Morgunblaðið - 31.08.1994, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 31.08.1994, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 1994 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Alain Robbe-Grillet í Háskólabíói Tilraun í hraðlest Mjólk er góð EDDA Borg syngur á Kringlu- kránni í kvöid. Edda Borg syngur á Kringlukránni JASSSÖNGKONAN Edda Borg syngur á Kringlukránni í kvöld mið- vikudagskvöld kl. 22. Með Eddu leika þeir Bjarni Sveinbjörnsson kontra- bassaleikari og Bjöm Thoroddsen gítarleikari. Ásamt því að syngja jass rekur hún sinn eigin eigin skóla og syngur í danshljómsveit. Tónlistin sem hún mun syngja verða ballöður í bland við jasslög. Aðgangur er ókeypis. TONLIST H) jómdiskar KÓR LANGHOLTSKIRKJU An Anthology of Icelandic Choir Music. Kór Langholtskirkju, stjórn- andi Jón Stefánsson. BIS CD-239. UMSÖGN þessi er ansi síðbúin, diskurinn kom út á sl. ári. Ætli að verði ekki um að kenna „mannlegum mistökum" - einsog endra nær, þeg- ar engin haldbær afsökun er fyrir hendi. En hvað um það, þetta er fyrsta flokks hljómdiskur, einsog við er að búast þegar um er að ræða Kór Langholtskirkju og stjórnanda hans, Jón Stefánsson. Hér gefur að heyra meira eða minna vel valin dæmi um íslenska kórtónlist frá fyrstu tíð til dagsins í dag, enda þótt viðhöfn þjóðsöngsins (mjög fallega sunginn) - og „alþjóð- legur" stíll - skjóti svolítið skökku við að mati undirritaðs. Frá aldamót- um til lýðveldistöku sóttu flest ís- lensk tónskáld fyrirmyndir um aðferð (einnig hvað viðkom laglínum) til nágrannalandanna. Jafnvel þjóðlög voru klædd „alþjóðlegu" hýalíni (oft þó af smekkvísi) fremur en þjóðlegu vaðmáli - og svo gerist stundum enn. En margt var gullfallega gert, einkum í smærri tónsmíðum (t.d. sönglögum, sbr. Sofðu unga ástin mín), enda er ekki á þetta minnst til hnjóðs þessum ágætu tónskáldum og músiköntum. Dæmi um þetta - í „þjóðlegri“.tón - er að finna á hljóm- diskinum (Helgi Helgáson og Sigfús Einarsson). Jón Leifs var þarna sér á parti, brautryðjandi sem leitaði upprunans GALLERÍ Borg heldur málverkaupp- boð í samvinnu við Listmunauppboð Sigurðar Benediktssonar hf. Upp- boðið fer fram á Hótel Sögu á morg- un, fimmtudaginn 1. september kl. 20.30. Að þessu sinni verða boðin upp 90 verk, öll eftir þekkta myndlistar- menn. Óvenju mörg verk eftir gömlu meistaranna verða í boði og má þar nefna fimm olíumálverk eftir Jón KVIKMYNPIR Háskólabíó EVRÓPUHRAÐLESTIN „TRANS-EUROP EX- PRESS“ Leikstjóra og handrit: Alain Robbe- Grillet. Aðalhlutverk: Jean-Louis Trintignant, Marie-France Pisier, Alain Robbe-Grillet, Catherine Robbe-Grillet Enginn texti. 1966. FRANSKI leikstjórinn og rithöf- undurinn Alain Robbe-Grillet situr í Evrópuhraðlestinni ásamt ritara sín- um, eiginkonunni Catherine Robbe- Grillet, og aðstoðarmanni sínum að velta fyrir sér handriti að nýrri kvik- mynd. Þau ræða hana fram og aft- ur, gerðir aðalpersónunnar, sem Je- an-Louis Trintignant leikur, einstaka atriði og framvinduna og á sama tíma eru hiutar þessarar nýju mynd- ar að gerast og sumt meira að segja um borð í hraðlestinni. I einu atriðinu sest Trintignant inn í klefann hjá kvikmyndagerðarmönnunum en er reyndar fljótur að hafa sig þaðan út. Þetta var Trintignant, var það ekki? segir aðstoðarmaðurinn. Evrópuhraðlestin er svart/hvít mynd frá 1966 gerð í tilraunastíl og er ein af sex myndum sem sýndar til að móta eigið tónmál, jafnvel í stærsu hljómsveitarverkum. En það gildir einnig um hann að margt það fegursta frá hans hendi eru tónsmíð- ar í smærra formi, þótt enginn dragi nú í efa mikilleik hans stærri verka. Einn gimsteinninn á þessum diski er Requiem (1949) sem Jón samdi í minningu yngri dóttur sinnar. í þessu verki, sem er mjög gott dæmi um list hans einsog hún gerist best, sam- einast einfaldleiki og