Morgunblaðið - 22.11.1994, Side 6

Morgunblaðið - 22.11.1994, Side 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 22. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRAMBOÐSMAL Gengur til liðs við Jóhönnu SVEINN Allan Morthens, fyrr- verandi formaður kjördæmis- ráðs Alþýðubandalagsins á Norðurlandi vestra, sagði sig formlega úr Alþýðubandalaginu í gær, en ástæðuna segir hann vera þá að hann telji forystu Alþýðubandalagsins ekki vera tilbúna til að takast á við þau vatnaskil sem hann telji nú vera í íslenskum stjórnmálum. Sagð- ist hann hafa haft samband við Jóhönnu Sigurðardóttur og lýst yfír stuðningi við hana. „Þegar maður hefur þá til- finningu að forysta þess stjórn- málaafls sem maður er með sé ekki í takt við það sem er að gerast þá verður maður að taka ákvörðun og ég hef tekið mína ákvörðun," sagði Sveinn Allan, sem sagðist gjarnan hafa viljað sjá breiðfylkingu Kvennalista, Alþýðubandalags og Jóhönnu. „A miðstjómarfundi Alþýðu- bandalagsins fyrir hálfum mán- uði stóðu allir sem tóku til máls upp sem einn maður og lýstu yfir áhuga fyrir slíkri breiðfylkingu. Daginn eftir heldur svo þingflokkurinn blaðamannafund og þar lýsir Steingrímur J. Sigfússon vara- formaður flokksins því yfir að það verði bara hreint G-lista framboð um allt land. Þarna verða skil sem maður verður einfaldlega að gera upp við sjálfan sig,“ sagði hann. Mikil þátttaka í prófkjöri Alþýðuflokksins á Vesturlandi Þingmaðurinn sigraði varaþingmanninn GÍSLI S. Einarsson, alþingismaður af Akranesi, bar sigurorð af Sveini Þór Elínbergssyni, varaþingmanni úr Ólafsvík, í prófkjöri Alþýðu- flokksins á Vesturlandi um helgina. Gísli hlaut 961 atkvæði og Sveinn Þór hlaut 546 atkvæði. Prófkjörið var opið öðrum en flokksbundnum félögum annarra flokka og greiddu samtals 15.09 atkvæði. Tveirseðlar voru auðir. „Kannski má ráða af úrslitunum að stóru staðirnar hafí fylkt sér um sína menn. En kjörsókn á minni stöðunum var líka langt framar vonum. Ég held að kjörsóknin hafi almennt verið meiri en menn gerðu ráð fyrir. Menn væntu svona 1.000- 1.100 manns í prófkjör en gerðu sér aldrei grein fyrir þessu,“ sagði Gísli og tók fram að ekki væri til einhlít skýring á góðri kjörsókn. „Uggþaust skiptir einhverju að heimamenn úr héraði eru í fram- boði í fyrsta sinn. Síðan er framboð- ið sett upp sem einvígi. Einvígið var milli tveggja metnaðargjarna vina sem höfðuðu til sinna stuðn- ingsmanna. Ég minni líka á að kjör- fylgi Alþýðuflokksins hefur farið yfir 850 manns á Akranesi," sagði Gisli. „Bændur óku langar leiðir“ Hann sagði stuðninginn mjög gott veganesti fyrir sig. „Árangur Gísli S. Einarsson Sveinn Þór Elínbergsson keppinautar míns er engu að síður mjög góður líka. Menn verða auð- vitað að horfa til sveitarfélaganna hvernig þau koma inn í þetta. Mesta atkvæðamagnið er á Akra- nesi, u.