Morgunblaðið - 31.08.1994, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 31.08.1994, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 1994 MINNIIMGAR MORGUNBLAÐIÐ + Sigurður Örn Hjálmtýsson fæddist í Reykjavík 28. maí 1918. Hann • lést á Landspítalan- um 20. ágúst síðast- liðinn. Hann var fjórði í röðinni af átta börnum hjón- anna Lusinde Fransiske Vilhelm- ine Hansen, f. 13. mars 1890, d. 17. júní 1966, og Hjálmtýs Sigurðs- sonar, f. 14. apríl 1878, d. 5. júlí 1956. Systkini Sigurðar eru: María Gyða, f. 29. september 1913, d. 1. febrúar 1991, gift Vil- hjálmi Heiðdal og eignuðust þau fimm börn. Ludvig, f. 17. október 1914, d. 24. júní 1990, kvæntur Kristjönu Pétursdótt- ur, d. 27. desember 1992, eign- uðust þau tvö börn. Asta, f. 26. mars 1917, gift Guðmundi Sig- urðssyni. Eiga þau tvo syni. Gunnar, f. 16. febrúar 1920, ókvæntur og barnlaus. Ásdís, f. 23. júlí 1921, gift John A. Callaghan, eiga þau þrjú börn. Jóhanna, f. 30. september 1924, gift Axel Thorarensen, eiga þau tvö börn. Hjálmtýr, f. 5. júlí 1933, kvæntur Margréti Matthíasdóttur, eiga þau sjö börn. 17. desember 1949 kvæntist Sigurður eftirlifandi KVADDUR er í dag hjartkær tengdafaðir og góður vinur, Sigurð- ur Orn Hjálmtýsson. Á kveðjustund ,koma upp í hugann minningar lið- inna ára. Eg var aðeins 18 ára gamall þegar ég fiutti inn á heim- ili Ernu og Sigga þar sem mér var tekið opnum örmum. Á þessum árum eru lífsskoðanir manns í mótun og áttu samvistir mínar við þau eftir að eiga drjúgan þátt í þeirri lífsstefnu sem ég tók þegar fram liðu stundir. Hvatning Sigga og bjartsýni höfðu sterk áhrif á mig þegar ákvarðanir eða framkvæmdir stóðu fyrir dyrum. Aldrei man ég til þess að Siggi hafi sagt við mig að eitt- hvað væri ekki hægt eða ófram- kvæmanlegt. Handlagni hans og hjálpsemi var einstök og var hann alltaf boðinn og búinn til að hjálpa mér og koma með góð ráð. Þegar ég var að gera upp húsið okkar Völu var áhugi hans svo mikill að síðustu vikuna sem hann lifði spurði hann mig hvernig hellurnar sem ég var að leggja í garðinum kæmu út, hvort þær væru ekki flottar. Hugur hans var alltaf hjá eigin- konu, börnum og fjölskyldum þeirra og var að hans áliti ekkert of gott fyrir fólkið hans. Að ferðast með Sigga var fróð- legt og skemmtilegt því hann hafði svo víða farið. Ferðalög voru eitt af hans áhugamálum og naut hann þess, ásamt Ernu, nú seinni ár að vera á Spáni í sól og sumaryl. Lífsgleði hans og hressileiki var einstakur, að hlusta á Sigga segja frá ferðum til útlanda eða frá at- burðum liðinna ára var óborgan- legt. Hann trúði á það góða í öll- um, aldrei heyrði ég hann leggja illt orð til nokkurs manns. Eg vil þakka góðmennsku, vin- skap og umhyggju við mig. Minn- ingin um einstakan tengdaföður, vin, afa og langafa barna og barna- barna minna mun fylgja mér um ókomin ár. Blessuð sé minning Sigurðar 'Arnar Hjálmtýssonar. Friðbjörn. Þegar ég minnist elskulegs tengdaföðurs míns er mér efst í huga þakklæti. Þakklæti fyrir að hafa fengið að vera samferða hon- um sl. 10 ár, því manni eins og eiginkonu sinni, Ernu Geirlaugu Árnadóttur Mathi- esen, skrifstofu- manni, f. 12. apríl 1928. Erna er dóttir