Morgunblaðið - 30.11.1994, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.11.1994, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Hverjir haldið þið að taki mark á svona tísti . . . Morgunblaðið/Þorkell ÍSLENSKA skáklandsliðið á síðustu æfingu sinni fyrir mótið en hún var haldin á sunnudaginn. Við borðið sitja (f.v.) Jón L. Árnason, Helgi Áss Grétarsson, Helgi Ólafsson, Þráinn Guðmundsson fararstjóri, Jóhann Hjartarson og Hannes Hlífar Stefánsson. Áskell Örn Kárason liðsstjóri fylgist með æfingunni. Liðið hélt utan í gærmorgun en Margeir Pétursson fór utan fyrir helgi. Ólympíuskákmótið hefst í Moskvu á morgun ísland teflir fram sveit stórmeistara ÓLYMPÍUSKÁKMÖTIÐ, hið 24. í röðinni, hefst í Moskvu á morgun. Teflt verður á Hótel Cosmos. Hveija sveit skipa sex skákmenn, fjórir að- almenn og tveir varamenn. I fyrsta skipti teflir ísland fram stórmeistur- um á öllum borðum. Á mótinu í Moskvu vepða tefldar 14 umferðir. íslenska sveitin hefur náð mjög góð- um árangri á síðustu mótum, varð -tA. í 6. sæti í Manila 1992 og í 8. sæti í Novi Sad 1990. íslenska skáklandsliðið er skipað eftirtöldum skákmeisturum: 1. borð Jóhann Hjartarson, 2.585 Elo-stig, 2. borð Hannes Hlífar Stef- ánsson, 2.560 Elo-stig, 3. borð Mar- geir Péturssonj 2.540 Elo-stig, 4. borð, Jón L. Árnason, 2.525 Elo- stig, 1. varamaður Helgi Ólafsson, 2.520 Elo-stig, og 2. varamaður er Helgi Áss Grétarsson með 2.450 Elo-stig. Gera má ráð fyrir að mótið nú verði hið sterkasta frá upphafi. Öll fyrrverandi sovétlýðveldi munu senda sveit til keppni auk þess sem heimamenn, Rússar, sem eru núver- andi ólympíumeistarar, hafa leyfi til að stilla upp tveimur sveitum. Heyrst hefur að Kasparov (heimsmeistari PCA) fari fyrir annan-i sveit Rússa og Karpov (heimsmeistari FIDE) fyrir hinni. Af öðrum sveitum sem líklegar eru til að blanda sér í baráttuna má nefna Bandaríkin (núverandi heimsmeistari landsliða), England, Þýskaland, Holland, Ukraínu og ísrael. íslenska sveitin stefnir að því að vera meðal 10 efstu þjóða, en sá róður verður líklega þungur. Hættir Campomanes við að hætta? Samhliða ólympíumótinu verður í Moskvu haldið þing Alþjóðaskák- sambandsins FIDE þar sem m.a. fer fram forsetakjör. Að líkindum stend- ur baráttan um embættið milli Frakkans Bachars Kouatly og Grikkjans Makropoulos. Ekki er talið útilokað að núver- andi forseti, Campomanes, hætti við að draga sig í hlé og sækist eftir endurkjöri í 3. sinn. Hafa sumir gert því skóna að það gæti gert í tengslum við mögulegar sættir hans og Kasparovs, en teikn eru á lofti um að hann búi sig nú undir það að ganga á ný til liðs við FIDE. Einar S. Einarsson mun sitja þingið fyrir íslands hönd. Elín Guðmundsdóftir er 100 ára í dag Ekkí rifist við nokkra manneskju ELÍN Guðmundsdótt- ir á 100 ára afmæli í dag. Ekki verður hins vegar af yfirbragði hennar ráðið að hún eigi jafn langa ævi að baki. Fas hennar er yfirvegað og minnið gott þegar hún lítur aftur til bernsku sinnar vestur á fjörðum. „Ég er fædd að Fossi við Arnarfjörð 30. nóvember árið 1894. Fimm árum síðar fluttist fjölskyldan að Hóli við Bfldudal og árið 1905 til ísafjarðar. Faðir minn hafði fengið vinnu við versl- un danska kaupmannsins Tangs í Hæstakaupstað. Ég man eftir að okkur þótti bærinn stór, En þar voru aðeins nokkur hús og tvær Elín verslanir. Þegar við höfðum búið fimm ár á ísafirði bauðst föður mínum að verða verslunar- stjóri við nýtt útibú Tangs-versl- unar á Bolungarvík. Við systurnar vorum ekkert hrifnar af því að flytja. Ekki yrði jafn skemmtilegt í Bolungarvík og á ísafirði. Seinna líkaði okkur hins vegar vel í Bol- ungarvík og ég bjó þar alveg þang- að til ég fluttist til Reykjavíkur með eiginmanni mínum og sonum árið 1938.