Morgunblaðið - 31.08.1994, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 31.08.1994, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 1994 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Biskupinn, Logi og súrdeigið FRETTAFLUTN - INGUR Loga Berg- manns Eiðssonar mánu- dagskvöldið 22. ágúst um samkomu Benny Hinns í Kaplakrika olli furðu. Þegnar sem eru skyldaðir til að greiða fyrir afnot af ríkisfjöl- miðlum, eiga sjálfkrafa heimtingu á að eins mikils hlutleysis sé gætt sem unnt er. Sú stað- reynd ein og sér að tæp- lega 5.000 manns hóp- uðust saman til að leita snertingar Guðs, er söguleg hér á íslandi og verður minnst fyrir það ef ekki annars. Sumir töldu sig fá meina sinna bót, aðrir töldu sig finna fyrir nærveru Guðs og enn aðrir fundu ekki neitt, eins og gengur og gerist og er eðlilegt. Þar sem sam- koman olli Loga svo miklu hugar- angri að rödd hans brast í tvígang, er hlutleysi hans sem fréttamanns vafasamt. Loga þarf ekkert að líka það sem hann sá frekar en öðrum, en honum hlýtur að vera falið að flalla um viðfangsefni sín af fagleg- um ástæðum en ekki tilfinningaleg- um. Að ég tali nú ekki um mál sem eru jafn-viðkvæm og vonir og/eða trú annarra. Fréttastjóri Ríkissjón- varpsins er sömuleiðis kallaður til ábyrgðar, hann hlýtur að mynda þá stefnu sem starfsmenn hans eiga að fara eftir. Hins vegar var umfjöllun Stöðvar 2 af atburðinum til fyrir- myndar, þar fengu hin ýmsu sjónar- mið að koma fram og fólki látið eftir að dæma sjálft. Logi hafði reyndar fyrir því að taka viðtal við biskup íslands, væntanlega sem fulltrúi hinna kristnu, og eru hans viðbrögð nú eigin- lega kapítuli út af fyrir sig. Að manni, sem gegnir æðstu stöðu í ríkisrekinni kirkju sem kennir sig við Krist, skuli vera í nöp við það að fólk flykkist að til að athuga þennan Jesú, sem allir eru að tala um, það er hreinlega ofvax- ið mínum skilningi. Guð lætur ekki að sér hæða, og þóknist honum að nota amerískan mann, sem þarf ekki einu sinni að falla okkur í geð, þá er það Hans mál. Má ég minna biskup á það, að Honum hefur jafnvel þóknast að nota asna, hafi hann engan annan nothæfan við hendina. Sitt sýnist hveijum, en aðalatriðið var, að Benny Hinn læknaði engan mann; hann bað með fólki og marg- ir læknuðust. Guð fer heldur ekki í manngreinarálit og væri biskupi nær að halda sig við Orð Guðs en eigin skoðanir. Hann fetti jafnframt fíngur út í þennan hávaða og múgsefjun sem höfð hefði verið í frammi og tók til hliðsjónar messuna sem hann hélt á Reyðarfirði. Það er nákvæmlega ekkert nema gott eitt um það að segja að halda messu á Reyðarfirði eða hvar sem vera skal í heiminum, Það er ekki af hinu góða að fara offari í sjónvarpi og lita fréttaefnið eigin litum, segir Ragna Björk Þorvaldsdóttír, allra síst ef manni er borgað fyrir að gæta hlutleysis. hljóðláta eður ei. Finnist fólki betra að halda sig á rólegu nótunum þá bara gerir það það. Við erum ólík og hvert um sig einstök sköpun. Guð á enda marga söfnuði, hvern með sínu mótinu, en bara einn líkama og Hann sjálfur er höfuð þess líkama. Sé fólk í vafa um hvers anda við- komandi söfnuður er, þá skyldi höfð í huga þumalputtareglan sem Hann sjálfur gaf okkur; sérhver andi sem játar að Jesús sé Kristur, kominn í holdi, hann er frá Guði en aðrir ekki. Þannig að sé samankomið fólk sem upphefur nafnið Jesú og tilbiður hann einan, þá er þar gott að vera. Gott tré ber góða ávöxtu en vont tré ekki. Ávextirnir þurfa að vera góðir, því af þeim munum við þekkja þá. Þetta vissu Silli og Valdi og þetta ætti biskup ekki að vera ókunnugt um. Tilgátaur um hvort Guð er meira