Morgunblaðið - 22.11.1994, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 22.11.1994, Qupperneq 10
P&Ó hf. 10 ÞRIÐJUDAGUR 22. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ Innritun er hafin í fagtengdan hluta meistaranáms sem starfræktur verður í Rafiðnaðarskólanum á vorönn 1995. Kennt verður samkvæmt nýrri námskrá sem fagfélög í rafiðnaði hafa samþykkt. Fagtengdur hluti meistaranáms verður aðeins kenndur á einum stað á landinu, í Rafiðnaðárskólanum. Til að jafna búsetuaðstöðu nemenda verða greiddir ferðastyrkir, samkvæmt núverandi reglu skólanefndar Rafiðnaðarskólans. Meistaraskóli rafiðnaðarmanna verður í lotu- og námskeiðaformi á vorönn 1995. KYNNINGARFUNDUR UM MEISTARASKÓLA RAFEINDAVIRKJA VERÐUR HALDINN HJÁ RAFIÐNAÐAR- SAMBANDI ÍSLANDS, HÁALEITISBRAUT 68, ÞRIÐJUDAGINN, 22. NÓVEMBER KL. 18:00. Kynningarfundur um Meistaraskóla rafvirkja og rafvélavirkja verður auglýstur síðar. INNRITUN OG UPPLÝSINGAR UM MEISTARASKÓLA RAFIÐNAÐARMANNA í SÍMA: 91-685010. Ifii RAFIBMABARSKÓLINM Skeifunni 11B, 108 Rcykjavík ► Sími:91*68501 0, fax:91-812420 FRÉTTIR Utanríkisráðherra vill að sótt verði um ESB-aðild fljótlega Rangt að telja sjávar- útvegsstefnu fyrirstöðu Morgunblaðið/Sverrir MEÐAL ræðumanna á fundinum voru Sighvatur Bjarnason, Ari Skúlason, Jón Baldvin Hannibalsson og Haukur Halldórsson. JÓN Baldvin Hannibalsson, utanrík- isráðherra og formaður Alþýðu- flokksins, segir enga áhættu í því fólgna að sækja um aðild að Evrópu- sambandinu fljótlega. Ekki sé rétt að gefa sér fyrirfram að íslendingar muni ekki geta séð sjávarútvegs- hagsmunum sínum borgið í aðildar- viðræðum. Þetta kom fram í máli Jóns Bald- vins á fundi Alþýðuflokksins á sunnudag, en þar voru skýrslur nokkurra stofnana Háskólans um lík- leg áhrif hugsanlegrar ESB-aðildar kynntaf. Jón Baldvin sagðist vona að skýrslumar yrðu þekkingarlegur grundvöllur skynsamlegrar og hleypidómalausrar umræðu. Jón Baldvin sagði að enginn hefði tekið fyrirfram afstöðu til ESB-aðild- ar og það gæti enginn gert fyrr en samningsniðurstöður lægju fyrir. „Það, sem menn greinir á um, er þá þetta: Eiga íslendingar að Ijúka sinni heimavinnu, skilgreina samnings- markmið sín, sækja um með fyrra fallinu, semja og taka svo afstöðu til þess hvort okkur hafi tekizt í samningum að sjá okkar brýnustu þjóðarhagsmunum borgið. Áhættan af þessu er að sjálfsögðu engin, vegna þess að það er ekkert gert fyrirfram og þjóðin hefur seinasta orðið,“ sagði Jón Baldvin. Forræði yfir fiskimiðum aðalsamningsmarkmið Jón Baldvin sagði að öllum bæri saman um að eitt aðalsamnings- markmiðið yrði áframhaldandi for- ræði íslendinga yfír fískveiðiauðlind- inni. Hvað sjávarútvegssamning Norðmanna varðaði, hefðu þeir náð betri árangri en fyrirfram var talið. Samningurinn hentaði norskum hags- munum, þar sem sjávarútvegurinn væri aukabúgrein, en aðstaða Islend- inga og Norðmanna væri gersamlega ólík í sjávarútvegsmálum og þar af leiðandi samningsstaðan einnig. Hann benti á að sjávarútvegurinn væri uppistöðuatvinnugrein á ís- landi. Norðmenn hefðu gert samn- inga við ESB umveiðiheimildir innan fískveiðilögsögu sinnar, en ESB hefði enga veiðireynslu, samkvæmt eigin skilgreiningu, í íslenzkri fískveiðilög- sögu. í EES-samningunum hefði ESB fallið frá kröfu um einhliða veiðiheimildir í íslenzkri lögsögu. Sjávarútvegsstefna ESB útilokaði ekki fyrirfram möguleika á samning- um um aðild, vegna þess að ESB hefði engar kröfur að byggja á í þessu efni. Jón Baldvin minnti einnig á ,jafn- vægisreglu" ESB, þ.e. að veiðar skuli ekki raskast hlutfallslega milli ríkja. „Land, sem er háð nýtingu á þessari auðlind um afkomu sína, er auðvitað í algerri sérstöðu. Það er ekkert ann- að Evrópuland, sem þannig er ástatt um,“ sagði Jón Baldvin. Hann benti einnig að íslenzka fiskveiðilögsagan væri algerlega aðskilin frá lögsögu ESB. Engir fiskistofnar væru sam- eiginlegir