Morgunblaðið - 31.08.1994, Page 29

Morgunblaðið - 31.08.1994, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 1994 29 Mig langar að minnast fyrrum samverkamanns míns, Sigurðar Hjálmtýssonar, með nokkrum orð- um. En Sigurður lést laugardaginn 20. ágúst sl. eftir vaxandi tveggja ára vanheilsu, 76 ára að aldri. Siggi Hjálmtýs, eins og flestir kölluðu hann, bar þó sjúkleika sinn með mikilli hugprýði og hélt anda sínum og húmor til hinstu stundar. Hann var í viðræðum það sem menn kalla hress í besta lagi. Fróð- ur um menn og málefni og ófeim- inn við að segja mönnum sannleik- ann. Sigurður starfaði hjá Steypu- stöðinni hf. í tæpan áratug við lagerstörf á bílaverkstæði og síðar matráðsmennsku. Hann var mjög húsbóndahollur og barðist grimmt á móti öilu sem hann taldi bruðl, óhóf og óreiðu. Vel skyldi með far- ið það sem fram var reitt og lagði hann áherzlu á það við menn, að ekkert væri sjálfsagt eða ókeypis í þessu lífi. Ofáa fyrirlestra hélt hann til dæmis yfir þeirn, sem honum fannst drekka of mikla mjólk með matn- um. Siggi lét setja upp djúsvél í matsalnum þar sem hann blandaði góðan drykk úr bestu hráefnum. Siggi taldi fullorðnum karlmönnum ólíkt hollara að drekka djús þennan en að gamsa í sig nýmjólk í öll mál. Hitt var hann ekkert að tíunda fyrir þeim, að djúsblandan hans var auk þess miklu „billegri“ fyrir fyrir- tækið en blámjólkin. Enda er mjólk- urþamb íslenzkra erfíðismanna kafli útaf fyrir sig. Stóra klukku lét Siggi setja upp í matsalnum. Það var til þess að minna viðkomandi á, að matar- tíminn væri takmarkaður. Þegar hann var liðinn fór Siggi að hafa hátt og gefa til kynna, að klukkan væri komin. Ef það dugði ekki var hann alveg vís til að vekja athygli manna á að þeir væru að selja fyrir- tækinu tíma sinn. Það ætti að fá vinnu fyrir kaupið og matinn og hana nú. Stóðust fáir þann þrýsting til lengdar. Siggi vildi sífellt hagræða og gera hagstæða verzlun fyrir fyrir- tækið. Síðan í hans tíð er kaffi- brauðið staðlað hér á bæ og heitir „Steypustöðvarkringlan". Það táknar, að það er frjálst val á með- læti með kaffinu, svo lengi sem það er kringla. Sigurður Hjálmtýsson var vörpu- legur maður í sjón, þéttur á velli og þéttur í lund, gildur meðalmaður á vöxt og bar sig hermannlega. Hann var mættur fyrir allar aldir til vinnu og var þá ógeispandi og Qallhress. Það lifnaði oft yfir mönn- um þegar Siggi kom. Hann kunni ótal sögur af mönnum, sem hann hafði kynnst á langri bílstjóraævi. Eru undirrituðum minnisstæðar ýmsar sögur, sem hann kunni af Kjarval. En hann ók lengi með meistarann um sveitir landsins svo sem og urmul annars stórmennis. Hann þekkti landið og landið þekkti hann. Lengst af starfsaldri sínum vann Sigurður Hjálmtýsson innan um bíla í einhverri mynd. Eftir ýmis störf í Breiðafjarðareyjum á unga aldrei til sjós og lands, byijaði hann ungur að aka vörubílum austur á Eyrarbakka fyrir Sigurð Heiðdal. Leigubíla keyrði hann á stríðsárun- um og lengur, ók slökkviliðsbílum og sjúkrabílum hjá slökkviliðinu og Hafnarfjarðarstrætó fyrir