Morgunblaðið - 31.08.1994, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 31.08.1994, Blaðsíða 1
64 SÍÐUR B/C STOFNAÐ 1913 196. TBL. 82. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 1994 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Síðustu hersveitir Rússa frá Þýskalandi og Eystrasaltsríkjum Jeltsín lofar vináttu Rússa og Þjóðverja Berlín, Moskvu. Reuter. BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti kom í gærkvöldi til Berlínar þar sem hann verður viðstaddur hátíðlega kveðjuathöfn í dag en þá yfirgefa síðustu rússnesku hersveitirnar borgina eftir næstum hálfrar aldar veru sovéskra og síðar rússneskra sveita í Þýskalandi. Síðustu rússnesku hermennirnir yfirgefa einnig Eistland og Lettland í kvöld en Litháen er þegar laust við hernámsliðið. Jeltsín sagði við komuna til Berlínar að brott- för hersveitanna ætti sér stað á sögulegum tímamótum. Þær hefðu á sínum tíma átt stóran þátt í sigri bandamanna á heijum Adolfs Iiitlers, lagt grunninn að friði í Evrópu og Jtryggt stöðugleika á tímum kalda stríðsins. Reuter BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti heilsar börnum sem tóku á móti honum með rússneska fána í Berlín. A flugvél forsetans hefur nú verið málað tákn Rússlands keisaranna, tvíhöfðaður örn en hamri og sigð sovétkommúnismans hefur verið útskúfað. Hóta inn- rás á Haítí Kingston. Reuter. FULLTRÚAR Bandaríkjanna og 11 ríkja við Karíbahaf segja að gerð verði innrás ef herforingjastjórnin á Haítí haldi áfram að bjóða örygg- isráði Sameinuðu þjóðanna byrginn með því að sitja sem fastast. Banda- rískur embættismaður segir að 1 innrásarliðinu, sem mun verða und- ir bandarískri stjórn, yrðu allt að 10.000 manns. Yfirlýsingin um innrás var sam- þykkt á fundi ríkjanna á Jamaíka í gær. Beitt verður öllum nauðsyn- legum ráðum til að koma aftur á lýðræði á Haítí en herforingjarnir ráku Jean-Bertrand Aristide, rétt- kjörinn forseta, frá völdum. Hefur síðan ríkt ógnarstjórn í landinu. Árangurslausar viðræður Sendimanni SÞ, Rolf Knutsson, mistókst í síðustu viku að fá herfor- ingjana og stuðningsmenn þeirra til að fara frá en hann ræddi við fulltrúa þeirra í Dóminíska lýðveld- inu, sem á landamæri að Haítí. Flúið frá Kúbu Reuter Forsetinn sagði að nú væri ekki lengur rétt að ræða um sigurvegara og sigraða. „Samskipti Rússa og Þjóðveija byggjast á gagnkvæmri vináttu,“ sagði Jeltsín en fyrir brott- förina frá Moskvu í gær hafði Inter- fax-fréttastofan eftir honum að það hefði orðið til þess að skaða sam- skiptin við Þjóðveija ef Rússar hefðu haldið hersveitum þar lengur. Brottflutningur sovéthersins sál- uga frá austurhluta Þýskalands hófst fyrir ijórum árum. Um var að ræða heimkvaðningu 340.000 manna og brottfiutning gífurlegs magns vopna og annarra hergagna. Er um að ræða einhveija viðamestu liðsflutn- inga sem um getur á friðartímum. Móttaka í Moskvu Tekið verður á móti rússnesku hersveitunum með viðhöfn á Belor- usskí-lestarstöðinni í Moskvu. Þaðan marsérar herliðið eftir Tverskaja- breiðgötunni að Kreml eða sömu leið og Rauði herinn við heimkomuna úr heimsstyijöldinni síðari. í næstu viku verða mikil hátíðar- höld í Berlín er hersveitir banda- manna — Bandaríkjamanna, Frakka og Breta — yfirgefa Berlín en þær vörðu V-Berlín gagnvart sovésku ógninni á dögum Berlínarmúrsins. ■ Frá Eystrasaltsríkjunum/16 Glerbrot í glasinu London. Reuter. BRESKA lögreglan kannar nú mál fyrrverandi lögreglumanns, Johns Gormans, sem segir farir sínar ekki sléttar eftir að hafa fundið að þjónustu hjá British Airways. Að sögn BBC fékk maðurinn, sem var á leið til New York, glas með glerbrotum í. Hann kvartaði og var handtekinn við heimkomuna. Lögreglan sakaði hann um að vera útsendari flug- félagsins Virgin sem hygðist sverta BA. Honum var þó sleppt. Nokkru síðar brutust þjófar inn hjá Gorman, lúbörðu hann og stálu sönnunargögnum í málinu. KÚBVERSK hjón búa sig undir að sigla af stað til Flórída frá strönd í grennd við Cojimar. Bandaríska strandgæslan bjóst við því að flóttamannastraumur- inn ykist á ný í nótt, en slæmt veður hefur heft för fólksins um nokkurt skeið. Málgagn komm- únistaflokksins á Kúbu, Granma, sagði í gær, að kominn væri tími til þess að Bandarikja- stjórn sýndi velvilja og sveigjan- leika gagnvart Kúbu þannig að sambúð nágrannarikjanna tveggja gæti orðið eðlileg. Full- trúar ríkjannn hefja viðræður um flóttamannavandann í vik- unni. Samningar við frska lýðveldisherinn Mótmælendur vara við borg- arastyijöld Belfast. Reuter. HERSKÁIR mótmælendur á Norður-írlandi brugðust í gær ókvæða við fréttum um að írski lýðveldisherinn (IRA) kynni að lýsa yfír vopnahléi til að greiða fyrir viðræðum við bresku stjórnina. Mótmælendurnir sögðu að slíkar samningaumleitanir myndu ekki leiða til friðar, heldur þvert á móti til blóðugrar borgarastyijaldar. Heimildarmenn innan IRA sögðu að herinn myndi að öllum líkindum gefa út yfírlýsingu um vopnahlé á næstu dögum, jafnvel í dag, til að greiða fyrir samninga- viðræðum við bresku stjórnina um framtíð N-írlands. Frelsisfylking Ulsters (UFF), hreyfing öfga- manna úr röðum mótmælenda, sagði að slíkar friðarumleitanir væru „uppskrift að borgarastyij- öld“. „Varnaraðgerðir" Heimildarmennirnir innan IRA sögðu að herinn myndi að öllum líkindum ekki falla algjörlega frá valdbeitingu, heldur áskilja sér rétt til „varnaraðgerða“ gegn dauða- sveitum mótmælenda sem beijast fyrir áframhaldandi yfírráðum Breta yfir Norður-írlandi. Norður-írar óttast að friðarum- leitanirnar leiði til blóðugra átaka eins og á sjöunda og áttunda ára- tugnum. Þegar IRA lýsti yfír vopnahléi fyrir 19 árum til að greiða fyrir viðræðum við Breta hófu dauðasveitir mótmælenda miklar ofbeldisaðgerðir gegn kaþólikkum á Norður-írlandi. ■ Bretar útiloka tilslakanir/17 Hvatning Rússa Serbíu verði umbunað Sarajevo, Moskvu. Reuter. ANDREJ Kozyrev, utanríkis- ráðherra Rússlands, átelur Vesturveldin fyrir að bregðast of seint við þeirri ákvörðun Serbíu að styðja friðaráætlun fimmveldanna í Bosníu. Kozyrev vill að þegar verði slakað nokkuð á viðskipta- þvingunum Sameinuðu þjóð- anna gegn landinu. Vesturveldin hafa krafist þess að Serbar leyfi alþjóðleg- um eftirlitsmönnum að fylgj- ast með því hvort viðskipta- banni Serbíustjórnar á þjóð- bræðurna í Bosníu, sem hafna friðaráætluninni, sé fram- fyigt. ■ Leiðari/24

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.