þ.b. tvöfalt miðað við Snæ- fellsbæ, og menn geta ráðið af því að ég hef fengið mikinn og einlæg- an stuðning frá því svæði," sagði Gísli. Hann sagðist hafa farið í harða vinnu fyrir prófkjörið. „Ég þakka þessu fólki. Á sama hátt vakti gleði að bændur óku langar leiðir til að taka þátt í prófkjöri," sagði Gísli og tók fram að eflaust hefði afsögn Guðmundur Árna Stefánssonar haft jákvæð áhrif á •kjörsókn. Kosið hefðu 15,4% at- kvæðisbærra á Vest- urlandi. Svæðisbundin niðurstaða Sveinn Þór kvaðst ánægður með úrslit prófkjörsins. „En ég verð að viðurkenna að vakningin á Akranesi kom á óvart,“ sagði Sveinn Þór og viður- kenndi að þau atkvæði hefðu fyrst og fremst verið I annað sætið. „Fyrir það er ég auð- vitað þakklátur. Um léið bendi ég á að kosn- ing okkar beggja er svæðisbundin niðurstaða. Eftir því sem ég kemst næst hefur Gísli sigur sinn ein- vörðungu frá Akranesi og Dali og að hluta úr Grundarfirð. Minn árangur er svæðisbundin líka. Bundinn við Snæfellsbæ, þar sem ég fæ 400 atkvæði, Borgarnes og Stykkishólm. Ásamt því að ég tek hinn helminginn í Grundarfirði," sagði Sveinn Þór. Hann sagðist með tilliti til þess hversu niður- staðan hefði verið svæðisbundin ætla að íhuga hvort hann tæki annað sætið. Hann lýsti yfir ánægju með mikla þátttöku í próf- kjörinu. Formaður kjördæmisráðs í Alþýðubandalaginu gengur til liðs við Jóhönnu Látum ekkí stíóma okkur Ragnheiður Jónasdóttir formaður kjördæm- isráðs Alþýðubandalagsins á Suðurlandi yfír- gaf fund ráðsins og lýsti yfír stuðningi við Jóhönnu Sigurðardóttur. Anna G. Olafs- dóttir talaði við Ragnheiði, Margréti Frí- ---------------------------------------- mannsdóttur og Olaf Ragnar Grímsson. „ÉG GERI mér vonir um að óskir mínar um meiri jöfnuð í landinu eigi frekar hljómgrunn meðal stuðningsmanna Jóhönnu en í Al- þýðubandalaginu. Við getum kannski í sameiningu, þegar hún fær með sér gott fólk, gert góða hluti," sagði Ragnheiður Jónasdótt- ir þegar rætt var við hana. Ragn- heiður er dóttir Jónasar Árnasonar, fyrrum þingmanns Alþýðubanda- lagsins. Hún sagði ummæli Ólafs Ragn- ars vegna brotthvarfs flokksfélaga algjöran dónaskap. „Auðvitað lát- um við ekki stjórna okkur. Ég tók ákvörðun fyrir löngu og Jóhanna hefur ekki þurft að nota nein brögð til að fá mig yfir. Meira að segja hef ég eiginlega ekkert við hana talað. Við höfum aðeins, félagar hér á Suðurlandi, verið að ræða þessi mál,“ sagði Ragnheiður og hún undirstrikaði að enn þann dag í dag færi fólk út í stjórnmál af hugsjón en ekki aðeins von um að verma þingsæti. Ragnheiður sagðist vera þeirrar skoðunar að Alþýðubandalagið væri mjög staðnaður flokkur. „Og raunar fleiri flokkar. Langt er síðan ástæða var til að hrista aðeins upp í flokkakerfinu. En ef fólk þorir aldrei er ekki von á að neitt ger- ist. Auðvitað var þetta stórt stökk. Hins vegar gerði ég það að vel athuguðu máli og ræddi við hina og þessa, meðal annars Margréti Frímannsdóttur,“ sagði Ragnheið- ur. Hún viðurkenndi að hafa hrósað Ólafí Ragnari á kjördæmisráðs- þingi, eins og hann skýrði frá í útvarpsviðtali í gær. „Ég vona að Ólafur Ragnar sé ekki svo langt frá mér í pólitík að ég geti ekki verið hrifín af einhveiju sem hann segir. Auðvitað hef ég hangið í flokknum þessi ár því mín hjartans mál hafa verið þar innan dyra. Ég vona líka svo sannarlega að ég eigi eftir að verða hrifin af einhveiju sem Ólafur Ragnar segir í framtíð- inni líka.