Póst og síma. Hann vann um tíma í Sjálf- stæðishúsinu gamla fyrir bróður sinn, Polla, þann landskunna húm- orista. Hann stofnaði Sendibíla- stöðina Þröst og rak hana um tíma. Hann starfaði í bræðrafélagi Garðasóknar og var þar hvatamað- ur að byggingu safnaðarheimilisins Kirkjuhvols á holtinu þar sem nú skal rísa önnur sóknarkirkja Garðbæinga. Sigurður Hjálmtýsson var alla tíð framfarasinni og áhugasamur um nýjungar. Hann ferðaðist víða um lönd. Hann kom frá Bandaríkj- unum með hugmyndir, sem hann kynnti í grein í Morgunblaðinu í nóvember 1959. Þar vildi hann MINNINGAR stofnsetja bílageymsluhús í Reykja- vík og ræddi ennfremur um mögu- leika á samsetningarverksmiðju bíla á íslandi. Hann fór oft til Þýzkalands og var í útréttingum þar, mest tengt bílum. Þaðan kom hann m.a. með líklega fyrsta tengivagninn fyrir vörubíla, fyrsta Man-vörubílinn og fyrsta snjósleðann er hann líka sagður hafa flutt inn, líklega frá Bandaríkjunum. Ekki gekk vel að selja þessar nýjungar. Til lengdar munu þessi umsvif ekki hafa verið ábátasöm né ánægjuleg alltaf. Þó hann væri ekki langskólagenginn var hann ófeiminn að bjarga sér á erlendri grund og fljótur að læra hvernig bera skyldi sig við erlenda stórhöfðingja. Ahuginn og bjart- sýnin voru ódrepandi en ef til vill á stundum meiri en raunsæið. Góð heilsa lengst af, gott skap, starfsvilji, góð fjölskylda, góðir vin- ir og 76 æviár. í rauninni getur maður spurt eins og gert var í búðunum í gamla daga: „Var það nokkuð fleira fyrir yður?“ Fyrir hönd starfsfélaganna hjá Steypustöðinni hf. þakka ég Sig- urði Hjálmtýssyni fyrir samfylgd- ina. Halldór Jónsson. „Öllu er afmörkuð stund og sér- hver hlutur undir himninum hefir sinn tíma. Að fæðast hefir sinn tíma og að deyja hefir sinn tíma; að gráta hefir sinn tíma; að hlæja hefir sinn tíma.“ Þessi orð Prédikarans koma mér í hug nú er við kveðjum Sigurð Örn Hjálmtýsson. Ég hef þekkt Sigurð og hans fjölskyldu í rúm þijátíu ár eða allt frá því er hann byggði hús sitt við hlið foreldra minna í Garðabæ og við Valgerður dóttir hans urðum vinkonur. Oft höfum við komið saman í gegnum árin á tímamótum í lífi Völu og fjölskyldu hennar, oftast til að gleðjast og fagna. I dag komum við saman til að kveðja. Allt hefir sinn tíma. Sigurður var borinn og barn- fæddur Reykvíkingur en í föðurætt var hann kominn af góðum ættum austan úr Mýrdal og víðar. Gyðríð- ur Hjaltadóttir föðuramma hans var afkomandi Jóns Vigfússonar' Hólabiskups f. 1643, og konu hans Guðríðar Þórðardóttur Jónssonar í Hítardal, f. 1645. Meðal barna þeirra var Helga Jónsdóttir á Hofi á Höfðaströnd en hún átti Vigfús Gíslason óðalsbónda þar, meðal þeirra bama var Jón Vigfússon, klausturhaldari á Reynistað, kvæntur Þórunni Hannesdóttur Scheving, þeirra dóttir var Karítas Jónsdóttir húsfreyja að Vatns- skarðshólum í Mýrdal, f. 1751/ langamma Gyðríðar Hjaltadóttur. Hjálmtýr Sigurðsson faðir Sigurðar var umsvifamikill athafnamaður og til marks um það er að árið 1929 varð hann eigandi allrar Stokkseyr- ar, hinn eini sem það hefur orðið