Morgunblaðið - 04.11.1994, Síða 26

Morgunblaðið - 04.11.1994, Síða 26
26 FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ +- AÐSENDAR GREINAR Smábömin svikin - Hvenær koma gefnu loforðin? FYRIR löngu, löngu síðan, þegar allar göt- ur hér í borg voru sundurgrafnar vegna hitaveitulagningar var okkur -á unga aldri sagt að þegar búið væri að koma öllum leiðslum fyrir og ganga frá götum fengjum við heitt vatn ókeypis í hús okkar, því það ætti bara að borga beinan kostnað. Auðvitað var þetta eitt af því sem við mistúlk- uðum — eða var því kannske logið að borg- arbúum? Þetta var löngu áður en þú fædd- ist, löngu áður en dagheimili eða leikskólar hófu starfsemi sína að ráði. En þeir sem vilja vita er ljóst að aldrei hefur hluti barna komist inn á svokallaðan biðlista bamáhjá þeim sem nú hafa og Jiafa haft yfírstjóm þeirra mála hér í borg. í dag, á fögmm haustmorgni meira að segja sunnudagsmorgni, les ég í Morgunblaðinu „Salómóns- dóm“ þinn: „Byrjað verður að leysa vanda 3 ára bama og eldri.“ Og áfram segir þú í smágrein inni í blaðinu að í ljós hafí komið að for- eldrar sém nú hafí hálfsdagsvist vilji fá heilsdagsvist. (Að vísu var verið að auglýsa eftir svömm við könnuninni í allan dag.) Þetta er verra en með hitaveituna forðum - öll fengum við hitaveitu, hvar sem við vomm í þjóðfélagsstig- anum. Ekki var grisjað úr þannig að aðeins ógiftir, flestir námsmenn úr ákveðnum skólum fengju hita- veitu. Hér hefur öllu dagvistarkerf- inu verið stjómað af stjórn Dagvist- ar bama og starfsfólki þess. Og strax við fyrstu símhringingu kem- ur sían í ljós. Símastúlkunum er sjálfsagt kennt að gefa ekki sam- bánd við neinn, sé sá sem hringir giftur feða í sambúð. Fáir tímar era á viku til viðræðna við umsækjend- ur við þá/þær sem hafa innritun fyrir ógifta, einstæða eða skólafólk að gera - og nú hefst það sem gengur undir heitinu sjálfsbjörgun- arátak foreldra. „Við látum ekki vita að bið búum saman!“ Því þau fá enga lausn, ekki alúðlegt afsvar einu sinni, allir þeir sem em í ýms- um vandkvæðum og verða að vinna utan heimilis. Var ekki R-listinn með einhver loforð, Ingibjörg Sólrún? Þú eyði- lagðir sunnudagsskap margra í dag, þú eyðilagðir trú á loforð R-listans( þú eyðilagðir vonir ótal margra ungra foreldra! Á R-listanum var nafn Péturs Jónssonar (og hann náði kjöri) sem áður starfaði og hörkustjórnaði dagheimilum ríkis- spítalanna. Hann veit að í viðlaga- sjóðshúsi í Vatnsmýrinni starfar ' dagheimili fyrir börn starfsfólks ríkisspítalanna, í íbúðarhúsum í Hlíðunum eru a.m.k. 2 hús nýtt þannig, annað leikskóli, hitt skóla- dagheimili. Og hann veit líka að böm starfsmanna á Kópavogshæli Elín Torfadóttir fengu inni í gömlum sumarbústað yfírlæknis hælisins. Á Vífilsstöð- um er rekið skóladag- heimili í íbúðarhúsi gegnt Vífílsstöðum. Ég talaði við föður bams þar fyrir fíóram dögum. Ekki kvartaði sá. Spurðu Pétur Jóns- son, Ingibjörg Sólrún! Og eitt enn. Fyrsta skóladagheimili í Reykjavík var starf- rækt í húsi við Lindar- götu, þar sem áður hafði verið Vélsmiðja Björgvins Fredriksen og á hann þakkir skildar að leigja húsnæði sitt, en þetta vill af ein- hveijum ástæðum gleymast í sög- unni. í dag eru margir leikvellir mis- jafnlega nýttir í hverfunum. Er ekki hugsanlegur möguleiki að byggja þar létt, ódýr hús, sem ekki kosta 100 milljónir? Alla vega er einn hér í Fremristekk 14, þar 3em aldrei er neitt barn. Af hveiju at- hugar þú það mál ekki betur, Ingi- björg Sólrún, eða þitt meðreiðar- fólk? Dagmæðrakerfið er að hluta und- ir eftirliti Dagvistar bama og marg- ar reynast fádæma góðar börnum og hafa leyst vanda margra - en vist hjá þeim kostar því miður allt of mikið. Getur þú ekki látið endur- greiða foreldmm eitthvem hluta þessarar greiðslu svo þeir þurfí ekki að greiða þrefaldan kostnað a.m.k. við gæslu bama sinna miðað við leikskóla? Dagmæður opna heimili sín, taka ekki orlof eða veik- indadaga, svo þær þurfa að tryggja Var R-listinn ekki með einhver loforð, spyr Elín Torfadóttir borgar- stjóranri og vill fá svör um dagvistarmál. sér þessa þætti o.fl. En láttu Árna athuga hve mikið starf þær leggja af mörkum og hafa gert og fínnið svo lausn til þess að hægt sé að njóta þeirra starfskrafta og velvild- ar áfram. Slagorð Sjálfstæðisflokksins 1987: „Báknin burt!