hjónanna Svölu Einarsdóttur hús- móður og Árna Mathiesen lyfja- fræðings og versl- unarmanns, f. 27. júlí 1903, d. 8. apríl 1946. Erna og Sig- urður eignuðust fjögur börn: Árni Matthías, f. 21. maí 1950, kvæntur Eygló Hauks- dóttur, eiga þau Sigurð Örn og Ernu Geirlaugu. Valgerður, f. 5. nóvember 1953, gift Frið- birni Björnssyni, eiga þau Luc- indu Svövu, Theódóru, Ólafíu og tvö barnabörn. Hjálmtýr, f. 1. desember 1956, í sambýli með Helgu G. Guðmundsdótt- ur, eiga þau Daníel Guðmund. Hrafnhildur, f. 4. febrúar 1960, gift Lárusi Bjarnasyni, eiga þau Svövu og Árna Geir. Sig- urður vann sem atvinnubíl- stjóri frá 1935-1950. Var hann meðal stofnenda Sendibíla- stöðvarinnar Þrastar 1954. Sig- urður vann að verslunarstörf- um og nú síðast sem lager- stjóri í Steypustöðinni hf. Utför Sigurðar fer fram frá Garða- kirkju í dag. Sigga kynnist maður ekki nema einu sinni um ævina. Siggi var í mínum huga mikill maður, maður sem kunni svo margt. Hann kunni að sýna ástúð og umhyggju og ást hans og um- hyggja fyrir börnum sínum fjórum, Árna, Völu, Hjalla og Hrafnhildi, eiginkonu sinni, Ernu, og öllum afa- og tengdabörnunum gekk út yfir allt, velferð þeirra gekk fyrir hans eigin heilsu enda búum við að slíkri umhyggju alla ævi. Siggi fékk í vöggugjöf mikla kímnigáfu og létta lund, hann gat alltaf sett hlutina þannig upp, að hægt var að hlæja að þeim og hon- um var ekkert heilagt í þeim efn- um, oft var hlegið í gegnum tárin í hans miklu veikindum. Siggi var mikill hagleiksmaður og margar eru hugmyndirnar sem eftir hann liggja. Hann átti sína eigin smiðju úti í bílskúr, þar sem honum leið best allt fram í andlát- ið. Hann var alltaf að búa eitthvað til, oftast fyrir börnin sín eða barnabörn, og alltaf gat afi lagað ef eitthvað bilaði. Heimili þeirra Ernu ber honum og þeiin báðum gott vitni, því fallegra og hlýlegra hreiður en í Fannafoldinni hef ég ekki komið í. Hann Siggi lét aldrei bugast, hann hélt alltaf áfram og mér líður aldrei úr minni dugnaður hans og kjarkur eftir að honum dapfaðist sjónin, þá framdi hann hverja hetjudáðina af annarri og maður sat eftir fullur aðdáunar. Ég lærði, svo margt af honum Sigga, hans stóri faðmur stóð mér alltaf opinn, alveg frá upphafi, og lífsspeki hans var sú að við ættum öll að vera góð hvert við annað. Elsku Siggi minn, nú er þinni hetjulegu baráttu lokið og þú farinn í friði. Ég veit að nú líður þér vel, elsku karlinn minn, ég mun aldrei gleyma þér eða því veganesti sem þú útbjóst fyrir mig og mína. Hafðu þökk fyrir allt og alit. Elsku Erna, Arni, Vala, Hjalli og Hrafnhildur, guð gefi ykkur styrk í ykkar miklu sorg, minning- in um elsku pabba okkar allra lifir. Ykkar einlæg Helga. Ég vil minnast tengdaföður míns, Sigurðar Arnar Hjálmtýsson- ar, með nokkrum orðum. Engan mann hefi ég þekkt bjart- sýnni og búinn meira þolgæði en Sigurð. Hann gafst aldrei upp þótt á móti blési. Skipti og engu máli hvernig hag hans sjálfs var komið. Alltaf sagði hann: „Allt það besta.