Morgunblaðið - 31.08.1994, Side 48

Morgunblaðið - 31.08.1994, Side 48
SH*f0tui(l!ife!fe L«TT# alltaf á Miövikudöguin MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1 103 REYKJAVIK SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 MIÐVIKUDAGUR 31. AGUST 1994 VERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK Hvalfjarðargöng Vinna hefst líklega eft- ir 3-4 mán. ALLAR líkur eru nú taldar á að ráðist verði í byggingu jarðganga undir Hvalfjörð öðru hvoru megin við áramót en í gær opnuðu for- ráðamenn Spalar hf. tilboð sem bárust í gerð ganganna frá þremur hópum norrænna verktakafyrir- tækja. Tilboð innan arðsemismarka Tilboðin eru innan arðsemis- marka. Kostnaðaráætlun Spalar hf. hljóðar upp á 3,3 milljarða kr. Eitt tilboðanna, sem barst frá Nor- taki sf., Krafttaki hf. og Nocon, ''^r frávikstilboð en það hljóðar upp á 2.749 milljónir kr. Tilboð ístaks hf., E. Phil & Sön A/S og Skanska AB hljóðar upp á 2.805 millj. kr. og tilboð Hagvirkis/Kletts hf., NCC International AB og EEG Henriksen hljóðar upp á 3.717 millj. kr. Að sögn Gylfa Þórðarsonar, stjórnárformanns Spalar hf., er gert ráð fyrir að samningaviðræð- um verði lokið iyrir nóvemberlok þannig að framkvæmdir geti hafist ^eftir 3-4 mánuði. Skipulagsstjóri ríkisins féllst í gær á lagningu tengivega að jarðgöngunum með nokkrum skilyrðum. Áætlanir gera ráð fyrir að göngin verði tilbúin fyrir umferð í byijun sumars árið 1997. Öll tilboðin/4 ♦ ♦ ♦ Stolnir seðlar í ^Leifsstöð ERLENDUR ferðamaður var stöðv- aður í Leifsstöð á leið úr landi í gær eftir að hann reyndi að skipta seðl- um úr sendingu Seðlabanka ís- lands, sem stolið var á Heathrow- flugvelli í London. I samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi vildi rannsóknarlögregl- an ekki segja til um hvar maðurinn hafði fengið peningana, en honum var sleppt að lokinni yfirheyrslu. Trillusjómanni bjarg- að úr sjávarháska Tekinn um borð í varðskipið Ægi sem flutti hann heim til Akraness ÞRÍTUGUM sjómanni, Brynjólfi Júlíussyni frá Akranesi, var bjargað um borð í varðskipið Ægi eftir að Lára MB 22, fjög- urra tonna, tuttugu ára trébátur, sökk undan Þormóðsskeri um kl. 18 í gær. Brynjólfur óskaði eftir aðstoð tilkynningaskyldu um kl. 18, þar sem mikill leki væri kominn að bátnum. Skömmu síðar rofnaði samband við hann. Björgunar- sveitamenn fóru þegar til leitar, auk þess sem varðskip og nær- staddir bátar fóru á svæðið. Leit- in bar ekki árangur í fyrstu og var þyrla Landhelgisgæslunnar einnig kölluð út. Um kl. 20 sást neyðarblys á lofti um níu mílur undan Þormóðsskeri og reyndist það koma frá björgunarbátnum af Láru. Brynjólfur, sem var ekki f björgunarbúningi, var tekinn um borð í gúmbát frá Ægi og síðan í varðskipið, þar sem læknir frá þyrlunni skoðaði hann. Bi-ynjólf- ur var kaldur en að öðru leyti vel á sig kominn. Varðskipið fór með hann að Akranesi, þar sem hann var fluttur um borð í gúm- bát og í land. Skipverja af trillunni Láru var bjargað