Morgunblaðið - 31.08.1994, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 1994 9
FRÉTTIR
SILFURSKEMMAN
Efnt til norræns
þjóðfundar í
Kaupmannahöfn
DAGANA 24.-26. október verður
haldinn í Kaupmannahöfn stofnfund-
ur samtaka sem hlotið hafa nafnið
Norræni þjóðfundurinn (Nordens Fol-
kelige Forsamling). Að fundinum
standa frjáls félagasamtök á Norður-
löndunum, en talið er að um 700 ólík
félagasamtök starfi á Norðurlöndun-
um. Mjög mörg þeirra hafa með sér
norrænt samstarf. Markmið með
stofnun samtakanna er að örva félög-
in til samstarfs á norrænum grunni.
Frumkvæði að stofnun Norræna
þjóðfundarins kom frá fundi forsæt-
isráðherra Norðurlandanna sem
haldinn var á Borgundarhólmi í ág-
úst 1992. Grunnur var síðan lagður
að samtökunum á fundi í Gautaborg
í fyrra þar sem fulltrúar ýmsa félaga
sem vinna saman á norrænum grunni
hittust. Þar var mörkuð sú stefna
að skrá frjáls félagasamtök sem
vinna saman á Norðurlöndunum,
samhæfa norrænt samstarf félág-
anna og örva þau til frekari sam-
starfs á norrænum grunni.
Hugmyndin er aðilar að Norræna
þjóðfundinum geti orðið íþróttafélög,
lista- og menningarsamtök, barna-
og unglingasamtök, fræðslusam-
bönd, kvennasamtök, trúarsamtök,
umhverfíssamtök, friðarsamtök,
samfélags- og mannúðarsambönd,
samtök innflytenda, samtök Sama,
fagfélög launþega og atvinnurekend-
ur og neytendasamtök.
Stefanía M. Pétursdóttir, forseti
Kvenfélagasambands íslands, hefur
unnið að undirbúningi þjóðfundarins
hérlendis fyrir hönd félagsskapar
kvenna á íslandi. Hún sagðist telja
æskilegt að gera þessi ftjálsu félög
dálítið sýnilegri í norrænu samstarfi.
Norrænt samstarf snúi of mikið um
það sem stjórnmáiamenn segja eða
gera. Stefanía sagði að mjög mörg
félög hafi með sér samstarf á nor-
rænum grunni og ástæða sé til að
efla þetta samstarf og styrkja og
þannig efla norræna tilfinnigu meðal
þjóðanna.
Norræni þjóðfundurinn er opinn
öllum félagsmönnum i ftjálsum
félagasamtökum á Norðurlöndum.
Morgunblaðið/Guðmundur Guðjónsson
Kátir veiðimenn
NÚ LÍÐUR að lokum þessa veiði-
tímabils sem hvergi hefur verið
viðunandi utan á suðvesturhorn-
inu, í Borgarfirði og á sunnanverðu
Snæfellsnesinu. Annars staðar hef-
ur lítið verið af laxi og veiði slök
og vatnsleysi hefur hijáð laxveiði-
menn í öllum landshlutum. En
þrátt fyrir slakar heildartölur er
búið að draga marga laxa og marg-
ar góðar minningar hafa farið í
söfnin. Meðal kátra veiðimanna
sumarsins eru bræðurnir Páll Guð-
finnur Jónsson, 7 ára, og Jón Ingi-
mar Jónsson, 5 ára, en þeir fengu
sína Maríulaxa í Laugardalsá við
Djúp á dögunum.
15% afsláttur af silfurskartgripum
til 10. september.
Opiðdaglega frá kl. 15-18, laugard. frá kl. 10-12
eða eftir samkomulagi.
Sími 91-628112
Miðbraut31, 170 Seltjarnarnesi,
164 kr.
á dag koma
sparnabinum
í lag!
Þab þarf aðeins 164 kr. á dag til ab
spara-5.000 kr. á mánubi meb áskrift
ab spariskírteinum ríkissjóbs. Ef þú
bíbur meb ab spara þangab til þú
heldur ab þú hafir „efni" á því
byrjar þú aldrei. Líttu á sparnab sem
hluta af reglulegum útgjöldum
þínum, þannig verður sparnaburinn
auöveldari en þú heldur.
Ert þú búin(n) ab spara
164 kr. í dag?
Hringdu í Þjónustumiðstöö
ríkisverðbréfa og byrjaðu
reglulegan sparnað meb áskrift
að spariskírteinum ríkissjóðs.
ÞJONUSTUMIÐSTÖÐ
RÍKISVERÐBRÉFA
Hverfisgötu 6, sími 91-626040