða og endurmeta reksturinn stöðugt. Morgunblaðið ræddi einnig við for- svarsmenn stofnana á „svarta list- anum“ yfir stofnanir, sem SUS tel- ur að hafi staðið sig verr. „Leyndardómurinn er fólginn í því að hafa vilja og áhuga á að framfylgja þeim stefnumiðum, sem ríkisstjómin hefur sett varðandi spamað í ríkisrekstri. Til að ná því markmiði höfum við beitt ýmsum aðferðum, þar á meðal vakað stöð- ugt yfir fjárhag stofnunarinnar,“ sagði Haraldur Johannessen, for- stjóri Fangelsismálastofnunar, að- spurður hvort þar á bæ kynnu menn eitthvað, sem margar aðrar ríkisstofnanir kynnu ekki. SUS seg- ir að Fangelsismálastofnun hafi náð að halda sig innan íjárheimilda og starfsmannaíjöldi staðið í stað, þrátt fyrir fjölgun fanga. Haraldur sagði að sparnaðurinn hefði auðvit- að komið niður á starfsemi stofnun- arinnar. „Við höfum ekki ráðið starfsmenn til að sinna ákveðnum verkefnum. Við höfum hins vegar einnig beitt þeirri aðferð að nýta betur þá starfskrafta, sem fyrir eru, og færa til þeirra verkefni, sem aðrir hefðu sinnt. Við færum einnig verkefni út í fangelsin til starfs- manna, sem þar eru fyrir, þannig að þetta er ekki síður spurning um að nýta betur en áður þann starfs- kraft, sem fyrir hendi er i fangelsis- kerfínu." Hegnist fyrir sparnaðinn Aðspurður hvaða viðbrögð hann hefði fengið við góðum árangri í rekstri, sagði Haraldur: „Yfirleitt er það svo að ef ríkisstofnanir sýna sparnað, er tekið mið af því við fjár- lagagerð og litið svo á að fyrst þær gátu sparað, hljóti þær að hafa fengið of mikla fjárveitingu. Þetta þýðir að áhugi forstöðumanna ríkis- stofnana á að halda sig á fjárlögum minnkar með hveiju árinu sem líð- ur. Þeir hafa það allflestir að keppi- kefli að standa sig í starfi, sýna hagræðingu og sparnað og ná markmiðum ríkisins eftir því sem þeim er framast unnt, en það er líka hægt að ganga svo nærri fjár- hag ríkisstofnana með niðurskurði að þær þurfi að hætta eða fresta lögskipuðum verkefnum, til dæmis með því að bíða með að ráða starfs- menn. Þegar svo er komið, er hætta á að margir gefíst hreinlega upp.“ Lít svo á að skattféð fari í Menntaskólann Ungir sjálfstæðismenn segja að kostnaður við Menntaskólann í Reykjavík hafi minnkað á meðan flestir aðrir framhaldsskólar hafí orðið dýrari í rekstri. Guðni Guð- mundsson, rektor Menntaskólans, sagði að góður árangur í rekstri skólans væri íhalds- og aðhaldssemi að þakka. „Ég hef alltaf litið svo á að allir þeir peningar, sem ég borga í skatt, fari beint í Menntaskólann. Þess vegna fer ég vel með þá,“ sagði Guðni, „Við horfum í hvern eyri, og þegar við höfum ákveðið fjármagn, reynum við að fara ekki umfram það.“ Guðni sagði að sá hugsunarháttur kynni að hafa verið ríkjandi hjá menntastofnunum að það væri í lagi að fara fram úr fjár- lögum, því að ævinlega væri hlaup- ið undir bagga, en slíkur þanka- gangur hlyti nú að' vera á undan- haldi. „Okkur hefur verið gert alveg ljóst að menn yrðu að gera svo vel að halda sig innan sinna marka og að ekki yrði um aukafjárveitingar að ræða,“ sagði hann. Markmiðssetning, áætlanir og sjálfskoðun Ungir sjálfstæðismenn segja að mjög mikil hagræðing hafi náðst í rekstri Vita- og hafnamálastofnun- ar. Hermann Guðjónsson, vita- og hafnamálastjóri, sagði að markvisst hefði verið unnið að hagræðingu seinustu ár. „Við höfum sett okkur skýr markmið og gert áætlanir um það hvernig þeim yrði náð. Við höfum síðan lagt metnað okkar í að standa við þessar áætlanir," sagði hann. Hermann sagði að mikl- ar skipulagsbreytingar hefðu verið gerðar á stofnuninni. Hún hefði áður verið rekin nánast eins og verktakafyrirtæki og rekið vinnu- flokka, dýpkunartæki og aðrar vél- ar. „Við ákváðum að hætta að sinna öllu því, sem hinn almenni markað- ur gæti sinnt. Við seldum öll tæki og um síðustu áramót voru ákveðin tímamót, því að þá hættum við endanlega að halda úti vinnuflokk- um. Við höfum fremur einbeitt okk- ur að því að gera vel það, sem við fáumst nú við,“ sagði Hermann. Hann sagði að reynt hefði verið að reka stofnunina eins og fyrir- tæki á almennum markaði. Bók- haldskerfið hefði verið sniðið að þörfum stofnunarinnar. Öll starf- semi væri verkefnagreind, þannig að skýrt kæmi