Morgunblaðið - 31.08.1994, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 31.08.1994, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREINAR MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 1994 21 Bjarnaborgin - gott mál í DAG lýkur form- lega endurbyggingu Bj arnaborgarinnar. Þetta sögufræga hús mun um fyrirsjáanlega framtíð verða náms- mannagarðar, iðn- nemasetur fyrir fjöl- skyldufólk. Húsið er endurnýjað frá grunni og þar verða 15 mjög vistlegar tveggja her- bergja íbúðir, sameig- inlegt þvottahús og lesstofa, leiksalur fyrir börnin og lóð sem er skipulögð sem leikvöll- ur. Félagsíbúðir iðn- nema (FIN) keyptu Bjarnaborgina um leið og lánslof- orð byggingasjóðs verkamanna lá fyrir 9. febrúar síðastliðinn. Húsið var þá komið í niðurníðslu eftir að metnaðarfull áætlun um endur- byggingu fyrir nokkrum árum varð gjaldþrota í miðju verki. Grind hússins var þá öll endurbyggð, skipt hafði verið um glugga og járn utan á húsinu og kjallarinn hafði verið sprengdur niður í fulla loft- hæð. Húsið var hins vegar alveg hrátt að innan, óeinangrað, nær gólf- og innveggjalaust og engar lagnir voru í húsinu. Hugmyndin var þá að setja upp veitingastað en allt sem gert hafði verið nýttist FIN þó að fullu fyrir nýtt hlutverk hússins. Forsenda kaupa FIN á Bjarna- borginni var að kostnaður við kaup og endurbyggingu yrði innan við- miðunarmarka Húsnæðisstofnunar um byggingarkostnað á fermetra íbúðarhúsnæðis. Samningar náðust um hóflegt kaupverð frá Islands- banka sem hefur að auki reynst hjálparhella við að fjármagna end- urbygginguna hraðar en lánsút- hlutanir Húsnæðisstofnunar gera ráð fyrir og lækka þannig vaxta- kostnað á byggingartíma. FIN leit- aði eftir tilboðum í verkið og samdi að lokum við Trésmiðju Snorra Hjaltasonar um fullnaðarfrágang. Þó svo vandað sé til alls frágangs undir smásjá byggingaryfirvalda og ströngustu kröfum fylgt um frá- gang þá munu kostnaðaráætlanir standast. Tímaáætlun mun einnig standast að mestu þrátt fyrir tveggja mánaða töf vegna opin- berrar kröfu um uppfyllingu nýj- ustu skilyrða um hljóðeinangrun í þessu 90 ára gamla timburhúsi. En í ágætri samvinnu verkkaupa og verktaka fær verkið nú farsæl iok. Ekki dregur það úr ánægjunni að % hlutar alls kostnaðar eru vinn- uliðir meðan launaliðir við nýbygg- ingar eru jafnvel innan við 'h . Síðustu vikur og mánuði hafa tug- ir iðnaðarmanna haft mikla vinnu og verktakinn hefur leitast við að hafa alltaf eins marga iðnnema og reglur heimila. Já, það er ekki skrítið þó for- svarsmenn iðnnema og fjöldi barnafólks í iðnnámi gleðjist þessa dagana. En þá kemur höggið. Nokkrir fjölmiðlar, og þá helst þeir sem aldrei sáu neitt fréttnæmt við málefnið í heild, hafa haldið uppi gengdarlausum áróðri gegn iðn- nemahreyfingunni vegna þess að innihurðir og innréttingahurðir eru innfluttar. Við vissum ekki hvaðan á okkur stóð veðrið mitt í allri gleði- vímunni. Víst er það satt, og það mjög leitt, að hurðir innréttinganna eru innfluttar. FIN hafði áður keypt og endurbætt þijú hús í gamla bænum og þar voru að sjálfsögðu eingöngu notaðar innlendar inn- réttingar. En þegar samningar voru gerðir um Bjarnaborgina þá datt okkur ekki í hug að til þessa gæti komið. Verktakinn er hús- gagnasmiður og rekur eigin tré- smiðju. Hann tjáði okkur hins veg- ar að vegna tímaskorts þá hefði hann þurft að fara þessa leið. Það tókum við gilt þar sem hann hafði orðið fyrir tveggja mánaða töfum vegna hönnunar á hljóðtinangrun og þar sem hann hafði í alla staði reynst okkur vel. Enda var þetta smá- mál og aðeins lítill hluti kostnaðar við innréttingarnar upp- komnar. Eftir stendur að hlutfall'launakostn- aðar í heildarverkinu er miklu hærra en tíðkast um nýbygging- ar. En það var ekki bara ráðist á okkur vegna innréttinganna sem verktakinn keypti heldur eru inn- fluttu innihurðirnar líka stórmál hjá neikvæðu deild fjölmiðlanna. Þá er ráðist á Snorra Hjaltason þar sem hann sýnir sínar bestu