“ - Hvernig var skólagöngu þinni Guðmundsdóttir ► Elín Guðmundsdóttir er fædd að Fossi við Arnarfjörð 30. nóvember árið 1894. Hún flutt- ist með foreldrum sínum að Hóli við Bíldudal árið 1899 og til ísafjarðar árið 1905. Fimm árum síðar flutti fjölskyldan til Bolungarvíkur. Elín giftist Jens E. Níelssyni, barnakennara, frá Bolungarvík árið 1916 og eign- uðust þau þijá syni. Fjölskyld- an fluttist til Reykjavíkur árið 1938. Jens lést 26. maí 1960. háttað? „Sem barn gekk ég í barnaskól- ann á ísafirði. Svo var ég einn vetur í framhaldsskóla og einn vetur í skóla Iðnaðarfélagsins. Mér leiddist að hafa ekki tök á að afla mér meiri almennrar menntunar en ég hafði gaman af því að lesa og las jöfnum höndum skáldsögur og aðrar bækur. Ég man eftir því að einu sinni þegar ég átti að vera að fægja lýsislampana sveikst ég um og fór að lesa bók sem ég hafði nýfengið að láni. Mamma sagði pabba frá þessu og hann skilaði bókinni. Seinna þegar ég fór að leiðbeina mínum eigin strákum áður en þeir fóru í skóla sóttu krakkamir í kring í að fá að vera með og áður en varði myndaðist hálfgildings skóli á heimilinu. Ég hef gaman af börnum og mér finnst gaman að segja þeim frá. Mér þótti til dæmis ákaflega vænt um þegar lítil telpa sagði við mömmu sína: „Það er svo gaman að vera hjá henni Elínu. Hún segir mér svo margt.“ Við verðum að gæta þess að tala við börnin. Trúlega gerum við of lítið af því,“ segir Elín og neitar því að hún hafi mikið verið látin vinna sem barn eins og títt var þá. „Við unn- um svolítið við að breiða fisk og taka hann saman. En aldrei við að vaska hann. Við höfðum ekki mikið en við höfðum nóg,“ segir hún. Elín kynntist eiginmanni sínum Jens E. Níelssyni í Bolungarvík. „Jens var fæddur á Flateyri og flutti ungur til Bolungarvíkur. Við giftum okkur 2. september árið 1916 og eignuðumst saman þtjá syni. Einn þeirra fékk ungur löm- unarveiki og við urðum að flytjast til Reykjavíkur til að hann gæti aflað sér menntunar. Hann heitir Skúli og er lögfræðingur í dag. Jens hafði verið barnakennari í Bolungarvík og fór , að kenna í Miðbæjarskólanum. Siðar var hann stundakennari við Austur- bæjarskóla." - Hver er lykilinn að svo háum aldri og góðri heilsu? „Ég veit ekki hvort ég get svar- að því en held að rólegt geð og að taka hlutunum eins og þeir eru skipti miklu máli. Ég man ekki eftir að hafa rifist við nokkra manneskju. Allt má jafna með öðrum hætti. Ég hef líka reynt að lifa heilbrigðu lífi og er algjör- lega á móti brennivíni og öllu slíku. Við vorum í Stórstúku íslands, maðurinn minn og ég. Mér finnst hins vegar að fólk mætti drekka meira vatn. Við megum þakka fyrir hvað vatnið okkar er gott og ættum að nýta það betur.“ - Nú hefur orðið gjörbylting í iifnaðarháttum fólks á íslandi frá því þú varst ung. „Svo sannarlega. Ég hefði aldr- ei getað ímyndað mér þær breyt- ingar sem orðið hafa. Ég get nefnt sem dæmi aðbúnað gamals fólks. Hann er, eins og hér, mjög góð- ur. Hér er gott að vera og allir boðnir og búnir að hjálpa manni,“ segir Elín, sem býr á dvalar- heimilinu Seljahlíð. Hún tekur virkan þátt í tómstundastarfinu þar. „Hér er mikið föndrað. Svo hef ég gaman af því að spila og er svolítið í handavinnu. Annars finnst mér skemmtilegast að lesa og les Morgunblaðið daglega.“ - Finnst þér fólk eitihvað hafa breyst á þessum tíma? „Auðvitað er alltaf, fyrr og seinna, misjafn sauður í mörgu fé. Mér finnst kannski helst að bömin hafí breyst. Þau eru ekki jafn bæld og áður. Öll fijálslegri," seg- ir Elín um leið og hún veigrar sér við að spá nokkru um framtíð lands og þjóðar. Hún bandar glað- lega frá sér og segist ekki vera pólitísk. Hins vegar sýnist henni hlutirnir stefna í rétta átt. Börnin ekki jafn bæld og áður fyrr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.