Morgunblaðið - 31.08.1994, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 31.08.1994, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 1994 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR HANNA LÍSBETJÓN- MUNDSDÓTTIR + Hanna Lisbet Jónmundsdóttir fæddist 27. septem- ber 1948 á Akur- eyri. Hún lést á Landspitalanum laugardaginn 20. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fríkirkj- unni í Hafnarfirði í gær. ÞAÐ VAR ekki fjöl- mennur hópur sem hóf skólagöngu í Dalvíkur- skóla vorið 1955 og eft- ir því sem árin liðu fjölgaði ekki mikið, flest urðum við sextán. Ef til vill var það ástæðan fyrir því að þessi hópur var alla skólagönguna, sem spannaði yfir níu ár, samstillt- ari en gengur og gerist þó svo við værum jafn ólík og við vorum mörg. Ein í þessum hópi var Hanna Lísa á Hrafnsstöðum, eins og við kölluðum liana, næst elst úr stórum barnahópi hjónanna Stefaníu Kristinsdóttur og Jónmundar Zophoníassonar. I hópinn hefur nú verið höggvið ~skarð. Hanna Lísa er ekki lengur á meðal okkar en hún lést laugardag- inn 20. ágúst síðastliðinn. Hanna Lísa átti langa leið í skóla þaðan sem hún átti heima á Hrafns- stöðum sem er talsvert framan við Dalvík, en það háði henni aldrei, og þegar við hugsum til baka minnumst við þess ekki að hún hafí oft látið veður og vinda hamla sér í að mæta til skyldustarfa í skólanum. Þar var sama þrautseigjan og einkenndi allt hennar líf síðar meir og ekki síst -þaráttuna við sjúkdóminn sem nú iiéfur lagt hana að velli. Hugur ungs fólks stendur í sitt hvora áttina og svo fór um okkur skólasystkin- in. Sum bjuggu sér framtíðina á heimaslóð- um en önnur hleyptu heimdraganum. Það gerði Hanna Lísa. Hún fór í burtu og aflaði sér menntunar erí hún var sjúkraliði. Hún lagði mikla alúð við starf sitt og gekk að því með sömu stillingunni og æðruleysinu og þegar hún bauð norðangarra og hríðarkófum byrginn á leið í skóla. Við skólasystkinin hittumst þegar komið var heim í sumarfrí og þá var skipst á upplýs- ingum um líf og starf. Þegar þessi litli hópur kom saman fyrir rúmum fímm árum á Daivík, á tuttugu og fimm ára fermingarafmælinu, urðu miklir fagnaðarfundir. Það var eins og við hefðum aldrei verið aðskilin. Við urðum eins og börn í annað sinn. Heimsóttum skólann okkar, fórum í gönguferð suður á sand og lékum okkur á sama hátt og við höfðum gert þegar við vorum í skóla. Oft hefur verið minnst á að við þyrftum að endurtaka gleðina og ekki síst stóð hugur Hönnu Lísu til þess. En það er eins og gengur, þótt viljinn væri fyrir hendi hefur einhvem veg- inn ekki orðið úr framkvæmd. Á þessum tímamótum er okkur efst í huga að hafa borið gæfu til að hafa þekkt Hönnu Lísu og orðið að- njótandi samfylgdar hennar og þess sem hún gaf okkur og kenndi með viljafestu sinni og æðruleysi. Þó að við skólasystkinin næðum því ekki að gleðjast saman á nýjan leik hér vitum við að seinna meir munum við hittast og þá verða fagnaðarfundir. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÞÓRIR GUÐMUNDSSON, Skólavörðustíg 41, Reykjavík, lést í Landspítalanum mánudaginn 29. ágúst. Hanna Halldórsdóttir, Halldór Hafstein Hilmarsson, Guðmundur Rúnar Þórisson, Halldóra Kristin Kristinsdóttir, Birgir Heiðar Þórisson, Jóhanna Ólöf Jóhannsdóttir, Sigríður Ellen Þórisdóttir, Ari Jónsson og barnabörn. t - g Eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, HÓLMFRÍÐUR THEODÓRA HALLDÓRSDÓTTIR HESTNES, Sæviðarsundi 35, Reykjavík, verður jarðsungin frá Áskirkju fimmtu- daginn 1. september. Otförin hefst kl. 13.30. Erling Hestnes, Ingibjörg Lára Hestnes, Brynjólfur Sigurðsson, Halldór Hestnes, Hulda Gústafsdóttir, Guðlaug Hestnes, Örn Arnarson, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓHANN Þ. K. BJÖRNSSON, sem lést mánudaginn 22. ágúst, verður jarðsunginn frá kirkju Óháða safnaðarins föstudaginn 2. september kl. 13.30. