Morgunblaðið - 31.08.1994, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 31.08.1994, Blaðsíða 37
MORGUNBIAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 1994 37 BRÉF TIL BLAÐSIMS Um íslenskukunn- áttu útlendinga Frá Sigurði Rafni Antonssyni: ÍSLENDINGAR eru stoltir af sín- um nýbúum og íslenskukennslu þeirra ef marka má fjölmiðlaflutn- ing. Ef menn úr Garðaríki hafa lært íslensku af fátækum bóka- kosti og einskærum bókmenntaá- huga fyllumst við aðdáun og bjóð- um til vetursetu. Háskóla Islands tekur árlega við um 30 stúdentum en það er þó aðeins um tíundi hluti umsækjenda í íslenskukennslu út- lendinga. Allt að þriggja ára nám á þeim bæ. Allt er þetta góðra gjalda vert en lyktar á stundum af sýndarmennsku þegar vitað er að tugir stúdenta í Pétursborg einni hafa numið íslensku af ónóg- um kennslubókum. Námsflokkar Reykjavíkur hafa fengið sérstaka sumarfjárveitingu frá ríkisstjórninni til að efla kennslu í íslensku, handavinnu og matreiðslu úr íslenskum hráefnum, fyrir aðkomna útlendinga. í undir- búningi er námsstefna um á hvern hátt megi taka markvissara á menningarlegri móttöku þeirra svo sómi sé að fyrir söguþjóðina. í landinu búa um 10 þúsund útlendingar en brottfluttir landar eru á sama tíma um 17 þúsund. Er nema von að við spyijum okkur hvernig við viljum hafa aðkomu þeirra sem veglegasta. Við vitum af eigin reynslu að það getur verið erfitt að vera útlendingur í fjar- lægu landi og að jafnaði verður íslenska þjóðin að kosta til miklum íjármunum til að við lærum erlend mál og fáum starfsreynslu í er- lendu landi. Hitt er öllu nýlegra að það þurfi að veita auknu fé til að kenna íslensku þúsundum út- lendinga. Gera landið aðgengilegra fyrir nýbúa innan frá. Nýbúar eru hvað líklegastir til að halda íbúa- tölunni í horfinu. Þetta hafa Svíar uppgötvað og sýna nýbúum mikla athygli og veita verulegum fjár- munum til að auðvelda þeim aðlög- unina. Útlendingar í fiskvinnu Það vita flestir að þeir sem hafa á annað borð dug til að setjast að í fjarlægu landi eru líklegir til árangurs og verða oft frumkvöðl- ar. Við sjáum það víða í verstöðum úti á landi eru útlendingar þeir sem minnstra réttinda njóta en eru sá vaxtarbroddur er við megum síst án vera. Stúlkur og karlar allt frá Ástralíu og Nýja Sjálandi hafa verið hér í fiskvinnu til að fylla upp í þau störf er íslendingar vildu eða gátu ekki sinnt. Fáar sögur fara af því hvort þetta fólk setjist hér að. Aftur á móti eru margir íslendingar er hafa sest að í Suður- álfu og vilja hvergi aftur koma. Danir hafa verið manna fúsastir til að koma til landsins og vinna við landbúnað eða við heimilis- hjálp. Hvað höfum við gert til að auðvelda þessu fólki íslensku- kennsluna? Er íslenskt mennta- kerfi fyrir þetta fólk, eða eru þetta aðeins vinnuhetjur sem gott er að grípa til? Við höfum komist bæri- lega af með nánast enga opinbera kennslu til handa útlendingum er hér hafa viljað starfa og dvelja. Þjóðverjar hafa náð góðum fram- burði með nærri engri.kennslu, en Dana teljum við kokmælta og lát- um þar við sitja. Hvað með grænlensk tungumálatengsl? Hvernig gerum við Grænlend- ingum kleift að læra mál okkar? Með dönskum orðabókum? Hvar eru kennslubækur í málunum? Hefur einhver heyrt þeirra getið? Í verstöðinni íslandi er vænlegt til árangurs að efla betur tengslin við þessa næstu nágranna. Eða erum við hræddir við þennan nálæga Asíu-kynstofn? Hvers vegna höf- um við ekki samið við Grænlend- inga um sameiginlega fiskverndar- stefnu í Norðurhöfum? Skyldi tungumálavandinn vera hér þrö- skuldur? Hafa Grænlendingar og íslendingar misst málið þegar mest liggur á að tala sameiginlega um lögsögu við Jan Mayen og Sval- barða. Dönum höfum við eftirlátið menningartengslin við Grænlend- inga og þar með gleymt að efla gagnkvæma viðskiptahagsmuni. Kennsla í tungumálum er til alls fyrst og byijunin að öllu sam- starfi. Með ólíkindum fáir Græn- lendingar hafa sest hér að og mun það vera gagnkvæmt. Sumarskóli fyrir íslenskukennslu Nú er talað um að veita íslensk- um námsmönnum styrki til að læra kínversku og ráðherrar vilja ræða íslenska verktöku í Kína. En hvað um íslenskukennslu fyrir þá Kín- veija er hér búa nú þegar? Margir kunna ekki nema hrafl í íslensku eftir margra ára dvöl. Tælendingar og Kínveijar eiga ekki orðabóka- safn í íslensku, þeir nema fæstir ensku áður en þeir koma hingað og geta ekki stuðst við enskar kennslubækur. Víetnamar eru á sama báti. Eftir