Morgunblaðið - 31.08.1994, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 31.08.1994, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 1994 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Ofbeldisverk í afskekktinni KVIKMYNPIR Laugarásbíó UMRENNINGAR„ROAD FLOWER“ ★ ★ Vi Leiksljóri: Deran Sarafian. Handrit: Teoi Sarafían. Framleiðandi: Johnat- han Carlson. Aðalhlutverk: Christop- her Lambert, Craig Sheffer, Chri- stopher MacDonald, David Arolette. IAC. 1994. Hasarmyndin Umrenningar í leik- stjórn Derans Sarafians er B-mynd sem kemur nokkuð á óvart með góðri keyrslu og tökum á gamalli lummu sem virka ekki útjöskuð til tilbreytingar. Hún héfst eins og enn einn hefndartryllirinn í frásögn af ferðamönnum í miðríkjum Banda- ríkjanna sem lenda í útistöðum við fjögurra manna morðingjagengi svo auðvelt virðist að reikna myndina nákvæmlega út frá byijun en annað kemur á daginn. Þetta er ekki mynd um neinn Rambó sem þurrkar út gengið. Sagan er alltaf nokkuð jarð- bundin, hetja myndarinnar, leikin af Christopher Lambert, drýgir alls engar hetjudáðir og dettur reyndar út úr myndinni á löngum köflum en á meðan fær óþokki myndarinnar, leikinn af Craig Sheffer að láta ljós sitt skína og reyna sig við margnot- aða óþokkatuggu og stendur sig vel. Umrenningar er engin afbragðs- mynd en hún reynir aldrei að vera KVIKMYNDIR Stjörnubíó GULLÆÐIÐ („CITY SLICKERS 2 - CURLY’S GOLD“) ★ Vt Leikstjóri Paul Welland. Handrit Billy Crystal, Lowell Ganz, Babaioo Mandell. Aðalleikendur Billy Crystal, Daniel Stern, Jon Lovitz, Jack Pal- ance, Patricia Wettíg, Noble Willing- ham. Bandarísk. Columbia Pictures 1994. FYRIR þremur árum komu mikl- ar vinsældir hinnar ágætlega slark- færu gamanmyndar Fjörkálfar (City Slickers), nokkuð á óvart. Hún stát- aði af ágætum leikhópi, meira að segja fékk Jack gamli Palance Ósk- arsverðlaunin, þó kannski meira í heiðursskyni fyrir ævilangt streð í kvikmyndaborginni en staffíruga frammistöðu sem garpurinn Curly. Hún var á vissan hátt frumleg; þrír félagar, (Billy Crystal, Daniel Stem og Bruno Kirby) dæmigerðir borgar- búar, hálfgerðir grasasnar allirsam- an, íenda í óvæntum átökum við máttarvöldin í skemmtireisu í Villta vestrinu. Framhaldið er heldur klént. Nú kemst Crystal á snoðir um falinn fjársjóð úti á mörkinni svo hann breytir viðskiptaferð til Las Vegas í fjársjóðsleit ásamt sínum gamla vini, Daniel Stern og ólánsgreyinu neitt annað en þjóðvegatryllir af B-gerðinni og ætti að veita hasar- myndaunnendum prýðilega skemmt- un. Morðingjagengið er ekki einlitt heldur fjórir ólíkir einstaklingar og myndin dvelur talsvert við það að sýna hvernig þeir riðlast smátt og smátt eftir því sem þeir missa æ meira stjóm á stöðunni sem þeir hafa sett sig í og kostar æ meira ofbeldi. Einn er hálfgerður sakleys- ingi sem þolir ekki ofbeldi, annar er einhverfur, þriðji er stelpa sem hefur þroska á við krakka og þeim stjómar foringinn, gersamlega stjómlaus morðhundur. Eftir að hafa valdið dauða eins ferðamannsins tekur þetta lið ferðafélagana í gísl- ingu nema Lambert, sem skilinn er eftir í auðninni til að deyja. En Eyj- ólfur hressist og reynir hvað hann getur að bjarga fjölskyldu sinni. Þjóðvegatryllir eins og Umrenn- ingar gerir út á einangrunina og auðnina þar sem þjóðvegurinn er næstum eina merki siðmenningar og Sarafian tekst ágætlega að koma afskekktinni til skila. Og hann getur aukið áhrif með einföldum smáatrið- um eins og því að láta „Diner“ neon- skilti bila svo eftir stendur „Die“. Hasaratriðin eru ágætlega útfærð og hraðinn talsverður í frásögninni og leihurinn er prýðilegur en sá eftir- minnilegasti er hinn óútreiknanlegi Sheffer sem