Morgunblaðið - 31.08.1994, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 31.08.1994, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 1994 ERLENT MORGUNBLAÐÍÐ Kínaheimsókn Rons Browns, viðskiptaráðherra Bandaríkjanna Mannréttinda- mál rædd síðar Peking. Reuter. KÍNA og Bandaríkin munu taka upp þráðinn í viðræðum um mann- réttindamál í Kína í næsta mán- uði, að sögn Rons Browns, við- skiptaráðherra Bandaríkjanna, sem er í heimsókn í Kína. Á mánu- dag undirrituðu þjóðirnar nýjan viðskiptasamning og sagði Brown að bandarísk fyrirtæki hefðu und- irritað samninga við Kínverja fyrir upphæð er svaraði til tæpra fimm milljarða dala. Bestu kjör í maí sl. ákvað Bill Clinton Bandaríkjaforseti að Kínveijar myndu áfram njóta bestu kjara á bandarískum markaði en háværar raddir voru uppi um að forsetinn ætti að knýja fram umbætur í mannréttindamálum með því að tengja þær bestu kjörunum. Var Clinton harðlega gagnrýndur fyrir að ganga á bak orða sinna í mann- réttindamálum til að auka útflutn- ing til Kína, en efnahagur er hvergi í eins örum vexti. Við- skiptaráðherrann sagði í gær að þessi stefna forsetans hefði nú skilað árangri. Samið hefði verið um allt frá orkuverum til fjar- skipta fyrir 4,7 milljarða dala. Clinton til Kína? Viðræður um mannréttindamál verða teknar upp að nýju í lok september, er Qian Qichen, vara- forseti og utanríkisráðherra Kína, heldur til Bandaríkjanna. Þá er talið að góður árangur af för Browns ýti enn frekar undir mögu- leikann á heimsókn Clintons til Kína. Sagði Brown að málið hefði verið rætt á fundi hans og Li Peng, forsætisráðherra Kína. Áður en slík heimsókn verður rædd af alvöru, vill forsetinn að tjáningarfrelsi verði aukið í Kína, viðskiptahömlum verði aflétt og að reglur til verndar bandarískum einkaleyfum og höfundarétti verði hertar. Reuter RON Brown viðskiptaráðherra Bandaríkjanna (t.v.) og Jian Zemin forsætisráðherra Kína ganga út úr Daioyutai-gestabú- staðnum i Peking eftir viðræður þeirra í gær. Kínverjar vilja taka að nýju þátt í alþjóðasamkomulaginu um tolla og viðskipta- mál, GATT, en þeir segja Bandaríkjamenn andvíga því. Þá krefj- ast þeir þess að Bandaríkjamenn aflétti viðskiptabanni á Kína m.a. á vopnum. Að sögn Browns eru ekki uppi neinar hugmynd- ir um að aflétta banninu. Rússar vilja sættir Tírana. Reuter. RÚSSAR hafa hvatt Albani og Grikki til þess að leysa deilur sínar um gríska minnihlutann í Albaníu með friðsamlegum samningum og stuðla þannig að stöðugleika á Balkanskaga. í orðsendingu sem rússneska sendiráðið í Tírana birti í gær sagði að vaxandi spenna í sambúð Grikkja og Albana væri áhyggjuefni, eink- um í ljósi þeirra miklu tilrauna sem gerðar væru til þess að draga úr viðsjám á Balkanskaganum og í fyrrum lýðveldum Júgóslavíu. „Þess vegna yrði það afar jákvætt fram- lag ef ríkin tvö settust að samninga- borði og leystu ágreining sinn,“ sagði í yfirlýsingu Rússa. Deilur blossuðu upp með grann- þjóðunum er albönsk stjórnvöld stefndu fimm mönnum af gríska minnihlutanum fyrir rétt og sökuðu þá um njósnir í þágu Grikkja. í Aþenu hefur réttarhöldunum verið lýst sem pólitísku sjónarspili og það sagt vera liður í kúgun gríska minnihlutans í Albaníu. í hefndar- skyni höfðu Grikkir í gær rekið 28.400 ólögmæta albanska innflytj- endur aftur heim. DU PONT bflalakk notað af fagmönnum um land allt. Er bfllinn þinn grjótbarinn eða rispaður ? DU PONTlakk á úðabrúsa er meðfærilegt og endingargott. Faxafeni 12. Sími 38 000 Síðustu rússnesku hermennirnir yfirgefa Eistland Hverfa á brott „eins og þjófar á nóttu“ Tallinn. The Daily Telegraph. EINUNGIS fáeinir rússneskir her- menn eru nú í Eystrasaltsríkjun- um, en í kvöld rennur út umsam- inn frestur þeirra til brottfarar. Flutninga- og