Morgunblaðið - 31.08.1994, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 31.08.1994, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 1994 MORGUNBLAÐIÐ pitrgmnMaliil* STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, . Styrmir Gunnarsson. MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 691100. Auglýsingar: 691111. Askriftir: 691122. SÍMBRÉF: Ritstjórn 691329, frétt- ir 691181, íþróttir 691156, sérblöð 691222, auglýsingar 691110, skrif- stofa 681811, gjaldkeri 691115. Áskriftargjald 1.400 kr. á mánuði innan- lands. í lausasölu 125 kr. eintakið. ÁBYRGÐIN LIGGUR HJÁSERBUM LEIÐTOGUM Serba í Bosníu hefur nú, í krafti þjóðernisofsa og innrætingar, tekist að fá landa sína til að leggja bless- un yfir hið blóðuga útþenslustríð þeirra í landinu. Talsmenn Serba segja að um 90% þeirra sem þátt tóku í svonefndri „þjóð- aratkvæðagreiðslu" um tillögu þá sem Bandaríkin, Bretland, Frakkland, Þýskaland og Rússland lögðu fram um skiptingu Bosníu, hafi lýst sig andvíg henni. Atkvæðagreiðslan sjálf var skrípaleikur, allir talsmenn Bosníu-Serba hvöttu almenning til að leggjast gegn friðartillögunni, framkvæmd þessa „þjóðarat- kvæðis“ var með ólíkindum, hvers kyns kosningasvik voru liðin og raddir friðflytjenda fengu ekki að heyrast. Tilefni til bjart- sýni um friðsamlega lausn Bosníu-deilunnar er ekkert, Bosníu- Serbar munu bera ábyrgð á þjáningunum, blóðsúthellingunum og hryllingnum sem bíður landsmanna þegar vetra tekur enn á ný í þessu stríðshrjáða landi. Niðurstöður atkvæðagreiðslunnar komu ekki á óvart og vert er að hafa í huga að sjálfur Slobodan Milosevie, forseti Serbíu og einn helsti stríðsæsingamaðurinn á þessu eldfima landsvæði, hafði lýst yfir því fyrirfram að ekki bæri að taka úrslitin alvar- lega. Milosevic, sem áður studdi Radovan Karadzic, leiðtoga Bosniu-Serba, hefur opinberlega vænt hann um útþenslustefnu. Þannig var eftirfarandi yfirlýsing birt í sjónvarpi í Serbíu fyrir nokkrum dögum: „Það var réttlátt markmið að tryggja Serbum frelsi með því að stofna lýðveldi þeirra. Það var einnig réttlátt markmið að tryggja þeim helming landsvæðisins og við höfum stutt þá kröfugerð. Nú þegar þeir vilja fá meira en sinn skerf og taka land frá öðrum er ekki lengur um vörn að ræða heldur yfirgang. Serbar hafa aldrei háð landvinningastríð.“ Þessi yfirlýsing sýnir ljóslega að stjórnvöld í Serbíu telja það ekki lengur þjóna hagsmunum sínum að styðja Bosníu-Serba. Fullvíst má heita að þessi sinnaskipti stríðsæsingamannsins og þjóðernissinnans Milosevic séu til komin vegna þess að efnahag- ur Serbíu er að hruni kominn vegna refsiaðgerða Sameinuðu þjóðanna. Milosevic hefur þannig komið sér í lykilaðstöðu og athyglisvert er að utanríkisráðherra Rússlands, Andrej Kozyrev, er tekinn að hvetja til þess að refsiaðgerðum gagnvart Serbum verði aflétt að hluta. Þannig vilja Rússar verðlauna Milosevic, sem lýst hefur yfir því að stjórn sín hafi rofið öll tengsl við Bosníu-Serba. Sambærilegar yfirlýsingar bárust frá Serbum í maí í fyrra en þá var engan veginn staðið við yfirlýst bann við viðskiptum' og vöruflutningum til Bosníu. Því á krafan að vera sú að Milosevic fallist á að alþjóðlegu gæsluliði verði komið fyr- ir við landamæri Bosníu og Serbíu til að tryggja að bannið haldi. Þetta á að vera skilyrði fyrir því að ríki Vesturlanda fallist á að draga úr viðskiptaþvingunum sínum. Samkvæmt áætlun þeirri sem fyrir Iiggur um skiptingu Bosn- íu munu 49% landsvæðisins koma í hlut Bosníu-Serba. Þeim hefur nú tekist með vopnavaldi að tryggja sér yfirráð á um 70% landsins. Serbar eru á hinn bóginn um þriðjungur íbúa í Bosníu og því má segja að friðaráætlunin taki mið af sigrum þeirra á vígstöðvunum og viðurkenni þar með í reynd landvinninga þeirra. Friðaráætlunin gerir með öðrum orðum ráð fyrir því að landa- korti Evrópu verði breytt í nokkru samræmi við niðurstöðu hern- aðarátaka. Þegar horft er til þess hvernig ofsafengin