“ Sigurður hafði séð tímana tvenna. Hann var í sveit í Sviðnum á Breiðafirði á æskuárunum. Hann hafði áhuga á að verða flugmaður í frumbernsku flugsins og má segja að sú löngun hans lýsi öllum hans þankagangi og framsýni. Ýmsar hugmyndir fékk Sigurður um nýj- ungar á ýmsum sviðum, sem ekki fengu hljómgrunn þeirra sem rneð völdin fóru á hveijum tíma, er síð- ar urðu vinsælar meðal almenn- ings. Skorti þá oft á að hann fengi þann stuðning sem þurft hefði til að hrinda í framkvæmd hans hjart- ans máium, enda maður með af- brigðum stórhuga. Á sviði fjölskyldumála var Sig- urður klettur, sem alltaf mátti reiða sig á. Hann var ætíð reiðubúinn að leggja manni lið á öllum sviðum og var gott að ganga í smiðju til hans um ýmsa hluti. Hann var sérstaklega fróður um margt og er mér það minnisstætt að einhverju sinni er fjölskyldan fór í spurningaleik sat hann hjá, en átti alltaf rétta svarið í fórum sín- um, þegar aðrir götuðu. Þá var hann hafsjór af sögum og sagði einstaklega skemmtilega frá enda var hann maður sigldur og hafði víða komið. Mátti merkja það af frásögnum hans að hann hafði ein- staka athyglisgáfu, sem pú er fátítt. Sigurðar er sárt saknað af eigin- konu hans, Ernu Á. Mathiesen, og börnum hans, tengdabörnum, barnabörnum og barnabarnabörn- um, enda reyndist hann einstakur eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi. Við sem eftir lifum huggum okk- ur við að Sigurður er nú i góðum höndum og segjum: „Jesús, bróðir vor og frelsari. Þú þekkir dánar- heiminn. Fylgdu vini vorum, þegar vér getum ekki fylgst með honum lengur. Miskunnsami faðir, tak á móti honum. Heilagi andi, huggar- inn, vertu með oss. Amen.“ Lárus Bjarnason. Mágur minn, Sigurður Örn Hjálmtýsson, er genginn. Síðasti spölurinn reyndist honum erfiður en meðfæddur léttleiki hans kom sér vel og vék til hliðar í huga hans því sem við blasti og hann vissi að ekki varð umflúið. Við fyrstu kynni okkar Sigurðar tókst með okkur vinátta, sem aldr- ei bar skugga á. Hvað sem gekk á, hvernig sem vindar blésu, var hjá honum ávallt að mæta velvilja, hlýleika og bjartsýni. Virtist manni flestar leiðir lokaðar hafði Sigurður ævinlega sínar hugmyndir að lausnum til þess að greiða úr vand- ræðunum. Stundum gat hann verið ofar skýjum, en oftar réð hugmynd- unum mikill hagleiki hans og snilld- ar handbragð. Glaðværð er eiginleiki sem ekki er öllum gefinri. Sigurður var ein- mitt gæddur þessum eiginleika í ríkum mæli. Hann var ávallt hrók- ur alls fagnaðar þar sem hann var enda átti hann til slíkra að telja. Hvergi var þó glaðværð hans meiri en með fjölskyldunni þar sem börn- in fjögur voru honum mikill gleði- gjafi. Hann fylgdist vel með þeim og fjölskyldum þeirra og liafði ástæðu til þess, með konu sinni, að gleðjast yfir velgengni þeirra. Að leiðarlokum kveður fjölskylda mín Sigurð og við þökkum honum samfylgdina. Við biðjum honum Guðs blessunar og sendum Ernu, systur minni, og börnunum og fjöl- skyldum þeirra samúðarkveðjur. Matthías Á. Mathiesen. Ég hefi þekkt marga háa sál, ég hefi lært bækur og tungumál og setið við lista lindir, en enginn kenndi mér eins og þú hið eilífa og stóra, kraft og trú, né gaf mér svo guðlegar myndir. (Matthías Jochumsson.) Þetta falleg ljóð kemur upp í hugann er við, í dag, kveðjum ást- kæran afa okkar. Afi Siggi var okkur svo mikið, þar sem hann og amma