á Kaplakrika eða á Reyðarfirði er Ragna Björk Þorvaldsdóttir. vísað beint til föðurhúsanna aftur og biskup minntur á að hans starf er fyrst og fremst að varðveita sauði Föðurins en ekki sundurdreifa þeim með efasemdum og heimatilbúnum metingi. Það, að halda samkomu í Hafnarfirði, er ekki persónuleg árás á biskup austur á Reyðarfirði og ennþá síður á Reyðfirðinga. Því fleiri samkomur og messur, Guði til dýrð- ar, þeim mun betra. Eg er nokkuð viss um að Jesús var ekki að gera upp á milli manna með því að reisa bara Lazarus upp frá dauðum en ekki hina sem í gröfínni lágu, heldur til að sýna okkut' hver Hann er. Eig- um við kannski að hætta að biðja fyrir fólki svo enginn verði svekktur? Er biskup yfirhöfuð með það á hreinu til hvers Yfirmaður hans ætlast af honum. Dagskipun Drottins er ljós: Biðjið, biðjið og þreytist ekki, leggið hendur yfir sjúka og þeir munu verða heilir, trúðu aðeins og þá muntu sjá dýrð Guðs. Kirkjan var ekki sköpuð til að vera huggulegt kerfísbatterí. Það læknuðust því miður ekki all- ir í Kaplakrika og það læknuðust ekki heldur allir í ísrael. Ekkert okk- ar veit hvers vegna sumir læknast og aðrir ekki. En það má aldrei, undir neinum kringumstæðum svipta fólk voninni. Logi Bergmann og biskup eru í stuttu máli sammála um ónauðsyn þess að vera með fánýtar uppákomur sem þessa og vekja falsvonir hjá fólki sem þráir lækningu. Má ég enn og aftur minna biskup á, að trúin er fullvissa um það að menn vona og vonandi er biskup ekki að mæla gegn því að fólk fari að trúa of miklu. Okkar er að hvetja og uppörva hvort annað að halda fast því sem við höf- um fengið, trúna og vonina á Jesú. Takmarkið er ekki að allir dauðir rísi upp eða að allir veikir læknist hér á jörðinni, heldur að allir kom- ist til trúar á Jesú Krist. Það er lokatakmark Guðs og tilgangur, til þess kom Hann til að byija með. Vegna þess að hvernig sem við erum, þá langar Hann til að eyða með okk- ur eilífðinni og til þess að það sé hægt, þurfum við að játa Hann með vörunum og trúa á Hann í hjartanu. Flóknara er það nú ekki. Hver sem tjáningarmáti okkar er, þá hljótum við, sem köllum okkur kristin, að geta sameinast í trúnni á Jesú, þann sem við kennum okkur við, án þess að vera að agnúast útí hvort annað fyrir misjafnan klæða- burð, ef ekki annað. Við skulum heldur ekki gleyma því, biskup sæll, að Jesú Kristur var ekki í efsta sæti á faríeiska gestalist- anum, enda ekki líklegt til mann- legra vinsælda að líkja fólki við hvít- kalkaðar grafir; hvítar að utan en dauðar hið innra. Það er hins vegar gott að vita til þess að Jesú segir aldrei neitt sem er ekki satt. Hann varaði okkur enda við súrdeiginu sem sýrir út frá sér og skemmir ailt deig- ið. Og það þijár tegundir frekar en eina. Súrdeig faríseanna, sem hengdu sig í hefðum og dauðum regl- um, súrdeig saddúkeanna, sem neit- uðu því að guð væri á nokkurn hátt yfirnáttúrulegur, og síðast en ekki síst súrdeig Heródesar, sem fulltrúi hins pólitíska þáttar, að gleyma sér í hinu opinbera embætti og fara að þjóna því. Hann er ekki alltaf mjúk- ur á manninn hann Jesú, en Hann segir alltaf satt. Það er fínt að hafa misjafnar skoð- anir á hlutunum. Það er hins vegar ekki fínt að fara offari í sjónvarpinu og misnota aðstöðu sína til að lita málefnin með sínum eigin litum. Allra síst ef manni er borgað fyrir _að gæta hlutleysis. Logi Bergmann var góður í íþróttadeildinni _ og stóð sig með sóma 1992 þegar Olympíu- leikamir voru haldnir. Hafí frétta- stjórinn ekki betri stjórn á sinni deild, þá ætti hann að beina kröftum sinna manna þar sem þeir njóta sín betur. Þó skoðanir okkar