Morgunblaðið - 22.11.1994, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 22.11.1994, Qupperneq 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 22. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eigandi Atlanta að loknum samningum við Félag íslenskra atvinnuflugmanna Endurmat á stöðu fyrir- tækisins nauðsynlegt Skoða möguleika á að sameina félög flugmanna, segir formaður FÍA SAMNINGAR tókust milli flugfé- lagsins Atianta og F’élags íslenskra atvinnuflugmanna aðfaranótt sunnudags og hefur verkfalli fé- lagsins verið aflýst. Arngrímur Jó- hannsson, eigandi Atlanta, segir að það sé léttir að samningur sé í höfn, en hann þurfi að endurmeta viðskiptalega stöðu fyrirtækisins í ljósi hans. Tryggvi Baldursson, for- maður FÍA, segir að niðurstaðan sé ásættanleg fyrir félaga í FÍA og hann muni leggja áherslu á það á næstunni að sameina félög flug- manna. Tryggvi sagði að það sem hefði leyst deiluna að lokum væri að menn hefðu mætt á fundinn um helgina með jákvæðara hugarfari og meiri samningsvilja en áður. Aðalkrafa þeirra um að félagsmenn í FÍA hefðu jafnan rétt til vinnunn- ar á við aðra flugmenn Atlanta að teknu tilliti til verkefnastöðu fé- lagsins og starfsaldurs flugmanna hefði náðst fram. Stéttarfélagið hafi notað þær vinnureglur í sam- bandi við ráðningar og uppsagnir. Það gilti hjá öllum viðsemjendum félagsins, en það sem hefði skekkt þá mynd um tíma hefði verið sú trú sumra að . forgangsréttarákvæðið hefði áhrif á þá vinnureglu. Það myndi ekki gerast. Þokkalega sáttir Hann sagði að þeir væru þokka- lega sáttir með niðurstöðu samning- anna, en það væri auðvitað þannig í samningunum að sjaldnast væri það niðurstaðan að annar aðilinn fengi öllu sínu framgengt. Aðspurð- ur um hvaða lærdóm mætti draga af þessari deilu og því að stofnað hefði verið nýtt stéttarfélag sagði hann að hann þyrfti þess kannski síður en margir aðrir. „Við höfum upplifað þetta í FÍA. Félagið klofn- aði einu sinni og það kom strax í ljós að hagsmunum flugmanna er miklu betur borgið í einu stéttarfé- lagi heldur en fleirum. Ég mun leggja á það áherslu á næstunni að vera í sambandi við forsvarsmenn Fijálsa flugmannafélagsins og skoða mjjguleika á því að sameinast aftur í einu félagi." Hreyfanleikinn að baki Arngrímur Jóhannsson sagði að sá samningur sem gengið hefði ver- ið frá um helgina væri nokkum veginn samhljóða því sem legið hefði fyrir fýrsta daginn. Það hefði verið farið fram á miklu meira í upphafí, en allt frá fyrsta degi hefði legið á borðinu að flugmennimir kæmu inn á sinn stað. Forgangsréttarákvæðið stæði eins og það væri og mennim- ir kæmu inn í sín sæti með leyfl Fijálsa flugmannafélagsins. Amgrímur sagði að það fijálsa umhverfi sem félagið hefði búið við og sá hreyfanleiki sem það hefði haft og fengið mikið lof fyrir væri að baki. Sá möguleiki að geta bmgð- ist við beiðni um flugvél og áhöfn með jafnvel dags fyrirvara í tak- markaðan tíma eins og Atlanta hefði getað gert væri horfínn, en sá mark- aður hefði verið félaginu mjög mikil- vægur á undanfömum ámm. Kerfíð sem væri við lýði hér á landi virkaði ekki í atvinnurekstri eins óg Atlanta