Morgunblaðið - 31.08.1994, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ
LANDIÐ
MIÐVIKUDAGUR 81. ÁGÚST 1994 11
I
I
)
i
)
>
i
>
í
i
i
i
i
i
Brúarhlaup Selfoss á laugardag
Fyrir alla aldurshópa
sem vilja ganga,
hlaupa eða hjóla
Selfossi - Brúarhlaup Selfoss fer
fram 3. september, næstkomandi
laugardag. Hlaupið, sem er árlegur
viðburður, er fyrir alla aldurshópa
sem vilja ganga, hlaupa eða hjóla.
Vegalengdir í hlaupinu eru alla lög-
gildar, 5 km skemmtiskokk, 10 km
hlaup og 21 km hlaup, hálfmara-
þon. Einnig 10 km hjólreiðar. Búist
er við góðri þátttöku eins og í fyrra
en þá var sett þátttökumet með
1100 þátttakendum.
Skráning í hlaupið verður í Vöru-
húsi KÁ á föstudag 2. september
klukkan 16 - 19. I Reykjavík er
hægt að skrá sig á skrifstofu UMFÍ
að Fellsmúla 26.
Á laugardag verður afhending
númera fyrir hjólreiðar klukkan 10
- 12 og fyrir hlaupara klukkan 10
- 13. Hjólreiðamenn verða ræstir
af stað klukkan 13 og hlauparar
klukkustund síðar klukkan 14.
Hlaupið hefst utan ár og er hlaupið
yfir Olfusárbrúna sem hlaupið ber
nafn sitt af.
Þátttökugjöld eru kr. 700 fyrir
12 ára (f. 1982) og eldri og kr. 300
fyrir yngri. Allir sem ljúka hlaupi
eða hjólreiðum fá verðlaunapening.
Nánari upplýsingar eru gefnar í
símum 23025 og 22053.
Einkunnarorð hlaupsins í ár eru:
Fyrir atvinnulífið. Með þeim orðum
vill Frj álsíþróttadeild Selfoss
hvetja fólk til að velja íslenskt og
sunnlenskt ef þess er kostur. Aðal-
styrktaraðilar hlaupsins eru Mjólk-
urbú Flóamanna og Vöruhús KÁ.
Á HLAÐINU á Hólum milli messu og hátíðasamkomu: vígslubiskupinn Bolli Gústavsson og norð-
lensku prestarnir sr. Ólafur Hallgrímsson á Mælifelli, sr. Gunnlaugur Garðarsson á Akureyri og
sr. Ágúst Einarsson á Raufarhöfn.
Fyrstu réttir um helgina
Valdarásrétt í Víðidal, V.-Hún. 9. sept.
Víðidalstungurétt í Víðidal, V.-Hún. 9. og 10. sept.
Þórkötlustðarétt í Grindavík 18. sept.
Þverárrétt í Þverárhlíð, Mýr. 19. sept.
Ölfursréttir í Ölfusi, Ám. 20. sept.
Morgunblaðið/Björn Björnsson
REYNISTAÐARRÉTT í Skagafirði
FYRSTU réttir á þessu hausti
hefjast um næstu helgi, en réttað
verður í Hrútatungurétt í Hrúta-
firði og Hlíðarrétt í Mývatnssveit
næstkomandi sunnudag, 4. sept-
ember. Hér fer á eftir listi yfir
helstu réttir á þessu hausti.
Réttir dagsetning
Auðkúlurétt í Svínavatnshr., A.-Hún. 10. sept.
Áfangagilsrétt í Landmannaafrétti, Rang. 22. sept.
Baldursheimsrétt í Mývatnssveit, S.-Þing. 11. sept.
Brekkurétt í Norðurárdal, Mýr. 18. sept.
Dalsrétt í Mosfellsdal, Kjós 18. sept.
Fellsendárétt í Miðdölum, Dal. 18. sept.
Fljótstungurétt í Hvítársíðu, Mýr. 11. sept.
Fossrétt á Síðu, V.-Skaft. 9. sept.
Fossvallarétt v/Lækjarbotna, (Rvík./Kóp.) 18. sept.
Grímsstaðarétt í Álftaneshr., Mýr. 20. sept.
Heiðarbæjarrétt í Þingvallasveit, Árn. 17. sept.
Hítardalsrétt í Hraunhr., Mýr. 19. sept.
Hlíðarrétt í Bólstaðarhl.hr., A.-Hún. 11. sept.
Hlíðarrétt í Mývatnssveit, S.-Þing. 4. sept.
