Morgunblaðið - 31.08.1994, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 31.08.1994, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 1994 33 ATVIN N U A UGL YSINGAR Siglufjörður - blaðberar óskast á Hólaveg og Fossveg. Upplýsingar í síma 96^71489. Hjúkrunarfræðingar Okkur bráðvantar hjúkrunarfræðing til að annast öldruð hjón sem þurfa mikla aðstoð. Góð laun í boði. Stór stofa á jarðhæð getur fylgt. Aðeins íslensk hjúkrunarkona kemur til greina. Umsóknir leggist inn á auglýsingadeild Mbl., merktar: „Hjúkrun - 13270“. Barnagæsla Barngóð kona eða stúlka, ekki yngri en 18 ára, óskast til að gæta tveggja ungra barna á Seltjarnarnesi þrjú skipti í viku, þar af tvö kvöld. Upplýsingar í síma 611931. Mosfellsbær Leikskólakennari eða starfsmaður með aðra uppeldismenntun óskast til starfa við skólasel Varmárskóla. Einnig kemur til greina að ráða starfsmann rheð reynslu af leikskólastarfi. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 667524 eða 666974. 2. vélstjóra vantar á línubeitningabát frá Vestfjörðum. Þarf að geta leyst af sem 1. vélstjóri. Upplýsingar í síma 94-1139 hjá skipstjóra og 94-1500 á skrifstofutíma. Til leigu aðstaða fyrir nuddara og snyrtifræðing í nýrri og glæsilegri sólbaðsstofu í verslunarmið- stöð í Grafarvogi. Umsóknum skal skilað til auglýsingadeildar Mbl. fyrir 15. sept., merktum: „G - 3939“. Fóstra - „au pair“ Leikkona í Vesturbænum óskar eftir að ráða barnfóstru 4 kvöld í viku eða „au pair“ í vet- ur. Allur aldur kemur til greina og gott skap. Góð aðstaða í einbýlishúsi. Upplýsingar í síma 91-10635 á milli kl. 16-18. SMIÐjAN ÓLAFSSON DANSKENNARI Danskennsla Danssmiðjan óskar eftir að ráða manneskju til starfa við danskennslu. Til greina kemur danskennaranemi, dans- kennari eða samkvæmisdansari. Leitað er að gefandi, skapandi og duglegri manneskju sem kann að dansa. Allar nánari upplýsingar gefnar í síma 689797 næstu daga. Fyrsti vélstjóri óskast á mb. Eyvind Vopna NS 70. Þarf að geta leyst yfirvélstjóra af. Upplýsingar í síma 97-31143. Grunnskólinn á Suðureyri Kennara vantar við Grunnskólann á Suðureyri. Æskilegar kennslugreinar eru íslenska og danska. Nánari upplýsingar gefur skólastjóri í símum 94-6129 og 94-6119. Ertþú öfgahress og að springa úr Iffsgleði? Okkur vantar „staff“ í allar stöður. Viðtalstími miðvikudag og fimmtudag frá kl. 13.00-19.00 á staðnum. Tunglið, Lækjargötu RAÐ/A(JG( YSINGAR Til leigu húsnæði undir kaffihús, skyndibitastað og pubb í nýju verslunarmiðstöðinni í Hafnar- firði. Firmasalan, símar 683884 og 683886. Skattstjórinn í Reykjavík Skattstjórinn í Reykjavík auglýsir hér með breyttan opnunartíma á afgreiðslu embættis- ins. Frá og með 1. september nk. verður af- greiðsla skattstofunnar í Reykjavík opin frá kl. 08.00 til 15.00 og skiptiborð frá 08.00 til 16.00 mánudaga til föstudaga. 26. ágúst 1994. Skattstjórinn í Reykjavík. Krabbameinsrannsóknir Krabbameinsfélag íslands auglýsir styrki úr rannsóknasjóðum Krabbameinsfélagsins til vísindaverkefna sem tengjast krabbameini. Umsóknir skulu berast á sérstökum eyðu- blöðum, sem fást á skrifstofu félagsins í Skógarhlíð 8 í Reykjavík. Umsóknum skal skilað fyrir 20. september. Stefnt er að úthlutun styrkja í nóvember. Krabbameinsfélagið. Réttarholtsskóli - fornám Fornámsdeild Réttarholtsskóla verður sett fimmtudaginn 1. september kl. 11.00. Skólastjóri. Tónskóli Vesturbæjar - innritun Innritun stendur yfir fim. 1. sept. og fös. 2. sept. frá kl. 13-19 á Víðimel 35. Innritað verðurá píanó, gítarog íforskóla, 6-7 ára. Skólastjóri. IÐNSKÓLINN í REYKJAVÍK Skólasetning Fimmtudag 1. september Kl. 09.00: Kennarafundur, deildafundir. Kl. 13.30: Skólasetning í Hallgrímskirkju. Stundaskrár verða afhentar að skólasetningu lokinni. Föstudag 2. september Kennsla hefst samkvæmt sundaskrá. Mánudag 5. september Meistaranám - öldungadeild. Stundaskrár verða afhentar kl. 17.00. Kennsla hefst kl. 17.15. K SKÓLASKRIFSTOFA REYKJAVÍKUR Frá Grunnskólum Reykjavíkur Grunnskólar Reykjavíkur hefja starf í byrjun september. Kennarafundir verður í skólunum kl. 9.00 árdegis fimmtudaginn 1. september. Nemendur komi í skólana mánudaginn 6. september sem hér segir: 10.bekkur (nem. f. 1979) kl. 9.00 9. bekkur (nem.f. 1980) kl. 10.00 8.bekkur (nem. f. 1981) kl. 11.00 7. bekkur (nem.f. 1982) kl. 13.00 6.bekkur (nem. f. 1983) kl. 13.30 5.bekkur (nem. f. 1984) kl. 14.00 4. bekkur (nem.f. 1985) kl. 14.30 3. bekkur (nem.f. 1986) kl. 15.00 2. bekkur (nem. f. 1987) kl. 15.30 Nemendur 1. bekkjar (börn fædd 1988) hefja skólastarf skv. stundaskrá fimmtudaginn 8. september en verða áður boðaðir til við- tals með foreldrum, hver í sinn skóla. Til leigu Til leigu er 300 fm húsnæði á Lynghálsi í Reykjavík. Möguleiki er að leigja allt eða hluta þess. Húsnæðið hentar vel fyrir skrifstofur eða léttan iðnað. Góð bílastæði og aðkoma. Laust nú þegar. Frekari upplýsingar eru veittar í síma 675100 fyrir hádegi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.