“ „Alltaf missir" Margrét Frímannsdóttir, þing- maður Alþýðubandalagsins á Suðurlandi, sagði að hver einstakl- ingur þyrfti að gera upp við sig og sína samvisku hveijum hann fylgdi í pólitík. „Ragnheiður hefur unnið með okkur í nokkur ár og nú síðast við að móta þennan lista sem við teljum mjög sterkan. Nú hefur hún hins vegar tekið þá ákvörðun að ganga til liðs við Jó- hönnu Sigurðardóttur og lýst því yfir í íjölmiðlum. Það á hún við sig og sína samvisku,“ sagði Margrét. Hún sagði að auðvitað væri allt- af missir að samstarfsmanni og flokksfélaga. „En ég hef ekki trú á að þetta hafi nein áhrif á okkar Margrét Frímannsdóttir Ragnheiður Jónasdóttir Ólafur Ragnar Grímsson framboð í kjördæminu. Mér finnst kannski lýsa'því best að þó formað- ur kjördæmisráðs hafi sagt af sér í upphafi fundar á laugardag héldu fundarstörf áfram og um listann ríkir algjör einhugur," sagði hún. „Hryggilegt“ Ólafur Ragnar Grímsson for- maður Alþýðubandalagsins sagði að í sjálfu sér væri réttur hvers og eins að ákveða hvað hann vildi gera. „En það sem mér finnst hins vegar hryggilegt er að við höfum æði mörg talið að gera ætti alvar- lega tilraun til að ná saman breið- fylkingu félagshyggjufólks og jafn- aðarsinna. Ég hef átt mikinn fjölda einkaviðræðna við Jóhönnu Sigurð- ardóttur á undanförnum mánuðum um það mál. Hún bað um það 3. október að ég biði í tvær vikur þar til hún væri búin að stofna einhver samtök til að mæta til slíkra við- ræðna. Nú finnst mér hins vegar vera að koma í ljós að það eina sem er að gerast er að gamli tíminn er endurvakinn. Enn eitt framboð á vinstri vængnum er að koma fram og menn eru að keppast um að raða einhvetju fólki þar í sæti. Þar með sýnist manni að enn ein til- raunin til að ná vinstrisinnum og félagshyggjufólki saman I breiðan og öflugan flokk sé að fara hjá,“ sagði Ólafur. Hann sagði aðspurður að svo virtist sem Jóhanna hefði notað umþóttunartímann til að lokka fólk til liðs við sig. Framboðslisti ákveðinn Kjördæmisráð hefur samþykkt tillögu uppstillingarnefndar um uppröðun frambjóðenda á fram- boðslista Alþýðubandalags í Suður- landskjördæmi. Listinn er svohljóð- andi: Margrét Frímannsdóttir al- þingismaður 1. sæti, Ragnar Ósk- arsson kennari 2. sæti, Guðmundur Lárusson bóndi og formaður Landssambands kúabænda 3. sæti, Ingibjörg Sigmundsdóttir garð- yrkjubóndi 4.