Morgunblaðið - 13.11.1994, Síða 10
10 SUNNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
Bágborín staða margra íslenskra bama
verður að mati sérfræðinga og foreldra sem
Krístín Maija Baldursdóttir ræddi við,
helst rakin til rofínna tilfínningatengsla við
uppalendur, sem oft skapast vegna vinnu-
álags, lífsgæðakapphlaups og skilnaða.
OFBELDISMYNDIR í sjón-
varpi og á myndböndum
eru af mörgum taldar ein
ástæðan fyrir auknu of-
beldi meðal íslenskra
bama og unglinga. Ef lit-
ið er til rannsókna sem
gerðar hafa verið þar að
lútandi bendir margt til
að þau taki sér ofbeldisatriði kvik-
mynda til fyrirmyndar. En hvers
vegna sækja böm sér fyrirmyndimar
í sjónvarpið? Eru þau öll foreldra-
laus? Búa þau öll ein? Ofbeldi er
heldur ekki það eina sem þjóðin
hefur vaxandi áhyggjur af þegar
böm og unglingar eru annars vegar.
Lyklabörn, há slysatíðni meðal ís-
lenskra bama, mikil ölvun unglinga,
lauslæti og agavandamái em ekki
síður áhyggjuefni. Er það hugsan-
legt að sjónvarpsglápið með tilheyr-
andi kennslu í ofbeldi sé flótti frá
öðrum veruleika?
Hver er staða íslenskra barna og
unglinga á okkar dögum?
A flestum íslenskum heimilum eru
báðir foreldrar útivinnandi og því
hefja börn líf sitt í þessu landi með
eilífu flandri milli leikskóla og dag-
mæðra. Þótt yngstu börnin séu í
gæslu framan af eiga 60% slysa sem
verða á bömum á aldrinum 0-4 ára
sér stað inni á heimilinum. Slysat-
íðni íslenskra bama er ógnvænleg
og sú hæsta á Norðurlöndum. Sam-
kvæmt upplýsingum Herdísar L.
Storgaard hjá Slysavamafélagi ís-
lands, þarf fjórða hvert íslenskt barn
að fara árlega til læknis vegna slysa,
en í Svíþjóð til dæmis er það átt-
unda hvert barn.
„Aðgæsla barna er lítil hér miðað
við það sem gerist í nágrannalönd-
um,“ segir Herdís. „Hér hrósa menn
sér fyrir það hversu frj áls börnin
eru. I raun eru þau afskipt og mér
dettur oft í hug orð prófessors nokk-
urs við Harvardháskóla sem sagði,
að fijálsræði gæti fljótlega farið yfir
í það að vera vanræksla."
Þegar skólagangan hefst í kring-
um sex ára aldur verða tímamót í
lífi margra barna því þá eiga þau
að sjá um sig sjálf sem fullorðin
væru. Helmingur allra átta ára
barna í Reykjavík er án umsjár full-
orðins einhvern hluta vikunnar og
fjórðungur sex ára bama.
Sum börn, eða 36,8%, eru í reiðu-
leysi allt upp í 30 klukkustundir á
viku. Þetta kom fram í lokaritgerð
tveggja kennaranema, þeirra Hrann-
ar Pálmadóttur og Jóhönnu Rúts-
dóttur, fyrir tveimur ámm, en þær
höfðu áður gert viðamikla könnun á
högum yngstu skólabarnanna. Það
sem vakti mesta furðu Hrannar og
Jóhönnu var hversu ánægðir foreldr-
ar vom þó yfírleitt. „Við óttumst að
það sé orðin almenn samþykkt í þjóð-
félaginu að börn séu orðin fullorðin
átta ára gömul og geti því bjargað
sér sjálf."
Einnig kom fram að sum börnin
em ekki einu sinni svo „heppin" að
fá lykil um hálsinn svo þau komist
inn til sín til að matast, heldur fái
þau plastpoka með nesti í sem þau
híma með úti.
Kennsla í miðbænum
Þegar bömin, sem enginn hefur
tíma til að sinna, verða eldri leggja
þau leið sína um helgar niður í
miðbæ Reykjavíkur og þar em þau
yfirleitt á bilinu frá 2.500 til 5.000.
Hvergi nokkurs staðar í Evrópu og
þótt víðar væri leitað þekkist það
að börn og unglingar frá 13 ára
aldri og ef til vill yngri hópist saman
á næturna í miðbæ borgar sinnar.