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á minningarsjóðinn Umhyggju. Ágústa Erlendsdóttir, Björn Jóhannsson, Sigrún Tryggvadóttir, Jóhann Jóhannsson, Elísabet Jónsdóttir, Ágúst Jóhannsson, Marfa Haraldsdóttir, Kolbrún Árnadóttir, John W. Mayovsky, barnabörn og barnabarnabörn. „Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum. Hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta. Ég er svo nærri að hvert eitt ykkar tár snertir mig og kvelur, þó látinn mig haldið. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug sál mín lyftist upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakk- lát fyrir allt sem lífið gefur, og þótt látinn sé, tek ég þátt í gleði ykkar yfir lífinu. (Ókunnur höfundur.) Með þessum minningarbrotum viljum við þakka Hönnu Lísu sam- fylgdina hér í heimi og óska henni hlýrrar heimkomu í nýrri tilveru. Eiginmanni, sonum, foreldrum og systkinum vottum við okkar innileg- ustu samúð. Elín Antonsdóttir, Svanhildur Árnadóttir. Brautryðjandi nefnist sá sem á undan gengur og ryður braut öðrum til heilla er á eftir koma. Hanna Lís- bet, vinkona mín, var brautryðjandi. Einörð og ákveðin barðist hún fyrir því sem okkur flestum finnst sjálf- sagt: Að lifa. Með óbilandi kjarki og trú á guð sinn háði hún hetjulega baráttu við krabbamein svo árum skipti. Hefðbundin meðferð í þeirri baráttu var notuð ásamt öðrum leið- um. Hanna rökræddi, fékk útskýr- ingar, útskýrði sjálf, tók ákvarðanir, hvor leiðin sem farin var. Hún virtist óþreytandi í því að lesa sér til og fræðast um eðli og batahorfur sjúk- dómsins ásamt nýjum lækningaleið- um. I þessari leit sinni hóf hún m.a. að meðhöndla hákarlabtjósk þannig að neyta mætti. Fólk hvaðanæva af landinu sótti hana heim og fræddist af henni um gildi hákarlabijósks og lýsis. Fólk með krabbamein, gigtar- sjúkdóma, hjarta- og æðasjúkdóma og húðsjúkdóma, jafnt lærðir sem leikir, nutu þessarar leitar hennar. Enginn kom bónleiður til búðar enda þótt Hanna væri sjálf sárlasin og þreklítil. Áfram skyldi haldið. Rannsóknir á mikilvægi hákarla- afurða til Iækninga eru takmarkaðar en fara vaxandi og er vel. Allir sem fara ótroðnar slóðir, hvort heldur er í lífsvenjum eða mataræði, eiga oft á brattann að sækja. Tilgátur þeirra eru ekki studdar vísindalegum rökum en byggja þess í stað á reynslu fólks, oft áratuga iangri, en fá engu að síður lítinn hljómgrunn. Sú varð t.d. raunin hjá hinni virtu, dönsku konu, Júlíu Völdan, sem í áratugi hjálpaði fólki að ná heilsu á ný samkvæmt sínum náttúrulækningum. Hún fór þess margoft á leit við dönsk heil- brigðisyfírvöld að gerð yrði saman- burðarrannsókn á hefðbundnum lækningaaðgerðum á brjóstakrabba- meini og sínum aðferðum. Ætla mætti að erfítt hefði verið að fá kon- ur í slíka rannsókn, sérstaklega þegar þær nytu ekki hinna hefðbundnu að- ferða, en svo var ekki. Júlía Völdan hafði ekki erindi sem erfíði í samskipt- um sínum við heilbrigðisyfirvöld og nú er sú mæta kona látin. Hönnu Lísbet var það fyrir löngu ljóst að stundaglasið hennar í þessum heimi var að renna út. Æðruleysið, kjarkurinn, vonin og trúin, sem hún sýndi þann tíma, var einstakt. Hún