Morgunblaðið - 31.08.1994, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 31.08.1994, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 1994 15 Reyfarakjör á miðum til Baltimore FLUGLEIÐIR bjóða nú sértilboð á ferðum til Baltimore, sem gefur þeim sem ferðast á þessari leið vestur um haf tveir og tveir saman fram til 9. desember kost á fargjaldi sem er frá 21.200 krónum eftir skilmálum mið- ans. Þetta eru sennilega ódýrustu ferðir til Bandaríkjanna frá upphafi. Áhugi Islendinga á sértilboðinu er greinilega mikill og hafa símar í sölu- deild hringt látlaust frá því klukkan átta í morgun. Þegar starfsfólk sölu- skrifstofunnar á Hótel Esju opnaði skrifstofuna í morgun hafði þegar myndast töluverð röð fyrir utan. Rétt fyrir klukkan 10 í morgun höfðu 230 farþegar verið bókaðir til Baltimore á sértilboðinu. Félagið býður takmarkaðan fjölda sæta til Baltimore nú í haust á þessum kjörum fyrir farþega sem bóka og greiða miða á tímabilinu frá 29. ág- úst til 18. september og ferðast á tíma- bilinu frá 1. október til 9. desember. Þeir fá tvo farseðla fyrir verð á einum á meðan sæti endast. Tilboðið gildir fyrir öll skráð fargjöld að undanskildu Helgarpexi ef bókað er fram og til- baka. Símon Pálsson, svæðisstjóri á ís- landi, segir að félagið vilji gefa ís- lendingum kost á að njóta þessara kjara á tíma þegar mest er til af óseldum sætum. „Við erum að fikra okkur inn á nýjar brautir á markað- inum hér með því að lækka verðið á takmörkuðum fjölda sæta. Með þessu vonumst við til að örva markaðinn og fá nýja farþega til ferðalaga. Þetta eru örugglega ódýrustu ferðir sem boðist hafa til Bandaríkjanna fyrr og síðar,“ segir Símon Pálsson. Hafnar- gangan HAFNARGÖNGUHÓPURINN heldur áfram göngu sinni með strönd Kollafjarðar í kvöld, mið- vikudag 31. ágúst. Farið er frá tjaldbúðunum á Miðbakka kl. 20 og síðan með SVR upp í Grafarvog. Gengið niður í Gufu- nes og með ströndinni inn í Gorvík. Almenningsvagnar teknir til baka við Vesturlands- veg. Allir eru velkomnir. MOBIRA FARSIMI FYLGIR SONATA Næstu daga bjóðum við nokkra Hyundai Sonata, 5 gíra, ásamt vönduðum Mobira farsíma að andvirði 85.000 kr. með ísetningu. Hafið samband við sólumenn okkar og nýtið ykkur þetta einstaka tækifæri. HYunom ...til framtídar Vevð 1.598, OOO ki: MOBIRA TALKMAN 720 farsíminn sameinar vel kosti aflmikils bílasíma og burðarsíma sem vegur aðeins 1,4 kg. Mjög auðvelt er að taka símann úr bílnum og nota hann t.d. í sumar- bústaðnum, bátnum eða sem burðarsíma. |f- Hátaeknihf. Ármúla 26,128 Reykjavík sími 91-885000 5 gíra 2000 cc - 139 hestöfl Vökva- og veltistýri Rafdrifnar rúður og speglar Samlæsing Styrktarbitar í hurðum Útvarp, segulband og 4 hátalarar Opið laugardaga 10-14 ÍIiíMííN .40. ARMÚLA13 • SÍMI: 68 12 00 • BEINN SÍMI: 3 12 36 UTSOLULOK - UTSOLULOK Peysur á kn 1.500 2.500 3.500 Buxur ú kr. 1.000-2.500 (—-^ Jahkarákn 1.500 - 2.500 - 3.500 Kjúlar ú kr. 500 * 1.500 >enellon BnHrúkn 500 -1.000 Skyrtur ú kr. 1.000 - 2.000 Laugavegi 97 M 9408

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.