á persónu Benny Hinns séu skiptar, og þó aðallega ytra byrði persónu hans, þá væri lík- lega réttast að láta það liggja á milli hluta og skoða frekar ávextina af starfi hans. Hafi þeir þau áhrif að fólk beini sjónum að Jesú og fari að pæla í Honum, þá er það bara frá- bært, þá er þetta tré gott. Höfundur er skrifstofumaður og húsmóðir. UNDANFARIN misseri hafa all- mörg fyrirtæki auglýst kennslu á framhaldsskólastigi. Meðal þessara fyrirtækja má telja Sumarskólann sf., Námsflokka Reykjavíkur og Full- orðinsfræðsluna. Fleiri má nefna t.d. stofnanir sem bjóða upp á tölvu- fræðslu og nám í viðskiptagreinum. Þessi fyrirtæki starfa ekki í samræmi við lög og reglugerð um framhalds- skóla og eru óbundin bæði af Nám- skrá menntamálaráðuneytisins og af samningum við stéttarféíög kennara. í auglýsingum frá þeim er samt gef- ið í skyn, eða jafnvel fullyrt berum orðum, að nám við þau fáist metið sem fullgilt framhaldsskólanám. Það er ekki ætlunin með þessum skrifum að amast við einkaskólum eða gefa í skyn að þau fyrirtæki sem hér hafa verið nefnd séu illa rekin. Það má einu gilda hvaða skoðanir menn hafa á einkaskólum — allir hljóta að vera sammála um að fram- haldsskóli, sem tekur hlutverk sitt alvarlega, getur ekki verið þekktur fyrir að meta námskeið sem nemend- ur kaupa hér og þar til jafns við nám innan framhaldsskólakerfisins nema hafa góðar tryggingar fyrir því að þeir hafi staðist svipaðar kröfur og gerðar eru í skólanum sjálfum. Þar sem þau fyrirtæki sem hér um ræðir starfa ekki eftir þeim reglum sem framhaldsskólum er gert að fylgja og enginn hlutláus aðili hefur eftirlit með þeim er erfitt, eða jafnvel ómögulegt, fyrir framhaldsskólana að verða sér úti um slíkar tryggingar. Stefnuleysi ráðuneytisins Eðlilegast væri að menntamála- ráðuneytið hefði eftirlit með þeim fyrirtækjum sem vilja auglýsa að námskeið sín fáist metin inn í framhaldsskóla og sendi skólunum upplýs- ingar um hvað skuli metið og hvemig. Einn- ig mætti hugsa sér að ráðuneytið fæli ein- hverri stofnun að ann- ast eftirlit eða náms- mat, þannig að þeir sem vilja auglýsa matshæft nám gætu keypt próf og yfírferð af henni. Eins og er gerir ráðuneytið hvorugt heldur vísar því alfarið til einstakra skóla að meta nám við einkafyrirtæki hvort sem þau eru virðúlegar og gamal- grónar fræðslustofnanir eða óþekktir nýgræðingar. Þessi afstaða ráðu- neytisins er af ýmsum ástæðum ótæk. Ein er sú að einstakir skólar hafa engin tök á að fylgjast með starfsemi allra þessara fyrirtækja og greina á milli þeirra sem bjóða í raun og veru upp á matshæft nám og hinna sem segjast aðeins gera það. Önnur ástæða sem nefna má er að það er ekki og getur ekki verið einka- mál skóia hvaða nám er metið því þegar einn framhaidsskóli hefur metið námskeið þá getur nemandi yfirleitt flutt það mat með sér yfir í hvaða annan framhaldsskóla sem er. 1 þriðja lagi má nefna að sé stefnu, eða öllu heldur stefnuleysi, ráðuneyt- isins fylgt út í æsar er ekkert sem útilokar að nemandi Ijúki stúdents- prófi, eða námi sem veitir starfsrétt- indi, að miklu leyti með því að kaupa sér námskeið þar sem ekkert liggur fyrir um raunverulegar námskr- öfur. Fleira má tína til eins og það að allt gæðamat og gæðaeftir- lit í skólum verður erfitt ef ekki liggja fyrir skýr- ar reglur um atriði eins og mat á námi við aðrar stofnanir. Óvenjulegur markaður Hér er rétt að minna á að sá markaður sem þessi fyrirtæki þjóna er um margt ólíkur mark- aði með venjulegar vör- ur þar sem viðskiptavinir eru yfir- leitt óánægðir ef þeir fá lélega vöru og hætta þá að skipta við fyrirtækið og hvetja vini