alvara þjóðlags- ins persónulegu og frumlegu tón- máli, sem er laust við allt skraut. Hallgrímur Helgason, fræðimaður og tónskáld, beindi áhuga sínum mjög að íslenskum þjóðlögum, sem hann útsetti „einfalt" og skraut- laust. Einnig eru margar útsetningar Jóns Ásgeirssonar á þjóðiögum þekktar og dáðar að verðleikum. Hann hefur verið afkastamikill við samningu kórverka, þar sem hann leitast við að sameina „gamalt og nýtt“ (bæði efni og aðferð). Svipað Stefánsson, tólf myndir eftir Kjarv- al,_stóra olíumynd úr Borgarfirði eft- ir Ásgrím Jónsson, fimm gamlar olíu- myndir eftir Júlíönu Sveinsdóttur, þijú verk eftir Jón Engilberts, fimm málverk eftir Nínu Tryggvadóttur og fjórar olíumyndir eftir Þorvald Skúlason, þar af ein uppstilling frá því um 1942. Þá verða einnig boðin upp verk eftir Gunnlaug Blöndal, Erró, Kristján Davíðsson, Jón Þor- eru á sérstakri Alain Robbe-Grillet kvikmyndahátíð í Háskólabíói. I henni leikur hann sér með form kvikmynd- arinnar á áðumefndan hátt og gerir áhorfandanum sífellt ljóst að verið sé að búa til kvikmynd. Leikaramir horfa i myndavélina, Trintignant læt- ur eins og hann sé eltur af henni og á einum stað sést kvikmyndatökuliðið við tökur svo eitthvað sé nefnt. í lok- in era aðalleikaramir sem vora skotn- ir í atriðinu á undan að faðmast á endastöð lestarinnar. Þannig er miðillinn sjálfur í aðal- hlutverki, formið og efnið renna sam- an. Þessi hugmynd að ljóstra upp um frásagnaraðferð kvikmyndarinn- ar hefur fundið sér víða leið en lík- lega kannast flestir við hana úr gam- anmyndum bandaríska grínarans Mel Brooks er beitir mjög þeirri að- ferð sem part af gríninu í myndum sínum að láta persónumar og áhorf- endur fínna að verið er að gera bíó- myndina um leið og hún er sýnd. Innihald Evrópuhraðlestarinnar er margræðið enda taka leikaramir Trintignant og Marie-France Pisier sífellt völdin af leikstjóranum en rauði þráðurinn er saga þeirra og kynferðislegt samband, sem sjálfsagt hefur þótt nokkuð fijálslegt fyrir næstum 30 árum. mætti segja um Gunnar Reyni Sveinsson. Þjóðlagið er á næsta leiti. Úr Orðskviðunum samdi Jón fyrir Kór Langholtskirkju. Aðferðin í sjálfri sér vekur spurningar um sam- kvæmi hlutanna (síendurtekið stef og „spámannleg orðræða" á „nútí- malegum" nótum). Atli Heimir Sveinsson (The Sick Rose við texta Williams Blake) og Þorkell Sigurbjörnsson (Davíð 92 og Hósíanna) eiga síðast orðið. Verk Atla nálgast að vera „pervert" í hljómrænum yndisþokka sínum (svo sem tilefnið býður uppá). Verk Þor- kels mjög fín úrvinnsla á einföldum hugmyndum. Hósíanna er skemmti- legur og flottur endir á prógramm- inu. „Allt orkar tvímælis þá gjört er“, en að flestu leyti er þetta vel- heppnaður hljómdiskur og nær til- gangi sínum. Söngur og hljóðritun fyrsta flokks. leifsson, Svavar Guðnason, Karl Kvaran, Jóhannes Geir, Eirík Smith, Sigurbjörn Jónsson, Ágúst Petersen, Brynjólf Þórðarson, Gunnar Örn, Valtý Pétursson, Einar Jónsson og fleiri. Uppboðsverkin eru sýnd í Gallerí Borg við Austurvöll alla daga fram að uppboði, einnig uppboðsdaginn sjálfan frá kl. 12 til 18. Uppboðshald- ari verður að venju Haraldur Blöndal. KVIKMYNPIR Háskólabíð KIKA ★ ★ Vi Leikstjóri og handritshöfundur Pedro Almodóvar. Aðalleikendur Verónica Forqué, Peter Coyote, Vict- oria Abril, Alex Casanovas, Rosy de Palma, Charo López. Spánn 1994. AÐ VENJU reynir spánski leik- stjórinn Pedro Almodóvar að ganga fram af áhorfendum með nýjustu mynd sinni, og ekki ólík- legt að honum hafi orðið að ósk sinni. Sem fyrr eru persónur og atburðir með miklum, suðrænum ólíkindum. Kjarni myndarinnar er hin óðum miðaldra, hjartahlýja, lausgirta Kika (Verónica Forque), sem býr nú með sérlunduðum ljós- myndara sem leigir mislukkuðum, bandarískum rithöfundi (Peter Coyote), fyrrum eiginmanni móð- ur