með íslandi og ESB, nema hugsanlega kolmunni sém væri ekki nýttur. Fordæmi væru fyrir því að hafsvæði hefðu staðið utan sameigin- legrar fiskveiðistefnu sambandsins, til dæmis Miðjarðarhafið frá 1981 til 1994. Fordæmi fyrir undanþágum Loks sagði Jón Baldvin að menn yrðu að líta á fordæmi fyrir hugsan- legum undanþágum íslendinga frá sameiginlegri fiskveiðistefnu ESB. Belgíski forsætisráðherrann, Deha- ene, hefði bent á að vegna þess að sérstaða íslands á sjávarútvegssvið- inu væri alger, mætti vísa til samn- inga hinna Norðurlandaríkjanna um landbúnað á heimskautasvæðum. Sameiginlegu landbúnaðarstefnunni hefði verið breytt í þessu efni. Utanríkisráðherra sagði að sam- eiginlega sjávarútvegsstefnan hefði legið undir gagnrýni, og hún yrði tekin til rækilegrar endurskoðunar 2002. „Værum við betur stödd innan en utan, að því tilskildu að við hefð- um náð samningum sem tryggðu sérstöðu okkar fram að þeim tíma, við að hafa áhrif á breytingarnar?" spurði Jón Baldvin. „Við megum ekki fyrirfram gefa okkur að það sé ógjörningur að selnja þannig að við sjáum sjávarútvegs- hagsmunum okkar borgið. Það er ekki nóg að segja til dæmis eins og Morgunblaðið hefur sagt, að segja að svo lengi sem þetta sé gefíð, sé málið ekki á dagskrá. Það er for- senda, sem menn eiga ekki að gefa sér fyrirfram og geta ekki gefið sér,“ sagði Jón Baldvin. -----♦—*—♦----- Framkvæmda- stjóri ASÍ Illa staðið við EES á vinnu- markaði ARI Skúlason, framkvæmdastjóri Al- þýðusambands íslands, segir að ekki hafí verið staðið við samninginn um Evrópskt efnahagssvæði sem skyldi hér á landi. Þetta kom fram í máli Ara á fundi.Alþýðuflokksins um Evr- ópumál síðastliðinn sunnudag. „Vinnumarkaðshluti samningsins er ekki rekinn almennilega. Við get- um tekið dæmi af mjög mikilvægum málaflokki eins og öryggis- og að- búnaðarmálum, þar sem við fengum reyndar frest til aðlögunar umfram aðra. Þau mál eru öll í kaldakoli. Það gengur ekkert að koma þeim sameig- inlegu reglum inn, sem við tókum að okkur að koma í framkvæmd vegna aðildar að Evrópska efnahags- svæðinu. Það gengur ekki neitt vegna þess að Vinnuveitendasam- bandið er á móti þeim,“ sagði Ari. Stjórnvöld og atvinnurekendur á móti Hann sagði að sömu sögu væri að segja um tilskipun, sem íslending- ar hefðu átt að koma í framkvæmd varðandi skipulag vinnutíma. „Það hefur ekkert gengið. íslenzk stjórn- völd og atvinnurekendur vilja þetta ekki,“ sagði hann. Ari gerði einnig að umtalsefni að evrópska atvinnumiðlunin Eures, sem sett var á stofn í síðustu viku, nýttist íslenzkum launþegum ekki enn sem komið væri. „Þetta var ein gulrótin — að fólk ætti að geta leitað sér að vinnu hvar sem væri. Þessi sameiginlega vinnumiðlun gildir nú i' öllum aðíldarríkjum EES nema á íslandi,“ sagði hann. Einstaklega ódýr fyrirtæki Blómabúö Af sérstökum ástæðum bjóðum við þekkta blómabúð í íbúðahverfi til sölu á aðeins kr. 600 þús. + vörulager samkv. talningu. Eigandinn er að flytja til útlanda og þarf að selja strax. Kaup ársins. Handverksfyrirtæki Til sölu lítið iðnaðarfyrirtæki sem hægt er að hafa í heimahúsi. Engin sérkunnátta. Upplagt fyrir vaktavinnumenn, sem hafa langan frítíma og vilja auka tekjurnar. Verð aðeins kr. 700 þús. Tískuvöruverslun Mjög þekkt tískuvöruverslun með kvenfatnað til sölu ásamt mikið af viðskiptasamböndum. Eigin innflutningur. Fæst á ótrúlega góðu verði ef samið er strax. Þú getur eignast búðina bara með desembersölunni. Kaffistofa Bjóðum mjög ódýra kaffistofu sem einnig selur skyndibitamat. Upplagt fyrirtæki fyrir tvær sam- hentar manneskjur. Vegna veikinda eiganda þarf að selja strax og því fæst það mjög ódýrt. Laust strax. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni. mrfTinrjiTrmviTTi SUÐURVE R I SÍMAR 812040 OG 814755, REYNIR ÞORGRÍMSSON. I í » » t i » » I L » I I » Í » » I » .

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.