Morgunblaðið - 31.08.1994, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 31.08.1994, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Utgjaldahlið fjárlaganna afgreidd Útgjöldin lægri en útgjöld fjárlaga í ár RÍKISSTJÓRNIN afgreiddi á fundi í gærmorgun útgjaldahlið fjárlaganna og var íjármálaráð- herra falið að ganga frá örfáum atriðum sem enn eru ófrágengin í samráði við viðkomandi ráðherra. Tekjuhlið fjárlaganna verður tekin fyrir á næsta fundi ríkisstjómar- innar á þriðjudaginn kemur. Ríkissjóðshallínn innan við níu milljarðar króna Friðrik Sophusson, fjármálaráð- herra, segir að full samstaða sé um það að útgjöldin verði lægri en útgjöld fjárlaga yfirstandandi árs og að ríkissjóðshallinn verði vel innan við níu milljarðar króna eins og stefnt hafi verið að. Út- gjöld samkvæmt ijárlögum í ár eru rétt tæpir 114 milljarðar króna. Þingflokkar ríkisstjómarflokk- anna fjölluðu um útgjaldahlið fjár- laga á fundum á mánudaginn og vom þar gerðar athugasemdir við einstaka þætti á útgjaldahliðinni, sem nefnd fjögurra ráðherra, tveggja frá hvoram stjómarflokk- anna, hafði gert tillögur um og ríkisstjómin samþykkt áður en þær fóra fyrir þingflokkana. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins mættu hugmyndir um hækkun skólagjalda á framhaldsskóla- og háskólastigi andstöðu og sama gildir um tekjutengingu bóta Tryggingastofnunar og var því horfíð frá þessum hugmyndum. Ekki er hins vegar gert ráð fyrir að það verði til þess að auka út- gjöldin heldur verður því mætt með niðurskurði á öðram liðum innan viðkomandi ráðuneyta. Mikilvæg skilaboð „Það er mikil samstaða í báðum þingflokkunum að halda út- gjöldunum í skefjum og láta efna- hagsbatann með tilheyrandi tekjuaaukningu fyrir ríkissjóð koma fram í minni fjárlagahalla. Ég held að þetta séu mikilvæg skilaboð inn í efnahagslífíð um að ríkisstjómin ætli sér að draga úr ijárlagahallanum og það ætti þess vegna að geta haft jákvæð áhrif til dæmis á vextina, sem ríkis- stjómin telur afar mikilvægt að hækki ekki og lækki frekar,“ sagði Friðrik í samtali við Morgunblaðið. Lengdar- met á skák- borðinu SKÁK Jóns Garðars Viðarsson- ar og Jóhanns Hjartarsonar á Skákþingi íslands, sem fram fer í Vestmannaeyjum, fór enn og aftur í bið í gær eftir 167 leiki og 16 stunda tafl. Þá höfðu þeir félagar slegið lengdarmet Helga Ólafssonar og Margeirs Péturs- sonar frá alþjóðlega skákmótinu á Akureyri 1988, en viðureign þeirra þar endaði með jafntefli eftir 163 leiki. Eftir sjöundu umferðina, sem tefld var í gærkvöldi er Hannes Hlífar Stefánsson efstur með 6 vinninga, Sævar Bjarnason vann Jóhann Hjartarson og er með 5 vinninga, Helgi Ólafsson er með 4,5 vinninga og tvær biðskákir, Jóhann Hjartarson er með 4 vinninga og tvær biðskákir og Þröstur Þórhallsson er með 4 vinninga og biðskák. ■ Skákin langa / 35 Óskir útgerðarmanna við úthafsveiðar Lægra olíuverð Morgunblaðið/Kristinn Útför Eiríks Kristóferssonar ÚTFÖR Eiríks Kristóferssonar fyrrverandi skipherra var gerð frá Hallgrímskirkju í gær. