Morgunblaðið - 31.08.1994, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 31.08.1994, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 1994 17 Dýrasti flugvöllur í heimi KANSAI alþjóðaflugröllurinn í Japan var opnaður á mánudag. Bygging vaílarins hefur valdið deilum, meðal annars vegna kostnaðar, sem er um ein og hálf triljón jena, eða sem svarar einni biíjón islenskra króna, og er þetta sagður dýrasti flugvöll- ur sem byggður hefur verið. Hann er á eyju sem byggð var úti á Osaka-flóa. Flugbrautin er þriggja og hálfs kílómetra löng og flugstöðin er um 16 hundruð metrar að lengd, og á henni straumlínulaga þak hannað af ítalska arkitektinum Renzo Piano. Upphaflega var ráðgert að um eitt þúsund flugvélar færu um völlinn í viku hverri. Flugmenn ákærðir Seoul. Reuter. TVEIR flugmenn, annar kanadískur og hinn suður-kóreskur, voru í gær ákærðir fyrir brot á flugreglum vegna brotlendingar Airbus-þotu í Suður-Kóreu fyrr í mánuðinum. Allir um borð í þotunni björg- uðust. Flugmennirnir eiga allt að fimm ára fangelsisvist yfir höfði sér verði þeir sakfelldir. Þeir rifust um stjórn þotunnar fyrir brotlendinguna. Samtök kanadískra flugmanna mótmæltu því að flugmejmirnir skyldu hafa verið ákærðir áður en niðurstöður tæknilegra rannsókna liggja fyrir. „Við teljum að kanadíski flugmaðurinn hafi verið hetja dags- ins með því að stýra þotunni af flug- brautinni og ekkert manntjón varð,“ sagði Rob Mclnnis, formaður sam- takanna. „Hann ætti að fá orðu en ekki fangelsisdóm." Teikn um að IRA hyggist lýsa yfir vopnahléi Stj órn Johns Majors útilokar tilslakanir Lundúnum. Reuter. BRESKA stjórnin útilokaði í^gær tilslakanir af sinni hálfu þótt Irski lýðveldisherinn (IRA) lýsti yfir vopnahléi. Stjórnin sagði að Sinn Fein, stjórninálaarmur IRA, fengi ekki að taka þátt í viðræðum um framtíð Norður-írlands nema IRA afneitaði valdbeitingu fyrir fullt og allt. Breska stjórnin áréttaði þessa afstöðu vegna harðra viðbragða mótmælenda á Norður-írlandi og manna á hægrivæng breska íhaldsflokksins við vangaveltum um að stjórnin kynni að falla frá skilyrði sínu um að IRA hætti vopnaðri baráttu sinni fyrir fullt og allt. Ian Paisley, herskár leið- togi mótmælenda á Norður- írlandi, sakaði bresku stjórnina um að ætla að fórna héraðinu á altari pólitískrar tækifærisstefnu og varaði við því að slíkt gæti leitt til borgarastyijaldar. Háttsettir embættismenn í Lundúnum kváðust ekki geta stað- fest fréttir um að írski lýðveldis- herinn væri að búa sig undir að hætta vopnaðri baráttu sinni fyrir því að binda enda á yfírráð Breta yfir Norður-írlandi. Þeir sögðu að afstaða bresku stjórnarinnar kæmi skýrt frarn í friðaryfirlýsingu Breta og Ira frá því í desember. Þar var Sinn Fein boðið að taka þátt í viðræðum um framtíð Norð- ur-írlands þremur mánuðum eftir að IRA hætti vopnaðri baráttu sinni fyrir fullt og allt. „Það kem- ur ekki til mála að breyta þeirri afstöðu eða bjóða tilslakanir," sagði háttsettur embættismaður. Vangaveltur um að tímamóta- samkomulag væri í sjónmáli fengu byr undir báða vængi eftir að Gerry Adams, leiðtogi Sinn Fein, sagði á mánudag að hann hefði lagt til við írska lýðveldisherinn að hann féllist á vopnahlé. Herinn hefði lofað að svara tillögunni