Morgunblaðið - 22.11.1994, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 22.11.1994, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. NÓVEMBER 1994 7 FRÉTTIR Sýslumannskonfekt á boðstólum í Svalbarða „ÉG ER að fá lúðuharðfiskinn aftur eftir árs hlé. Hann kemur vestan af fjörðum og vissir við- skiptavinir gleypa við honum. Sjálfur tala ég um sýslumanns- konfekt," segir Björgvin Magn- ússon, kaupmaður í Versluninni Svalbarða á Framnesvegi, um lúðuharðfisk í versluninni. Björgvin segist vera að fá smálúðuna aftur eftir árs hlé. Erfitt hafi verið að fá smálúð- una því afli stóru bátanna hafi verið seldur til Frakklands. Sú smálúða hafi líka verið dýr og hefði hvert kUó af harðfiski þurft að kosta 15.-16.000 krón- ur. Lúðuharðfiskurinn í versl- uninni nú væri úr smábátum, verkaður vestur á fjörðum, og kostaði 5.000 kr. kílóið. Kílóið af ýsuharðfiski kostar 3.050 kr, og af steinbít 2.700 kr. A myndinni er Björgvin kaupmaður í Svalbarða, með lúðuharðfiskinn. Meðeigandi hans Hallur Stefánsson var fjarverandi vegna veikinda. Morgunblaðið/Árni Sæberg Hreppur- inn fékk Sigurvon SAMNINGAR tókust síðdegis í gær um kaup Suðureyrarhrepps á Sigur- von ÍS, síðasta skipi Fiskiðjunnar Freyju hf., og er kaupverðið 120 milljónir króna. Sigurvon fylgir 300 tonna kvóti, og að sögn Halldórs Karls Hermanssonar sveitarstjóra verður væntanlega stofnað nýtt hlutafélag um útgerðina. Halldór Karl sagði að kaupin á Sigurvon ásamt kvóta yrðu væntan- lega notuð sem upphafið að því að reyna að tryggja byggðarlaginu meira hráefni til vinnslu í framtíð- inni. Ef kvótinn hefði farið hefði ekki verið eftir nema 80 tonna kvóti. „Það er augljóst hvað það hefði þýtt í byggðarlagi, þar sem áður voru unnin yfir 10 þúsund tonn þeg- ar mest var, að þurfa allt í einu að treysta á krókaleyfisbáta sem eru í banni hátt í 200 daga á ári,“ sagði hann. Níu tilboð Fiskiðjan Freyja hf. auglýsti Sig- urvon til sölu fyrr í haust og bárust níu tilboð. Viðræður voru hafnar við Þorbjörn hf. í Grindavík þegar hreppurinn skarst í leikinn og hafði Þorbjörn hf. stofnað dótturfélagið Hásteina hf. á Suðureyri til að kaupa skipið. Halldór Karl sagði að fyrst og fremst væri um yfirtöku á skuldum Freyju að ræða, og því yrði um sam- bærilega lækkun á skuldum fyrir- tækisins að ræða. Virði Sigurvonar væri rétt rúmlega úreldingarverðið auk kvótaverðsins þar sem keppt hafi verið við aðra aðila um kaupin. ♦ ♦ ♦----- Laumufar- þegar fóru með flugi TVEIR Rúmenar, sem laumuðu sér um borð í Bakkafoss, skip Eimskipa- félagsins, í Árósum og komu til landsins á miðvikudag í síðustu viku, voru á föstudag sendir aftur til Dan- merkur með flugi. Fólkið, tæplega þrítugur maður og rúmlega tvítug kona, hélt að það væri á leið til Kanada en Bakkafoss er skráður í St. John’s á eyjunni Antigua í Karíbahafi. Fólkið var á ábyrgð Eimskipafé- lagsins og hefði samkvæmt venju átt að fara til baka með skipinu en vegna aðstöðuleysis um borð var í samráði við Utlendingaeftirlitið og dönsk yfirvöld ákveðið að fólkið færi utan með flugi. Laumufarþegarnir höfðust við í skipinu meðan það var í höfn en gistu aðfaranótt föstudags á gisti- heimili í Reykjavík á kostnað Eim- skipafélagsins. Fallegu Merrild kaffidósirnar eru sérhannaðar fyrir Merriid kaffipakkana. Þú tryggir að styrkleiki og ilmur kaffisins haldast enn lengur með því að khppa ofan af kaffipakkanum og ✓ geyma hann í kaffidósinni. Avallt skal forðast að hella kaffinu úr umbúðunum í annað ílát. Fáðu þér fallega kaffidós og njóttu þess að drekka gott Merrild kaffi. Nú fæst Merrild kaffidós á tilboði í öllum verslunum setur brag á sérhvern dag!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.