síðan á 17. öld og átti einn til 1933 er hann seldi Landsbankanum hluta Stokkseyrar. Móðurætt Sig- urðar var aldönsk, en móðuramma hans var Marie Bernhöft dóttir hjónanna Johanne og Vilhelms Bernhöft bakara. Marie Bernhöft giftist Ludvig Hansen kaupmanni sem kom til Islands frá Danmörku og settist hér að. Meðal barna þeirra var Lucinde Fransiska Vil- helmine móðir Sigurðar. Sigurður ólst upp á menningar- heimili meðal sjö systkina og er til þess tekið hvað fjölskyldan var kát og glaðlynd og ekki síður söngelsk. Hann tók snemma bílpróf og var atvinnubílstjóri 1935 til 1950 en stundaði lengst af verslunarstörf. Hann kvæntist eftirlifandi eigiii- konu sinni, Ernu Arnadóttur Mat- hiesen, 17. desember 1949. Hún er dóttir hjónanna Árna M. Mathi- esen lyfjafræðings og verslunar- | manns í Hafnarfirði og konu hans ; Svövu Einarsdóttur, Þorgilssonar | útgerðarmanns í Hafnarfirði. Sig- urður og Erna hófu búskap í Hafn- arfirði þar sem fyrsta barn þeirra, Árni Matthías, fæddist 1950. Síðan flytja þau að Sólvallagötu 33 í Reykjavík, en það hús átti fjöl- skylda Sigurðar og þar fæddust yngri börnin þeirra, Valgerður 1953, Hjálmtýr 1956 og Hrafnhild- ur 1960. Á árunum í kringum 1950-60 var algengt að stórfjölskyldan byggi í sama húsi, ég man sjálf er ég var barn á Ránargötunni, í stóru fjölskylduhúsi í eigu móður- bræðra minna, að ekki þurfti að leita út fyrir húsið að leikfélögum. Svipað mun einnig hafa verið um börn Sigurðar og Ernu á Sólvalla- götunni og ómetanlegt var að eiga ömmu Lucinde á efri hæðinni. Á sumrin dvöldu þau í sumarbústað sínum í Sléttuhlíð fyrir ofan Hafn- arfjörð. En upp úr 1960 er orðið þröngt um fjölskylduna og þá kaup- ir Sigurður hornlóð við Aratún í Garðahreppi sem þá var að byggj- ast upp. Garðabæjarárin voru góð ár, börnin uxu úr grasi og eignuð- ust félaga meðal barna annarra frumbyggja þessa nýja bæjarfé- lags. Érna var virk í kvenfélaginu og um tíma formaður þess og Sig- urður gerðist forvígismaður um stofnun Bræðrafélags Garðakirkju sem starfar enn í dag. Á þessúm árum erum við krakkarnir í Garðabæ í nokkurri sérstöðu því framan af þurftum við að vera sjálf- um okkur nóg um allt félagslíf en brátt rættist úr og á árunum 1965- 1970 urðum við stofnfélagar í Skátafélaginu Vífli, Æskulýðsfé- lagi Garðakirkju og íþróttafélaginu Stjömunni. Þegar þessi fyrsta kyn- slóð Garðabæjarungmenna fór síð- an að stofna eigin heimili tvístrað- ist hópurinn, en ekki var farið að byggja íbúðir fyrir ungt fólk í Garðabæ fyrr en mörgum árum seinna. Því var það að margir af frumbyggjunum minnkuðu við sig og fluttust burt er börnin fóru að heiman. Sigurður og Erna fluttu til Reykjavíkur 1978 og nokkru seinna hóf hann störf hjá Steypu- stöðinni hf. og starfaði þar lengst af sem lagerstjóri. Fyrir mér var Sigurður einstakur persónuleiki, ljúflyndi hans og óborganleg kímnigáfa ásamt óbil- andi bjartsýni og áræðni við að takast á við ný verkefni gleymist ekki. Á sjötugsaldri keypti hann lóð , í Grafarvogi og byggði á örskömm- um tíma draumahús fyrir þau Ernu