þjóðernis- hyggja hefur blossað upp í þessum hluta álfunnar, Iíkt og nýleg- ar deilur Grikkja og Albana eru skýrt dæmi um, er ljóst að allar hugmyndir um að breyta landamærum á þessum slóðum geta verið stórhættulegar og bein ávísun á mannvíg og eyðileggingu. Geti Rússar, hinir slavnesku bræður Serba, ekki fengið Rado- van Karadzic og undirsáta hans til að fallast á friðaráætlunina mun utanaðkomandi þrýstingur ekki duga. Serbíuforseti hefur séð sér hag í að segja skilið við bræður sína í Bosníu og leitast við að treysta samskiptin við Rússland. Það kann hins vegar að veikja stöðu hans á heimavelli að hafa bundið enda á öll sam- skipti við Bosníu-Serba og öfgafullir þjóðernissinnar í Serbíu munu tæpast sætta sig við að erlendir menn haldi uppi eftirliti á landamaprum. Bein hernaðarafskipti af hálfu NATO eða Sam- einuðu þjóðanna munu engum árangri skila nema til komi vilji til að ieggja fram landsveitir til að binda enda á ófriðinn í Bosn- íu. Engar líkur eru á að sú verði raunin. Algjör einangrun blasir nú við Bosníu-Serbum en hún mun ekki draga úr baráttuþreki þeirra. Þeir líta á sig sem ofsótta þjóð og sá skilningur mun einungis reynast djúpstæðari verði banni við sölu vopna til Bosníu-múslima aflétt. Vera kann að við heimsbyggðinni blasi nú það verkefni að koma í veg fyrir að átökin í Bosníu breiðist út, til að mynda til héraðanna Kosovo og Vojvodina. Með sama hætti kann að reyn- ast nauðsynlegt að bregðast með samræmdum aðgerðum við vaxandi spennu í samskiptum ríkja á þessum slóðum. Ekki verð- ur séð hvernig unnt er að koma á friði í Bosníu á meðan Serbar sem þar búa hundsa ákall Sameinuðu þjóðanna og skrumskæla lýðræðið til að réttlæta grimmdarverk sín. Þúsundir fara niðrn Hvers vegna allt þetta fólk? Hvergi annars staðar í heiminum en í mið- borg Reykjavíkur þekkist það að svo mikill fjöldi fólks safnist saman að tilefnislausu, helgi eftir helgi. Aldurshópurinn er dreifður, en þar hanga aðgerðarlausir langt fram eftir kvöldi, allt frá þrettán ára gamlir krakkar. Aðgerðarlausir, því eins og Siguijón Pálsson komst að, þarf mikill fjöldi ekki að þýða að mikið sé um að vera. kíkjum. Hann sagði að það væri eins og umfang gæslunnar miðaðist við Gaza-svæðið og bætti við: „Fólk kemur niður í bæ til að sjá eitthvað gerast en svo gerist ekki neitt.“ Áuk þess má benda á að boðið er upp á strætisvagnaferðir um nótt- ina til að krakkar, sem ekki hafa útivistarleyfi á þessum tíma, geti komist til síns heima. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd, sem tekin var klukkan þijú aðfaranótt laugar- dags sl. af biðröðinni við strætis- vagninn, eru farþegarnir ekki allir háir í loftinu. Ómar Smári Ármannsson aðstoð- aryfirlögregluþjónn í Reykjavík segir að einhvern tímann hljóti að Miðbærinn iðar af lífi um helgar þegar svefninn geymir flesta. Á sumrin og haustin þegar veður er gott er algengt að í kringum fimm þúsund manns séu þar þegar öll veitingahúsin loka um leið. Þar sem á svæðinu eru á bilinu fimmtíu til sextíu veitingastaðir með saman- lagt leyfilegan gestafjölda, sem skiptir þúsundum, er ekki að furða að bærinn fyllist þegar þeir loka. Það, sem veldur mönnum fyrst og fremst heilabrotum, er að mikill fjöldi unglinga, sem ekki komast inn á staðina, eru í miðbænum fram til klukkan tvö eða þrjú aðfaranæt- ur laugardaga áður en eldra fólkið tekur við. Sérstök sveit lögreglumanna Sérstök sveit lögreglumanna er á svæðinu á þeim tíma, sem þessi mikli fjöldi er þar, og telur hún um tuttugu menn. Nokkrir fylgjast svo með úr byggingum í bænum og láta vita ef eitthvað gerist. Á hveiju hausti þegar skólarnir byrja tekur svo lögreglan sig til ásamt íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkur og færir alla unglinga undir sautján ára aldri í unglingaathvarf, þar sem hringt er í foreldra þeirra og þeir látnir sækja þá. Þetta starf hefst næstu helgi. Blaðamaður Morgunblaðsins fékk að fylgjast með stárfi lögreglunnar í miðbænum sl. aðfaranótt laugar- dags. Klukkan var um hálf tvö þeg- ar gönguferð um svæðið með þrem- ur lögreglumönnum hófst. Strax var augljóst að hvorki þeir unglingar, sem í miðbænum voru né forráða- menn þeirra, sem leyfa þeim að fara þangað, virða mikið lög sem segja að „börn á aldrinum 13 til 16 ára mega ekki vera á almannafæri eftir kl. 22.00 frá 1. september til 1. maí (vetur) og kl. 24.00 frá 1. maí til 1. september (sumar) nema í fylgd með fullorðnum ...