Erna hafa átt svo ríkan þátt í uppvexti okkar. Afi Siggi var ekta afi, hann gaf okkur alla þá ást, kærleika og hvatningu sem nokkur afi getur gefið barnabörnum sínum, minn- ingar æskuára okkar frá sund-, skíða- og sumarbústaðaferðum eru gæddar gleði og hamingju. Afi lét okkur alltaf finna að allt væri gott á líðandi stund og að við ættum það besta eftir. Hann sagði okkur góðar sögur þar sem skemmtilegar frásagnir hans af fróðleik og fólki fyrri tíma fengu okkur oft til að veltast um af hlátri. Hann afi Siggi var handlaginn og ber bílskúrinn hans þess merki, allt fullt af snyrtilega röðuðum verkfærum. í bílskúrnum hans afa töfruðust fram vönduðustu kassa- bílar, lítil lyklahús og margt margt fleira og ef eitthvað bilaði hjá okk- ur var afi fljótur að gera við. Allt- af var hægt að leita til afa. Nú, þegar afi okkar kveður, vilj- um við þakka honum yndislegar og ógleymanlegar samverustundir sem í minningunni munu fylgja okkur sem ljós í gegnum lífið. Söknuðurinn er sár. Guð geymi elsku afa og styrki ömmu Ernu í hennar miklu sorg. Guð blessi minningu afa Sigga. Erna, Theódóra, Svava, Ólafía, Árni Geir og Daníel. Okkur langar að minnast afa okkar með nokkrum orðum. Það sem okkur langar að skrifa um hann myndi duga í heila bók. Fýrsta árið okkar bjuggum við hjá afa og ömmu í Silfurtúni. Allt- af var afi okkur til aðstoðar, ástin og umhyggjan sem hann gaf okkur var svo mikil að hún hefði dugað fyrir fjölda barna. Alltaf sá hann það góða í öllum. Þegar við gerðum eitthvað af okk- ur þá sagði hann: „Ekki skamma þau, þau eru svo góð.“ Hann fylgd- ist svo vel með okkur öll okkar uppvaxtarár. Ef okkur leið illa þá kom hann okkur til að líða vel. Hrósið vantaði ekki. Hann sagði alltaf: „Þið eruð svo klár, þið eruð svo dugleg, þið getið allt.“ Það var alltaf svo gott að heimsækja hann, þá var mikið hlegið og öll fórum við ánægð heim. Elsku afa er sárt saknað, en við vitum að hann er hjá okkur í anda til að halda utan um okkur í blíðu og stríðu. Elsku amma, guð veri með þér og styrki á sorgarstund. Sofðu lengi, sofðu rótt, seint mun best að vakna. Mæðan kenna mun þér fljótt, meðan hallar degi skjótt, að mennimir elska, missa, gráta og sakna. (Jóhann Siguijónsson.) Lucinda Svava og Sigurður Örn. Sigurður Örn Hjálmtýsson, föð- urbróðir minn, var borinn og barn- fæddur Reykvíkingur. Hann var fjórði í röð átta systkina, en tvö þau elstu eru nú látin. María Gyða og Ludvik Leopold, faðir minn. Sig- urður ólst upp við gott atlæti í for- eldrahúsum. Hjálmtýr, faðir hans, sem ættaður var frá Stokkseyri og úr Skaftafellssýslu, stundaði lengst af verslunarrekstur og viðskipti í Reykjavík, en var einnig kunnur fyrir áhuga sinn á leiklist og var ágætur söngmaður. Lucinda var ákaflega glaðlynd kona og áhuga- söm um matargerð. I æðum hennar rann danskt blóð, en hún átti m.a. ættir að rekja til Daniels Bernhöft bakara, sem var langafi hennar. Á æskuheimili Sigurðar ríkti einstök glaðværð. Þar var mikið hlegið, sagðar sögur og hent gaman að því sem skoplegt var. Þá heyrðust hlátrasköllin oft langt út á götu SIGURÐUR ORN HJÁLMTÝSSON og er svo enn þegar Hjálmtýssystk- inin og afkomendur þeirra