Morgunblaðið - 31.08.1994, Page 25

Morgunblaðið - 31.08.1994, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 1994 25 * í miðbæ til að eyða þar nóttinni helgi eftir helgi Á ferð innan um fjöldann UM TUTTUGU lögreglumenn eru á vakt í miðbænum að næturlagi um helgar. Allt fer þó fremur vel fram og á meðan blaðamaður Morgunblaðsins fylgdist með þeim gerðist ekkert teljandi. Þorfinn- ur Finnsson og Magnús Þórisson sjást hér litast um. Rómantíkin finnstlíka ÖRFÁIR krakkar liggja ofurölvi og ælandi við veggi húsanna og bíða þess að lögreglan hirði þá á meðan aðrir reyna að hafa það huggulegt eins og þetta unga par. Morgunblaðið/'Júlíus Heim með strætó istarleyfi, geta farið heim með strætó úr miðbænum. Þessi vagn fór klukkan þijú aðfaranótt sl. laugardags. Skírteinið skoðað KARL Hjartarson og Magnús Þórisson reyna ásamt félögum sínum að koma í veg fyrir að of ungt fólk sé með vín undir höndum. svæðinu og aldursskiptingin er svip- uð. Ómar Smári segir að það sé lög- reglunni áhyggjuefni að nokkur al- varlegu tilvikanna á síðustu tveimur árum hafí tengst unglingum um og undir sextán ára aldri. Flestar meiðingar utandyra eru afleiðingar átaka, ryskinga og hrindinga ölvaðs fólks og er oft undir hælinn lagt hver meiðist og hveijar afleiðingarnar verða. Lög- reglan hefur á hveiju ári þurft að handtaka um það bil eitt þúsund einstaklinga á miðborgarsvæðinu vegna hneykslanlegs ölvunar- ástands, slagsmála, meið- inga eða skemmdarverka, nær undantekningalaust fólk á aldr- inum sextán til tuttugu og fjögurra ára. Ef afskipti hafa verið höfð af yngra fólki er því komið í sérstakt barna- og unglingaathvarf, sem rek- ið er í samvinnu við ÍTR. Eftir að lögreglan fékk betri að- stöðu til að taka á miðborgarmálum eftir ofbeldisumræðu, sem kom upp árið 1989 og í upphafi árs 1990 hefur ástandið almennt breyst til hins betra að mati Ómars Smára. Enn sé þó langt því frá að hægt sé að una við ástandið. Ránum og al- varlegum líkamsmeiðingum hefur fækkað í miðbænum frá því að lög- gæslan var aukin. Við rannsókn, sem gerð var hjá lögreglunni í Reykjavík, fyrir og eftir að lög- gæsluátakið hófst, kom í ljós að við virkari löggæslu fjölgaði skráðum tilvikum vegna líkamsmeiðinga ut- andyra. Mörg tilvikanna höfðu ekki verið tilkynnt áður fyrr en nú var lögreglan hins vegar við- varandi á staðnum og gaf skýrslur á öll tilvik, sem hún varð vör við. Aukn- ingin varð öll í tengslum við minni háttar meiðing- ar en fækkun varð á alvarlegri. Samhliða aukinni löggæslu efndu félagsmálayfirvöld í samvinnu við skólana til mikillar umræðu meðal unglinganna sjálfra um neikvæðni ofbeldis. Kynning og fræðsla fór fram í skólum og á meðal dyra- varða vínveitingastaða á þessum tíma. Einnig jókst jákvæð fjölmiðla- umræða um neikvæðan tilgang of- beldis og hafði það áreiðanlega sitt að segja að mati Ómars Smára. Til fróðleiks má geta að tilkynnt rán á löggæslusvæði lögreglunnar i Reykjavík eru nú um fjórtán á hveija hundrað þúsund íbúa en 331 í Kaupmannahöfn og 268 í Stokk- hólmi. í Kaupmannahöfn eru nú skráð 13,2 manndráp á hverja hundrað þúsund íbúa, í Stokkhólmi 18,6 en 0,9 í Reykjavík. Engín hætta á uppþotum Þegar erlendir lögreglumenn, sem hingað koma, sjá svo mik- inn mannfjölda undir áhrifum vímuefna sam- ankominn á einum stað er hætta á uppþoti það fyrsta, sem þeim dettur í hug. Slíkt er þó enginn hræddur við hér og Árni Vigfússon varðstjóri segir að erlendis þekkist ekki slíkur mannsöfnuður nema eitthvert tilefni sé fyrir hendi. Hér sé ekkert tilefni og þess vegna engin hætta á uppþot- um. Veitingastaðirnir loka klukkan þijú og um það leyti fyllist miðbær- inn. Árni bendir á að fólk sem bíði í biðröðum til að komast inn á stað- ina þegar klukkuna vantar kortér í þtjú sé augljóslega ekki búið að fá nóg þegar staðirnir loka og fari því ekki heim þá. Það er skoðun Ómars Smára að flestir, sem dveljist í miðborg Reykjavíkur að kvöld- og næturlagi um helgar, komi þangað með já- kvæðu hugarfari í þeim tilgangi að sýna sig og sjá aðra, utan dyra eða innan. Þetta hafi fólk gert um ára- raðir. Samskipti fólks á svæðinu hafi endurspeglað viðhorf fólks á hveijum tíma. Nú sé hins vegar áfengisneyslan almennari og hegðun fólks almennt mætti vera betri. Ástandið sé þannig að lögreglan geti haldið í horfinu en ekki meira. Hann segir ekkert gerast nema allir; einstaklingar, barnavemdaryf- irvöld, félagsmálayfirvöld, skólayfir- völd, félög foreldra, stjórnvöld, sveit- arstjórnir á höfuðborgarsvæðinu, borgaryfirvöld og stofnanir borgar- innar leggist á eitt með lögreglunni og uppræti vandamálin. Til dæmis sé auðveldara fyrir foreldra að banna börnum sínum að fara út að næturlagi ef krakkarnir vita að slíkt hið sama gildi um alla vini þeirra. Þótt lögreglan hafi gert góða hluti í miðborginni að kvöld- og næturlagi um helgar detti engum í hug að ætlast til þess að hún ein komi til með að færa ástandið til þess vegar sem eðlilegt megi teljast. Einhverjir hafa haldið því fram að enn eigi að fjölga lögreglumönnum og herða lögregluaðgerðir i miðborginni. Ómar Smári segir að fáir dragi í efa að ef svo heldur áfram sem horfir kunni sú staða að skapast að slíkt geti reynst óhjákvæmilegt. „Það er hægt að beita kylfum og táragasi í miðborginni og það er hægt að fram- kvæma þar fjöldahandtökur," segir Ómar Smári. „Ef það væri hin rétta aðferð og hin endanlega lausn væri tiltölulega einfalt að koma málum þar í gott lag í eitt skipti fyrir öll. En niðurstöður í öllum slíkum vangaveltum eru þó óraunhæfar í ljósi samhengis og þeirrar þjóðfé- lagsmyndar, sem almennur vilji er að viðhafa hér á landi. Fjöldi lög- reglumanna gráir fyrir jámum og mikill mannfjöldi undir áhrifum áfengis er hættuleg blanda. Aðrar lausnir, sem byggja á samtaka- mætti og vilja, eru því æskilegri.“ Tuttugu menn á aukavakt hjá lögreglu Flestir koma með jákvæðu hugarfari \

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.