“ kemur mér í hug, þegar ég sé allt skrifstofuliðið á Tryggvagötunni. „Fagfólk" eins og það heitir. Á þessu ári og síð- ustu 2-3 ámm hafa fyrstu fóstr- umar sem hafa unnið allt frá 1948 verið áð kveðja kært lífsstarf sitt - þær fá ekki gullúr eða annað til að minnast góðs starfs frá yfír- mönnum - alla vega sjaldnast. En viku eftir viku er Dagvist barna að auglýsa eftir starfsfólki. Hvemig hefur R-listinn hugsað sér að leysa þann vanda? Það kallar á aðra blaðagrein. Ingibjörg Sólrún, hver segir að leikskóli þurfí að kosta 100 milljón- ir í byggingu? og ekki nóg með 100 milljónir, heldur er talað um 20 bala og 40 bala leikskóla, þessa með flötu þökunum. Þar fór mikill peningur í viðgerðir. „Raindrops keep falling on my head.“ Sennilega er Dagvist bama í Reykjavík hug- myndasnauðasta rekstrarstofnun hérlendis, þetta er staðnað apparat, hugmyndasnautt og úrræðalaust. Ég vann einu sinni á leikskóla í Kaupmannahöfn - hann var stað- settur á neðstu hæð í fjölbýlishúsi. Þarna ríkti yndislegt andrúmsloft - ekki síst við íbúa hússins. Þetta var ekki 100 milljóna króna leikskóli. Gaman væri að spyijast fyrir um allar ferðir forystumanna leikskóla með tilheyrandi dagpeningum og ferðakostnaði. Var þeim aldrei sýnt neitt annað en dýmstu lausn í hús- næðismálum leikskóla? í gegnum langa starfsævi hef ég kynnst of mörgum foreldmm, sem því miður hafa glatað dýrmætum hluta af lífshamingju sinni vegna ofþrælkunar og fá ekki fyrr en hjónabandið hefur sundrast vegna erfíðleikanna áheym eða von um vist fyrir börn sín - já, þá em þau einstæð. Og mörg hjón hef ég séð sjá eftir íbúðum sínum eða eignum sem þau em að reyna að eignast með því að vinna bæði utan heimil- is, en þau koma ekki börnum sínum til nauðsynlegrar vistunar. En sem betur fer minnist ég ótal foreldra og barna sem ég hef starfað með og hafa fengið að koma inn á leik- skóla. Ég hef nefnilega starfað á svo mörgum stöðum og hef reynslu og þekkingu - ég hef starfað með öllum aldursflokkum leikskóla, dag- heimila, á vöggustofu, upptöku- heimilum, með bömum á sjúkra- húsi, úti á landsbyggðinni, við stuðning í grunnskóla og erlendis. Ég. hef menntað mig látlaust og haldið mér vakandi í starfí mínu. Ég sé böm sem ég gætti komin í tölu góðra borgara í öllum stéttum þjóðfélagsins, í háum embættum mörg hver. Bestu meðmælin fínnst mér ég hafa fengið er „bömin“ komu og báðu mig fyrir sín börn. En getur þetta fólk og margt annað ekki lagt þessu máli lið, þar sem það virðist vera fyrirmunað að fá lausn hjá því fólki sem hefur starf við að leysa þetta erfíða mál smá- barna foreldra? Þá kemur að þess- um biðlista, fólk almennt virðist líta á hann sem eitthvert náttúmlögmál - ég er ekki tilbúin að skrifa upp á algjöran forgang fólks í vissum skólum staðsettum í Reykjavík í viðbót við böm einstæðra foreldra - þó ekkert sé fjarri mér en að ráðast gegn nokkrum foreldrum eða bömum þeirra. En margt hefur verið rangt á þessum biðlista og er enn. Og þar kemur fleira en eitt til. „Boðskapur" þinn í dag gerði mig reiða og svartsýna á tilveru R-listans og gengi hans. Þú segir líka: „Þetta var ekki efst á stefnu- skránni.