Morgunblaðið - 31.08.1994, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 31.08.1994, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 1994 7 FRÉTTIR Hljómlistarmenn boða verkfall 5. september Krafa um 30% grunn- kaupshækkun í leikhúsi Morgunblaðið/Freddi Undir sumarsól SUMRI hallar, en ennþá gefast góðir dagar til að ræða málin úti í guðs grænni nátturunni. Lloyds Bank skákmótið Morozevich vann - Margeir með 7 vinninga FÉLAG íslenskra hljómlistar- manna, FÍH, hefur boðað verkfall frá og með 5. september nk. fyrir hönd félagsmanna sinna sem vinna við leikhús og fá greitt eftir svokölluðum Þjóðleikhússamningi. FÍH sagði samningnum upp árið 1992 og að sögn Péturs Grétars- sonar, sem sæti á í samninganefnd félagsins, hefur ekki þótt ástæða til að setjast niður með félags- mönnum og ræða nýjan kjara- samning síðan. Pétur segir að loks hafi verið haldinn fundur með fulltrúum launaskrifstofu ríkisins fyrir 2-3 vikum. Þá hafi samninganefnd FIH lagt fram kröfur sínar en þeim hafi umsvifalaust verið hafn- að. Pétur segir að Þjóðleikhúsið hafi sýnt vilja til að gera eitthvað í málinu en það hafi ekki samn- ingarétt. Samninganefnd ríkisins fari með hann alfarið. 30% grunnkaupshækkun Hljóðfæraleikarar hjá leikhús- unum og íslensku óperunni eru allir lausráðnir og fá þeir greitt eftir Þjóðleikhússamningnum. Hljóðfæraleikarar í Sinfóníuhljóm- sveit íslands eru fastráðnir og hafa sérstakan kjarasamning. Samninganefnd FÍH gerir þá kröfu að grunnkaup Þjóðleikhús- samningsins verði sambærilegt við laun lausráðinna hljóðfæraleikara við Sinfóníuhljómsveit íslands. Að sögn Péturs þarf grunnkaupið að ■ hækka um u.þ.b. 30% til að þetta verði samræmt. Að sögn Péturs var algjör sam- staða meðal félagsmanna að boða verkfall. Deilan er nú í höndum ríkissáttasemjara og verður fyrsti fundur hans með deiluaðilum í dag. Næsta verkefni Þjóðleikhússins er óperan Á valdi örlaganna eftir Verdi. Stefán Baldursson Þjóðleik- hússtjóri segist vona það besta, málið sé nú í höndum sáttasemj- ara og það verði ekki leyst í fjöl- miðlum. „Við viljum náttúrlega alls ekki trúa því að listamenn, í þessu tilviki tónlistarfólk, muni standa í vegi fyrir því að þeirra kollegar, söngvararnir, fái að syngja hér í óperu,“ segir Stefán. SAUTJÁN ára gamall Rússi, Alex- ander Morozevich, vann yfirburða- sigur á Lloyds Bank skákmótinu í London sem lauk á mánudags- kvöld. Rússinn hlaut 9 vinning af 10 mögulegum, en Þjóðverjinn Mainka, sem varð annar, hlaut 8 vinninga. Aukakeppni þurfti á milli níu skákmanna sem hlutu 7 vinning um þrjú sæti í Intel-PCA mótinu sem hefst 31. ágúst. Margeir Pétursson tapaði fyrir Morozevich í 8. umferð og enska stórmeistaranum John Nunn í níundu umferð. í 10. umferð vann hann Ferguson, Englandi, og end- aði með 7 vinninga. Sigurbjörn Björnsson, 18 ára Hafnfirðingur, hlaut 5 vinninga af 10 mögulegum, en allir andstæð- ingar hans eru á alþjóðlega stiga- listanum. Matthías Kjeld, 15 ára, hlaut 4 vinninga. Ásgeir Haraldsson pró- fessor í barnalækningum FORSETI íslands hef- ur skipað Ásgeir Har- aldsson, sérfræðing í barnalækningum og ónæmisfræði, í stöðu prófessors í barna- lækningum við Há- skóla Islands og for- stöðulæknis barna- deildar Hringsins á Landspítala. Staðan er veitt frá 1. janúar næstkomandi. Ásgeir Haraldsson lauk prófi frá Lækna- deild Háskóla Islands 1982 og starfaði Ásgeir Haraldsson hefur verið í átta og hálft ár. Hann varði doktorsritgerð við há- skólann í Nijmegen í Hollandi á síðasta ári og fjallaði ritgerð hans um ónæmisfræði og barnalækningar. Núna er Ásgeir starf- andi yfirlæknir bein- mergsflutninga við barnadeild háskóla- sjúkrahússins í Leid- en._ . Ásgeir er 38 ára gamall. Hann er kvæntur Hildigunni nokkur ár á íslandi þangað til Gunnarsdóttur, grafískum hönn- hann fór til Hollands þar sem hann uði, og á þrjú börn. Óskum iðnnemum um land allt til hamingju með 15 nýjar félagsíbúðir Trésmiðja Snorra Hjaltasonar Vagnhöfða 7h, sími 670797. HIÍSASMIÐJAN ■ g Blikksmíöja Gytfa hf. HAROViDARVAL HF m PARK.CT sf. TföKNíSTOFAN SMiOJUVFCí 116 •VAL* FORM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.