áratugadvöl hafa þeir ekki náð því valdi á málinu að brúklegt geti talist. Samt hefur Rauði krossinn greitt götu þeirra af alúð. Eiga mánaðar sumarnám- skeið hjá Námsflokkunum að leysa tungumálavanda, með dönskum orðabókum í ofanálagt? Er ekki hægt að styrkja einn Víetnama við gerða orðabókakvers? Það er ástæða til að óska Miðbæjarskólan- um í Reykjavík góðs gengis með það brautryðjendastarf sem þar er unnið fyrir nýbúa höfuðborgar- svæðisins. En nýbúar eru um allt land og því ærin starfi framundan fyrir menntamálayfirvöld eða ein- staklinga við að seija á stofn sumar- skóla úti á landi fyrir útlendinga. Skóli er kenndi nútíma íslensku en biði jafnframt upp á kennslu í forn- íslensku og bókmenntum. Sá tími er liðinn og aðeins í forn- sögum að norrænt konungablóð sé samboðið íslendingum. Allt í kringum okkur eru ólíkir straumar er við verðum að aðlaga okkar til- veru og menningu. Islendingasög- urnar eru gersemar og það ætti að vera gott mál fyrir alla þá er veg þeirra vilja mestan að efla kennslu í íslensku. SIGURÐUR RAFN ANTONSSON, Þernunesi 1, Garðabæ. Iyvti- vagnar Kraftaverk Frá Sigurði Herlufsen: UM þessar mundir er mikil umræða um kraftaverk. Eru þau staðreynd eða staðleysa. Ég verð að játa að þessi umræða veldur mér heilabrot- um vegna þess að ég sé kraftaverk við hvert fótmál tilveru minnar. Er það hugsanlegt að kraftaverkin séu svo algeng og svo hversdagsleg að þess vegna séu menn blindir á þau. Lesandi góður, komdu með mér í smá skoðunarferð. Tveir menn ganga eftir götu. Þeir eru áþekkir og við fyrstu sýn getum við ályktað að munur milli þeirra sé lítill og óveru- legur, en okkur hefur skjátlast. Ann- ar þeirra er snillingur með hæfileika Einsteins, með huga og anda sem getur unnið sig út úr einfaldleika og leyst úr læðingi ofurkrafta tilverunn- ar. Hinn maðurinn er ánægður að geta leyst einfaldar þrautir. Við höldum göngunni áfram og mætum öðrum tveim mönnum. Þeir eru einnig áþekkir og við gerum ráð fyrir að þarna gangi tveir meðal- menn, ef hægt er að taka þannig til orða. Aftur hefur okkur skjátlast. Mennirnir eru svo ólíkir hið innra að á milli þeirra er regindjúp ólíkra til- finninga og hugsana. Ánnar maður- inn er óskiljanlegt illmenni sem getur ekki fundið til mað fómarlömbum sínum og það er gjarnan sagt um slíka menn að það vanti í þá marga tilfinningastrengi, sem er auðvitað alveg rétt. Hinn maðurinn er góðvild- in og kærleikurinn í hæsta veldi, maður á borð við Albert Schweitzer sem yfirgaf hið daglega líf eins og við köllum það og fórnaði sér fyrir sjúka og þjáða. Okkur er það ljóst að mikið djúp er á milli þessara tveggja manna og það djúp sést ekki í hinu efnislega heldur er það í ver- und mannsins, í sál hans og anda. Þetta voru tvö áhrifarík dæmi um þann mun sem getur verið milli manna og þau eru fleiri og reyndar alveg óteljandi. Tilveran fyrir tveim öldum og til- vera dagsins í dag eru á tæknisviðinu mörg ljósár frá hvor annarri. Öll sú breyting er til orðin vegna hæfileika manna til að sjá annan veruleika en þann sem við höfum fyrir framan okkur, hafa hæfileika til að trúa, hæfileika til að vona og þrautseigju til að vinna uns trúin og vonin hafa unnið sigur og hinar fjarlægu hug- sýnir og myndir urðu að raunveru- leika og um leið eign alls mannkyns- ins. Margir sigrar eru staðreynd þó svo að mannkynið hafi horft á og neitað því að hægt væri að gera þessar hugsýnir að veruleika. Fyrst trúin á ákveðinn málstað getur komið svo miklu til leiðar að ofurafl tilverunnar leysist úr læðingi þá er hægt að skilja og skynja hvílíkum krafti hún býr yfir. Já, við skulum líta í kringum okk- ur og gleðjast yfir þessum undarlega og áhugaverða fjölbreytileika og gera okkur far um að skilja veruleik- ann allan. Þann veruleika sem er á bak við hið sýnilega, því þá sjáum við að allt er fullt af kraftaverkum og ef sjúkur maður öðlast bót meina sinna fyrir tilstuðlan andlegra afla þá er það aðeins smá viðbót við öll hin kraftaverkin. SIGURÐUR HERLUFSEN, Garðabæ. Gagnasafn Morgunblaðsins Allt efni sem birtist í Morgun- blaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýs- ingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á ann- an hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylg- ir fyrirvari hér að lútandi. HAGKAUP DÖMUPEYSUR Ef Hagkaup er ekki í byggðarlaginu. þá minnum við á grænt númer póstverslunar 996680.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.