Stórbrotin náttúra landsins vekur
ekki lengur mesta athygli útlendinga
sem hingað koma, heldur ungling-
arnir í miðbænum. Hvernig er eigin-
lega uppeldi barna háttað hér, spyija
þeir.
Foreldrar sem leyfa börnum sín-
um á gmnnskólaaldri að fara niður
í miðbæ um helgar hafa sumir sagt
að þessi grey geri ekkert af sér, þau
séu aðeins að skoða.
En hvað er það sem þessi grey
eru að skoða?
Á hveiju ári þarf lögreglan í
Reykjavík að handtaka um það bil
1.000 unglinga í miðbænum fyrir
ölvun, handalögmál, líkamsárásir og
skemmdarverk.
Það er ýmislegt fleira sem hægt
er að skoða í þessu sambandi. í
skýrslu lögreglunnar um afbrot
barna og unglinga í Reykjavík árin
1992 og 1993 kemur eftirfarandi í
ljós:
Börn og unglingar undir 18 ára
aldri vom kærð eða grunuð um
1.670 brot á þessum tveimur árum,
þar af vom piltarnir 1.367 og stúlk-
urnar 303. Afbrotin voru meðal ann-
ars hnupl, ölvun á almannafæri,
eignaspjöll, þjófnaðir, innbrot, lík-
amsárásir og fíkniefnamál.
Ofbeldisverkum hefur fjölgað og
þau verða sífellt alvarlegri. Þótt
stúlkur séu í minnihluta hefur það
vakið athygli lögreglunnar hversu
hátt hlutfall 13 og 14 ára stúlkna
er þegar afbrotin em annars vegar.
I miðbænum um helgar fer því
engin sautjándajúnískemmtun fram,
heldur bein kennsla í notkun áfeng-
is, tóbaks og fíkniefna og sýni-
kennsla í afbrotum.
Lauslæti
Lyklabörn og afbrotaunglingar
eru ekki það eina sem íslenska þjóð-
in hefur fram til þessa lokað augum
fyrir. Hér á landi er ekki óalgengt
að unglingar eignist börn. Þungun-
artíðni stúlkna er langtum hærri hér
en í nágrannalöndum. Lifandi fædd
börn á hvetjar 1.000 kpnur 15-19
ára eru 26-30 á ári á íslandi, en í
Svíþjóð 12, Noregi 16, Finnlandi 12
og Danmörku 9,5.
Með þessar tölur í huga ætti eng-
um að dyljast að fijálst kynlíf við-
gengst meðal unglinga á íslandi.
Hjá flestum þjóðum heims telst slíkt
hins vegar til lauslætis.
Þótt engar tölur séu til um öll þau
agavandamál barna og unglinga sem
eru á heimilum og í skólum lands-
ins, er þjóðinni líklega fullkunnugt
um flest þeirra. Agaleysið kemur
ekki eingöngu fram í ofbeldi og ein-
elti, heldur líka í framkomu ís-
lenskra barna sem oft er lýst sem
frekju, yfirgangi og vankunnáttu
hvað snertir almenna mannasiði.
Hver er skýringin á þessari stöðu
íslenskra barna og unglinga? Hvað
er að gerast á íslenskum heimilum?
Tilfinningatengsl
Þeir sem vinna mikið með börnum
og unglingum í starfi sínu og eru
auk þess sjálfir foreldrar, eru flestir
sammála um að ástæðan fyrir of-
beldi og agaleysi sé ekki eingöngu
sjónvarpi og tölvuleikjum að kenna.
Skýringar liggi dýpra.
Valgerður Baldursdóttir, barna-
og unglingageðlæknir, segir að
leggja þurfi meiri áherslu á stærsta
ahrifaþáttinn í lífi ungra barna sem
er fjölskyldan og mikilvægi þeirra
djúpu og jákvæðu tilfinningatengsla
sem barn þarfnist til að þroskast í
heilbrigðan einstakling.
„Börn eru fyrst og fremst tilfinn-
ingaverur og þurfa mikið öryggi og
stöðugleika í sínu daglega lífi ásamt
góðum tengslum við að minnsta
kosti annað foreldrið. Þetta þykja
ef til vill sjálfsagðir hlutir, en við
þurfum að taka til skoðunar við
hvaða aðstæður börn búa hér á landi.