koma saman. Sigurður sýndi snemma að hann hafði erft glaðlyndi móður sinnar í rikum mæli. Fáa menn hef ég þekkt sem áttu jafn auðvelt með að koma öðrum til að hlæja og hann. Með stuttri sögu, augnagot- um eða hvellum hlátri gat hann fengið verstu fýlupoka til að hlæja dátt og hafði hann gert á hlut ein- hvers var það fljótt jafnað með glensi og gamni. Líklega hefur hún Lucinda, amma mín, stundum átt erfitt með að hemja þennan uppá- tektarsama ijörkálf ungan. Sigurð- ur átti heldur ekki langt að sækja áhuga sinn á viðskiptum. Eftir að hafa starfað í allmörg ár sem bif- reiðastjóri, m.a. hjá Steindóri og hjá Landleiðum, setti hann á stofn fyrirtæki og verslaði með bíla og bílavarahluti. Um tíma átti hann töluverð viðskipti í Þýskalandi, en þangað fór hann iðulega í við- skiptaerindum, stundum með fátt annað en einstaka persónutöfra sína og bjartsýni í farteskinu. Víst er að þeir eiginleikar gerðu oft betur en að bæta það upp sem á vantaði með þýska tungu og form- fasta viðskiptahætti. Eftir að ferli hans í viðskiptum lauk starfaði hann sem lagermður eins lengi og heilsan framast leyfði. Sigurður var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Unnur Baldvinsdótt- ir en þau slitu samvistir. Síðari kona hans, Erna Mathiesen, lifir mann sinn ásamt fjórum börnum þeirra, þeim Árna, Valgerði, Hjálmtý og Hrafnhildi. Að leiðarlokum er margs að minnast og margt að þakka. Nú ber hæst þá stund sem ég átti með Sigga frænda mínum daginn áður en hann dó. Því miður náði ég ekki að þakka honum ræktarsemina og tryggðina sem hann sýndi móður minni og okkur systkinum eftir að faðir minn dó. Hann var hress og gerði að gamni sínu, en mér duld- ist þó ekki að hann var farinn að kröftum eftir erfið veikindi og vissi vel að hveiju dró. Ég á þá von að hann fái þökkina goldna á himnum. Pétur Lúðvígsson. Sigurður Hjálmtýsson féll frá á sama tíma og jarðbyltingar skutu Hvergerðingum skelk í bringu, nú fyrir skömmu. .Það eru kannski ekki beint tengsl þar á milli, en líkt og þegar jörðin byrstir sig og við efumst um staðfestu hennar minna hræringar lífsins á hverfulleika þess. Ég hélt að tíminn myndi gefa fleiri fundi með hinum óborganlega Sigurði og Ernu frænku. Svo verð- ur ekki. Lífsskáldinu er þorrinn andinn, Sigurður spinnur ekki framar. „Engar sögur“, svo vitnað sé Megas. Sigurði var gefinn í vöggugjöf einstakur persónuleiki sem málaði heim foreidra og síðar okkar frændsystkina fleiri litum, fegurri og skarpari, en margur. Þær upp- lifanir munu búa með okkur svo lengi sem við lifum. Orð eru lítils megnug þegar ást- vinir hverfa okkur sjónum, en ljóð Hannesar Péturssonar minnir okk- ur á að minningu þeirra munum við ætíð geyma í hjarta okkar. Sem dropi tindrandi tæki sig út úr regni hætti við að falla héldist í loftinu kyrr - þannig fer unaðssömum augnablikum hins liðna. Þau taka sig út úr tímanum og ljóma kyrrstæð, meðan hrynur gegnum hjartað stund eftir stund. (Hannes Pétursson.) Elsku Erna, frændur og frænk- ur, okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Ólafur Tr. Mathiesen og Ingibjörg Harðardóttir, San Francisco.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.