Morgunblaðið - 30.11.1994, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 30.11.1994, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 1994 27 Nýjar bækur Efstu dagar eftir Pétur Gunnarsson SKALDSAGAN Efstu dagar eftir Pétur Gunnarsson er komin út. í henni lýsir höf- undur reykvískri fjöl- skyldu og fylgir henni um hálfrar aldar skeið. Brugðið er upp svipmyndum úr ætt- inni. Aðalpersóna sög- unnar er barnastjarn- an Símon Flóki Nikul- ásarson sem hleypir heimdraganum og kynnist Kristi sínum óvart á markaðstorgi háskólaanddyrisins á þeim tíma þegar ungir menn vildu hvað mest líkjast um í útliti. í Reykjavík Pétur Gunnarsson hon- bíður prestsskapur í út- hverfasöfnuði. í kynningu útgef- anda segir: „Sagan sver sig í ætt við fyrri verk höfundar þó að viðfangsefnið sé annað og alvar- lega en fyrr. Frá- sagnargleði, snjall- ar mannlýsingar, leikur að orðum, fágun í stíl þar sem hlýja og kímni eru í fyrrirúmi." Útgefandi er Mál og menning. Bókin er 234 bls. og unnin í Odda hf. en kápu hannaði Margrét E. Laxness. Bók- in kostar 3.380 krónur. Heimspeki Nietzsches á íslensku ÚT ER komið ritið Handan góðs og ills eftir Friedrich Nietzsche, í þýðingu Þrastar Ásmundsson- ar og Arthúrs Björg- vins Bollasonar sem einnig ritar inngang. Þjóðveijinn Fried- rich Nietzsche (1844- 1900) er einhver lit- ríkasti og umdeildasti heimspekingur sög- unnar og rit hans, Handan góðs og ills, er talið einn besti inn- gangur að heimspeki hans sem vö) er á. Hér bregður fyrir flestum þeim hug- myndum sem setja mark sitt á verk hans. Þetta er fyrsta rit Nietzsches sern birtist í íslenskum búningi. „í kynningu útgefanda segir: „Nietzsche bjó yfir óvenjulegri dirfsku og djúphygli. Snarpur stíll, myndræn hugsun, næmur smekkur á orð og hrynjandi eru meðal þeirra mörgu eiginleika Nietzsches sem njóta sín til fulls í þessari bók. Nietzsc- he fjallar á vægðar- lausan og kaldhæðinn hátt um samtið sína og þróun hennar í átt til fjöldamenningar og einhæfni þar sem þrengt er að öllum þeim sem rísa uppúr meðalmennskunni. Hann gerir vægðar- lausa úttekt á undir- stöðum vísinda, trúar og samfélagsins og spáir því að þeir and- ans menn komi fram sem takist að koll- varpa ríkjandi gild- um. Nietzsche var meistari í að koma beittum athuga- semdum á framfæri í örstuttu máli.“ Bókin er 420 blaðsíður og með skýr- ingum neðanmáls. Handan góðs og ills er 31. ritið í flokki Lærdómsrita bókmettafélagsins, Þorsteinn Hilm- arsson ritstýrir. Bókin kostar 2.990. krónur. Friedrich Nietzsche. Krueger kveðinn niður KVIKMYNPIR Laugarásbíó NÝ MARTRÖÐ („WES CRAVEN’S NEW NIGHTMARE) ★ Leikstjóri Wes Craven. Handrit Wes Craven. Aðalleikendur Heat- her Langenkamp, Robert Englund, John Saxon. Bandarísk. New Line Cinema. FRÆGASTA sköpunarverk b-hryil- ingsmyndasmiðsins Wes Cravens er hinn óhugnanlegi Freddy Krueger sem ógnar fórnarlömbum sínum með stálkrumlu hvar egghvöss hnífblöð koma í stað fingra. Ofögnuður þessi var furðu lífseigur og gerðar um hann fimm myndir þar sem ýmsir nýliðar komu við sögu á grýttri leið- inni til frægðar og frama. Menn eins og leikararnir Johnny Depp, Lawr- ence Fishburne, Patricia Arquette, og leikstjórinn Renny Harlin. Krue- ger karlinn varð minni háttar della lijá bandarískum unglingum um sinn og nú blóðmjólkar Craven kúna. Vonandi hefur tekist að kveða ódrátt þennan endanlega niður með Nýrri martröð því hún er innantómur viðbjóður, gjörsneydd þeim gálga- húmor sem hressti upp á forverana. Að þessu sinni gerist martröðin í Hollywood, meðal kvikmyndafólksins sem stóð að baki myndaflokksins. Krueger er orðinn svo svæsinn að hann snýr aftur til að leika sjálfan sig og er það aðeins á færi