Við vitum að börn sem koma frá
fjölskyldum sem eru undir álagi
vegna veikinda, fjárhagsörðugleika,
vímuefnamisnotkunar, tíðra flutn-
inga og fleira, sýna fremur óæski-
lega hegðun en önnur börn. Ofbeldi
í fjölskyldunni og harkaleg viðhorf
og viðbrögð gagnvart barninu eru
mun algengari hjá börnum sem
snemma sýna árásargjarna hegðun
en öðrum. Árásargjörn hegðun kem-
ur þó yfirleitt ekki fram ein sér,
heldur oftast samfara samskipta-
vanda við jafnaldra og erfiðleikum
í námi. Þessi hegðun er mjög líkleg
til að verða viðvarandi hluti af hegð-
unarmynstri einstaklingsins og hef-
ur tilhneigingu til að versna með
tímanum."
Séra Ólafur Jóhannsson sóknar-
prestur í Laugameskirkju telur að
meginskýringin á bágum aðstæðum
íslenskra barna sé sú, hversu lítill
tími er til að rækta tilfinningaleg
tengsl í samskiptum foreldra og í
samskiptum foreldra við börnin.
„Þjóðfélagið ýtir undir það að ein-
staklingar innan íjölskyldunnar lifi
aðskildu lífi, og ég held að bestu
forvarnimar væru þær, að þjóðfélag-
ið legði meiri áherslu á mikilvægi
fjölskyldunnar og á samskipti innan
hennar. Hjá fjölskyldunni fá börnin
þá hlýju, innrætingu og gildi sem
þau fá hvergi annars staðar. Ég
held að ekkert komi í staðinn fyrir
gott heimili.“
„Menn tala um barnavandamál,
en í raun er hér um foreldravanda-
mál að ráeða,“ segir séra Vigfús Þór
Árnason, sóknarprestur í Grafar-
vogskirkju, en tekur það fram að
það eigi þó ekki við um alla for-
eldra. „Það er samtalsleysið sem
ógnar fjölskyldunni. Yfirleitt er mik-
ið vinnuálag á foreldrum og þau því
lítið heima, en við það bætist oft að
þegar einhver er heima þá er ekki
verið að ræða saman. Þetta á ekki
aðeins við um börn og foreldra held-
ur líka hjónin. Sjónvarpið leikur
þarna stórt hlutverk, ekki eingöngu
ofbeldismyndir heldur það hversu
mikinn tíma sjónvarpið tekur frá
fólki. Þögn ríkir auðvitað meðan all-
ir horfa og hlusta. í gamla daga
hlustaði kannski fjölskyldan öll sam-
an á útvarpssöguna en hún tók að-
eins um fjörutíu mínútur og á eftir
ræddi fjölskyldan gjarna saman um
efni hennar. Það sem fjölskylduna
skortir núna er samveran."
Vinnuálag
Valgerður segir að ekki sé hægt
að benda á fjölskylduna sem söku-
dólg. „Margir samverkandi þættir
koma þarna inn í myndina, eins og
til dæmis mikill fjárhagsvandi heim-
ila, skortur á dagvistarplássum,
langur vinnudagur foreldra og stutt-
ur skóladagur barna, svo eitthvað
sé nefnt. Allt þetta leiðir af sér stöð-
ugar áhyggjur, streitu og jafnvel
langvarandi depurð og hjálparleysi
foreldra. Við vitum að allt of mörg
börn eru meira og minna á eigin
vegum, þó að foreldrar yfirhöfuð
reyni að gera eins vel við börnin sín
og þeim er kostur. Það má líka benda
á að ef foreldrar hafa áhyggjur af
börnum sínum eða uppeldið er á ein-
hvern hátt erfitt, hafa þeir engan
greiðan aðgang að ráðgjöf og stuðn-
ingi. Skólinn er vanbúinn til að vinna
markvisst með árásargjarna hegðun
eins og einelti og annað ofbeldi.
Ábyrgðin liggur því hjá okkur öllum
og veltur á viljanum til að hlúa að
góðu mannlífi. 1 Noregi til að mynda
er smábarnafjölskyldan þjóðfélags-
hópur sem viðurkennt er að sérstak-
lega þurfi að hlúa að. Hér á landi
er þetta hugtak varla til í málinu.“
Vinnuálag er hvergi meira á Norð-
urlöndum en hér samkvæmt könnun
sem Ólafur Ólafsson landlæknir
gerði árið 1989. íslenskir karlar
vinna allt að 15-18 klukkustundum
lengur á viku en karlar á öðrum
Norðurlöndum. íslenskar konur
vinna líka yfirleitt lengur í aðal-