Hraunsrétt í Áðaldal, S.-Þing. _ 11. sept.
HrunaréttiríHrunamannahr.,Ám. 15. sept.
Hrútatungurétt í Hrútafirði, V.-Hún. 4. sept.
Húsmúlarétt v/Kolviðarhól, Ám. 17. sept.
Kjósarrétt í Kjósarhr., Kjósarsýslu 19. sept.
Langholtsrétt í Miklaholtshreppi, Snæf. 21. sept,
Laufskálarétt í Hjaltadal, Skagafirði 10. sept.
Miðfjarðarrétt í Miðfírði, V.:Hún. 10. sept.
Nesjavallarétt í Grafningi, Ám. 17. sept.
Oddsstaðarétt í Lundarreykjadal, Borg. 14. sept.
Rauðsgilsrétt í Hálsasveit, Borg. 16. sept.
Reykjaréttir á Skeiðum, Árn. 16. sept.
Reynistaðarrétt í Staðarhr., Skag. 11. sept.
Selflatarétt í Grafningi, Ám. 19. sept.
Selvogsrétt í Selvogi, Árn. 19. sept.
Silfurstaðarétt í akrahr., Skag. _ 12. sept.
Skaftholtsréttir í Gnúpveijahreppi, Árn. 15. sept.
Skaftárrétt í Skaftárhr., V.-Skaft. 10. sept.
Skaftártungurétt í Skaftártungu, V.-Skaft. 17. sept.
Skarðarétt í Gönguskörðum, Skag. 10. sept.
Skarðsrétt í Borgarhr., Mýr. 19. sept.
Skrapatungurétt í Vindhælishr., A.-Hún. 11. sept.
Stafnsrétt í Svartárdal, A.-Hún. 10. sept.
TungnaréttiríBiskupstungum.Ám. 14. sept.
Undirfellsrétt í Vatnsdal, A.-Hún. 9. og 10. sept.
Helstu réttir í Landnámi
Ingólfs haustið 1994
Heiðarbæjarrétt í Þingvallasveit 17. sept.
Húsmúlarétt við Kolviðarhó! 17. sept.
Nesjavallarétt í Grafningi 17. sept.
Lönguhlíðarrétt v/Bláfjallaveg 17. sept.
Þórkötlustaðarétt í Grindavík 18. sept.
Dalsrétt í Mosfellsdal 18. sept.
Fossvallarétt við Lækjarbotna 18. sept.
Selvogsrétt í Selvogi 19. sept.
Selflatarétt í Grafningi 19. sept.
Kjósarétt í Kjós 19. sept.
'Ölfusréttir t Olfusi 20. sept.
Seinni réttir verða tveim vikum
síðar, þ.e. dagana 1.-4. októ-
ber. Til að auðvelda smölun og
draga úr hættu á ákeyrslum á
þjóðvegum í haustmyrkrinu er
lögð áhersla á að fé verði haft sem
mest í haldi eftir réttir. Sam-
kvæmt fjallskilasamþykkt fyrir
Kjósarsýslu, Reykjavík, Seltjarn-
arnes, Kópavog, Garðabæ og
Hafnarijörð nr. 304/1988 er
óheimilt að sleppa aftur fé úr
haustréttum á afrétti.
Hólahátíð
helguð
séra Friðriki
HÓLAHÁTÍÐ var haldin að venju
um miðjan ágúst, í blíðskaparveðri
og var mjög fjölsótt. Hátíðasam-
koman var að þessu sinni helguð
sr. Friðrik Friðrikssyni og flutti
herra Sigurbjörn Einarsson
skemmtilegt og fróðlegt erindi um
frábæran mann. Söng kór Glerár-
kirkju undir stjórn Jóhanns Bald-
vinssonar frumsamda og þýdda
sálma eftir séra Friðrik. Einnig
voru í messunni sungnir sálmar
eftir hann. I messunni á undan
predikaði séra Sigurður Guð-
mundsson, fyrrverandi vígslubisk-
up, en hann var fyrsti vígslubisk-
upinn sem sat að Hólum. Kirkju-
kór Glerárkirkju söng og organ-
isti var Jóhann Baldvinssson. En
auk þess söng svissneskur kór,
Kammerkór Wintewrhur.undir
stjórtn Christophs Bachmanns, í
kirkjunni og á eftir meðan gestir
gengu til messukaffis í Bændaskól-
anum og stöldruðu við á hlaðinu
í blíðviðrinu. Prestar norðanlands
fjölmenntu á Hólahátíð. í mess-
unni þjónuðu fyrir altari sr. Gunn-
laugur Garðarsson á Akureyri, sr.
