Morgunblaðið - 08.09.1994, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1994 11
LANDIÐ
Klébergs-
skóli nú ein-
setinn
KLÉBERGSSKÓLI á Kjalarnesi var
settur 3. september. Skóladagur
yngri nemenda verður lengdur og
skólinn samfelldur og einsetinn þar
sem allir nemendur eru jafn lengi
í skólanum, frá kl. 8.30-14.30.
Klébergsskóli hefur nú 114 nem-
endur í 1. til 10. bekk grunnskóla.
Hann hefur verið einsetinn um
nokkurra ára skeið en yngri nem-
endum skólans hefur verið ekið
heim um hádegi. Við þessa breyt-
ingu verður aukin kennsla yngri
nemenda og fá þeir nú kennslu í
dansi og blokkflautuleik auk verk-
greina, íþrótta og bóklegra greina.
Þá hefur einnig verið stofnaður
Tónlistarskólinn á Klébergi sem
rekinn er í mjög nánu samstarfi við
grunnskólann. Reiknað er með að
í tónlistarskólanum verði um 55
nemendur í vetur. Kjalarneshreppur
hefur um margra ára skeið haft
samstarf við Tónlistarskóla Mos-
fellsbæjar. íbúum hefur nú fjölgað
nokkuð í Kjalarneshreppi og þótti
því svara kostnaði að Kjalarnes-
hreppur stæði sjálfur að rekstri tón-
listarskóla.
Á næstum vikum verður tekin í
notkun ný og glæsileg íþróttamið-
stöð á Klébergi.
------♦ ♦ ♦-----
Lagfæringar
á kirkjugarð-
inum á Stað
Trékyllisvík - Undanfarnar vikur
hafa staðið yfir framkvæmdir við
kirkjugarðinn á Stað í Staðarhreppi
í Vestur-Húnavatnssýslu.
Að sögn Bjarna Ásgeirssonar,
skrúðgarðyrkjumeistara, hefur garð-
urinn verið stækkaður um 500 fm
og er hann nú 2.000 fm að stærð.
Hann var jafnaður út, leiði og leg-
steinar lagfærðir, lagðir göngustígar
og garðurinn girtur. Næsta vor
stendur svo til að setja í hann lýs-
ingu og gróður.
Framkvæmdir hófust í júlí og lýk-
ur í september. Breytingarnar voru
hannaðar af Guðmundi Rafni Sig-
urðssyni, landslagsarkitekt _og um-
sjónarmanni kirkjugarða á íslandi.
Morgunblaðið/Aðalheiður Högnadóttir
SIGURÐUR Blöndal fyrrv. skógræktarsljóri gekk um gróðrar-
stöðina með afmælisgestunum og fræddi þá um starfsemina og
árangur ræktunarstarfsins.
FORSETA íslands, frú Vigdísi Finnbogadóttur, voru afhentar
fimm trjáplöntur til eignar. Indriði Indriðason forstöðumaður
er með henni á myndinni.
Gróðrarstöðin á Tumastöðum 50 ára
Stærsti atvinnu-
rekandi í Fljóts-
hlíðarhreppi
Hellu - Haldið var upp á 50 ára
afmæli gróðrarstöðvar Skógræktar
ríkisins á Tumastöðum í Fljótshlíð
sl. sunnudag, en hún var einmitt
stofnsett lýðveldisárið 1944. Skóg-
ræktin keypti jörðina til þess að
stofna þar gróðrarstöð, er leysa
skyldi af hólmi litla gróðrarstöð í
Múlakoti. Skógræktarstjóri á þeim
tíma var Hákon Bjarnason, sem af
mikilli framsýni og atorku ýtti þessu
stórvirki úr vör, en með fulltingi
Landgræðslusjóðs var hægt að heíja
framkvæmdir á Tumastöðum.
Mýrin ræst fram
í ársskýrslu Skógræktarinnar
1944 segir Hákon: „Jörðin Tuma-
staðir var keypt til þess að komið
yrði á fót stórri gróðrarstöð fyrir
tijáplöntur. Lega Iandsins undir slíka
stöð er svo góð, að erfitt mun að
finna annan jafngóðán stað til upp-
eldis tijáplantna. Þar er mjög skjól-
sælt, landið er slétt og hallar því lít-
ið eitt til suðurs og vesturs."
Svæðið sem Hákon lýsti svo var
mýri. Það þurfti að ræsa hana fram,
vinna rækilega og bera í hana áburð
og sand. Árið 1944 og 1945 voru
grafnir 2,3 km af opnum skurðum,
2,9 km af hnausalokræsum eins og
þá tíðkaðist og 3,4 km af kílræsum.