hliðar. Honum er svo umhugað um að skila sínu með sóma að hann keypti miklu dýrari og fínni hurðir en verklýsing kveður á um. í húsinu áttu að vera hvítar einfaldar hurðir en hann setur mahoníhurðir því honum finnst það fara svo vel við gólfviðinn. Hagnaður verktakans í Bjarnaborginni verður fyrst o g fremst sá góði orðstír sem verkið veitir fyrirtæki hans, segir Brjánn Jónsson, sem vonar að neikvæð um- ræða síðustu daga verði honum ekki til skaða. Hjá Félagsíbúðum iðnnema vilj- um við að allir hafi sóma af því sem þeir gera okkur gott. Iðnnema- hreyfingin er efnalítil hreyfíng og uppbygging FIN hefði aldrei verið möguleg nema fyrir velvilja og stuðning þeirra sem með okkur starfa. Við vitum alveg að hagnað- ur verktakans í Bjarnaborginni verður fyrst og fremst sá góði orðs- tír sem verkið veitir fyrirtæki hans. Við vonum svo sannarlega að nei- kvæð umræða síðustu daga um þessa annars ágætu framkvæmd verði honum ekki til skaða. Verkin tala og ég býð alla sem áhuga hafa að líta inn í Bjarnaborgina milli kl. 18 og 19 í dag, miðviku- dag, og sjá hve vel hefur tekist til. Iðnnemasambandið býður gest- um upp á kaffi og pönnukökur á staðnum. Að lokum vil ég þakka stjóm og starfsmönnum byggingarsjóðs verkamanna fyrir velvilja þeirra og stuðning við uppbyggingu náms- mannagarða fyrir iðnnema. Stór hópur iðnnema verður að sækja nám sitt fjarri heimahögum og þeir ásamt barnafólkinu eiga mjög erfitt með að fjármagna sitt nám á smánarlegum launatöxtum iðn- nema. Uppbygging Félagsíbúða iðnnema er því markviss notkun á fjármagni byggingasjóðsins. Það er fulltryggt að húsnæðið verður um alla framtíð bústaður þeirra sem við lökust kjör búa og gefur þeim sem annars ættu þess ekki kost tækifæri til mennta. Iðnnemar fagna því í dag góðu máli. Höfundur er formaður Iðnnemnsambands íslnnds og stjórnarmaður í Félagsíbúðum iðnnema. Brjánn Jónsson Skynsemissparn- að í ráðuneyti STÓRKOSTLEG- UM sparnaði má ná í ríkisrekstri. Lausnin er í senn einföld og snjöll. Aðeins þarf að nota viðlíka skynsemi og birtist í lögum um Lánasjóð íslenskra námsmanna. Frysta má launagreiðslur til æðstu yfirstjórnar rík- isins í hálft ár í senn eða þar til sýnt hefur verið fram á 100% árangur í starfi. Þann- ig væru aðeins greidd út laun í janúar og júní og þá gegn vott- orðum um ástundun og áþreifanlega framvindu þeirra verkefna sem starfsmönnum er ætlað að sinna. Hálft ár án launa Einhvetjir íhaldssamir kurfar gætu fett fingur útí frystingu launa. Gott og vel, hálft ár er lang- ur þorri að þreyja. En er ástæða ti að æmta? Við þessi kjör þurfa allir lánþegar hjá Lánasjóði ís- lenskra námsmanna að búa. Stúd- entum er aðeins greiddur fram- færslueyririnn tvisvar á ári. Síðan 1992 hafa námslán aðeins verið greidd út um Jónsmessu og jól, samkvæmt lögum um LIN. En það eru ekki alltaf jólin og ein- hvern veginn verður fólk að kom- ast af fram að útborgun. Lánþegar í hópi stúdentar þurfa nefnilega ekki síður á mánaðarlegum útborg- unum að halda, sér til framfærslu, en ríkisstarfsmenn og ráðherrar. Námsmenn og almennir launþegar hafa allar sömu frumþarfir. Það sem skilur þá að er fyrst og fremst sú staðreynd að námsmenn hafa ekki fastar tekjur til að framfleyta sér yfir vetrartímann. Námsmenn þiggja lán en aðrir laun. Bjargræði bankalána Ráðuneytisfólk á sjálfsagt eftir að eiga mesta basli með að skrimta án nokkurs framfærslu- eyris. Það þekkja námsmenn. Bankarnir yrðu þeim þó líklega sömu frelsisenglar og þeir eru námsmönn- um. Launalausum rík- isstarfsmönhum byð- ust sjálfsagt yfirdrátt- arheimildir á tékka- reikningum. Að vísu blasir við að umtals- verður hluti launanna færi þá í vaxtagreiðsl- ur til banka. Þannig er því nú einu sinni farið með námslánin. En þá er bara að bíta í það súra því eitthvað verður fólk jú að éta. Hver kann líka ekki að meta þá nýrómantísku námslánahugsun að bankar fitni meðan launaumslög rýrni? Ráðuneytisrökfræði Að greiða út laun samkvæmt árangri