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson jarðsöng, organisti var Hörður Askelsson, Kristinn Sigmundsson söng ein- söng og félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju sáu um kórsöng. Starfsmenn Landhelgisgæslunnar sem báru kistuna úr kirkju voru Höskuldur Skarphéðinsson, Sigurður Steinar Ketilsson, Páll Halldórsson, Halldór Gunnlaugsson, Hjalti Sæmundsson, Benóni Ásgrímsson, Gylfi Geirsson og Halldór Nellet. Rætt við olíufélögin Morgunblaðið/Sigurgeir Sagði Jóhann, að á næstu dögum yrði rætt við olíufélögin um verð á olíu en útgerðarmenn telja að það hafí stigið um of að undanförnu. Þá hafí það verið ósk útgerðar- manna til margra ára að bæta sam- band Siglufjarðarradíós við skip á úthafsveiðum og hefur verið óskað eftir því við Póst og síma að það verði lagfært. Þá telja útgerðar- menn að tryggingaskilmálar séu of þröngt túlkaðir og hefur verið ákveðið að kynna viðhorf útgerðar- innar fyrir tryggingafélögunum. „Þetta eru þau mál sem við verðum að halda utan um í sameiningu," sagði Jóhann. og betri fjarskipti VINNUHÓPUR útgerðarmanna sem stunda úthafsveiðar kom sam- an til síns fyrsta fundar í gær. Að sögn Jóhanns A. Jónssonar framkvæmdastjóra Hraðfrystistöðvar Þórshafnar, var ákveðið að ræða við olífélögin um lækkun olíuverðs, Póst og síma um endur- bætur á olíuskiptum og við tryggingafélögin um tryggingar. Stjórn LIÚ skipaði vinnuhópinn og í honum eiga sæti þeir Jóhann A. Jónsson, Einar Svansson, Gunn- ar Tómasson, Sigurbjörn Svavars- son og Þorsteinn Vilhelmsson. Sagði Jóhann að fjallað hafí ver- ið vítt og breytt um þau hagsmuna- mál er varða úthafsveiðar. „Þetta eru ný og tiltölulega ómótuð mál, þar sem upp koma ýmsir fletir á því hvemig best er að tryggja hags- muni útgerðarinnar," sagði hann. „Farið var yfir þau verkefni sem hægt er að vinna sameiginlega ásamt því að fara yfír réttarstöðuna á þessu svæði.“ Fjármálaráðherra um útboð húsnæðisbréfa þar sem ekkert seldist Vaxtastefnan verður óbreytt ENGIN húsnæðisbréf seldust í útboði Húsnæðisstofnunar í gær og er það fjórða útboðið í röð sem ekkert selst af húsnæðisbréfum. Engin húsnæðisbréf hafa selst frá því í júnímánuði, en eitt útboð fór fram í júlí og þrjú í ágúst. Friðrik Sophusson, fjármálaráðherra, seg- ir að engin ástæða sé til þess fyr- ir ríkisstjórnina að hvika frá þeirri vaxtastefnu sem mótuð var í lok október í fyrra að taka ekki tilboð- um í langtímaverðbréf með ríkis- ábyrgð þar sem ávöxtun væri hærri en 5%. Meðalávöxtun 5,17% í útboðinu í gær vora boðin út bréf til 10, 15 og 20 ára og bárust sjö tilboð frá tveimur aðilum að upphæð 131 milljón króna. I bréf til 20 ára barst eitt tilboð að upp- hæð 9 milljónir króna og var ávöxt- unarkrafan 5,33%. Eitt tilboð að upphæð 9 milljónir barst einnig í bréf til 15 ára og var ávöxtunar- krafan 5,32%. Hins vegar bárast fímm tilboð í húsnæðisbréf til 5 ára samtals að upphæð 113 milljón- ir. Hæsta ávöxtunarkrafan var 5,31%, sú læpta 5,10%, en meðal- ávöxtunin var 5,17%. Ákveðin óvissa rílyandi „Þetta er ekkert sem kemur okkur í