- sæti, Robert Mars- hall nemi 5. sæti, Helga Jónsdóttir bóndi og kennari 6. sæti, Sigurður Randver Sigurðsson kennari og formaður Kennarasambands Suð- urlands 7. sæti, Elín Björg Jóns- dóttir skrifstofumaður og formaður FOSS 8. sæti, Margrét Sverrisdótt- ir bóndi 9. sæti, Jónas Sigurðsson nemi 10. sæti, Hilmar Gunnarsson verkamaður 11. sæti og Bjarni Halldórsson bóndi 12. sæti. Framsóknarflokkur- inn á Vesturlandi Ingibjörg með 96% atkvæða í efsta sæti INGIBJÖRG Pálmadóttir, alþingis- maður, hlaut tæplega 96% atkvæða í fyrsta sæti framboðslista Fram- sóknarflokks á Vesturlandi á auka- kjördæmisþingi Framsóknarfélag- anna á Vesturlandi í Borgarnesi á laugardag. Ingibjörg segist afar þakklát fyrir stuðninginn. Hún finni fyrir mikilli ábyrgðartilfinningu vegna þess trausts sem henni hafí verið sýnt og ætli að leggja sig alla fram um að standa undir því trausti. Ingibjörg sagðist ekki vilja svara því sjálf hvort eitthvað sérstakt og hvað þá hefði valdið því að hún fékk jafnafgerandi kosningu og raun bar vitni. „Ég fann hins vegar greinilega að mikil samstaða ríkti um listann. Þrátt fyrir að frambjóðendur væru 12 og aðeins fimm væru kosnir var andinn sá að menn voru sáttir við úrslitin þegar þau voru ljós,“ sagði Ingibjörg. „Ég er ánægð yfir að ekki hafi orðið eftirmál. Allir undu sínu og voru ákveðnir í að standa saman og vinna saman í baráttunni." Hún sagði mesta athygli vekja hvað listinn væri ungur. „Fyrir utan mig eru flestir um þrítugt. Fulltrú- arnir dreifast jafnt um kjördæmið og eru karlar og konur í bland,“ sagði Ingibjörg. Framboðslisti Eins og áður segir hlaut Ingibjörg 96% atkvæða eða samtals 174 at- kvæði í fyrsta sæti listans en kosið var um hvert sæti fyrir sig. Magnús Stefánsson sveitarstjóri á Grundar- firði kom næstur með 134 atkvæði (72,8%), Þorvaldur T. Jónsson bóndi í Hjarðarholti, Borgarbyggð, hlaut 131 atkvæði (72,4%), Sigrún Ólafs- dóttir bóndi og oddviti I Hallkelsstað- arhlíð, Kolbeinsstaðarhreppi, 103 atkvæði (56,6%) og Ragnar Þor- geirsson sölustjóri I Borgarnesi sama atkvæðamagn. -------♦ ♦..♦------- Sjálfstæðisflokkurinn á Suðurlandi Fram- boðslisti ákveðinn KJÖRDÆMISRÁÐ Sjálfstæðis- flokksins í Suðurlandskjördæmi samþykkti framboðslista fyrir kom- andi alþingiskosningar á fundi sínum á sunnudag. ~ Eftirfarandi skipa listann: Þor- steinn Pálsson, sjávarútvegsráð- herra, Háteigsvegi 46, Reykjavík, 1. sæti; Árni Johnsen, alþingismað- ur, Heimagötu 28, Vestmannaeyj- um, 2. sæti; Drífa Hjartardóttir, bóndi, Keldum, Rangárvallarhreppi, 3. sæti, Arnar Sigurmundsson, framkvæmdastjóri, Bröttugötu 30, Vestmannaeyjum, 4. sæti, Einar Sigurðsson, skipstjóri, Skálholts- braut 5, Þorlákshöfn, 5. sæti; Ólafur Björnsson, lögfræðingur, Starengi 1, Selfossi, 6. sæti; Jóhannes Kristj- ánsson, bóndi Höfðabrekku, Mýr- dalshreppi, 7. sæti, Kjartan Björns- son, hárskeri, Austurvegi 32, Sel- fossi, 8. sæti, Aldís Hafsteinsdóttir, framkvæmdastjóri, Heiðmörk 57, Hveragerði, 9. sæti; Elvar Eyvinds- son, bóndi, Skíðabakka 11, Austur- Landeyjum, 10 sæti; Katrín Harðai'- dóttir, nemi, Kirkjuvegi 80, Vest- mannaeyjum, 11. sæti og Sveinn Skúlason, bóndi, Bræðratungu, Biskupstungum, 12. sæti.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.