Sumarið 1948 var svæðið plægt og
síðan herfað hálfsmánaðarlega og
áburður borinn í reitinn. Á árunum
1948-1952 var ekið um 700 bílhlöss-
um af sandi í reitinn til þess að létta
jarðveginn. Byggingarframkvæmdir
hófust. 1946 og stóðu yfir næstu ár-
in, auk vegagerðar og vatnsveitu.
Upphaf ræktunar
Árið 1947 var í fyrsta sinn sáð I
gróðurhús í stöðinni 15 kg af sitka-
grenifræi, ennfremur álmi og gull-
regni. Árið 1949 er sáð í gróðurhús-
ið þremur kvæmum af sitkagreni,
alls 16,6 kg. Þá er einnig sáð undir
gler ýmsum tijátegundum og einnig
í beð án glers. Þetta ár er fyrsta
dreifplötun tveggja ára fræplantna,
95 þúsund plöntur. Fyrstu græðling-
unum er stungið þetta ár, 12 þúsund
stk. Árið 1950 eru svo dreifsettar
592.500 plöntur, þar af 500.000
sitkagreni.
Áföll og varnir gegn þeim
Erfiðleikar komu í ljós, sem leiddu
til verulegra áfalla í ræktuninni.
Holklaki olli vanhöldum, skjólleysi
var bagalegt í ofsafengnum SA-veð-
rum á vetrum og vor- og haustfrost
gátu valdið toppskemmdum.
Oll sáning var færð í vermireiti,
lögð reiðingstorf milli plönturaða í
dreifbeðum og skjólgrindur reistar
meðfram þeim.
Á þessum tíma var Garðar Jónsson
skógarvörður á Tumastöðum og var
honum og Hákoni Bjarnasyni ljós
nauðsyn þess að koma upp þéttriðnu
skjólbeltaneti um græðireitinn og
innan hans. 1948-1954 voru gróður-
sett þau skjólbelti sem talin voru
nauðsynleg og voru þau aðallega úr
birki. Ræktun skjólbelta hélt áfram
með hléum allt til 1979 og er lengd
þeirra nú samtals um 4,5 km, eitt
þéttriðnasta og hávaxnasta skjólbelti
á íslandi. Hefur þetta gerbreytt
ræktunaraðstöðu á Tumastöðum til
hins betra og örugglega átt góðan
þátt í að þurrka mýrina.
Plöntuframleiðslan
Reynsla fyrstu 15-20 áranna
kenndi starfsfólkinu á Tumastöðum
smám saman hvernig bregðast skyldi
við hinum ýmsu vandamálum í rækt-
uninni. Með breyttum ræktunarað-
ferðum, bættum húsa- og tækjakosti
hefur stöðin vaxið og dafnað. Af-
hending plantna úr stöðinni hófst
1950, en frá þeim tíma til 1993 hef-
ur stöðin samtals afhent rúmlega tíu
milljón plöntur sem gróðursettar
hafa verið á Suður- og Vesturlandi,
mest skógarplöntur og garð- og
skjólbeltaplöntur, en einnig dreifp-
löntur til annarra stöðva.
9,5 ársverk í stöðinni
í dag er gróðrarstöðin stærsti at-
vinnurekandi í Fljótshlíðarhreppi, en
föst störf eru þar fimm auk fjórtán
vor- og sumarstarfsmanna. Heild-
arfiatarmál nýttra uppeldisreita er
sjö hektarar og heildarflatarmál
gróðurhúsa eru tæpir tvö þúsund
fermetrar. Alls eru framleiddar 28
tegundir skógarplantna, um 100 teg-
undir garð- og skjólbeltaplantna, en
206 tegundir tijáa og runna vaxa á
svæðinu. Skógarvörður og forstöðu-
maður gróðrarstöðvarinnar er Indriði
Indriðason.