hefði stundað. Allt yrði miklu stirð- ara en félagið þyrfti sveigjanleika. „Ég verð að laga mig að breyttu umhverfi héðan í frá. Það liggur í augum uppi að ég verð að endur- skoða alla starfsemina eftir þetta,“ sagði Arngrímur. Varðandi það hvort enn væm uppi fyrirætlanir um að flytja starfsemina út fyrir landsteinana, sagðist hann skoða alla möguleika. Ef hægt væri að koma sér betur fyrir annars staðar væri það ekki heilagt að vera hér- lendis þó hér væri gott að vera. Þetta yrði að meta alfarið á grund- velli viðskiptahagsmuna. Kvennadeild Landspítalans Fleirbur- um fjölgar ÚTLIT er fyrir að fæðingar á kvennadeild Landspitalans verði um 2.900 á árinu eða ríflega 200 færri en árið 1993 þejgar fæðingar voru samtals 3.129. A árinu hefur fleir- bumm fjölgað miðað við liðið ár og hafa þegar fæðst femir þríburar og von er á fleirum fyrir árslok að sögn Guðrúnar Bjargar Sigurbjömsdóttur yfirljósmóður. „Miðað við sama tíma í fyrra hafa fæðst fleiri tvíburar á þessu ári og er það áframhaldandi aukning miðað við fyrri ár,“ sagði Guðrún. „Fjölgun fleirbura tengist góðum árangri í glasafrjóvgun." í tímaritinu Heilbrigðismál, kem- ur fram að á árinu 1993 vom fæð- ingar 4.578 á öllu landinu eða jafn margar og árið 1992. Hins vegar fæddust 4.649 börn. Tvíburar voru 63 og fjórir þríburar. Fæðingardeild- in er með stærri fæðingarstöðum á Norðurlöndum. Um 68% fæðinga á landinu voru á deildinni miðað við 54% fyrir tíu árum. Morgunblaðið/Baldvin Jónsson ÍSLENSKU. landsliðsmennirnir að störfum í eldhúsinu I Lúxemborg í gær. Tæplega fertugur mað- ur lést í umferðarslysi ÞRJÁTÍU og níu ára gamall maður, Sveinn R. Brynjólfsson lést í umferðarslysi skammt norðan AÍcureyrar á laugardag. Siysið varð með þeim hætti að tveir bílar rákust saman á þjóðveginum á móts við bæinn Sólborgar- hói í Glæsibæjar- hreppi, rétt við félágs- heimilið Hlíðarbæ. Öðrum bílnum var ekið í átt frá Akureyri í norður, hann snerist á veginum en mikil hálka var og krapi -4 Sveinn R. Brynjólfsson. Ökumaður hins bílsins slasaðist lítillega. Sveinn var fæddur árið 1955 í Ólafsfirði. Hann var til heimilis að Fögrusíðu 15a á Akureyri. Hann lætur eftir sig eiginkonu og þijú börn. Hann starfaði ötul- lega innan Knatt- spymufélags Akur- eyrar og var í mörg ár í stjórn knatt- spyrnudeildar KA, þar af formaður 1991-’92 og sat í stjórn er hann lést. Hann var fulltrúi þegar slysið átti sér stað. Sveinn ók bílnum sem kom úr gagn- stæðri átt á leið í bæinn. Talið er að hann hafi látist samstundis. KA í Knattspyrnuráði Akureyrar og hafði umsjón með margvíslegri starfsemi innan fé- lagsins. Hann starfaði á skipulags- deild Akureyrarbæjar. Gullverðlaun fyrir heitu réttina ÍSLENSKT landslið í matreiðslu vann til gullverðlauna í gær í al- þjóðlegri matreiðslukeppni sem haldin er i Lúxemborg. Keppnin heitir yCulinary World Cup“ og segir Ulfar Finnbjörnsson, fyrir- liði, að þetta sé í fyrsta skipti sem íslendingar hafi tekið þátt í þess- ari keppni. Alls taka þátt Iið frá 20 löndum og fengu einungis tvær þjóðir gull í gær að sögn Úlfars. Verðlaunin voru fyrir heitan mat en á matseðli landsliðsins, sem í eru