fjölskyldubílum hiöðnum búslóðum hefur undan- farna daga verið ekið brott frá herbúðum Rússanna í Tallinn, höf- uðborg Eistlands, í síðasta sinn, og lýkur þar með hálfrar aldar sovéskri og síðar rússneskri her- setu í Eistlandi. Með brottför hermannanna hverfa skýrustu ummerkin um innlimun Eistlands í Sovétríkin árið 1940. Þeir skiija eftir sig hrör- legar herbúðir þar sem jörðin er morandi jarðsprengjum, og mörg- um þykir brotthvarfið fremur líkj- ast skipulagslausum flótta en samningsbundnum brottflutningi. Ekki verða haldnar neinar kveðju- athafnir eða skrúðgöngur, að því er virðist að undirlagi stjómarinn- ar í Moskvu. Vítalíj Klatov, kap- teinn, sagði: „Yfirmennirnir sögðu okkur að draga ekki niður [rúss- neska flotafánann]. Við hverfum á brott eins og þjófar á nóttu.“ Leika sér að sprengjum Eistneskir heimavarnarliðar sem vakta herbúðirnar hafa upp- götvað eitt og annað, þar á meðal uppdrætti sem sýna hvernig her- taka má ýmsa hernaðarlega mikil- væga staði í Tallinn. Kortin eru dagsett 1990, árið sem Eistland, Lettland og Litháen lýstu yfir sjálfstæði sínu. Öllu alvariegra er þó, að mikið er um jarð- og hand- sprengjur sem börn hafa fundið og leikið sér að, eftir að hafa skrið- ið gegnum göt á girðingunni um- hverfis herbúðirnar. Rúmlega tvö hundruð rússnesk- ir sérfræðingar verða áfram í Eist- landi, og hafa þann starfa að taka niður kjarnorkuverið í bænum Paldiski. Rcuter STÚLKA með regnhlíf á brautarstöð í úthverfi Tallinn. Á bak við hana eru rússneskir hermenn að ganga frá herflutningabíl- um á lest sem flytur þá á brott. Jeltsín og Jiang stað- festa sættir BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti sagði í gær að þeir Jiang Zem- in forsætisráðherra Kína myndu á föstudag undirrita samninga um lausn landa- mæradeilna og um að beina ekki kjamorkuvopnum að hvor- ir öðrum. Ennfremur myndu þeir undirrita yfirlýsingu um gagnkvæm samskipti ríkjanna i framtíðinni. Samningur um landamæri leysir áratuga deilur um vestari mörk ríkjanna og að honum loknum er einungis óleystur ágreiningur um mörk u.þ.b. 1% landamæranna. Liðhlaup í Rúanda UM 400 liðsmenn hersveita fyrrum stjórnarhers Rúanda hafa gengið til liðs við her nýju stjórnarinnar undanfarna daga, að sögn fulltrúa Sameinuðu þjóðanna í Kigali. Þykir það til marks um að gamli stjórnarher- inn sé að leysast upp. Gripnir með úranstangir UNGVERSKA lögreglan lagði hald á tvö kíló af geislavirku efni á mánudag en talið er að þar sé um að ræða úranstangir sem komnar séu frá Rússlandi. Tveir Ungveijar sem reyndu að koma efninu í verð hafa verið teknir fastir. Buðu þeir úranið á 40.000 dollara kílóið eða jafn- virði 2,8 milljóna króna. Quayle vill verða forseti DAN Quayle varaforseti Bandaríkj- anna í forset- atíð George Bush hefur ákveðið að sækjast eftir útnefningu sem forseta- efni Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar 1996, að sögn 6’AW-sjónvarpsstöðvar- Fagna valda- tíð Gaddafís ERLENDIR stjómarerindrekar og þjóðarleiðtogar streymdu til Trípolí, höfuðborgar Líbýu, í gær til þess að taka þátt í hátíð- arhöldum í tilefni þess að um þessar myndir eru 25 ár liðin frá því Muammar Gaddafí braust til valda. Meðal fyrir- menna eru forsetar Súdans og Alsírs, forsætisráðherrar Norð- ur-Kóreu og Níger, landbúnað- arráðherra Ómans og varnar- málaráðherra Burkina-Faso. 62 farast í kolanámu- slysi TALIÐ er að minnst 62 menn hafi farist á Filippseyjum er metangas sprakk í kolanáma- göngum. 14 að auki slösuðust er þeir skriðu upp úr námunni. Hún er um 150 metrar að dýpt og á eyjunni Mindanao, sunnar- lega í eyjaklasanum. Spreng- ingin varð á mánudag og er þetta mannskæðasta námuslys í'sögu landsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.