Morgunblaðið - 30.11.1994, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 30.11.1994, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 1994 37 AÐSEIMDAR GREIIMAR Miðborgarstrætó - Betri samgöngur um miðborgiua Kristín Signrðardóttir SAMGÖNGUR um miðborgina geta vart talist til fyrirmyndar. Hvort sem komið er að miðborginni á eigin bíl, með strætisvagni eða gangandi, eru ekki margir möguleik- ar á að komast á þægilegan og skjótan hátt t.d. frá Ingólfs- torgi og upp á Hlemm. Ef ekið er á milli þá er vandi að fínna bíla- stæði. Víst má taka strætisvagn, en vagn-' arnir fara á 20 mín- útna fresti virka daga og 30 mínútna fresti um helgar og svo þarf að reiða fram hundraðkrónuseðil fyrir far- inu. Vitaskuld má ganga upp Laugaveginn, sem er í sjálfu sé ekki slæmt í góðu veðri, en mun leiðinlegra í roki, rigningu, slabbi eða hálku. Það kemur því ekki á óvart, að í niðurstöðum könnunar sem Borg- arskipulag Reykjavíkur gerði, kemur fram að gangandi vegfar- endur eru fleiri í Kvosinni en á ■ Laugaveginum. Kvosin er svæðið frá Garðastræti að Bankastræti. Margir strætisvagnar stoppa í Lækjargötu og Hafnarstræti en fáir stoppa bæði á Hlemmi og Lækjargötu. Þetta veldur farþeg- um vandkvæðum við að ferðast um miðborgina og fáir ganga upp Laugaveginn nema í sérstökum erindagjörðum, enda segir enn- fremur í könnun Borgarskipulags: „Alla talningadagana og á nær öllum talningastöðum voru flestir á vesturleið, þ.e.a.s. flestir voru að ganga niður Laugaveg og má ætla að mikill hluti þeirra gahgi alveg niður í Kvos eins og tölur yfir Bankastræti og Austurstræti gefa til kynna.“ Þetta bendir ótví- rætt til þess að flestum finnist mun minna mál að ganga niður Laugaveginn en upp hann. í fyrrnefndri könnun kemur og fram að hlutfallslega flestir veg- farenda (40%) sem spurðir voru höfðu komið til miðborgarinnar með bíl, um 30% gangandi og rúm- lega fjórðungur með strætisvögn- um. Ætla má að fleiri myndu taka strætisvagn til miðborgarinnar ef þeir ættu von á greiðum samgöng- um innan hennar. Tíuþúsund eiga leið um miðborgina á degi hverjum Eitt meginmarkmið Þróunarfé- lags Reykjavíkur er að hafa frum- kvæði að gerð tillagna sem stuðla að hagsæld miðborgarinnar sem verslunar-, þjónustu- og íbúða- svæðis og stuðla þannig að. fjöl- breytilegu mannlífi. Miðborgin er fjölmennasta atvinnusvæði á ís- landi. Þar eru um 1.200 fyrirtæki og stofnanir og um 10 þúsund vegfarendur eiga leið um miðborg- ina á degi hveijum. Starfssvæði Þróun- arfélagsins nær yfir svæðið frá Hlemmi að Garðastræti. Þetta eru í raun tvö megin versl- unarsvæði, Laugaveg- ur og Kvos. Mikilvægt er að tengja þessi svæði saman svo fólki sé gert auðveldara að fara um a!la miðborg- ina. Best væri að þetta væri stöðug hringrás, að til væri einhvers konar færiband um miðborgina, því mikil- vægt er að fólk víli ekki fyrir sér að fara úr Kvosinni upp á Laugaveg til þess að kíkja í búðir eða inn á veitingastað. Ef vegfar- Miðborgarstrætó myndi bæta samgöngu í mið- borginni, segir Kristín Sigurðardóttir, og samfara minni akstri þar yrði dregið úr mengun. endur ættu greiða leið um mið- borgina myndi verslun og þjónusta eflast. En það skiptir ekki einung- is máli fyrir fyrirtækjaeigendur í miðborginni að glæða hana lífi. Miðborgin er elsti hluti Reykjavík- ur og sem slík skiptir hún okkur íslendinga miklu máli, því að falleg og aðlaðandi miðborg, sem býður gesti sína velkomna, er hverri þjóð stolt og prýði. Það yrði sorglegur endir fyrir gamla bæinn ef verslun hyrfi þaðan. Ein virk leið til þess að hamla gegn þeirri þróun er að bæta samgöngurnar um miðborg- ina. Betri samgöngur, aukin viðskipti Stjórn Þróunarfélags Reykja- víkur hefur lagt fram tillögu um „miðborgarstrætó" til þess að ná fram eftirfarandi markmiðum í miðborginni: 1. Bæta samgöngur. 2. Minnka álag á gatnakerfi. 3. Bæta nýtingu bílageymslu- húsa. 4. Efla viðskipti. 5. Draga úr mengun. Æskilegt er að minnka akstur milli verslana í miðborginni og minnka þannig álagið á gatnakerf- ið. Hægt væri að ná þessu mark- miði ef fólk á einkabílum, sem á leið um miðborgina, leggðf bílum sínum í bílageymsluhúsin og léti vagn, þ.e. miðborgarstrætó, flytja sig milli verslana og svo aftur til baka. Þannig væru færri akandi um miðbæinn (sérstaklega Lauga- veginn) og fólk yrði fljótara í för- um. Með þssu næðist jafnframt „MIÐBORGARSTRÆTÓ þarf að vera minni og þénugri en stræt- isvagnar Reykjavíkur eru. A þessari mynd er rafknúinn „Miðborg- arstrætó" sem tekur níu farþega í sætí og all marga í stæði.