Afmælisins minnst
Á sunnudaginn var afmælið haldið
hátíðlegt með því að starfsemi stöðv-
arinnar var kynnt gestum með stuttu
ávarpi Sigurðar Blöndals fyrrverandi
skógræktarstjóra. Til sýnis voru
gömul og ný ræktunaráhöld, tæki
og búnaður sem notaður hefur verið
á Tumastöðum frá upphafi ræktun-
arstarfsins. Að því loknu voru for-
seta íslands, frú Vigdísi Finnboga-
dóttur, afhentar fimm tijáplöntur til
eignar, en hún var heiðursgestur
samkomunnar. Var henni sérstak-
lega þakkað hið mikla starf sem hún
hefur lagt tijárækt á íslandi til. Gest-
ir gengu um stöðina í fylgd forstöðu-
manns og Sigurðar Blöndals, en hann
útskýrði og sagði frá því sem fyrir
augu bar á sviði vinnsluaðferða,
tækja, skjólbeltaræktunar, kvæmat-
ilrauna o.fl. Skoðunarferðinni lauk í
svokölluðum Lýðveldislundi sem
gróðursettur var 1944 með 700
sitkagreniplöntum ættuðum frá Al-
aska, en hæstu tré í honum eru yfir
ellefu metra há. Samkomunni lauk
með því að gestum var boðið til kaffi-
samsætis í Félagsheimilinu Hvolnum
á Hvolsvelli, en við það tækifæri
voru gróðrarstöðinni færðar kveðjur
og gjafir, m.a. kr. 500.000.- frá
Skeljungi sem notast skal til að
byggja upp tegundasafn og að opna
skóginn frekar almenningi, en nk.
laugardag verður einmitt opið hús
hjá Skógræktinni á Tumastöðum.
Morgunblaðið/Davíð Pétursson
MYNDIN er tekin í kirkjunni, f.v. sr. Agnes M. Sigurðardóttir,
Gyða Bergþórsdóttir, organisti, sr. Jón Einarsson, sr. Valgeir
Ástvaldsson, Guðmundur Stefánsson, fyrrverandi bóndi á Fitj-
um, og Stefán Stefánsson, fyrrverandi bóndi á Fitjum.
250 manns í hátíðar-
messu á Fitjum
Skorradal - Um 250 manns tóku
þátt í hátíðarmessu á Fitjum í
Skorradal í tilefni þess að endur-
bygging kirkjunnar er lokið.
Prófasturinn, sr. Jón Einarsson
í Saurbæ, sóknarpresturinn, sr.
Agnes Sigurðardóttir, og sr. Val-
geir Ástvaldsson voru við guðsþjón-
ustuna en organisti var frú Gyða
Bergþórsdóttir, Efri-Hreppi. Félag-
ar úr Karlakór Reykjavíkur sungu
bæði við messuna og eftir að veit-
ingar höfðu verið þegnar, en verk-
færaskemman á Fitjum var notuð
fyrir kirkjugesti. Við messusönginn
aðstoðuðu einnig nokkrar konur úr
Kirkjukór Selfoss.
Þór Magnússon, þjóðminjavörð-
ur, flutti erindi um kirkjustaðinn
Fitjar og færði síðan kirkjunni að
gjöf ljósmynd af hinum nafntogaða
Fitjakaleik, sem er frá um 1200 og
varðveittur er í Þjóðminjasafninu.
Að síðustu stjórnaði Hannes
Baldursson fjöldasöng í hinni hátíð-
arbúnu verkfæraskemmu. Kvenfé-
lagið 19. júní aðstoðaði heimafólk
við veitingar.
Þrep
Frágangur:
Alno-eldhúsinnréttingar. Eldavél með
glerhelluborði og blástursofni. Fataskápar
frá Eldhúsi og baði hf. Kahrs eikar-parket á
gólfum. Flísar á baði frá Flísabúðinni.
Sérhver íbúð er sérhönnuð. Engar tvær
eins. í hverri íbúð er sérþvottahús með
vaski. Öll sameign fullfrágengin á sérlega
vandaðan hátt.
Byggingaraðili:
Atli Éiríksson sf.
ofar
Vorum að fá í einka-
sölu stigahúsið
FLETTURIMA 6
Nú er húsið nr. 6 komið í sölu.
í húsinu eru stórglæsilegar 3ja og
4ra herbergja fullbúnar nýjar íbúðir.
Verð:
3ja herb. fullbúin íbúð án stæðis í bíla-
húsi kr. 7.500.000 og 7.900.000.
4ra herb. fullbúin íbúð með stæði í bíla-
húsi kr. 9.400.000 og 9.550.000.
Afhending: Við gerð kaupsamnings.
Þjónusta: í næsta nágrenni verður stór
verslunarmiðstöð, skóli, dagheimili og “
leikskóli.
FJÁRFESTING
FASTEIGNASALAP
62 42 50
BORGARTÚNI 31
Lögfr.: Pétur Þ. SigurOsson. Sölum.: Hilmar Óskarsson. Steinþór Olatsson