sinnar. Húshjálpin er lesbía (Rosy de Palma) og kemur bróðir hennar, fangelsislimur, nauðgari með ógnargreddu, einnnig við sögu. Af og til birtist sjónvarps- æsifréttakona (Victoria Abril) með myndavél sína á lofti. Er hún að rannsaka slóð fjöldamorðingja sem virðist ekki fjarri aðalpersón- unum. Talsverð framför frá Háum KVIKMYNDIR Bíóhöllin VALTAÐ YFIR PABBA („GETTING EVEN WITH DAD“) ★ ★ Leikstjóri Howard Deutch. AðaUeik- endur Macauley Culkin, Ted Danson, Glenne Headly, Saul Rubinek, Hector Elizondo. Bandarisk. MGM 1994. TED Danson leikur fyrrverandi fanga og smákrimma sem hyggst fremja síðasta ránið og gerast síð- an fyrirmyndarborgari og brauð- gerðarmaður. Tæggur á ráðin, skipuleggur þjófnaðinn útí ystu æsar, ekkert er að vanbúnaði en þá kemur ungur sonur hans (Mac- auley Culkin) skyndilega í heim- sókn. Ránið heppnast, félagamir koma þýfinu fyrir en þá kemur sonurinn til skjalanna, rænir því og notfærir sér aðstöðuna til að kúga út skemmtilega viku í borg- inni og koma karli föður sínum á réttan kjöl í lífinu. Gamla ljónið, MGM, lagði svim- andi upphæð í þessa mynd og var það barnastjarnan Culkin sem tók kúfinn af henni. Hér á greinilega að komast inná markað myndanna Aleinn heima. Vaitað yfir pabba er létt fjölskyldumynd þar sem mest allt snýst í kringum smástirn- hælum en ekki í sama gæðaflokki og fyrri myndir þessa makalausa leikstjóra sem hefur verið í háveg- um meðal kvikmyndaunnenda frá því hann gerði Matador fyrir tæp- um áratug og kynnti okkur þá fyrir Antonio Banderas og Carmen Maura, meðal annarra. Hann notar sem fyrr þá aðferð að ofbjóða áhorfendum með kyndugum per- sónum, grófu orðbragði og atferli og þegar mestur móður er á karli þá á Kika sín langbestu augnablik, drepfyndin, ef svo mætti segja. Hér er Almodóvar S mun að vekja menn til umhugsunar um ófriðinn sem einkalífi fólks stafar af hinni nýju stétt siðlausra æsifrétta- manna sem ekkert er heilagt annað en horfunin og viðskiptavinirnir, þ.e. auglýsendurnir. Enda borgar eitthvert mjólkursamlag brúsann við gerð þáttarins hennar Victoriu Abril. Manndráp selja því mjólkina hjá Almodóvar. Annars leysist þessi þjóðfélagslega háðsádeila oftar en ekki uppí stefnulítinn hamagang og blóðslabb sem segir ekki margt. Verónica Forque er óborganleg í titilhlutverkinu, flest- ir aðrir leika af ágætum gassa- gangi utan Peter Coyote, sem hér er reyndar sviptur sínu aðals- merki, röddinni. ið og seinheppnir smákrimmarnir fyrir hendi. Árangurinn er upp og ofan. Meginvandinn sá að handrit- ið er ekki nógu fyndið, tekur þessa fínu spretti en vænar dýfur á milli. Umfangsmikil hliðarsaga af nýliða í lögreglunni (stirðlega leiknum af Glenne Headly) gengur alls ekki upp og virkar yfir höfuð vandræða- leg enda láta handritshöfundar botninn detta úr sambandi hennar við þá feðga. Þá tekur myndin sig oft full alvarlega og vill siðaboð- skapurinn verða heldur væminn. Annað vandamál er leikur Culkins sem er orðinn pirrandi kotroskinn, mannalætin farin að skyggja á sæta og vinalega strákinn sem varð svo óhemjuvinsæll, ímyndina sem MGM Iét sér ekki muna um að snara út fyrir hálfum milljarði — íslenskra króna, vel að merkja. Hins vegar stendur Ted Danson sig með prýði, en það eru engar nýjar fréttir. Senuþjófarnir eru þó óumdeilanlega skúrkamir tveir, félagar, Dansons. Þeir fá líka nokkrar, smellnar setningar sem þeir grípa fegins hendi. Valtað yfirpabba er ekki sú stórmynd sem við var búist, engu að síður er hér um að ræða prýðisgóða fjölskyldu- mynd sem höfðar örugglega til yngstu áhorfendanna. Sæbjörn Valdimarsson Arnaldur Indriðason Frá Þorlákstíðum til Þorkels Sigurbj örnssonar KÓR Langholtskirkju. Oddur Björnsson Hótel Saga Níutíu verk á málverkauppboði Sæbjörn Valdimarsson Góði sonurinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.