Morgunblaðið - 31.08.1994, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 31.08.1994, Blaðsíða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 1994 MORGUNBLAÐIÐ Bestu þakkir til allra, sem minntust mín á áttrœðisafmœlinu 23. ágúst. Una Guðlaug Sveinsdóttir, Dalbraut 18. \ BARNADANSNÁMSKEIÐ í Mjódd þriðjudaga og laugardaga í sal Þjóðdansafélagsins í Álfabakka 14A Mjódd (12 tíma námskeið). Ath. að miðstöð strætisvagna er í Mjódd Mjódd Mjódd Mjódd Þriðjudagar þriðjudagar Laugardagar 3-5 ára Kj io.00-10.30 Kl. 17.00-17.30 Kl. 10.00-10.30 6-8 ára Kl. 10.40-11.25 Kl. 17.40-18.25 Kl. 10.40-11.25 9 ára og eldri Kl. 18.30-19.30 Systkinaafsláttur er 25% Kennsla hefst þriðjudaginn 13. september 1994. J** % 7C'(==aa & -t K Innritun og | upplýsingar . ísíma87l6l6. /UN1 ^ r Utsala á húsgögnum Allt aé 50% afsláttur Sófasett, hillur, sjónvarpsskápar o.fl. Klæóum og gerum vió húsgögn H.G. húsgögn og bólstrun, Dalshrauni 11, sími 51665. V_________________________/ blabib -kjarnimálsins! Sjábu hlutina í víbara samhengi! ÍDAG BRIDS IJm.sjón Guóm. Páll Arnarson ALLIR þekkja spilara sem hafa yndi af að búa til flóknar sagnvenjur fyrir makker að muna. Einn þeirra er Bandaríkjamaður- inn Richard Schwartz. Spilafélagi hans er fyrrum heimsmeistari, Peter Weichsel, en í vor unnu þeir Reisinger útsláttar- keppnina ásamt Sam Lev og Michael Polowan. Spil dagsins kom upp snemma í þeirri keppni. Weichsel er í suður en Schwartz í norð- ur. Suður gefur; enginn á hættu. Norður ♦ 5 V 9762 ♦ 984 ♦ Á10862 Vestur Austur ♦ 6 * D10973 V KG1085 IIIIH V D4 ♦ 763 IMIM ♦ DG52 + K743 ♦ G5 Suður ♦ ÁKG842 V Á3 ♦ ÁKIO ♦ D9 Vestur Norður Austur Suður 1 spaði Pass 1 grand* Pass 3 lauf** Pas3 Pass 5 laufT? Pass Pass * kröfugrand ** sterk opnun með sexlit í spaða Útspil: tígulsjö. Með stökki sínu í þrjú lauf var Weichsel að beita sagn- venju sem Schwartz hafði neytt hann til að spila. Schwartz hafði hins vegar gleymt eigin hugarfóstri og hélt að Weichsel ætti lauflit. Weichsel drap tígulgosa austurs með ás og spilaði laufdrottningu. Vestur lét lít- ið lauf og drottningin átti slaginn. Trompgosinn féll næst undir ásinn og síðan þvingaði Weichsel út kóng- inn með tíunni. Vestur spil- aði áfram tígli á drottningu austurs og kóng suðurs. Nú tók Weichsel spaðaás og trompaði spaða: Norður ♦ - V 9762 ♦ 9 * 8 Vestur Austur ♦ - ♦ D109 ▼ KG108 | Hlll »D ♦ 3 ♦ 52 * 7 ♦ - Suður ♦ KG84 V Á ♦ 10 ♦ - Laufáttan þrengdi svolítið að austri. Hann henti tígli og suður spaða. Síðan tók Weichsel slagina tvo á rauðu litina og spilaði smáum spaða frá KG8. Austur átti slaginn en varð að gefa tvo síðustu. Sagnvenjan sannaði þama gildi sitt, því þetta er eina geimið sem vinnst! Farsi „þá skuldar 2. 7ó6o¥í,sö L ójreiddum virSiscuukxx&tcdic. " VIJVAKANIH Svarar í síma 691100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Athugasemd vegna frétta um KR HEIÐRÚN Sveinsdóttir hringdi til Velvakanda og sagðist vera orðin leið á því að heyra í fjölrniðl- um að KR-ingar hefðu ekki unnið titil í 27 ár. Það væri ekki rétt því fyrir tæplega ári síðan vann meistaraflokkur kvenna í KR íslands- meistaratitilinn. „Eða er kvennaknattspyrnan ekki talin með þegar tal- að er um KR-inga?“ spyr Heiðrún. Takk fyrir hjálpina Við viljum koma á framfæri þakklæti okkar til einstaklega hjálps- amra gæslumanna um verslunarmannahelgina í Vík í Mýrdal. Þeir eyddu fjórum klukkustundum í það að setja tjaldið okkar sam- an eftir að það hafði fok- ið upp í fárviðri. Kærar þakkir, þið voruð sannir bjargvættir. Fjórar ungar stúlkur í Kópavogi. Tapað/fundið Gleraugu töpuðust TVÍSKIPT sjóngleraugu töpuðust í Elliðaárdaln- um sl. laugardag. Skilvís finnandi vinsamlega hafi samband í síma 35917. Tvö hjól týndust TVÖ 12 gíra hjól týndust aðfaranótt laugardags- ins frá Kjalarlandi í Reykjavík. Ánnað