Morgunblaðið - 31.08.1994, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 31.08.1994, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 1994 MORGUNBLAÐIÐ FERÐALÖG Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir REINHARD Reynisson sveitarstjóri afhendir Erlu og Konráði blóm í tilefni opnunar Hafnarbarsins. Þórshöfn „Skreiðarloftið, sem breyttíst í bar“ Þórshöfn - „Hafnarbarinn" nefn- ist veitingastofa sem opnuð var hér á Þórshöfn í síðasta mánuði. Eins og nafnið gefur til kynna stendur húsið rétt við höfnina, því sem næst í flæðarmálinu með útsýni beint yfir sjóinn. Það eru hjónin Erla Jóhannsdótt- ir og Konráð Jóhannsson, bæði upprunnin í byggðarlaginu, sem eiga heiðurinn af þessu framtaki. Mikil vinna liggur þarna að baki; þeirra eigin og einnig aðkeypt vinna. Árangurinn er í samræmi við það, því vel hefur tekist til við breytingar og innréttingar og stendur nú þarna hlýlegur og smekklegur veitingastaður. Hjónin Erla og Konráð renna nokkuð blint í sjóinn með stofnun barsins því að staður í líku rekstrar- formi hefur ekki áður verið rekinn á Þórshöfn og „pöbbamenningin" er því nýtt innlegg í bæjarlífið hér. Fréttaritari brá undir sig betri fætinum og fór á „pöbbarölt" í því skyni að afla frétta af viðbrögðum fólksins hér um slóðir og hvernig viðtökurnar hafa almennt verið. Að sögn Erlu hafa þær verið góðar og greinilegt að hér hefur verið full þörf fyrir stað, þar sem fólk gæti komið inn og sest yfir kaffibolla eða ölglasi og matur er einnig á boðstólum. Uppákomur hafa verið um helgar og hafa hjónin fengið hljómsveitir til þess að spila og hefur jafnan verið fullt hús. Ný fataverzlun á staðnum hélt tískusýningu á Hafn- arbarnum á laugardagskvöldi og komu þar fram blómarósir þorpsins eins og vanar sýningardömur og sem fyrr var fullt hús. Nokkuð er um að hópar hafi nýtt sér þessa nýju aðstöðu og borð- að saman á Hafnarbarnum; t.d. kom nýlega saman hópur af fólki, sem hélt upp á 25 ára fermingaraf- mæli frá Sauðaneskirkju. Þar ríkti mikil og góð stemmning og fannst brottfluttum Þórshafnarbúum það ævintýri líkast að borða veizlumál- tíð með ljúfum veigum á gamla skreiðarloftinu! Billjardstofa rúmast einnig inn- andyra og hefur billjardinn verið vinsæll, að sögn Erlu. Sjómenn á aðkomubátum hafa fagnað Hafnar- barnum, því að það er ieiðigjarnt í iandlegum að kúra inni í bát og tilbreyting að geta skroppið á vist- legan stað rétt við bryggjuna og gripið í billjardinn. Nú haustar að og öll umsvif minnka með vetrinum en að sögn Erlu verður Hafnarbarinn áfram með uppákomur annað veifið um helgar og þorpsbúar geta farið á „pöbbarölt" til þess að sýna sig og sjá aðra, minnugir þess að maður er manns gaman. Siglt innan um ísjaka og sel á Jökulsárlóni Morgunblaðið/ÞHY SIGLT til móts við ísjakana. SKÁLINN Jöklakaffi og hjólabáturinn. iangan bráðnunartíma þeirra. Mér er litið á dýptarmælirinn, hann sýnir 175 metra dýpi. Ég rek upp stór augu og spyr heim- ildarmann minn, Salómon Jóns- son, hversu djúpt lónið sé og fæ það svar að dýpst hafi það mælst 180 metrar. Jökullinn dýpkar lónið og stórir jakar sem brotna frá standa á botninum og dýpka það. Farið var fyrst að sigla á lón- inu fyrir 10 árum. Hvorttveggja hefur aukist á þessum tíma, lónið_ og