rökræddi sem fyrr líknarmeðferðir, gerði að gamni sínu, huggaði og styrkti. Hún var ótrúleg kona. Öll þessi ár voru Jón og drengirnir hal- dreipi hennar. Barátta hennar var stríð um það að fá að verða þeim lengur samferða í þessum jarðneska heimi. Að sjá drengina sína vaxa upp og verða sjálfbjarga menn er móðu- rástin í sinni fegurstu mynd. Fólk gerir oft kaupmála við guð sinn um það að fá að lifa ákveðna atburði og þegar einum er náð er öðrum bætt við. Þegar kaupmála okkar beggja bar eitt sinn á góma sagði ég við vinkonu mína að mér veittist erfítt að segja „verði þinn vilji“. „Það er ekki erfitt, annað er eigingimi," sagði hún að bragði. Með auknum þroska nú veit ég að allt lýtur vilja Hans og trúi því að það sé okkur fyrir bestu. Umvafin ást og umhyggju Jóns og drengjanna varð síðasti spölur vinkonu minnar sáttargjörð við guð og menn þar sem reisn hennar og styrkur var slíkur að allir dáðust að. Blessuð sé minning Hönnu Lísbet- ar Jónmundsdóttur. Einlægar sam- úðarkveðjur færi ég fjölskyldu henn- ar. Sigþrúður Ingimundardóttir. VALGERÐUR GUÐNÝ ÓLADÓTTIR x + Valgerður Guðný Óladótt- ir var fædd hinn 12. maí 1911 á Bæ í Trékyllisvík í Strandasýslu. Hún lést 24. ágúst síð- astliðinn. Foreldr- ar hennar voru Val- gerður Guðnadótt- ir fædd 23. júní 1892 að Fjarðar- horni, Gufudals- sveit, d. 18. maí 1966 og Óli Guðjón Halldórsson frá Mlelum, Víkursveit á Ströndum. Valgerður var elst fimm systkina, þeirra Friðgeirs, Sigríðar, Guðbjargar og Hall- dórs sem einn er á lífi. Valgerð- ur fór snemma að heiman og réði sig í vist í Reykjavík. Þá hafði hún þegar kynnst fyrri manni sinum, Guðjóni Guð- mundssyni sjómanni og kokki og giftu þau sig 8. október 1932 og eignuðust þijú böm sem eru: Fríða Margrét, gift Ólafi Bjarnasyni og eiga þau fimm börn; Garðar, kvæntur Guð- laugu Haraldsdóttur og eiga þau þijú börn; Magnús er kvæntur var Guðrúnu Ágústs- dóttur og eiga þau þijú börn. Guðjón lést 15. desember 1940, þrítugur að aldri. Þá stóð Val- gerður ein uppi með þijú ung böm. Síðar kynntist hún seinni manni sínum, Guðna Hannes- syni klæðskera og giftu þau sig 22. apríl 1943. Þau eignuðust þijá syni: Hannes, kvæntur Erlu Bjarnardóttur og eiga þau fjög- ur börn; Friðgeir, kvæntur Kristínu Ragnarsdóttur og eiga þau tvö börn. Yngsti sonur þeirra dó tveggja daga gamall. Útför Valgerðar fer fram frá Fossvogskirkju í dag. NÚ ER komið að kveðjustund. í dag kveð ég mína kæru tengdamóð- ur. Það er margs að minnast á mörgum árum en þau eru nú yfír 40. Efst er mér í huga þakklæti fyrir allt og ég minnist þess þegar þau Valgerður og Guðni buðu okkur í sumarfrí vestur á Snæfellsnes sumarið 1949. Þar skoðuðum við ölkeldurnar á Rauðamel, fórum í laxveiði og margt fleira. Mér líður ekki úr minni 25. nóvember 1949 en þá fæddist okkur hjónum okkar fyrsta barn sem var stúlka. Því minnist ég á þetta núna að hún fæddist heima hjá þeim hjónum og Valgerður átti ekki hvað minnstan þátt í að undirbúa komu barnsins sem var hennar fyrsta bamabarn. í gegnum öll árin studdu þau okkur og leiðbeindu. Lengst af bjuggu þau í Einholti 11 éða í 17 ár. Þau byggðu sér síð- an hús í Skeiðarvogi og fluttu í það. Þeim auðnaðist ekki að búa þar saman nema í tvö ár en þá lést Guðni aðeins 49 ára gamall. Þá stóð Valgerður ein uppi í annað sinn með yngri dreng þeirra 12 ára gamian. Eins og fyrri daginn var hún ekki á því að gefast upp og fór hún því út á vinnumarkaðinn sem var mikið átak eftir margra ára hlé. Síðar keypti hún sér íbúð í