Heather Langenkamp, sem kvað djöfsa niður í fyrstu og þriðju myndinni, að koma honum endanlega fyrir bí. Þá hefur hann reyndar gert son hennar hálf- brjálaðan, drepið bónda hennar og slatta af samstarfsmönnum. Iæiðinda þvæla þar sem fátt gleð- ur augað annað en örfáar brellur. Craven byggir óhugnaðinn einkum á útliti Kruegers og gassagangi í bland við neyðarúrræði lítilla hrollvekju- spámanna, að nota börn sem hækj- ur. Það er ódýrt og ósmekklegt. Þá ofnotar hann draumaatriði, sem er vörumerki andleysisins. Það er fátt annað að segja um þennan samsetn- ing sem státar ekki af neinu sem ekki hefur á'ður sést í þessari syrpu og það dylst engum hversvegna Heather Langenkamp hefur fátt ann- að fengið að leika á sínum ferli en andskota Freddys Kruegers. Sæbjörn Valdimarsson Styrkur hóg- værðarinnar EITT verkanna á sýningunni. MYNPIIST Mcnningar- stof nun Bandaríkj- 'anna LJÓSMYNDIR RON LEVITAN Opið frá 13-18 virka daga. Lokað laugar- daga og sunnudaga. Til 9. desember. ENSKA orðið „Dia- logue“, er einn mest notaði frasi í nútímalist og útleggst samkvæmt orðabókinni jafnt um- ræða sem skoðana- skipti. Hugtakið er þannig rúmt, en vísar þó öðru frem- ur til beinna tjáskipta milli geranda og þolanda þ.e. listamannsins og listnjótandans. Viðbrögð umræðu og skoðanaskipta eru margvísleg, eins og listaverk hafa mismunandi áhrif á hvern og einn, útgeislan þeirra á einn veg og víxlverkun á annan teljast þannig af sértækum og einstaklingsbundnum toga. í núlistum hefur eftirsókn eftir sterkum viðbrögðum farið út fyrir öll mörk, ekki síður en að í kvik- myndum eða skemmtanaiðnaðinum eru stöðugt notuð sterkari meðöl til að ná athygli njótenda og þann- ig skapa grundvöll fyrir meira áhorf. Af því hefur leitt, að einföld og látlaus tjáning hefur átt undir högg að sækja, eins og hávaðinn vill yfir- gnæfa lágu tónana, séu þeir ekki mun dýpri og sértækari. Hamslaust og skerandi öskur úr mannsbarka þrengdi sér jafnvel inn á vettvang núlista á síðustu Dokumenta sýn- ingu. En eins og listin sækir jafnan í andstæðu sína hafa þessir öfgar aukið vægi hins einfalda og látlausa og má búast við að næsta æði verði hógværðin eins og villta málverkið og bruðlið með áhrifameðölin lyfti naumhyggjunni á stall. Þessar hugleiðingar sóttu að rýn- inum við opnun sýningar ljósmynda ameríkumannsins Ron Levitan sl. föstudag, en listamaðurinn hefur einmitt valið henni nafnið „Dia- logue“ en í þá veru að skírskötað er til hógværðarinnar, hinnar lág- væru innilegu samræðu og opnu tjáskipta milli manns og miðils. Ron Levitan telst áhugaljós- myndari en af virkari tegundinni, því að hann hefur haldið nokkrar einkasýningar á undangengnum árum og á sama tíma tekið þátt í allnokkrum samsýningum og allt hefur þetta gerst í heimalandinu fram að þessu. Gerandinn velur sér ákveðið þema og gengur þá út frá mjög nærtækum og persónulegum for- sendum t.d. er faðir hans uppistað- an í einu viðfangsefninu, en lítill sonur hans í öðru, og það er ein- mitt myndaröðin sem hann sýnir hér. Sonurinn sést við hinar aðskiljan- legustu athafnir í hvunndeginum og varð þessi friðsæla myndaröð til á tímum gleðivímunnar er gagntók menn eftir sigurinn í „100 klukku- stunda stríðinu" við Persaflóa. Friður og sælutilfinning yfir líf- inu og grómögnum þess er gegnum- gangandi í myndunum, og um leið einhver tímalaus galdur. Það tekur stund að átta sig á þeim, en líkast er sem nálgun þeirra stigmagnist smátt og smátt án þess að maður geri sér endilega grein fyrir því. Samspil grátóna ásamt ljósbrigð- um í jöfnum rólegum stígandi telst veigur myndanna, ásamt því hvern- ig athyglin dreifist yfir allan flötinn. Bragi