“ Stemmningin Ölvun meðal bæjargesta var nokkuð áberandi og stemmningunni er best lýst með því að fólk röltir fram og til baka um Austurstrætið og Lækjartorg og er svo ofsalega ánægt þegar það hittir einhvern, sem það þekkir. Ekkert annað er að gerast svo það er eins gott að gera eins mikla fagnaðarfundi úr endurfundunum enda faðmlög og kossar hvar sem litið er. Einstaka pör liggja við veggi húsanna og virð- ast hafa fundið ástina í fyrsta sinn. Einn og einn unglingur, sem greini- lega kann ekki að fara með áfengi, liggur við veggi húsanna eða hallar sér fram og ælir. Langflestir krakk- arnir í miðbænum eru þó saklausir af þessu. Á þessari stundu lítur miðbærinn út eins og aðeins náttugl- ur fá að sjá hann; töluvert er um glerbrot og drasl, sem starfsmenn borgarinnar hirða síðar um morgun- inn; Á göngu sinni með lögreglumönn- um fylgdist blaðamaður með því þegar vín var tekið af of ungum bæjargesti og farið með hann í lög- reglubíl, með vin hans á hælunum, sem ekki skildi neitt. Blaðamaður fylgdist með þegar skilríki voru skoðuð hjá unglegu fólki og þegar strákur, sem rispaði bíl, var eltur uppi. Blaðamaður heyrði og brand- arana, sem lögreglan fær að heyra oft hvetja einustu helgi; „eruð þið nýstúdentar?" og „ég sá einn blind- fullan, sem hljóp þangað,“ og svo er bent út í loftið. Það var þó ekki að sjá að áreiti á lögregluna væri mikið og unglingarnir upp til hópa til friðs. Búið að gera miðbæinn að leikvelli UNGLINGAR, sem ekki hafa útivi Umrætt kvöld áætlaði lögreglan að á bilinu tvö þúsund til tvö þús- und og fimm hundruð hefðu verið í miðbænum þegar mest var. í sum- ar hefur þó ekki verið óalgengt að um fimm þúsund manns hafi verið þar að næturlagi um helgar og til að mynda voru fleiri í miðbænum aðfaranótt sl. sunnudags en nóttina áður. Af samtölum við starfsmenn lögreglunnar má sjá að skoðanir eru skiptar á því hvort vandamál er til staðar og ef svo er;_____________ hvernig það sé tilkomið. Einn viðmælandi Morgunblaðsins innan lögreglunnar sagði að allt væri gert til að búa Foreldrar nái í unglinga undir sautján ára koma að því að hlutaðeigandi yfir- völd þurfi að svara þeirri spurningu hvort þau vilji að fólk safnist þarna saman á þessum tíma eða ekki. Ef ekki; til hverra ráða ætli þau að grípa? Ef þau hins vegar vilji að fólk safnist þarna saman þurfi þau eðlilega að gera sitt til að koma hlutunum þannig fyrir að fólkið geti verið þar við þær aðstæður og í því ástandi, sem eðlilegt geti tal- ist. Hann segir að unglingar eigi ekkert erindi í miðborg- ina að kvöld- og nætur- lagi um helgar og skorar á foreldra og unglinga að hlíta reglum um úti- vistartíma. til leikvöll úr miðbænum. Utvarps- stöðvarnar hvettu fólk allan daginn til að fara niður í bæ og það við- horf væri ríkjandi að enginn væri maður með mönnum nema hann væri drukkinn. Tuttugu menn væru á aukavakt hjá lögreglunni, Frí- kirkjan væri með aðstöðu fyrir hrakta næturgesti, Rauði krossinn aðstoðaði og í ákveðnum bygging- um í bænum væru menn, sem fylgd- ust með því, sem fram færi, með Líkamsmeiðingar og betri aðstaða lögreglunnar Tilkynnt var um 234 líkamsmeið- ingar á miðborgarsvæðinu _ í fyrra miðað við 227 árið 1992. Á fjórða hundrað einstaklingar voru hand- teknir í tengslum við þau mál í mið- bænum. Hlutfallslega flestir voru á aldrinum nítján til tuttugu og fjög- urra ára. Fyrstu sex mánuði þessa árs eru tilvikin 121 á miðborgar-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.