“ Á það að hjálpa foreldmn- um í vetur - eða börnunum? Ingibjörg Sólrún! Ráð mitt er: Fáðu í lið með þér eitthvert rösk- leika og góðvilja fólk, sem þekkir myrkviði borgarlífs smábarnafor- eldra og er utan Dagvistar barna til að finna nýjar lausnir - annað en að byggja 100 milljóna króna minnisvarða arkitekta! Þetta mál er enn þá hjá þér sem ómerkilegt yfirklór og sæmir ekki þeim sem ætlar að vera borgarstjóri í Reykja- vík. Með þessum yfirlýsingum í dag, 30. október, tapaðir þú trausti mörg hundruð smábarnaforeldra, sem settu þig í borgarstjórn m.a. vegna loforða ykkar í þessum mála- flokki. Ég trúi ekki að þú hættir störfum, svo breyttu snarlega um stefnu, því annars rennur borgar- stjóratíð þín ög R-listans út að kjör- tímabilinu loknu við lítinn orðstír. Ef þú svarar þessari stuttu at- hugasemd minni eitthvað, þá bið ég þess eins, að þú svarir málefna- lega og með minni hroka og yfír- læti en foreldrar hafa lent í til að komast á skrá. Sýndu að þú og R-listinn eigið skilið það traust sem ykkur var sýnt! Höfundur er leiksk ólakennari. 86 milljarða fortíðarvandi ONOTUÐ rekstr- artöp vora samkvæmt álagningu á árinu 1994 86 milljarðar króna og höfðu þá hækkað um 20 millj- arða króna á síðustu tveimur ámm. Hér er um að ræða fortíðar- vanda fyrirtækja sem verður framtíðarvandi skattgreiðenda í land- , inu. Slík rekstrartöp hafa meðal annars ver- ið nýtt af vel stæðúm fyrirtækjum sem kaupa til sín illa stödd eða gjaldþrota fyrir- tæki fyrir óveruiegar Þessi rekstrartop nýta fyrirtækin síðan til frádráttar hagnaði og draga þannig úr skattgreiðslum sínum til samfélagsins. Annað snýr að heimilum í landinu, sem em með skuldir langt umfram eignir. Þau hafa enga moguleika til að draga taprekstur heimilanna frá skattgreiðslum sínum eða að fá Jóhanna Sigurðardóttir fjárhæðir. ast í sams skuldir sínar af- skrifaðar eins og fyrir- tækin. Töp auglýst til sölu Með lögum nr. 85/1991 var heimild félaga sem sameinast til að nýta sér rekstr- artap takmörkuð nokkuð. Meðal annars var gert að skilyrði að félög, sam sameinuð- ust, störfuðu í skyld- um atvinnurekstri og jafnframt að allt yfir- fært tap hefði mynd- konar rekstri og það félag sem við tæki hefði með hönd- um. Fljótlega kom í ljós að menn fundu ýmsar leiðir til að fara fram hjá ákvæðinu, t.d. með því að láta það félag, sem tapið hafði mynd- ast í, halda áfram rekstri en ekki félagið með hagnaðinn eins og ákvæðið gerir ráð fyrir. Þá hefur einnig allnokkuð borið á því að í Á Alþingi hef ég lagt fram frumvarp sem fel- ur í sér að heimildir fyr- irtækja til að nýta sér rekstrartöp verði mjög þrengdar, segir Jóhanna Sigurðar- dóttir. stað þess að sameinast, hafi félög, sem Sýna mikinn hagnað, keypt nægilega stóran hlut til að öðlast yfírráð í félögum sem átt hafa uppsafnað tap. Síðan hefur til- gangi síðarnefnda félagsins verið breytt og yfírtökufélagið þannig í raun getað nýtt sér hið uppsafnaða tap, þótt um alls óskyldan rekstur hafí verið að ræða. Svo langt er gengið að þessi töp eru auglýst til sölu. Heimildir þrengdar Á Alþingi hef ég lagt fram frum- varp sem felur í sér að heimildir fyrirtækja til að nýta sér rekstr- artöp verði mjög þrengdar. Lögð er til sú breyting á iögum um tekju- skatt og eignarskatt að heimild fyrirtækis til að nýta sér rekstr- artap nái aðeins þtjú ár aftur í tím- ann í stað fimm ára eins og reglan er í dag. Su breyting mun draga veralega úr ónotuðum rekstrartöp- um í framtíðinni. Einnig er gert ráð fyrir að fyrirtækjum verði ekki lengur heimilt að kaupa upp rekstrartap annarra fyrirtækja með því að sameinast þeim. Áð auki er lagt til að sett verði í lögin ný ákvæði um yfírtöku þannig að skattyfírvöld geti neitað um frá- drátt vegna rekstrartaps, ef þeim þykir ljóst að meginmarkmiðið með yfirtöku hafi verið að komast hjá skattgreiðslum. Höfundur er aJþinfrismaður, Prófkiör siálfstæðismanna Revkianesi X Kjósum Árna Ragnar Árnason í 2.-3. sæti Traustur fulltrúi okkar á Alþingi Helstu baráttumál Árna á þingi: [7] Jafn atkvæðisréttur allra landsmanna [7] Öflug neytendavitund og frjáls samkeppni [7] Aukin umhverfisvernd [7] Aukin atvinnutækifæri [7] Nýting íslenskra auðlinda og íslensks vinnuafls

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.