Morgunblaðið - 30.11.1994, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 30.11.1994, Blaðsíða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR New York, New York SKOÐUNARFERÐ í New York City; ekkert venjuleg! FLUGIÐ með US Air frá Or- lando í Florida til New York City, NY, var ósköp venjulegt flug að öðru leyti en því, að undirskráður var dæmdur í sekt fyrir yfírvigt á farangri með alla sína pensla, striga, papirosa, liti, einkum Grumbacher, beztu liti heims, og svo hinar og þessar græjur. Þetta fór hins vegar allt vel. Það var fátt í vélinni, alveg sára- fátt eins og í rútubíl á leiðinni •!#eykjavík-Akureyri að vetri til. Yfirflugfreyjan, gerðarleg ít- ölsk/írsk donna, ungleg af 45 ára konu að vera, tifaði um þotuna, Boeing 757, og minnti helzt á gazellu, sem ekki er amalegt fyrir kvenmann á bezta aldri — hennar aldri. Hún var teiknuð á færi án þess að hún sæti fyrir — þetta var eins og að skjóta fugl á fleygiferð. Hún virtist hafa gaman af og veitti því toppþjónustu og afar hlýlegt bros. Það voru einar þijár fiug- freyjur, sem komu og fóru og stjönuðu við mann ‘óg spurðu hvort undirskráðan vanhagaði um eitt- hvað og var hann því orðjnn tölu- _yert uppveðraður, þegar lent var á La Guardia flugvellinum í New York. Að teikna flugfreyju á ferð í farþegaþotu getur orðið að ár- áttu hjá einum „Kiinstler", ef hann á annað borð kemst upp á bragð- ið. Hún Nancy Pirolli (svo hét hún) er ekki frá New York, hún er frá Boston og kaþólsk. Boston er mikið írsk og ensk og kennd við Nýja England. Þaðan eru Kennedýarnir og Eddie Boy var að sigra í tvísýnum kosningum. New York City Og nú tók Enn Væ við (NY) — þessi undursamlega stórborg — heimsborgin — „This Wondrous Metropolis" eins og hún er kynnt í ferðapésa. Það er ekki 'ófsagt: Hún er bæði ógnvekjandi og yndis- leg, ægifögur og rosaleg og líkist engri annarri stórborg í heiminum. Engin borg í víðri veröld kemst í hálfkvisti við hana og að kynnast henni og lifa og hrærast í henni er eins og einhver sagði „shatter- ing experience“, lífsreynsla, sem hristir upp í manni; breytir jafnvel sjálfsvitund og kennir manni að lifa og meta lífið þúsund sinnum meira en nokkru sinni áður. NYC er eins og áskorun. Það er dýrð- legt að upplifa fyrir þá, sem eru þannig skapi farnir, að þeir eru sýknt og heilagt að leita að ögrandi umhverfi. New York er spennandi borg eins og kvenmað- ur, sem ekki er hægt að yerða leiður á, staður, blessunarlega laus við úldna hversdagsmennsku, sem einkennir svo margt í Skandin- avíuborg í Evrópu. Ameríka er land tækifæra, einkaframtaks, land gullinna tækifæra, land and- artaksins, sem breytist og getur breyzt í eilífð eins og hamingju- stund í tilhlökkunarástandi. Sýnishorn af öllum þjóðum heims Grand artisto Mr. Richard Bern- et, prófessor við tvo listaháskóla í NYC, myndhöggvari, málari og New York er ógnvekj- andi og yndisleg, ægi- fögur og rosaleg borg. Steingrímur St.Th. Sigurðsson segir hana líkjast engri annarri stórborg í heiminum í þriðja reisupistli sínum frá Bandaríkjunum. teiknari, er karakter, sem greinar- höfundur