greinilega nýtur sín í rallunni. Jon Lovitz, bróður sínum. (Þar sem Curly safnaðist til feðra sinna í fyrri myndinni þá leikur Palance nú tví- burabróðir hans og Jon Lovitz leikur annan nýliða þar sem Brano Kirby leist ekkert á fyrirtækið). Það er ekki langt liðið á myndina er maður fer að vonast eftir þó ekki væri ann- að og meira en smágreiðum frá hendi handritshöfunda, leikara eða leikstjóra. Engin von á kraftaverkum hér. Þessi auðsjáanlega dýra og vel mannaða mynd líður áfram án þess tæpast að heyrist hlátursbofs í saln- um. Væmninni, sem var að mestu leyti skilin útundan í mynd 1., er gert hátt undir höfði. Þróast myndin á þann veg að menn leita að mann- kostum ekki gulli og gerist hreint óþolandi. Leikstjómin er viðvanings- leg og handrit hinna háttskrifuðu Ganz og Babaloo ófyndið og klaufa- legt. Mörg atriðin ótrúlega álappaleg í mynd af þessarri stærðargráðu, svo sem eitt það hjartnæmasta er þeir félagar kúldra sig saman í ofviðri til Qalla (reyndar heyrist bara í rign- ingunni og rokinu) og það drepst á síðustu eldspýtunni án þess að kvikni í kestinum. Þó sést ijúka úr honum allan tímann. Þeir hafa líklega ekki heyrt máltækið (þó amerískt sé) kvikmyndargerðarmennirnir, „Þar sem er reykur þar er eldur“. Annars á þetta vel við myndina sem er lítið annað en reykur. Sæbjörn Valdimarsson. LEIKLIST Lcikfclag Ilafnarfjarðar MÓMÓ OG TÍMINN Höfundur: Michael Ende. Leikgerð, leikstjóm: Kolbrún Halldórsdóttir. Tónlist/Ieikliljóð: Jón Björgvinsson. Leikmynd: Egill Ingibergsson, Ragn- hildur Jónsdóttir. Lýsing: Egill Ingi- bergsson. Búningar: Hópurinn. HEFJUM þessi skrif á rakalausri fullyrðingu: Engum nema Þjóðveija hefði dottið í hug að skrifa verk fyrir börn með hugtakið tíma að leið- andi hugsun og ljósi; engum nema Þjóðveija hefði heldur tekist það. Svo rík er þeirra heimspekilega hefð að margir þeirra ganga hversdags- lega með sértekin hugtök í pússi sinu eins og aðrir nestisbitann, enda aldir upp við það frá blautu bams- beini að fleira sé til en hönd á fest- ir. Hvernig höfundi Mómó, Michael Ende (þeim með Söguna endalausu á sakavottorðinu) tekst til er önnur meginástæðan fyrir því að unglingar á öllum aldri ættu að bregða sér í Bæjarbíó í Hafnarfirði eitthvert haustkvöldið á næstunni. Komi þeir frá Reykjavík fá þeir sólina í hnakk- ann. A leiðinni heim eimir eftir af kvöldroðanum yfir Kjalarnesinu. Þannig opinberar sig tíminn. Hin meginástæðan er Leikfélag Hafnar- fjarðar. Þau þar standa sig prýðilega undir stjóm Kolbrúnar Halldórsdótt- ur og sumpart betur en Michael Ende gefur þeim efni til. Sá góði maður hlýtur að finna til með kokkn- um sem ætlar að milda bragðmikla súpu svo öllum líki, en úr verður lap. En enginn kyngir afstæðiskenn- ingu Einsteins án þess að vélindað Sýningin Bjartar nætur endumýjuð SÍÐASTA sýning á þessu sumri á Light Nights - Bjartar nætur í Tjarnarbíói, sem jafnframt er 56. sýning, verður nk. laugardags- kvöld 3. september. í tilefni af 25 ára afmæli Light Nights hefur sýningin verið end- umýjuð. Nokkrir nýir þættir hafa verið skrifaðir og dansatriði sam- in sérstaklega fyrir þessa upp- færslu. Dansana samdi David Gre- enall listdansari og tónlistina samdi Ríkarður Þórhallsson tón- skáld. Efnið í sýningunni er allt islenskt og samanstendur af mörgum at- riðum, sem eru ýmist færð í leik- búning eða sýnd með svokallaðri fjölmyndatækni. Stærsta hlut- Ende. Hann venur við. Tu þess not- ar hann táknmál og nokkuð slitnar einfaldanir. Stúlkan Mómó er mun- aðarlaus, blessunin, en það virðist ekki há henni. Hún býr í kastalar- ústum (!) undir beram himni og unir því vel. Enginn veit hvaðan hún kemur eða hvert hún fer. Slíkt er undur