fimm matreiðslumeistarar, var humar, hörpuskel, bleikja og rauðspretta á fennelrísottó með laxahrognum og Sambucca-sósu í forrétt, léttsteikt lífrænt ræktað lambafillét með fínt skornu græn- meti, innbökuðum kartöflum og blóðbergssósu í aðalrétt og blá- beijafrauð fjallkonunnar með rabarbarasósu í eftirrétt. Sagði Úlfar í samtali við Morgunblaðið í gær að hráefnið hefðu þeir haft með sér að heiman, bæði kjöt- og fiskmetið, auk smjörs, osts, ijóma og mysu svo eitthvað sé nefnt, og hefði það vakið athygli að „sveita- mennirnir frá íslandi" kynnu að matreiða svo góða rétti úr svo góðu hráefni. Kaldir réttir á morgun Seinni hluti keppninnar fer fram á morgun og verður keppt til úrslita í matreiðslu kaldra rétta. AIIs þurfa þeir að bera fram 60-70 rétti að sögn Úlfars. Hann segir loks að gefin séu verðlaun samkvæmt stigafjölda fyrir kalda rétti líkt og þá heitu og síðan fái það lið, sem flest stig hlýtur sam- anlagt fyrir báða réttina, aðal- verðlaun keppninnar. Forsætis- ráðherra heimsæk- ir Kína DAVÍÐ Oddsson forsætisráð- herra fer í vikunni í opinbera heimsókn til Kína í boði Li Peng forsætisráðherra Kína. Heimsóknin stendur frá 27. nóvember til 3. desember og mun Davíð Oddsson eiga við- ræður við forseta Kína, for- sætisráðherra og varaforsæt- isráðherra sem er jafnfram utanríkisráðherra landsins. Með Davíð verða í förinni eiginkona hans, Ástríður Thorarensen, Ólafur Davíðs- son ráðuneytisstjóri í forsætis- ráðuneyti, Ingvi S. Ingvarsson sendiherra, Eyjólfur Sveinsson aðstoðarmaður forsætisráð- herra, Albert Jónsson deildar- stjóri í forsætisráðuneyti og Páll Siguijónsson formaður Útflutningsráðs. Seltzer frá Islandi SELTZER-fyrirtækið hefur ákveðið að hætta rekstri gos- drykkjaverksmiðju sinnar á íslandi árið 1995 og flytja hana þá til Bretlands, að því að segir í frétt frá fyrirtæk- inu. Það segist ekki hafa getað rekið framleiðsluna með hagn- aði, frekar en tveir fyrrverandi eigendur verksmiðjunnar, en Seltzer hefur verið framleitt á íslandi síðan 1989. Fram- leiðsla á íslandi sé ákveðnum erfiðleikum bundin og ekki sé ljóst hvemig hægt sé að yfir- stíga þá í heimi þar sem sam- keppni sé mjög hörð. Áfram verður hægt að framleiða gosdrykki í verk- smiðju Seltzers og munu nýir eigendur hennar hafa hug á að halda þeirri framleiðslu áfram, að sögn fyrirtækisins. Sambands- sljórn ASÍ fundar FUNDUR sambandsstjórnar Alþýðusambands íslands hófst í gær, mánudag, en honum lýkur upp úr hádegi í dag. Á dagskrá fundarins er m.a. kynning og umræður um kjara- og atvinnumál, lífeyris- mál, viðhorfin til verkalýðs- hreyfmgarinnar og vinnu- verndarmál. Rétt til setu á sambands- stjórnarfundinum eiga um 70 fulltrúar; miðstjórn ASÍ og varamenn, fulltrúar í sam- bandsstjórn kosnir á þingi sambandsins og fulltrúar til- nefndir af aðildarsamböndum og félögum ASÍ. Til hafnar með sjúkling ÞÝSKA eftirlitsskipið Frið- þjófur kom til hafnar í Reykja- vík í gærkvöldi með 54 ára gamlan mann sem fengið hafði heilablóðfall. Maðurinn var með meðvit- und þegar komið var til lands. Hann var fluttur á Landspítal- ann.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.