er af gult af gerðinni Jazz (Trek USA) og hitt fjólu- blátt af gerðinni Dakota- Raleigh. Skilvís fínnandi vinsamlega hafi sam- band í síma 681680 eða 887421. Jakki tapaðist DÖKKVÍNRAUÐUR mittisjakki með svörtum loðkraga var tekinn_ í misgripum á Hótel Is- landi laugardagskvöldið 27. ágúst. Skilvís finnandi er vinsamlega beðinn að hafa samband í síma 682961. Gæludýr Týndur köttur SVARTUR köttur með hvítan blett á hálsi, hvarf frá heimili sínu í Skipa- sundi þann 23. ágúst sl. Hann er ólarlaus og ómerktur. Hann er mjór og spengilegur og mjög gæfur. Hafi einhver orð- ið hans var vinsamlega hafið samband við Petru í síma 79939. Fundar- launum er heitið. Lyklar fundust KIPPA á hring með 2 litlum lyklum (hjólalykl- um) og einum húslykli fannst ofan á stöðumæli á bílastæði við Von- arstræti sl. sunnudag. Eigandinn getur vitjað þeirra í síma 673881. Úr tapaðist GLÆNÝTT gullúr af gerðinni Pierre Cardin, sem eigandinn fékk ný- lega í morgungjöf tapað- ist í Elliðaárdalnum sl. sunnudag. Skilvís fmnandi er vinsamlega beðinn að hringja í síma 814321 og er fundar- launum heitið. Víkveiji skrifar... Almenningssamgöngur eru í fullkomnum lamasessi í Reykjavík, eins og allir Reykvíking- ar vita. Strætisvagnasamgöngur eru svo stopular að kunningi Vík- veija lét hafa eftir sér að ef maður missti af strætó upp í Grafarvog á sunnudögum væri maður búinn að eignast þtjú barnabörn áður en sá næsti kæmi. Þetta kunna nú að vera ýkjur, en hitt er annað mál að fjarskiptakerfið í höfuðborginni bætir ekki úr skák, þegar strætis- vagnakerfið er ejns og það er. Vík- veiji lendir nefnilega stundum í því að missa af strætó þegar hann er á leið heim úr vinnunni. Aðeins einn strætisvagn gengur innan úr Kringlu og vestur í bæ og ef menn missa af honum, tekur við tuttugu mínútna til hálftíma bið. Stundum vill Víkveiji vera kominn heim í kvöldmat á tilsettum tíma og þá fyndist honum ágætt að geta til dæmis hringt sér á leigubíl ef hann hefur rétt misst af vagninum. En þá kemur það í ljós, sem margir erlendir ferðamenn, sem hingað koma, hafa orð á; það er hægt að ganga klukkustundum og kílómetr- um saman eftir aðalgötunum í Reykjavík án þess að rekast á svo mikið sem ónýtan símaklefa! Eins og málum er háttað í þessu landi, verða menn annað hvort að eiga bíl eða farsíma til að geta komizt heim úr vinnunni, helzt hvort tveggja! xxx Almenningssímar eru raunar fremur sjaldséð fyrirbæri hér á landi miðað við flest önnur Evr- ópulönd. Meira að segja í Rússlandi eru almenningssímar víða, þótt þeir virki reyndar sjaldan. Hvernig stendur á þessu? Eru símaklefar eyðilagðir jafnóðum af þessum rumpulýð sem rispar líka bíla og brýtur rúður í verzlunum, eða ligg- ur eitthvað annað að baki? Hér er auðvitað um talsverða fjárfestingu að ræða fyrir Póst og síma, en reynslan frá útlöndum mun sýna að símaklefar borga sig tiltölulega fljótt upp, að ekki sé minnzt á þjóð- hagslega hagkvæmni þess að auð- velt sé að komast í síma í höfuð- borginni. Og víða hafa hönnuðir símafyrirtækjanna náð talsverðri leikni í smíði rumpulýðsheldra síma- klefa. xxx etta leiðir huga Víkveija að viðtali við Olaf Tómasson, póst- og símamálastjóra, í sunnu- dagsblaði Morgunblaðsins. Hann segir þar frá því að Pósti og síma hafi verið gert að greiða hagnað í ríkissjóð undanfarin ár, sámtals þijá og hálfan milljarð króna. Þetta er engin smáupphæð, og notendur þjónustu Pósts og síma hljóta að spyija hvort eðlilegt sé að fjar- skiptafyrirtæki, sem hefur einka- rétt á veigamiklum sviðum, sé notað þannig sem mjólkurkýr ríkissjóðs. Væri ekki eðlilegra að þau þjón- ustugjöld, sem Póstur og sími inn- heimtir, væru lækkuð, eða þá að fyrirtækið legði í meiri fjárfestingu, viðskiptavinum sínum til hagsbóta — til dæmis byggingu símaklefa?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.