Morgunblaðið - 31.08.1994, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 31.08.1994, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 1994 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Samkeppnisráð gerír athugasemdir við hug- búnaðargerð Námsgagnastofnunar Söluverð hug- búnaðar standi undir kostnaði SAMKEPPNISRÁÐ hefur beint þeim tilmælum til menntamálaráðherra að Námsgagnastofnun selji ekki á fijálsum markaði þau náms- og kennslugögn sem stofnunin framleiðir en að öðrum kosti sé þess gætt að söluverð þess standi undir raunverulegum kostnaði. Er vísað til ákvæða samkeppnislaga um að þess skuli gætt að samkeppnisrekstur sé ekki niðurgreiddur af vemdaðri starfsemi. PUND í dollurum London 16.00 GMT Dollarar 1.555 1.535 1.525 1.545 DOLLARI í jenum London 16.00 GMT JEN DOLLARI í P. mörkum London 16.00 GMT DM GENGI DOLLARS gagnvart þýska markinu hélst eyrismörkuðum beinist athyglin nú að þýska seðlabanka- stöðugt á gjaldeyrismarkaðnum í London í gær eftir num en fundur hefur verið boðaður í bankaráðinu á fimm- töluverðar hækkanir í síðustu viku. Aftur á móti lækkaði tudag. Þá er einnig beðið eftir mánaðarlegri skýrslu um gengið gagnvart japanska jeninu niður fyrir 100 jen. Á gjald- atvinnuástand í Bandaríkjunum sem birt verður á föstudag. Niðurstaða ráðsins kemur í kjöl- far ábendinga frá Guðmundi Mark- ússyni, hæstaréttarlögmanni, fyrir hönd Gruns hf., rekstraraðila tölvu- deildar Japis. Guðmundur benti á að Námsgagnastofnun ynni að gerð tölvuforrita í samvinnu við mennta- málaráðuneytið og seldi þau á vægu verði vegna fjárframlags ráðuneyt- isins. í augum annarra hugbúnað- arhönnuða væri hér um að ræða hömlur á frjálsri samkeppni. Samkeppnisráð gerir hvorki at- hugasemdir við að Námsgagna- stofnun verji fjármagni til kennslu- forrita með þeim hætti sem hún gerir né heldur heimild mennta- málaráðherra til að taka ákvörðun um að veita fjármagni í hugbúnað- argerð fyrir IBM-PC samhæfðar tölvur. Fjárveitingin sé til komin vegna norrænnar samvinnu og sé einvörðungu varið í að þýða og laga norrænt IBM-PC samhæft forrit að íslenskum skólamarkaði og kaup á. innlendum hugbúnaði fyrir IBM-PC samhæfðar vélar. Bent er á að viðskiptaleg mark- mið liggi ekki að baki fjárveiting- unni til hugbúnaðar fyrir IBM-PC samhæfðar tölvur auk þess sem notkun fjárveitingarinnar sé í sam- ræmi við hlutverk Námsgagna- stofnunar. Þessi staðreynd breyti því þó ekki að með fjárveitingunni og notkun hennar sé verið með óbeinum hætti að veikja samkeppn- isstöðu þeirra fyrirtækja sem bjóði annan hug- og vélbúnað. Morgunblaðið/Þorkell GUÐNÝ Benediktsdóttir frá markaðssviði Landsbankans og Björgvin Njáll Ingólfsson frá Iðntæknistofnun. Leiðbeiningar um viðskiptaáætlanir IÐNTÆKNISTOFNUN og Landsbanki Islands hafa gefið út leiðbeiningarrit um gerð við- skiptaáætlana. Ritið er sérstak- lega ætlað frumkvöðlum, og fylgir því sérstakt eyðublað sem ætlað er að auðvelda gerð viðskiptaáætlana. Samkvæmt upplýsingum út- gefenda er hér um sameigin- legt hagsmunamál þeirra að ræða. Algengt sé, að fjármála- stofnanir og þeir aðilar sem veita faglega aðstoð í fyrir- tækjarekstri óski eftir slíkum áætlunum. Þeim sé ætlað að gefa mynd af þeim rekstri sem ráðist skal í þegar sótt sé um fjárhags- eða fagaðstoð. Einnig sé brýnt að þeir sem hyggi á framkvæmdir hafi gott yfirlit yfir ætlunarverkið áður en lagt er út í fjárskuldbindingar. Ritinu er skipt upp í níu kafla, og er í hveijum þeirra tekið á afmörkuðum hluta viðskiptaá- ætlana. I lok hvers kafla er sýnt með dæmi hvernig viðkomandi hluti áætlunarinnar gæti litið út í raunveruleikanum. Finnland Methagnaður út- flutningsfyrirtækja Helsinki. Morgunbladið. FINNSK stórfyrirtæki, einkum út- flutningsfyrirtæki, munu að öllum líkindum skila methagnaði á þessu og