Morgunblaðið - 31.08.1994, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 31.08.1994, Blaðsíða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 1994 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens ÆTLAj&U ALÞRBi AÐ KjOMAST DKBOLiNUi OA6, SKETTIR _ * ■_/ íT^ / pu SKILU£ 1 AB> \ ( SOFA EK. / i SVO VER.TV EKKJ \ > AE> TEUFUA SKÖPUH-J ( ACFEieLIÐ/ j V HMM/MW? / ) jJL © JfM PAV9B Tommi og Jenni BREF HL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 691100 • Símbréf 691329 Það sem Magn- úsi sást yfir Frá Halldóri frá Kirkjubóli: ÞÓ LANGT sé um liðið síðan Morgunblaðið birti bréf frá Magn- úsi Skarphéðinssyni sem svar til mín mælist ég til þess að ég fái að birta athugasemd við tilskrif hans. Hér er líka þannig ástatt að leiðrétting mín er í fullu gildi þó gleymt sé það sem á undan fór. Hér er um það að ræða hvort ég hafí nokkra skoðun á orsökum vímuefnaneyslu eða ekki. Magnús bar mig þeim sökum að ég hafí gleymt „grundvallaratr- iðum umræðunnar, hvers vegna tapast hvert stríðið á fætur öðru.“ Þessi ásökun þykir mér ósann- gjörn enda þótt ég viti að seint verða grundvallaratriðin tæmd. Bindindi farsælt Ég hef lengi trúað því að veiga- mikil ástæða vímuefnaneyslu væri óheppileg eða ófullnægjandi lífs- skoðun. Menn væru út úr leiðind- um að leita að einhveiju til hress- ingar og skemmtunar. Nú eru senn 60 ár síðan ég skrifaði þessi orð: „Við förum einskis góðs á mis við það að vera afsláttarlausir bindindismenn, en með því tökum við virkan þátt í velferðarbaráttu þjóðarinnar. í þeirri baráttu getur æskan fundið sér tilgang sem ger- ir lífið þess vert að lifa því.“ Þetta hefur verið grundvöllur viðhorfa minna í áfengismálum alla tíð. Nú eru um það bil 30 ár síðan ég fann í bókaverslun kver á norsku um Viktor Frankl og heim- speki hans. Þar fannst mér ég fá svar við ýmsu sem varðar mann- lega hamingju. Frankl var tauga- og geðsjúkdómalæknir í Vínarborg en var árum saman fangi í Ausc- hwitz og öðlaðist þar mikla lífs- reynslu. Ég komst yfír annað kver þar sem var erindi sern Frankl flutti við háskólann í Osló. Ég hef reynt að kynna boðskap hans, þó í smáu sé, í útvarpi og blöðum hér á landi. Til þess skal nú vitnað: „Viktor Frankl missti allt nema lífíð sjálft í fangabúðunum. Faðir hans og móðir, eiginkona og bróð- ir létu lífíð — öll fjölskylda hans nema ein systir. Það er fróðlegt að vita hvernig á því stóð, að hon- um fannst þrátt fyrir allt að lífið væri þess vert að lifa því. Trúin á lífið Niðurstaðan af reynslu Frankls og athugunum er í stuttu máli sú að mestu skiptir að maðurinn fínni einhvem tilgang og þýðingu með lífí sínu og fínni til ábyrgðar. Öll viðleitni hans í þá átt að hjálpa mönnum að endurheimta og varð- veita andlega heilbrigði og lífs- gleði beinist að því að vekja ábyrgðartilfínningu þeirra og láta þá fínna tilgang með lífi sínu. Þetta telur hann nauðsynlegt, því að missi maður trúna á lífíð og tilgang þess og tapi ábyrgðartil- fínningu er lífsmáttur hans brotinn niður." Önnur tilvitnun: „Það gengur yfír menn og þjóð- ir eins og plága að efast um til- gang lífsins. Fyrsta einkenni þess eru leið- indi. Þá skilst það sem Schopen- hauer segir, að mannkynið sé dæmt til að sveiflast milli skorts og leiðinda. Leiðindin eru meira vandamál á Vesturlöndum en skorturinn. Að minnsta kosti reyna þau meira á taugalæknana. Þau vandamál vaxa eftir því sem frítími fólks lengist, því að það eru svo sorglega margir sem ekki vita hvað þeir eiga að gera við tóm- stundirnar. Þetta er böl aldarinnar. Afbrot unglinga og ofdrykkja, sem nú hefur vaxið hröðum skrefum víða um lönd, eiga sínar orsakir í þessu. Og lífsleiðinn, sem stafar af til- gangsleysi og trúleysi, brýst fram í ýmiskonar öfgum, svo sem gengdarlausri ásókn í peninga, völd og nautnir." Takmark og ábyrgð heitir grein sem ég skrifaði í jólablað Isfirð- inga 1968. Niðurlagsorð hennar eru þessi: „ég held að íslenska þjóðin ynni stærstan sigur í baráttunni við ógæfu sína og vandamál ef hún reyndi að notfæra sér lífsspeki Viktors Frankls og ala sig og börn sín upp í þeirri ábyrgðartilfínningu sem kallar menn til baráttu og starfa af heilum huga og lífi og sál.“ Betri menn - betri heilsa Ef Magnús Skarphéðinsson vildi lesa bók mína í dvalarheimi, en þaðan eru allar þessar tilvitnanir, þá held ég að hann hlyti að sjá að orð hans um hvað vanti í um- ræðuna af minni hálfu eru sleggju- dómar sem lítið vit er í. Þar í bók er sitthvað fleira að fínna til fyllri skýringar á málunum. Ég enda þennan pistil með því að endurtaka niðurlagsorð úr grein sem Morgunblaðið birti fyrir míg á síðasta ári. Þar eru tekin nokkur brýnustu verkefni íslenskr- ar bindindishreyfingar: „Að fræða um vímuefni, þar á meðal, að áfengi er vímuefni og hver áhætta er að venjast því. Að fræða um þjóðhagslegar af- leiðingar áfengisneyslu á Islandi og vekja umhugsun og umræður. Að breyta samkvæmislífí í land- inu svo að fækki sem mest þeim tækifærum sem notuð eru til neyslu áfengis. Að ná til barna og unglinga sem leiðandi afls í félagsmálum við margskonar þroskandi viðfangs- efni og áhugamál. Að glæða þann lífsskilning að menn og mannlíf séu hér á þroska- braut þar sem markmiðið er þrosk- aðri og farsælli menn og betri og fegurri heimur. Þannig mun birta yfír þjóðlífinu. Hér er sú stefnuskrá sem gefur markmið og tilgang og fylkir til farsællar sóknar." HALLDÓR KRISTJÁNSSON frá Kirkjubóli, Leifsgötu 6, Rvík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.