hafði kynnzt í Chartres og í París fyrir þremur árum. Tek- izt höfðu með þeim náin kynni og vinátta, sem lyktaði með heimboði til NYC og afnotum af vinnustofu Bemets, Dick eins og hann er kallaður. Stúdíóið hans er í Soho á 66 Grand Street - Apt. 3, New York, NY 10013 - í Greenwich Village, sem Ezra Pound, skáldið — poeta maxima — talar um í bréfum sínum, sem eru álíka skemmtileg og bréf Matthíasar Jochumssonar, en Ezra lýsir hverf- inu sem nægtabrunni hugljóm- unar. Greenwich Village er gætt sterkara andrúmslofti og jafnvel meiri orku og lífsþokka fyrir lista- menn en Rivage Gauge — Vinstri bakkinn í París. Þarna eru sýnis- horn af öllum þjóðum heims. Þarna er mannkynið í sinni athyglisverð- ustu mynd. Og það er engu líkt að vakna þama í Village snemma á morgnana og trimma svolítið — gera jafnvel Möllerinn — og fá sér svo café noir með kanel-snúð — í einhveiju kaffihúsinu, sem opnar fyrir allar aldir. Hitta og blanda geði við hvítrússneska landflótta óperasöngkonu, austurrískan fiðluleikara (virtuso), pólskan leik- ara, ítalskan listmálara, sem líkist Modigliani sáluga í útliti, franskt ljóðskáld, kvikmyndaleikara frá Texas með Clint Eastwood hatt, tónskáld frá Paraguay, dansara frá Nýja Sjálandi — og svo blaða- mann, sem hafði verið í Viet Nam. Svona mætti lengi telja. Svo byijaði dagurinn með „action“ og varð „a great day“. Farið í St. Patricks dómkirkjuna á 53. Street í messu og þakkargjörð og bænar- gjörð og síðar um daginn litið inn í gallerí og skoðaðar sýningar í hverfinu. Um kvöldið var skálmað upp í Little Italy og borðaður ljúf- fengasti matur í heimi (Italian food is like fulfilled lovemaking). Fyrir valinu var Paolucci’s Re- staurant (Ristorante) á 149. Mul- berry Street, sem sama fjölskyldan hafði átt og rekið gegnum þijár kynslóðir. „Opið sjö daga vikunn- ar“, auglýsa Italianos og svo bæta þeir þessu við: „Mulberry Street as it used to be“ — Mulberry-gat- an eins og hún var í gamla daga. Þar borðaði greinarhöfundur dýr- ustu máltíðina, en þá beztu allan tímann í júess. Yfirþjónninn sýndi sérstaka íssvala kurteisi. Eigand- inn og vinur hans, báðir við aldur, spiluðu fjárhættuspil við næst- næsta borð. Stundum söng við ít- alskan, þegar hiti færðist í leikinn. Þeir brostu hins vegar ótrúlega hlýlega til gestsins, sem var í splunkunýjum sparifötum, keypt- um á Broadway, talsvert djarfleg- um fýrir mann, sem er fæddur sjö Fjaraustur og verðmætamat Embættismenn, ráðherrafrúr og sjúkraliðar lækni, Bimi Önundar- syni, uppsafnað ótekið námsleyfi í sex mán- uði. Var það gert til þess að liðka fyrir því að maðurinn hætti störfum hjá Trygg- ingastofnun þar sem hann sætti skattrann- sókn (sem síðar leiddi til sakfellingar). Átti sá starfslokasamning- ur stærstan þátt í því að Guðmundur Árni Stefánsson, fyrrver- andi heilbrigðisráð- herra, varð að segja Ólína Þorvarðardóttir dagblaðanna þegja þunnu hljóði og sjálf- skipaðir siðapostular' hafa hægt um sig. Dagpeningar ráðherrafrúnna Ekki alls fyrir löngu var einnig frá því greint að dagpeningar og ferðakostnaður vegna maka ráðherra nam á síðasta