hljómar auðvitað mjög sér- kennilega, kannski ekki síst í eyr- um stjórnmálamanna. Fljótlega myndu rísa upp háværar deilur um mat á árangri. Hver á að meta hvern og hvernig? Því er þó skjót- svarað. Ríkisvaldið hefur reynslu og rök í þessu sem öðru. Háskóli Islands er, svo dæmi sé tekið, auð- sýnilega langbest til þess fallinn að meta árangur stúdenta sinna. Það sama má segja um aðra skóla. Þegar beitt hafði verið ráðuneyt- isrökfræði á þessa staðreynd kom- ust menn að þeirri kýrskýru niður- stöðu að skaðræði væri að fela Háskólanum þetta sjálfsmat. Órannsakanlegir vegir lágu til þeirrar lausnar að Lánasjóður ís- lenskra námsmanna væri best vax- inn til að meta námsframvindu stúdenta. Lánasjóðurinn kveður úr um hvaða árangur telst nægilegur til að námsmaður haldi áfram í námi eða ekki. Með sömu rökum Dagur B. Eggertsson Lánþegar í hópi stúdenta þurfa ekki síð- ur á mánaðarlegum út- borgunum að halda sér til framfærslu, segir Dagnr B. Eggertsson, en ríkisstarfsmenn og ráðherrar. mun svokölluð lánasjóðsskynsemi leiða okkur til þeirrar svipmiklu niðurstöðu að guðfræðideild Há- skólans verði falið að meta gjörðir ríkisstarfsmanna til launa. Auðvit- að mætti þó LÍN svo sem sjá um ríkismat starfsafkasta líka. Lagabreyting eða skynsemissparnaður Stúdentar hafa oft tekið undir að námsárangur eigi að hafa áhrif á útborgun lána hjá Lánasjóði ís- lenskra námsmanna. Það kerfi sem nú er við lýði er hins vegar órök- rétt, óskynsamlegt og algerlega óásættanlegt. Að námsmenn fái lán sín eftirágreidd er ekki hótinu skárra en sú hugmynd að ríkis- starfsmenn fái laun greidd á hálfs árs fresti. Námsmenn eru nú neyddir til að draga fram lífið á yfirdráttarreikningum banka. Það þýðir að umtalsverður hluti náms- lána fer í vaxtagreiðslur. Hinn gríðarlegi milliliðakostnaður sem þannig er byggður inn í námslána- kerfið endurspeglast i því að LÍN lánar um 40 milljónir árlega til að mæta vaxtakostnaði námsmanna. Með einföldum reikningum sést þó að þær bætur duga hvergi til að mæta þessum yfirdráttarkostnaði. Bönkunum eru færðar tugmilljónir að gjöf. Alþingi á að sjá sóma sinn í að breyta lögum um LÍN. Ég skora á alþingismenn, alla sem einn. Ef ekki í nafni sanngirni og skyn- semi, þá allavega til að verðskulda mánaðarlega útborgun launa sinna. Höfundur er formaður Stúdentaráðs Háskóla íslands. « . Útbob ríkisvíxla til 3, 6 og 12 mánaba fer fram mibvikudaginn 31. ágúst Nýtt útboð á ríkisvíxlum fer fram í dag. Um er að ræða 17. fl. 1994 A, B og C í eftirfarandi verögildum: Kr. 1.000.000 Kr. 50.000.000 Kr. 10.000.000 Kr. 100.000.000 Ríkisvíxlarnir eru til 3, 6 og 12 mánaða með gjalddaga 2. desember 1994, 3. mars 1995 og 8. september 1995. Þessi flokkur verður skráður á Veröbréfaþingi íslands og er Seðlabanki íslands viðskiptavaki ríkisvíxlanna. Ríkisvíxlarnir verða seldir með tilboðsfyrirkomulagi. Lágmarkstilboð samkvæmt tiltekinni ávöxtunarkröfu er 5 millj. kr. og lágmarkstilboð í meðalverð samþykktra tilboða er 1 millj. kr. Löggiltum verðbréfafyrirtækjum, verðbréfamiðlurum, bönkum og sparisjóðum gefst einum kostur á að gera tilboð í ríkisvíxlana samkvæmt tiltekinni ávöxtunarkröfu. Aðrir sem óska eftir að gera tilboð í ríkisvíxla eru hvattir til að hafa samband við framangreinda aðila, sem munu annast tilboðsgerð fyrir þá og veita nánari upplýsingar. Jafnframt er þeim sjálfum heimilt að bjóða í vegið meðalverð samþykktra tilboða (meðalávöxtun vegin með fjárhæð). Öll tilboð í ríkisvíxlana þurfa að hafa borist Lánasýslu ríkisins fyrir kl. 14 í dag, miðvikudaginn 31. ágúst. Tilboðsgögn og allar nánari upplýsingar eru veittar hjá Lánasýslu ríkisins, Hverfisgötu 6, í síma 62 40 70. Athygli er vakin á því að 2. sept er gjalddagi á 5. fl. ríkisvíxla sem gefinn var út 4. mars 1994 og 11. fl. ríkisvíxla sem gefinn var út 3. júní 1994. LANASYSLA RIKISINS Hverfisgötu 6, 2. hæð, 150 Reykjavík, sími 91- 62 40 70.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.