Sighvatur Karlsson á Húsavík og
sr. Ágúst Einarson á Raufarhöfn.
Svo og vígslubiskupinn á Hólum
Bolli Gústavsson, sem einnig flutti
lokaorð um sr. Friðrik.
I
i
i
i
i
i
I
i
Fagnr höf-
uðdagur
u •
Morgunblaðið/Diðrik Jóhannsson
UNNIÐ er við lagningu á nýju þaki Bændaskólans á Hvanneyri.
Þak á bændaskóla-
húsið á Hvanneyri
Hvannatúni í Andakíl - Nú er
unnið að því að setja þak á nýja
skólahús Bændaskólans sem svo er
daglega nefnt. Húsið var byggt árin
1965 til 1979 og voru hönnuðir þá
á þeirri skoðun að hægt væri að
komast af með steypt og flöt þök.
Annað hefur komið í ljós því þak-
ið hefur lekið meira eða minna síðan
flutt var í húsið, sérstaklega um sam-
skeyti áfanganna. Verður nú ekki
komist hjá því að setja hefðbundið
þak á húsið sem hýsir heimavist,
mötuneyti og íbúðir starfsfólks.
Verktaki framkvæmdanna er Pét-
ur Jónsson, byggingameistari á
Hvanneyri. Hann átti lægsta tilboð
í verkið, tæplega 12 millj. kr. en
kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 15,6
millj. kr. í þessum áfanga verður
vestasti hlutinn útundan en ekki er
síður þörf á þaki þar. Rýmið undir
þakinu verður m.a. notað undir 2
kennslustofurL
Borg, Eyja- og Miklaholtshreppl
- Um langan tíma hafa þeir sem
hafa átt allt sitt undir sól og regni
ort til höfuðdagsins, 29. ágúst.
Veður hafa oft breyst einmitt bæði
til batnaðar og stundum til hins
verra. Um veðurfar þessa dags er
stundum sagt að það tákni veðurf-
ar haustdaganna. Ekki er það ein-
hlítt en margir hafa talað um þessa
kenningu.
Veður hér á höfuðdaginn var hið
fegursta. Vart hægt að fá það
betra. Uppskera virðist ætla að
verða með ágætum. Mikill heyskap-
ur og grasspretta með því mesta
sem gerist, auk þess sem líkur eru
á góðri kartöfluuppskeru. Berja-
spretta er góð.
Þá er eftir að vita hversu feitir
dilkarnir verða í haust en allt bend-
ir til þess að þeir komi lagðprúðir
og vel á sig komnir eftir hlýtt sum-
ar.
011RH 01 07n LARUSÞ.VALDIMARSSON.framkvæmdastjori
L I I UU“t I O / U KRISTJAN KRISTJANSS0N. loggiltur fasteígnasali
Til sýnis og sölu - nýkomnar á markaðinn:
í fremstu röð við Barðaströnd
Glæsil. raðh. á tveimur hæðum með innb. bílsk. 221,2 fm. Frábært
útsýni yfir Sundin, til Esjunnar og til Akrafjallsins.
Góð eign - góður bílskúr - gott verð
4ra herb. hæð við Nökkvavog. Sérhiti. Föndurherb. í kj. Nýtt gler.
Ræktuð lóð. Ágæt sameign.
40 ára húsnæðislán 3,3-5,0 millj.
Nokkrar góðar 3ja herb. íbúðir með langtímalánum m.a. við:
Furugrund á 7. hæð í lyftuh. Útsýni. Bílageymsla.
Cvergabakka á 3. hæð i suðurenda. Parket. Ágæt sameign.
Vallarás 5. hseð, lyftuhús. Parket. Útsýni. Gott verö.
Ágæt íbúð við Eiðistorg
4 herb. á 3. hæð um 100 fm. Stórar stofur. Tvennar svalir. Góð sam-
eign. Útsýni. Bílageymsla. Eignaskipti möguleg.
í þríbýlishúsi við Barðavog
Mikið endurbætt 4ra herb. um 90 fm. Góður bílskúr 30,9 fm. Trjágarður.
Frábærar eignir í makaskiptum
Höfum á skrá einbýlishús, húseignir m. þremur íb., sérhæðir o.fl.
Margskonar hagkvæm makaskipti. Vinsamlegast leitið nánari upplýsinga.
• • •
Á Högum eða Melum
óskast 5 herb. íbúð.
Má þarfnast endurbóta.
ALMENNA
FASTEIGHKSAIAH
LAUGAVE6118 SÍMAR 21150-21370