Álfta- mýri 4. Þar leigði hún út eitt her- bergi til að létta undir með sér. Valgerður hefur lengst af verið heilsuhraust þar til fyrir tæpum tveimur árum að hún fékk heila- blæðingu og náði hún sér aldrei að fullu eftir það. Blessuð sé minning hennar. Ólafur Bjarnason. Mig langar með nokkrum orðum að minnast elskulejgrar ömmu minnar, Valgerðar G. Oladóttur, eða ömmu Valgerðar eins og hún var kölluð heima hjá mér. Eftir veikindi hennar í um þijú ár átti fregnin um andlát hennar ekki að koma á óvart, en samt er erfítt að trúa því að hún sé farin yfir móðuna miklu. V Ég á eftir áð lifa lengi rheð góðar minn- ingar um elskulega og glaðlega konu í hjart- anu. Það voru ekki ófá- ar helgarnar sem hún eyddi heima í stofu hjá foreldrum mínum og sat þá gjarnan alltaf í sama sætinu hlæjandi og ger- andi að gamni sínu við mig, jafnt sem aðra sem þar voru. Ekkert stopp- aði hana í að fara í heimsóknir um helgar til bíirna sinna, þrátt fyrir að hún ætti erfitt um gang. Ein minning sem ég á um hana er að vétur einn var hún var að koma úr bánkanum og úti var vetr- arveður, hálka og skafrenningur. Ég ók eftir Háaleitisbrautinni og sá hana á gangi upp göngustíginn að Álftamýrinni. Ég fór út og hjálpaði henni síðasta spölinn heim og vildi hún ekki taka annað í mál en að ég kæmi inn og fengi mér kaffi og með því og skipti engu þó að ég segði henni að bíllinn væri í gangi úti á bensínstöð. Það væri ekki þá langt að fara eftir bensíni ef hann yrði bensínlaus, varð henni að orði. Eftir að hún veiktist fyrir um þremur árum brá mér, því ég hafði ekki átt von á því að hún myndi veikjast, svo hress var hún. En hún hafði viljann til að ná sér sem best því baráttukona var hún. í vetur sem leið þá spurði hún mig nokkrum sinnum að því hvort ég gæti ekki kennt henni á skíði því henni leidd- ist inniveran og vildi komast út þótt heilsan leyfði það ekki. Lýsir þetta glaðværð hennar því henni þótti það ekkert mál að læra á skíði. Ekki þurfti að gera mikið til að gleðja hana síðustu æviárin. Það var nóg að kíkja í heimsókn til hennar í Hátúnið og talaði hún þá um að allir væru svo góðir við hana. Ommu Valgerðar mun ég minnast með miklum söknuði og hlýhug því ég kveð ömmu, jafnt sem góðan vin. Nú er hún í góðum höndum. Guð blessi hana og veiti henni gott skjól. Jón S. Garðarsson. í dag kveð ég ömmu mína Val- gerði Guðnýju. Fregnin um fráfall hennar kom ef til vill ekki á óvart þar sem hún veiktist fyrir um tveim- ur árum. Eigi að síður er aldrei hægt að vera viðbúin slíkum fregn- um. Tilfínningar eru blendnar, ann- ars vegar léttir yfír því að nú loks- ins eru þjáningar hennar á enda. Allt virtist leika í höndum hennar. Margar voru myndirnar sem hún saumaði og prýddu heimili hennar. Ég vil minnast hennar með þessu kvæði. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Hvíl þú í friði. Þóra Björg Garðarsdóttir. I dag kveðjum við okkar elsku- legu ömmu, Valgerði G. Óiadóttur og verður hennar sárt saknað. Við systkinin vorum mikið hjá henni sem börn og viljum við þakka henni fyr- ir allt sem hún kenndi okkur og allan stuðninginn sem hún veitti okkur í lífinu. Einnig viljum við þakka henni fyrir alla þá ást og umhyggju sem hún gaf okkur. Alltaf var jafn gaman að koma til ömmu í Álftó og leið okkur alltaf vel þar. Síðastliðin tvö ár var hún búin að vera mikið veik, og það eina sem huggar okkur í þessari sorg, er að við vitum að hún er á góðum stað og líður vel. Guðni og Guðbjörg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.