ferðamannastraumur- inn. í sumar sigldu yfir 20.000 manns á lóninu og aldrei hafa siglt fleiri á því á einu sumri. ÞETTA er eins konar ÞAÐ ER sérstök tilfinning að sigla á góðum degi innan um litríka ísjaka á Jökulsárlóninu á Breiðamerkursandi. Oræfajök- ull er tignarlegur þar sem hann er baðaður sólskini, en Hvanna- dalshnjúkur sést ekki fyrir skýjahnoðrum. Ég er í samfloti með útlendingum sem reka upp undrunaróp þegar hjólabáturinn kemur keyrandi niður frá Jökla- kaffisskálanum. Margar linsur eru á lofti og mynda furðufyrir- bærið í gríð og ergð. Svo er stigið um borð, og sumir geta ekki hætt að brosa. Skrúfan er sett í gang og á meðan síðasti maðurinn treður sér í björgunarvestið er siglt af stað og jakarnir nálgast óðum. Hér og þar stingur forvitinn selur upp hausnum og gónir og stingur sér svo nettlega niður í djúpið aftur. Selirnir hafa það gott í lóninu, það er 4-6 gráða heitt, vegna þess að sjór streym- ir í það og hitar, og rými sel- anna eykst jafnt og þétt. Talið er að u.þ.b. 800 metrar hafi brotnað af Breiðamerkuijökli í Lónið á síðasta ári. Lónið hefur stækkað gríðarlega frá árinu 1945 en þá var það rétt að myndast, og var eins og lítil vatnsrönd meðfram Breiða- merkuijökli. Nú er það u.þ.b. 15-17 ferkílómetrar, en erfitt er að henda reiður á því þar sem menn eru ekki sammála um hvað sé jökull og hvað séu risa- stórir jakar. Selirnir þurfa ekki að svelta því inn í lónið ganga bæði síidar- og loðnutorfur, að auki geta þeir gætt sér á kola og öðrum fiski. ísjakarnir eru margbreytileg- ir og ýmsar furðumyndir er hægt að sjá út úr jökunum gefi maður ímyndunaraflinu lausan tauminn. Hægt er að sjá hjarta, spaða, tígul og lauf, kanínu, selsmyndir, furðufugla, fíla, frostpúka, og margt annað, það fer eftir því út frá hvaða sjónar- horni horft er. Sami jakinn get- ur líkst mörgu í senn. Ríkulegt súrefni litar þá bláa og átök við veður og land skilur eftir rispur. Þó að hitastig lónsins sé 4-6 furðufugl. gráður og salt í þokkabót, tekur u.þ.b. 5 ár fyrir stærstu jakana að bráðna og Hverfa, en það er ekki alveg vitað með vissu þar sem jakarnir breytast og verða óþekkjanlegir með tímanum. ís- inn er talinn vera um 1200-2000 ára gamall og er mjög þéttur í sér eftir mikinn þrýsting í jöklin- um í hundruði ára. Það skýrir Byijað er að sigla í maí og siglt er fram til 4. september og stundum lengur. Siglingin tekur 40 mínútur, og þær eru fljótar að líða í fal- legu veðri. Báturinn siglir á láði og legi, og lætur okkur úr við Jöklakaffi. Úr honum stíga brosandi ferðalangar, með myndavélar á lofti. \ ÞHY London er fiillkomin borg fyrir þá sem vilja versla í þekktustu vöruhúsum, sjá nafntoguðustu söngleildna og leikritin, borða á frábærum veitingastöðum og njóta lífsins til fullnustu. 3 nætur frá 36.540. á mairn í tvibýli á Hotel Forum. Irmifalið: Beiní flug, gisting morgunverður og flugvallarskattur á íslandi. Flugvallarskattur 1.100 kr. leggst á í Bretlandi 1. nóvember. M IÍRVAL ÚTSÝN trygfing fvrir gæfinm Lágmúla 4: sími 699 300, Hafnarfirði: sími 65 23 66, Keflavík: sími 11353, Selfossi: sími 21666, Akureyri: sími 2 50 00 - og hjá umboðsmönnum um land allt. * § f i t l t i V i i 1 l í ! f í G I t 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.