til að veija efri árunum í. Hann var fæddur smiður og svo laghent- ur að allt lék í höndunum á honum jafnvel þó sjónin væri farin að gefa sig. Hann var sjálfstæðismaður alla tíð og því var það honum mikil gleði er á síðasta afmælisdegi hans, 28. maí sl., báðar dætur hans voru kjörnar bæjarfulltrúar fyrir Sjálf- stæðisflokkinn, Valgerður í bæjar- stjóm Hafnarfjarðar og Hrafnhild- ur í bæjarstjórn Seyðisfjarðar, og slík afmælisgjöf hlýtur að vera einsdæmi. Fjölskyldan var Sigurði allt og ekkert fannst honum of gott fyrir Ernu og börnin þeirra, tengdabörn og barnabörn. Og hann átti góða fjölskyldu, Erna hefur staðið við hlið hans í blíðu og stríðu í 45 ár ásamt börnunum og í veik- indum hans hefur fjölskyldan verið einhuga um að láta honum líða sem best. En nú er komið að leiðarlokum, öllu er afmörkuð stund. Því vil ég þakka honum velvilja og elskuleg- heit við mig alla tíð. Elsku Erna, Árni, Vala, Hjálmtýr, Hrafnhildur og fjölskyldur, ég og fjölskylda mín sendum ykkur innilegar samúðar- kveðjur. Megi minningin um góðan eiginmann og ástríkan föður, tengdaföður, afa og langafa verða ljós í lífi ykkar allra. Að eilífðar Ijósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri en augað sér mót öllum oss faðminn breiðir. (Einar Benediktsson) Guð blessi minningu Sigurðar Hjálmtýssonar. Guðlaug Konráðsdóttir. KRISTÍN ARNGRÍMSDÓTTIR -I- Kristín Arn- * grímsdóttir, Smáravegi 11, Dal- vík, fæddist að Brekku í Svarf- aðardal 6. júní 1905. Hún lést á heimili aldraðra, Dalbæ, 23. ágúst síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Ingigerður Sigríð- ur Sigfúsdóttir, f. 20. júní 1872 á Upsum í Svarfað- ardal, d. 9. október 1947 á Dalvík, og Arngrímur Jónsson, f. 10. jan- úar 1867 í Ytra-Garðshorni í Svarfaðardal, d. 7. júní 1910. Systkini hennar voru: Jón, f. 4. júlí 1893, Anna Björg, f. 20. janúar 1898, Björn Zophonías, f. 7. maí 1900, Svanbjörg, f. 26. maí 1903, Snorri Arngrím- ur, f. 17. mars 1908, og Guð- rún Rósa, f. 8, febrúar 1911. Þau er öll látin. Kristín giftist 2. apríl 1927 Jóni Baldvini Sig- urðssyni, f. 4. desember 1902 í Hreiðarstaðakoti í Svarfað- ardal, en hann dó 22. desember 1980 á Akureyrarspít- ala. Þau bjuggu all- an sinn búskap á Dalvík. Börn þeirra eru: Sigrún, f. 1. júlí 1927, maki Eiríkur Jónsson; Ásdís, f. 4. apríl 1929, maki Finnur Guðlaugur Sigur- jónsson, látinn; Gunnþóra Anna, f. 8. maí 1931, maki Páll Gestsson, lát- inn; Ingunn Lilja, f. 1. október 1935, d. 15. mars 1939; Sveinn Heiðar, f. 4. mars 1939, maki Auður Ingibjörg Kinberg; Ingigerður Lilja, f. 17. ágúst 1943, maki Þorvald- ur Baldvinsson; Arngrímur, f. 17. ágúst 1943, maki Gígja Kristbjörnsdóttir; og Gunnar, f. 31. júlí 1945, maki Alice Christensen. Afkomendur Kristínar og Jóns eru samtals 51. Útför Kristínar fer fram frá Dalvíkurkirkju í dag. ÞÓ DAUÐINN sé ætíð nálægur og vitundin um það, að eitt sinn skal hver deyja þá erum við sjaldn- ast viðbúin fráfalli vina eða ætt- menna. Við kveðjumst sjaldnast að kvöldi með það I huga að þessi kveðjustund geti verið hin