næsta ári. Hagfræðideild stór- bankans KOP spáir því að saman- lagður hagnaður þeirra fyrirtækja sem skráð eru á verðbréfaþinginu í Helsinki verði um 15 milljarðar finnskra marka á þessu ári en um 20 milljarðar á næsta ári. Samt virðist ekki mjög líklegt að 20% atvinnuleysið fari minnkandi á næstunni sökum lélegrar stöðu iðn- aðar á heimamarkaði. Það eru einkum pappírsframleið- endur og önnur fyrirtæki í skógar- iðnaðinum sem skipa efstu sætin í framleiðni. í broddi fýlkingar er samt Nokia sem mun vera þekktast fyrir farsíma og stígvél en sem framleiðir einnig margt annað. Stéttarsamband skógariðnaðar- ins lýsti því yfir á þriðjudaginn að nú væri tímabært að stórhækka laun verkamanna. Hefur þetta vald- ið ólgu meðal annarra stéttarfélaga sem óttast aukinn launamun. Fyrirtæki sem framleiða fyrir innlendan markað eru verr sett. Vegna samdráttar heima fyrir eru framtíðarhorfur þeirra ekki bjart- ar. Esko Haavisto hagfræðingur KOP-bankans segist samt líta svo á að bankar t.d. verði komnir úr kreppunni eigi síðar en á árinu 1996. Fyrra metið í hagnaði kaup- hallarfyrirtækja var 15 milljarðar en það var sett í góðærinu í lok níunda áratugarins. Methagnað fyrirtækjanna má ekki endilega telja merki um batnandi efnahags- ástand í þjóðfélaginu í heild. Stór- fyrirtækin hafa hingað til ekki var- ið fé til fjárfestinga heldur hafa þau borgað af gömlum erlendum lánum. Aður en hagvöxturinn hefur þau áhrif að atvinnuleysið minnkar þurfa innlendar fjárfestingar að aukast. Nýjustu spár benda til þess að framleiðslugeta útflutningsiðn- aðarins standi á tímamótum á næsta ári. Þá verða menn annað- hvort að byggja nýjar verksmiðjur eða láta keppinauta ná hlutdeild í markaðnum. Kynningarfundur DALE CARNEGIE® Þjálfun Fimmtudagskvöld kl. 20.30 að Sogavegi 69 IMámskeiðið Konráð Adolphsson D.C. kpnnari -■ Eykurhæfni og árangur einstaklingsins -■ Byggirupp leiðtogahæfnina ■ Bætir minni þitt og einbeitingarkraftinn ■ Skapar sjálfstraust og þor ■ Árangursríkari tj á n i n g H1 Beislar streitu og óþarfa áhyggjur -■ Ejr/cureldmóðinn og gerir þig hæfari í daglegu lífi Fjárfesting í menntun skilar þér arði ævilangt. Innritun og upplýsingar í síma: 812411 STJÓRNUNARSKÓLINN Konrád Adolphsson. Einkaumboð fyrir Dale Carnegie® námskeiðin. 0 /// ÚTFLUTNUNGSRÁÐ ÍSLANDS Viðskipti við Rússland Breyttir viðskiptahættir - nýir möguleikar Föstudaginn 2. september, kl. 8.30 til 10.30, bjóða iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið og Útflutningsráð íslands öllu áhugafólki um viðskipti við Rússland til fundar í Skála, Hótel Sögu. Sighvatur Björgvinsson, iðnaðar- og viðskíptaráðherra, flytur ávarp. Erindi flytja; Gunnar Gunnarsson, sendiherra fslands í Moskvu. Yuri A. Reshetov, sendiherra Rússlands í Reykjavík. Á eftir framsöguerindum verða almennar umræður. Fundarstjóri verður Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri Útflutningsráðs. Iðnaðar- og viðkiptaráðuneytið Sjábu hlutina í víbara samhengi! -kjarni malsíns! Fjármál Landsvirkj- un tekur 3,5 milljarða króna lán LANDSVIRKJUN hefur gengið frá samningi við Chemical Bank AG, JP Morg- an GmbH og Enskilda Secu- rities um iántöku með skulda- bréfaútgáfu á Evrópumark- aði. Lántakan er alls að fjár- hæð 80 milljónir þýskra marka eða um 3.500 milijónir króna á núverandi gengi. Af hálfu Landsvirkjunar var samningurinn undirritað- ur af Halldóri Jónatanssyni forstjóra. Lánstími er 5 ár og greiðir Landsvirkjun vexti sem miðast við millibanka- vexti á þýskum mörkum í London (DEM Libor) að við- bættu 0,225% vaxtaálagi, eða sem nemur 5,225% p.a. miðað við markaðsaðstæður í dag. Lánsfénu verður varið til almennrar endurfjármögnun- ar eldri lána fyrirtækisins, að því er segir í frétt frá Lands- virkjun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.