sína og venslamenn til að versla annars staðar. En á þeim markaði sem hér um ræðir eru margir viðskiptavinir því miður hæst- ánægðir með að fara yfir námsefnið á hundavaði, ef þeir bara fá vottorð um að þeir hafi lokið námskeiði og geta farið með það í skólann sinn og fengið það metið þar. Sumir nem- endur hafa ekkert á móti því að fá prófskírteini fyrir lítið. En ef þeir komast upp með það tapar allt sam- félagið. Ætla má að margir nemendur sem kjósa að ljúka einhveijum hluta af framhaldsskólanámi með því að kaupa námskeið við einkaskóla hafi fallið í samsvarandi áföngum eða dregist aftur úr í námi og vilji bæta sér það upp með námskeiðum utan skólans. Bjóði margir aðilar upp á Eðlilegast er að menntamálaráðuneytið hafi eftirlit með fyrir- tækjum, sem vilja aug- lýsa að námskeið sín fáist metin í frámhalds- skóla, segir Atli Harð- arson, og sendi skólan- um upplýsingar um hvað skuli metið og hvernig. námskeið sem slcólinn metur þá er ákaflega freistandi fyrir þessa nem- endur að skipta við þann sem gerir minnstar kröfur og hefur léttasta prófið. Samkeppni milli námskeiðs- haldara getur því haft þveröfug áhrif við samkeppni á venjulegum mark- aði. Væri óháð stofnun fengin ti! þess að semja og fara yfír prófin sem nemendur á svona námskeiðum taka snarbreyttist þetta því þá vildu nem- endur skipta við þann sem líklegast- ur er til að búa þá vel undir próf svo þeir standist það. Að kaupa sig undan námi Ef framhaldsskólarnir meta nám við einkafyrirtæki þá geta nám- skeiðssalar, sem gera litlar kröfur til nemenda sinna, opnað þeim leið til að kaupa sig undan því að læra hluta af námsefni skólans. Stjóm- j endur sumra framhaldsskóla gera sér fulla grein fyrir þessu og leyfa nem- ; endum sínum ekki að taka námskeið ' við einkafyrirtæki úti í bæ í staðinn fyrir áfanga við skólann. En aðrir hafa minni metnað eða skilja ekki að eitt af því sem helst greinir milli góðs skóla og lélegs er að það er hægt að komast í gegnum lélegan skóla án þess að læra mikið. Góður skólastjómandi hlýtur að gera það sem hann getur til að tryggja að prófskírteini frá skólanum sé öruggt vottorð um menntun og hæfni. Hann getur ekki verið þekkt- ur fyrir að reka bara afgreiðslustofn- un þar sem hægt er að skipta ávísun- um, sem enginn veit hvort er inni- stæða fyrir, í fullgildar einingar. Eðlilegast er því að stjórnendur framhaldsskóla neiti algerlega að meta nám frá fyrirtækjum nema þau starfí annaðhvort eftir lögum og reglugerð um framhaldsskóia eða séu háð eftirliti ráðuneytis eða óháðra aðila sem yfírvöld menntamála hafa falið slíkt eftirlitshlutverk. Sýni skólameistarar framhaldsskólanna þá djörfung að standa saman um þetta er líklegast að ráðuneytið geri loks skyldu sína og kveði upp úr með hvaða skilyrði námskeið þurfa að uppfylla til að teljast matshæf sem hluti af framhaldsskólanámi. Þetta yrði öllum til góðs, ekki síst þeim fyrirtækjum sem selja vönduð nám- skeið. Þau fengju þá vottorð um að nám við þau sé matshæft. Hin gætu snúið sér að annarri iðju eða reynt að bæta sig nóg til þess að fá gæða- stimpilinn. Ráðstafanir af þessu tagi mundu ekki þrengja kosti nemenda svo mjög því þeir sem hafa numið einhver fræði utan skólans gætu eftir sem áður sótt um að taka stöðupróf til að sanna leikni sína og kunnáttu og fá námið metið til eininga. Höfundur situr í stjórn Hins íslenska kennarafélags oggreinin er skrifuð í framhaldi af vinnu starfshóps um matánámi úr einkaskólum sem stjórnin skipaði íjúníá þessu ári. j Hugleiðingar um mat á námi úr einkaskólum Atli Harðarson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.