síðasta og að fyrstu geislar morgunsólar- innar verði ekki fyrir augum okkar allra þegar næsti dagur rís. Þá er oft gott og mikil huggun í því að geta hallað sér að góðum minning- um um hinn látna. Mig langar í örfáum orðum að minnast elskulegrar ömmu minnar, Kristínar Arngrímsdóttur. Það ber þá fyrst að nefna að ég er fædd og uppalin í Reykja- vík, en átti því láni að fagna að komast á hverju ári norður á Dal- vík til afa og ömmu. í minning- unni eru þessar ferðir sveipaðar ævintýraljóma. Stundum var farið sjóleiðina, stundum með flugi en hin síðustu ár oftast með bíl. Allt- af var jafn vel tekið á móti manni, hlýtt faðmlag og kossar og síðan var sest við eldhúsborðið í stóra eldhúsinu og kleinum í ómældu magni ásamt fleira góðgæti gerð góð skil. Fyrir mig voru þessar ferðir dýrmætar því á Dalvík býr næstum allt mitt móðurfólk og heimili afa og ömmu á Smára- veginum var sá staður, þar sem fjölskyldan kom saman. Amma Stína, eins og hún var oftast kölluð í fjölskyldunni, var hávaxin og sterkbyggð kona og bar sig mjög vel. Hún var létt í skapi og afar heilsuhraust fram eftir aldri. Snyrtimennska var henni í blóð borin og var eftirtekt- arvert hve hún var dugleg að end- urnýja og halda húsinu sínu við. Til marks um áræðni ömmu var þegar hún, rúmlega sjötug, lagði leið sína í fyrsta skipti á ævinni á hárgreiðslustofu, lét klippa flétt- urnar tvær sem hún hafði ,í hnút og fékk sér permanent. Við þetta yngdist amma, jafnt í útliti sem anda um fjölda ára. Þegar amma var orðin 75 ára fór hún í sína fyrstu utanlandsferð til Danmerkur, að heimsækja Gunnar son sinn og konu hans. Þar sem hana vantaði ferðafélaga bauð hún mér með sér og dvöldum við í Danmörku í þijár vikur. Við ferðuðumst vítt og breitt um og aldrei var þreytu að sjá á ömmu. Hún hafði alltaf jafn gaman að skoða nýja staði og kynnast nýjum hlutum. Þessari ferð okkar mun ég aldrei gleyma. Þetta var reynd- ar ekki eina utanlandsferð ömmu, því fimm árum síðar hélt hún I aðra ferð til Danmerkur, þá með Ingu dóttur sinni og dætrum henn- ar. Á margan hátt held ég að amma hafi ekki verið mjög hrifin af því að finna aldurinn færast yfir sig, því hún vildi geta gert alla hluti eins og áður. Dæmi um það var þegar hún, rúmlega áttræð, fóKJ beijamó og gaf okkur yngra fólk- inu, ekkert eftir. Þegar hún var spurð að því um kvöldið, hvort hún væri ekki eftir sig, lét hún lítið yfir því og „hélt nú að skrokkurinn yrði búinn að jafna sig daginn eftir“. Svona var amma. Amma bjó ein á Smáraveginum þar til fyrir einu og hálfu ári, þá orðin 87 ára, er hún flutti á dvalar- heimili aldraðra, Dalbæ. Eftir það hrakaði heilsu hennar mjög og síð- ustu mánuði var hún alveg rúm- liggjandi. Guð geymi ömmu um alla eilífð. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. c/' Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Kristín Pálsdóttir. Eríidnkkjur Glæsileg kafii- lilaðlxirð íidlegir salir og mjög góð þjónusta. L'pplysingar ísíma22322 FLUGLEIDIR UÍTEL LOFTLEIDIH

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.