sjálfu sér á óvart. Það er viss óvissa sem er ríkjandi ennþá í vaxtamálunum, meðal annars vegna þess að ekki er Ijóst hvem- ig fjárlagaframvarpið lítur út og af ýmsum öðram ástæðum. Þetta mál er til skoðunar þessa dagana og ég á von á því að úr rætist innan tíðar,“ sagði Friðrik Sophus- son í samtali við Morgunblaðið. „Ég tel að það sé ekkert í efna- hagslífínu sem bendir til þess að ástæða sé til að vextir á verð- tryggðum skuldbindingum ríkisins þurfí að hækka. Hins vegar má búast við einhveijum breytingum á óverðtryggðum skammtíma- skuldbindingum, þó ekki væri nema vegna þess að vextir á þeim hafa verið að breytast í nálægum löndum,“ sagði hann ennfremur. Hann sagðist vonast til að þess- ari óvissu yrði eytt á næstunni þegar fjárlagafrumvarpið liti dagsins ljós. Fíkniefni út um bíl- glugga FÍKNIEFNALÖGREGLAN lagði í fyrrakvöld hald á 75 grömm af hassi, 10 grömm af amfetamíni og hálft gramm af kókaíni, sem maður á flótta undan handtöku henti frá sér í Breiðholti. Fíkniefnalögreglan hafði fylgst með ferðum mannsins frá húsi í Austurbænum upp í Breiðholt. Við Suðurfell var manninum gefíð stöðvunar- merki en hann jók þá ferðina og henti frá sér pakka út um glugga bílsins. Lögreglan ákvað að hirða pakkann frekar en manninn, þar sem vitað var hver var á ferð og lögreglan fáliðuð á staðnum. í pakkanum reynd- ust vera 75 grömm af hassi, 10 grömm af amfetamíni og um hálft gramm af kókaíni. Bíll mannsins fannst mann- laus skömmu síðar við Möðra- fell og var fluttur með krana á lögreglustöðina. Bronsafsteypa af Nonna ZONTAKLÚBBUR Akureyrar hefur tekið tilboði Kunst Gi- esserei Plein í Speicher í Þýskalandi um gerð bronsaf- steypu af gifsmóti Nonna- styttu. . Ragnheiður Hansdóttir, for- maður Nonnanefndar Zonta- klúbbsins, sagði, að tilboð hefðu borist frá Bretlandi og fjöldi tilboða frá Þýskalandi. Farið var yfír tilboðin og tekin ákvörðun um að taka tilboði Kunst Giesserei Plein í Speicher, um 100 km frá Köln í Þýskalandi, um gerð bronsaf- steypu fyrir tæpar 1,6 milljón- ir króna. Nonnastyttan er nú í geymslu á vegum Kjarvals- staða. Hún verður líklega send með Helgafellinu til Hamborg- ar 8. september. Samskip gef- ur flutning hennar þangað og heim aftur. Hús fyrir HM úr sögunni BORGARRÁÐ telur rétt að huga að, í samráði við íþrótta- hreyfinguna og fleiri aðila, hvaða rekstrargrundvöllur sé fyrir fjölnota íþróttahús í Laugardal. Hvernig slík bygg- ing yrði fjármögnuð og hvern- ig staðið yrði að framkvæmd- um. í svarbréfí Elrektolux fyrir- tækisins kom fram að það sé reiðubúið til að fjármagna fyr- ir borgina þetta verkefni til dæmis með kaupleigusamn- ingi en hvað rekstur hússins varðaði þá geti fyrirtækið ekki séð um þann þátt málsins. Reykjavíkurborg verði að bera ábyrgð á rekstri og viðhaldi o.fl. Niðurstaða borgarráðs varð því sú að ekki sé grandvöllur fyrir áframhaldandi viðræðum við fyrirtækið og frekari áform um byggingu fjölnota íþrótta- húss á þeim stutta tíma sem til stefnu er sé ekki í myndinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.