ári um fjóram milljónum króna. Er þá ótalinn kostnaður vegna tíðra utanferða ráðherr- í SÍÐUSTU viku var frá því greint í fjölmiðlum að hátt settum embættismönnum ríkisins væra greidd allt að þriggja ára laun eft- ir að þeir hefðu hætt störfum, og jafnvel tveggja til þriggja milljón ■^róna uppbót að auki. Kom þetta fram í svari forsætisráðherra- við fyrirspurn á Alþingi íslendinga. Úrelding embættismanna Af svarinu virðist ljóst að samn- ingar sem þessir séu viðtekin venja í stjórnsýslunni, a.m.k. hafa þeir verið gerðir í forsætisráðuneyti, samgönguráðuneyti og umhverfís- ráðuneyti. Þær eru því ófáar millj- ónimar sem rannið hafa úr ríkiss- kassanum til þess að friðþægja fyrir „tilfærslu" embættismanna jsem af einhveijum ástæðum þarf að flytja úr því starfi sem þeir gegna. Það vakti athygli mína að sam- kvæmt svari forsætisráðherra gerði heilbrigðis- og trygginga- ráðuneytið engan starfslokasamn- ing í tíð núverandi ríkisstjómar. Hinsvegar heimilaði það ráðuneyti að Tryggingastofnun ríkisins greiddi fyrrverandi tryggingayfir- af sér sem félagsmála- ráðherra eftir mikið fjölmiðlafár og hávær hneykslunarhróp leiðar- höfunda og pólitískra andstæð- inga. Ekki hefur þess orðið vart í umræðunni að þessu sinni, að nokkkur ætli að krefjast afsagnar forsætisráðherra eða annarra ráð- herra, vegna framkominna upplýs- inga um kostnað ríkisins við úreld- ingu embættismanna. Ekki er heldur að sjá að neitt fjölmiðlafár sé í uppsiglingu. Leiðarahöfundar anna sjálfra, hvað þá heldur risnu þeirra og annarra opinberra embættismanna, bif- reiðastyrkja og annarra fríðinda, sem vafalítið vega þungt. Við þá umfjöllun rifjaðist upp fyrir mér lítil frétt í einhveiju dag- blaðanna þar sem greint var frá heitum umræðum í breska þinginu vegna ferðakostnaðar maka þar- lendra ráðherra. Hafði sá kostnað- arliður numið 1,5 milljón króna á síðasta ári, og þótti vel í lagt hjá milljónaþjóðinni. Var þó ekki um að ræða nema ríflega þriðjung þeirra fjármuna sem íslenska ríkið spanderar í ráðherrafrúr í okkar tvöhundruð og fimmtíu þúsund manna samfélagi. Ýmis rök hafa verið færð fram með þeirri tilhögun sem er við sjálf- virkar greiðslur til maka ráðherra, m.a. vísað til óskilgreinds „starfs- álags“ þeirra. Slík rök fela í sér óskráða viðurkenningu á því að makinn taki á sig óbeinar kvaðir vegna starfa ráðherrans og ferða. „Kröfuharka“ sjúkraliða og hið „þrönga svigrúm" Maður skyldi ætla í ljósi þess sem að ofan er sagt, að aðrir þjón- ar ríkisins gætu búist við sambæri- Er ólíku saman að jafna samningalipurð ríkisins við hátt setta embættis- menn og ferðaglaðar ráðherrafrúr, segir Olína Þorvarðardóttir, eða láglaunaða kvenna- stétt sem heilbrigðis- kerfíð má síst án vera. legum skilningi og viðurkenningu á framlagi sínu. Því fer þó víðs fjarri. Nægir í því sambandi að líta á launakjör sjúkraliða og þá hörku sem hlaupin er í kjaradeilu þeirra og ríkisins. Eins og alþjóð veit, þá áram eftir fyrri heimstyrjöld. Að lokinni máltíðinni var farið á ann- an stað, afar Italiano, Café 121 og beðið um capaccino sterkt. Stutt þaðan í Little