tímans. Hún á smælingja að vinum, götusópara sem hefur upp- götvað auðlegð sælu heimsins með því að flýta sér hægt í vinnunni, enda ekki aðrir hreinlyndir og trú- fastir í þessum harða heimi en hinir einföldu (verða þeir ekki líka sæl- ir?). En þó, jafnvel fjölmiðlafólk á sjens í þessum annarlega heimi En- des. En úr því ýjað er að trúarbrögð- um má einnig segja að tvíhyggjan dansi hér eftir sínum dramatíska takti: Löðurmennin, rastarnir, þeir sem stíga þungt til jarðar gegn sóun timans og væra sennilega kallaðir hagræðingartæknar á vinnumarkaði samtímans era hér allir klæddir í grá jakkaföt frá Guðsteini, svartar rúllukragapeysur og hampa stresst- öskum. Þeir era stöðluð illmenni og óhugnanleg. Þó eiga þeir sér ekki viðreisnar von gegn hippískum frið- arboðskap einföldunarseggjanna sem eru í hjarta sínu trúir Mómó, hver sem hún þó er. Jafnvel tíma- vörður eilífðarinnar lítur út eins og hann hafi gleymt að skipta um föt eftir Woodstock. Fjölbreytni tilver- unnar skríður í felur undan allri þessari einföldun eins og vasaúr útaf borðbrún í málverki eftir Salvador Dali eða þroskaður ostur sem flýr kjarna sinn. En Kolbrún og Kó era komin til að skemmta og það gera þau refjalaust. í Leikfélagi Hafnar- fjarðar era margir góðir leikarar á öllum aldri og þeir njóta sín vel á sviðinu fyrir framan áhorfendur sem verkið í sýningunni er hlutverk sögumanns, sem er leikið af Krist- ínu G. Magnús leikkonu sem er jafnframt leikstjóri Light Nights. Leiksviðslýsing er hönnuð af Lár- usi Björnssyni (jósahönnuði. Sýningin er flutt á ensku og á frumsýningunni, að minnsta kosti, vora vel með á nótunum. Kolbrún er reyndur leikstjóri, prófessjónal, og hennar fólk stendur hvorki klumsa á sviðinu né reynir að setja sig í einræðustellingar Hamlets þeg- ar segja skal einfalda hluti. Svo gott sem það er að áhugafólk fái tækifæri til að spreyta sig sem leik- stjórar er það metnaðarfullum áhugaleikhúsum hreint lífsnauðsyn- legt að fá til sín fólk sem hefur lært til verka, fólk eins og Kol- brúnu, sem t.d. kann vel á tímann í leikhúsinu. Dauðir punktar era eng- ir. Leikgleði leikaranna var mikil, framsögnin oftast skýr, ekki síst hjá Stefáni Karli Stefánssyni sem leikur Gígí, einfeldning og skrafara með djúpar rætur í þýskri menningu______ (Simplicissimus eftir Grimmelshaus- en), svo eftirminnilegt er. Það gustar af grámennunum eins og vera ber: hið illa hefur yfirleitt uppi hávaða. Sviðsmyndin er einföld, smekkleg og í fagurfræðilegum takti við verk- ið: Hið hringlaga umlykur. Gott leikhús vekur umhugsun í einrúmi, upprifjun endurminninga á hljóðum stundum sem voru róman- tíska skáidinu William Wordsworth svo kærar. Mínar eru hér að ofan, og svo þessar: Kvöldroðinn yfir Kjal- arnesinu á leiðinni heim er eins á litinn og hár Kolbrúnar þegar hún steypir því fögra fram í leikslok til að taka við hyllingu framsýningar- gesta. Hið sjónræna festist I minn- inu. Antoine De Saint-Exupéry skrifaði Litla prinsinn. Hann var franskur. Móðir mín útskýrði fyrir mér flókna hluti á einfaldan hátt. Hún er íslensk. Félagar í LH gera það sama í Firðinum. Þeir era skemmtilegir Gaflarar. úrdrátt úr atriðum sýningarinnar er hægt að fá á íslensku, þýsku, frönsku og norsku með efnis- skránni í leikhúsinu. Sýnt er öll kvöld vikunnar nema á sunnudögum. Sýningar hefjast kl. 21 og standa yfir í tvo tíma. Arnaldur Indriðason ÞRÍR amerískir Bakkabræður, Mitch (Billy Crystal), Glenn (Jon Lovitz) og Phil (Daniel Stern), í framhaldsmyndinni Gullæðið Ekki er allt gull... Guðbrandur Gíslason ATRIÐI úr sýningu Light Nights sem Ferðaleikhúsið sýnir í Tjarnarbíói.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.