fram hvað hvert verkefni kostaði. Allir starfsmenn yrðu að gera grein fyrir öllum kostnaði við hvert fyrirtæki. Farið væri yfír bókhaldsstöðuna mánað- arlega til þess að hægt væri að taka á málum, sem stefndi í að gætu farið úrskeiðis. Öll starfsemi stofnunarinnar hefði verið flutt á einn stað og þannig sparazt fé. „Sem ríkisstofnun getum við ekki borgað topplaun, en við höfum reynt að skapa fólki góða starfsað- stöðu og fá þannig meira út úr starfsfólkinu. Við höfum lagt áherzlu á að ráða vel menntað starfsfólk. Þetta er spurning um sífellda sjálfskoðun og viðbrögð við breytingum í umhverfínu," sagði Hermann. Misskilningur í útreikningum Húsnæðisstofnun ríkisins lenti á „svörtum lista“ SUS og segja ungir sjálfstæðismenn að rekstrarkostn- aður stofnunarinnar hafí verið 359 milljónir króna á núvirði árið 1987, en sé nú 40% hærri, eða 507 milljón- ir. Sigurður E. Guðmundsson, for- stöðumaður Húsnæðisstofnunar, sagðist telja að SUS reyndi vísvit- andi að sýna stofnunina í neikvæðu ljósi. Hann sagðist einnig telja að misskilnings gætti í útreikningum SUS. Nettórekstrarkostnaður stofn- unarinnar, þ.e. kostnaður að frá- dregnum þeim tekjum, sem stofnun- in hefði, færi lækkandi og væri kom- inn langt niður fyrir 200 milljónir króna. „Ég er mjög glaður og ánægður hvað hefur tekizt að lækka rekstrarkostnaðinn héma á örfáum árum. Húsnæðisstofnun þarf ekkert að skammast sín. Henni hefur tekizt að halda sínum kostnaði innan við mörk fjárlaga," sagði Sigurður. Bernharð Haraldsson, skóla- meistari Verkmenntaskólans á Ak- ureyri, sagðist ekki hafa kynnt sér útreikninga SUS og gæti ekki svar- að til um það hvort rétt væri að skólinn hefði farið fram úr heimild- um Alþingis. Skipulags- stjóri fellst á lagningri tengivega SKIPULAGSSTJÓRI ríkisins hefur fallist á lagningu tengivega frá núverandi Vesturlandsvegi sunnan fjarðar við Dalsmynni, að fyrirhug- uðum jarðgöngum undir Hvalfjörð við Saurbæ og lagningu tengivegar frá jarðgangamunnum að austan- verðu að núverandi Akranesvegi og tengiveg til austurs að að Vestur- landsvegi að uppfylltum nokkruni skilyrðum. Skipulagsstjóri vill, í mati sínu á umhverfísáhrifum tengivega við Hvalfjarðargöng, að kannað verði hvort hægt er að færa veg fjær býlinu Dalsmynni í Kjalarneshreppi án þess að beygjur verði of krappar og sjónlengd of stutt. Haft verði samráð við Þjóðminjasafnið áður en hönnun vegar í landi Saurbæjar í Kjalarneshreppi lýkur og tillit tek- ið til niðurstaðna könnunar Þjóð- minjasafns á gömlum túngarði sem þar er. Þá setur skipulagsstjóri það skil- yrði að unnið verði deiliskipulag af hringtorgi, tollskýli, bílastæði, fyr- irhuguðu gijótnámi, viðlegukanti og athafnasvæði tengdu honum í landi Kirkjubóls og að vegur um mýrar vestan Eiðisvatns og um Heynesmýri verði byggður fljótandi svo röskun á lífríki verði sem minnst. Ennfremur vill skipulags- stjóri að kannað verði I samráði við Þjóðminjasafn hvort hugsanlega sé um að ræða fomt mannvirki við , Öxnholt í landi Eystra-Reynis og ef svo reynist vera, beri Vegagerð- inni að að hanna vegínu í samræmi við það. Spænska konan enn í lífshættu LÍÐAN spænsku konunnar sem féll í Deildartunguhver í síðustu viku er eftir atvikum en hún er þó enn talin vera í lífshættu. Guðmundur Már Stefánsson læknir konunnar segir of snemmt að segja til um hvernig konunni reiði af en henni líði þó betur en áður. Konan féll í hverinn þegar hún steig upp á steinbrík við hverinn til að láta mynda sig. Heildarkostn- aður við Iðnó 183,6 milljónir GERT er ráð fyrir að 102 millj- ónir króna þurfi til að ljúka við endurbyggingu Iðnó, sam- kvæmt kostnaðarmati sem lagt hefur verið fram í borgarráði. Heildarkostnaður við fram- kvæmdina verður þá 183,6 milljónir án búnaðar. Fram kemur að kostnaður vegna framkvæmdanna frá upphafi er rúmlega 81,2 millj. Samkvæmt fjárhagsáætlun borgarinnar var gert ráð fyrir 40 millj. til framkvæmdanna á þessu ári en að sögn Ólafs Jóns- sonar upplýsingafulltrúa borg- arinnar hefur verkið farið 6,5 milljonir fram úr þeirri áætlun. Ekki verður unnið frekar við endurbygginguna á þessu ári en beðið fjárhagsáætunar næsta árs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.