“ Hringrtl (blöOrás) viðikiplahilltu I mtðborginni «r tvasr gðtur (þðtt þ«r berl flelrl itðFtt), AtuttiritrMtl, Butltutmtl og Laugavegur. HaFttinirttH og HverBigttw, Hlcmmur o« Ingðlfjtorg «ru „öxlamlr'. Vlð Hverflsgölu aru S00 bllattafil i bllBgcymsluhúsui // A/ i «* i Mlfiborgtutlnatfi Ingðlfitdrg-HUnumtr HlcmmuMngðlfstorit „AKSTURSLEIÐ miðborgarstrætós er eftír hringrás viðskiptalífs- ins og tengist bílageymsluhúsum miðborgarinnar, Hlemmi og Ingólfstorgi." betri nýting á bílageymsluhúsun- um, sem standa hálftóm í dag. Miðborgin yrði vinalegri gangandi vegfarendum, fólk kæmi þangað oftar og dveldi jafnvel lengur í hvert skipti. Við það myndi verslun og þjónusta eflast. Einnig er lík- legt að fleiri myndu treysta á sam- göngur SVR til og frá miðborginni ef þeir vissu af góðum strætis- vagnasamgöngum innan hennar. Samkvæmt tillögu Þróunarfé- lags Reykjavíkur yrði akstursleið miðborgarstrætós þessi: Lauga- vegur, Bankastræti, Austurstræti að Ingólfstorgi og til baka Hafnar- stræti, Hverfisgata og að Hlemmi. Þetta er svipuð akstursleið og vagn Strætisvagna Reykjavíkur, Leið 0 Hlemmur-Kvos, ekur. Mið- borgarstrætó myndi þó verða frá- brugðinn Leið 0 í nokkrum veiga- miklum atriðum: Leið 0 Viðkomustaðir Leiðar 0 eru að- eins þrír. Farþegar eru aðeins fluttir niður Laugaveg en ekki upp Hverfisgötu og því tengist akst- ursleiðin hvorki Kvosinni né bíla- geymsluhúsum miðborgarinnar. Vagnarnir ganga einungis á 20 mínútna fresti virka daga og á 30 mínútna fresti um helgar. Þeir vagnar sem notaðir eru á Leið 0 taka 79 farþega og áætluð plássnýting er ekki nema 3,47% en meðalnýting vagna SVR er 13—14%. Vegna stærðarinnar eru vagnarnir óburðugir á þröngum umferðargötum, eins og Lauga^ vegi og einnig er það til vansa að vagnarnir greina sig ekki frá öðr- um vögnum SVR. Það er athyglis- vert hversu fáir notfæra sér þessá þjónustu, sem þó hefur verið starf- rækt frá árinu 1987 og bendir það til þess að fáir viti af henni eða finnist hún ékki henta sér. Miðborgarstrætó Miðborgarstrætó yrði fábrugðin Leið 0 í eftirfarandi atriðum: Við- komustaðirnir yrðu fleiri því við bætist Ingólfstorg, Hafnarstrtf^, og Hverfisgata. Aksturleiðin yrði hringteið, þ.e. farþegar gætu bæði farið niður Laugaveg og upp Hverfisgötu. Með akstri að Ing- ólfstorgi myndu Laugavegur og Kvos tengjast betur saman. Bið eftir vagni yrði styttri, 10-15 mínútur, því að notaðir yrðu tveir vagnar. Vagnarnir myndu stoppa við bílageymsluhúsin. Hagkvæmari rekstur Notaðir yrðu minni vagnar og tæki slikur vagn 16-20 farþega. Þannig næðist betri plássnýting og hagkvæmni í rekstri yrði meiri. Annar kostur sem er samfarag^. því að nota minni vagna er sá au þeir eru mun þægilegri á þröngum umferðargötum en hinir stóru vagnar. Þriðji kosturinn er sá að minni vagn greinir sig auðveldlega frá stærri vögnum. Miðborgar- strætisvagnarnir yrðu ennfremur vera í öðrum lit en vagnar SVR til enn frekari glöggvunar fyrir vegfarendur og notendur miðborg- arstrætós. Engin gjaldtaka yrði í miðborg- arstrætó, farþegar fengju þjéfc. ustuna ókeypis. Miðborgarstrætó gæti leyst Leið 0 af hólmi að einhveiju eða öllu leyti. Hægt væri að reka hann, meðal annars fyrir það fjármagn sem runnið hefur til reksturs Leið- ar 0 frá Reykjavíkurborg. Það er allra hagur að peningar renni til reksturs hagkvæmari og skilvirk- ari samgönguleiðar. Miðborgarstrætó yrði mun öflugri til þess að bæta samgöngur í miðborginni, gera vegfarendum auðveldara að komast leiðar sinn- ar, minnka álag á gatnakerfíð, bæta nýtingu bflastæðahúsanna og efla viðskiptin. Og samfara minni akstri í miðborginni yrði einnig dregið úr mengun. Höfundur er mcð BA-prófí sljórnmálafræði og fjölmiðlafræði ogstarfarsem fulltrúii skrifstofu Þróunarféiags Reykjavíkur. RAFVIRKJUN Fjölbrautaskólinn í Breiðholti FJÍ NN Grunndeild rqfiðna (1 ár) Rafvirkjun í verknámsskóla (3 ár) Rafvirkjun fyrir nema á samningi FB þegar þú velur verknám me& * 1 2 3 4 5 * * * * l0°U 'Z. 78 «°° 1 Með leðri á slitflötum ki% 121.300 stgr. HÚSGAGNAVERSLUNIN LÍNAN • SUÐURLANDSBRAUT 22 • SÍMI 3 60 II
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.