Italy er Frans- iscana-kirkja. Þangað var ljúft að koma. New York kvödd ofur hægt Veðrið var alltaf hlýtt öll kvöld og alla daga í New York í þessari dvöl. Þama á veitingahúsunum í Chinatown og í Little Italy voru borð og stólar höfð undir berum himni eins og í París og ekki síðri stemmning en þar. Það var eins og hver dagur yrði að tveim dög- um. Hvers vegna? Dagurinn var alltaf tekinn snemma, gengið til náða iðulega ekki seinna en klukk- an tíu á kvöldin, en þá hafði verið skrifað og skissað og skoðað 16-17 klukkustundir af starfs- gleði. Ævintýrinu í New York og í Bandaríkjunum lauk á Kennedy Air Port í afgreiðslu Flugleiða — Iceland Air — þar er þjónusta og viðmót eins og annað, sem „Litli spörfuglinn" hefur upp á að bjóða. Time Magazine birti grein um „The Little Sparrow" fyrir all- mörgum áram sem vakti athygli um gjörvallan heim. Það var líf- snauðsynlegt að kveðja New York afar hægt eins og ástvin eða ijöl- skyldu. Ferðin heim var ótrúlega snögg undir stjórn kapteins Óskars Sig- urðssonar Þorsteinssonar fyrrum lögguforingja sem sá er þetta ritar hafði kynnzt sumarið 1958, þegar kapteinninn, þá barnungur, var í síldarflugi og eftirliti dag eftir dag fyrir norðan. Þijátíu og sex ár eru liðin síðan. Og sú gerðarlega hálf- danska Madame Jutta Hjaltested var ofursti flugfreyjanna, en Juttu hafði greinarhöfundur teiknað á seviettu á Joe’s Bar í New York 1970. Þetta flugleiðafólk er sómi íslands, agað og elskulegt og skemmtilegt yfirleitt og hefur sótt lífslærdóm og reynslu og víðsýni á framandi staði, ekki sízt New York City, þessa kosmisku borg, sem menn annaðhvort hata eða elska — og elska þá mikið! Höfundur er listmálnri og rithöfundur. jaðrar við neyðarástandi á heil- brigðisstofnunum landsins af þeim sökum. Óneitanlega skýtur það skökku við að ein ráðherrafrú - a.m.k. sú þeirra sem ferðast mest - skuli vera dýrari í rekstri (1,2 mkr./árl.) en einn sjúkraliði sem vinnur allan ársins hring hjá hinu opinbera (750-900 þús./árl.). Að undanförnu hafa lesendur dagblaða haft fyrir augum sér al- vöruþrungnar yfirlýsingar tals- manna ríkisvaldsins um hið þrönga „svigrúm“ sem væri til kauphækk- ana. Hefur verið látið í það skína að sjúkraliðar væra í kaldrifjuðum aðgerðum, og að neyðarástandið á sjúkrastofnunum landsins væri al- farið þeirra sök. Við nánari eftir- grennslan hefur þó komið í ljós, að á sumum þeirra deilda þar sem ástandið hefur verið sagt einna verst, hafa yfirmennirnir verið í sólarlandaferðum og sumarfríum, þrátt fyrir hina „stóru neyð“. Það hefur líka farið lágt í þessari um- ræðu allri, að kjarasamningar sjúkraliða voru lausir mánuðum saman, án þess að ríkið virti þá viðlits, eða gerði minnstu tilraun til þess að forða verkfalli, og þar með því neyðarástandi sem nú er að verða staðreynd. Er ólíku saman að jafna samn- ingslipurð ríkisins við hátt setta embættismenn og ferðaglaðar ráð- herrafrúr, eða láglaunaðra kvennastétt sem heilbrigðiskerfið má síst án vera. Höfundur er bókmenntnfræðingur og stundnkennnri við Háskóln íslnnds.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.