fljótlega. Paisley sagði að vilji IRA- manna til að lýsa yfir vopnahléi sýndi að breska stjórnin hefði á bak við tjöldin gefið þeim það sem þeir vildu - merki um að írland yrði sameinað að nýju eftir sjö áratuga skiptingu. Sameiningin yrði til þess að mótmælendur, sem eru í meirihluta á Norður-írlandi, yrðu að minnhlutahópi á írlandi. Breskir embættismenn sögðu hins vegar að ekki kæmi til greina að breyta stöðu Norður-íriands nema meirihluti íbúanna vildi það. Sú afstaða kæmi einnig skýrt fram í friðaryfirlýsingunni frá því í des- ember. Krafa bresku stjórnarinnar um að IRA láti af vopnaðri baráttu sinni fyrir fullt og allt gæti orðið til þess að hún þyrfti að velja milli tveggja slæmra kosta ef IRA ákvæði að binda enda á árásir sín- ar á breska hermenn en áskildi sér rétt til að hefna árása mótmæl- enda. Skilaboð úr La Sante-fangelsinu Sjakalinn svekktur París. Reuter. í SKILABOÐUM sem borist hafa frá „Sjakalanum", hryðjuverka- manninum Carlosi, þar sem hann situr á bak við lás og slá í París, og birtust í frönsku dagblaði í gær kvartar hann yfir því að reynt hafi verið að gera út af við mann- orð hans með upplognum fjölmiðl- afréttum. Frönsk stjómvöld hófu strax rannsókn á því hvernig skila- boðin, sem birtust í blaðinu Info- Matin undir fyrirsögninni „Carlos gerir grein fyrir sjálfum sér,“ bár- ust út úr La Sante fangelsinu. Carlos, alræmdur fyrir morð og aðra glæpi, sagði í skilaboðunum að hann væri ennþá „alþjóðlegur“ byltingarmaður og myndi ekki ger- ast uppljóstrari og svíkja ónefndar ríkisstjórnir og vini sem hefðu reynst honum vel. Þá kvartaði Sjakalinn yfir þeirri mynd sem fjölmiðlar hafa dregið upp af honum, og sagðist ekki drykkjusjúklingur og hefði ekki verið í miðjum klíðum við að láta fjarlægja óvelkomna fitu af mittinu Carlos á sér þegar hann var handtekinn í Súdan um miðjan mánuðinn. Talsmenn stjórnvalda segja aug- ljóst að annaðhvort fangaverðir eða lögfræðingar Carlosar hafi komið skilaboðunum á framfæri. Stjórnendur InfoMatin neita að gera uppiskátt um hvernig boðin bárust! iþeim. Deilt um fríðarlaun FRIÐARVERÐLAUNANEFND Nóbels er nú flækt í stormasömum stjórnmálum Miðausturlanda, að sögn breska blaðsins Independent. Nefndin er sögð hafa valið Yitz- hak Rabin, forsætisráðherra ísra- els, og Yasser Arafat, leiðtoga Frelsissamtaka Palestínumanna (PLO). Barátta Rabins og Shimons Peres, utanríkisráðherra ísraels, um leiðtogastöðuna í Verkamanna- flokknum, varð þó til þess að snurða hljóp á þráðinn. Evrópskir ráðamenn - þeirra á meðal John Major, forsætisráðherra Bretlands, og Mitten-and Fi-akklandsforseti - hafa lagt að nefndinni að velja frek- ar Peres, sem þeir segja að eigi heiðurinn af samkomulaginu. Terje Röd Larsen, norskur stjórnarerindreki sem átti mikinn þátt í milligöngu Norðmanna, lagði til að Rabin, Peres og Arafat deildu allir vei-ðlaununum, ásamt Mah- moud Abbas, sem undirritaði sam- komulagið í Washington, eða Ahmed Qrei, oddvita PLO í viðræð- unum í Osló. Hermt er að hvorki Abbas né Qrei hafi geð í sér lengur til að tala við Arafat vegna ráðrík- is hans. EGLA -RÖÐ OG REGLA Margir litir margar stærðir. Þessi vinsælu bréfabindi fást í öllum helstu bókaverslunum landsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.