Asgeirsson Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir UM 60 manna kór sem myndaður var úr barnakór og kirkjukór Egilsstaðakirkju flutti nokkur lög á aðventutónleikunum. Aðventutónleikar í Egilsstaðakirkju Egilsstöðum. Morgxinblaðið. AÐVENTUTÓNLEIKAR voru haldnir í Egilsstaðakirkju á suhnu- daginn. Þar var meðal annars frum- flutt verk fyrir blandað kór og hljóð- færaleik eftir Julian Hewlett, Sjá himins opnast hlið. Þrír kórar fluttu dagskrá, Kirkjukór Egilsstaða, Barnakór Egilsstaðakirkju og blandaður kór, ásamt hljóðfæraleik- urum sem fluttu ýmis verk. Stjórnendur kóranna eru hjónin Rosemary og Julian Hewlett, og Ásdís Blöndal sem er söngstjóri barnakórsins. Organisti Egilsstaða- kirkju er Julian Hewlett og er hann höfundur verksins, Sjá himins opn- ast hlið, sem frumflutt var á tónleik- unum. Þar söng kirkjukórinn undir stjórn Rosemary Hewlett, en Julian lék á orgel og aðrir hljóðfæraleikar- ar voru; Gilian Haworth á óbó, Ell- en Rós Baldvinsdóttir á klarinett, Charles Ross á lágfiðlu og Suncana Slamming á Selló. Nýjar bækur • BROSAÐ gegnum tárin er heiti á unglingasögu eftir Helga Jóns- son. I fréttatilkynningu segir frá Sóleyju sem fannst hún vera ljót þar til henni var boðið að taka þátt í fegurðarsamkeppni. „Hér er á ferðinni spennandi saga um dularfulla atburði í hversdagslíf- inu. Saga sem íjallar um alvarlega hluti á nærfærinn hátt.“ Helgi Jónsson hefur áður skrifað bæk- urnar Skotin, Nótt í borginni, Myrkur í maí og Englakroppar. Útgefandi er Tindur, Ólafsfirði. Bókin 181 bls. ogkostar 1.880 kr. • DAGBÓK Berts, teikni- myndasaga eftir Anders Jacobs- son og Sören Olsson, er komin út. Þýðandi er Jón Daníelsson. Allir þekkja Bert og uppátæki hans. Hér birtist hann í fyrsta sinn í teiknimyndasögu. Útgefandi er Skjaldborg. Bókin er 32 bls. Kynningarverð 490 krónur. • KRAFTAVERKIÐ heitir ný barnasaga eftir Helga Jónsson. Bókin segir frá Maríu og Þór sem bæði eru sex ára. Þau eru vinir. En rétt fyrir jólin verður slys. María slasast alvarlega þegar hún verður fyrir bíl. Þá er það Þór sem reynir að fá Guð í lið með sér til að bjarga Maríu, segir í fréttatil- kynningu. Helgi Jónsson hefur skrifað fjölmargar bækur fyrir unglinga. Teikningar eru eftir Sölva H. Ingimundarson, mynd- Ustarmanna. Útgefandi er Tindur, Ólafsfirði. Bókin 130 bls. og kostar 990 kr. • HEIMS um ból er ný bók eftir Björn Dúason. I bókinni er rakin saga þýska sálmsins og fjallað um þau íslensku skáld sem hafa spreytt sig á að þýða hann eða semja nýja texta út frá efni jól- anna. Björn Dúason er meðhjálp- ari Ólafsfjarðarkirkju og safnaði hann saman öllum íslensku ljóðun- um sem gerð hafa verið út frá þessum jólasálmi, allt frá Svein- birnir Egilssyni (f. 1791) til sr. Sigurðar Ægissonar (f. 1958). Björn Dúason samdi bókina um Síldarárin á Siglufirði._ Útgefandi er Tindur, Ólafsfirði. Bókin er tæpar 100 bls. ogkostar 2.890 kr. Tónleikar í Landa- kotskirkju SELKÓRINN á Seltjarnarnesi og Friðrik Vignir Stefánsson orgel- leikari efna til tónleika í Landa- kotskirkju á morgun, fimmtudag, 1. desmber, kl. 20.30. Á efnis- skránni eru eftirtalin verk: Andantino í g-moll eftir César Franck, Gotnesk svíta eftir Léon Boellmann sem Friðrik Vignir leikur á orgel kirkjunnar og Requiem eftir Gabriel Fauré sem Selkórinn flytur ásamt einsöngv- urum. Einsöngvarar eru Þuríðut' Guðný Sigurðardóttir, sópran, og Eiríkur Hreinn Helgason, bariton. Auk þessa flytur kórinn nokkur aðventu- og jólalög. Verð aðgöngumiða á tónleikana er 1.000 krónur og verða þeir seldir við innganginn. Einnig er hægt að fá miða nú þegar hjá kórfélögum. Stjórnandi kórsins er Jón Karl Einarsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.