úr gúmbjörg- unarbáti er trillan sökk MÝRAR " ÞormiSssktr FAXA- FLÓI Akranesi fl^ Garðskagi f J REYKJAVIK Brynjólfur hafði verið að flytja bátinn frá Flateyri, þaðan sem hann hafði róið, til Akraness. Hann hafði samkvæmt upplýs- ingum Morgunblaðsins reynt að hefta lekann sem kom upp við stefni bátsins í um hálfa klukku- stund áður en hann fór frá borði og í björgunarbátinn, sem hann batt við hlið Láru um leið og hann varð lekans var. Trillan sökk skömmu eftir að Brynjólfur var kominn um borð í gúmbátinn. Björgunarsveitarmenn frá björgunarsveitunum Ingólfi í Reykjavík, Brák í Borgarnesi og Hjálpinni á Akranesi tóku þátt í leitinni, auk starfsmanna Land- helgisgæslunnar og nærstaddra sjómanna. BRYNJÓLFI Júlíussyni hjálpað úr björgunarbátnum yfir í gúmbát Landhelgisgæslunnar. Lánastofnanir hafa afskrifað tæpa 45 milljarða á sjö árum 27 milljarðar króna endanlega tapaðir Utlánatöp innlánsstofnana á Norðurlöndum sem hlutfall c af útlánum. 09 v; ábyrgðum, n ^ meðaltal 1991-93' INNLANSSTOFNANIR og fjár- festingarlánasjóðir hafa afskrifað rétt tæpa 45 milljarða króna á síð- ustu sjö árum á verðlagi ársins 1993, að því er fram kemur í ágúst- hefti Hagtalna mánaðarins, sem Seðlabanki Islands gefur út. Þar af eru 27 milljarðar króna endan- lega tapaðir, en 17 milljarðar eru inni á afskriftarreikningum. Afskriftir útlána síðustu þrjú ár hafa numið á bilinu 9 til 10 milljörð- um króna árlega, en það jafngildir um 2,5% af landsframleiðslu. Séu afskriftirnar miðaðar við útlán og ábyrgðir lánastofnana nema þær um 2,1%. Tapið 22,8% af útlánum I greininni kemur fram, að inn- lánsstofnanir og fjárfestingarlána- sjóðir eru svipaðir að stærð. Tapið hjá báðum aðilum er svipað, en það kom fyrr fram hjá fjárfest- ingarlánasjóðunum. Með fjárfest- ingarlánasjóðunum eru teknir At- vinnutryggingasjóður útflutnings- greina, Hlutafjársjóður og Þróun- arfélag íslands. Um tveir þriðju hlutar útlána fjárfestingarlána- sjóða eru hins vegar til íbúðarhús- næðis sem hefur reynst áhættulít- ið. Tap fjárfestingarlánasjóðanna er rakið til hruns hinna ýmsu ný- greina sem þeir hafi lagt fjármuni til. Langstærstu töpin hafi orðið hjá hinum sérstöku nýmælasjóð- um, einkum á árinu 1991, en þá náði tap annarra sjóða en íbúðar- lána- og atvinnuvegasjóða að vera 22,8% af útlánum og ábyrgðum viðkomandi sjóða. ■ 27 milljarðar kr./6 Fyrstu g'öngnr Björk, Mývatnssveit ÞÓTT hér í Mývatnssveit sé frekar fátt sem minnir á komu haustsins annað en höfuðdagurinn og náttúr- an skarti að mestu sinni fegurð eftir einmuna veðurblíðu í júlí og ágúst, eru samt göngur og réttir á næsta leiti. Fyrstu göngur á Austurafrétt hefjast 2. september og réttað verð- ur í Reykjahlíðarrétt 4.september. Þá hefjast fyrstu göngur í Suður- afrétt 8. september og réttað verður í Baldursheimsrétt 11. september. Stefnt mun að öðrum göngum í Austur- og Suðurrétt 17. og 18. september. ■ Fyrstu réttir/11

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.