Morgunblaðið - 30.11.1994, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 30.11.1994, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 1994 33 AÐSENDAR GREINAR Um fjármál sljórnmálaflokkanna Leifur Sveinsson I. Þann 2. september 1994 undirritaði Frið- rik Sophusson fjár- málaráðherra reglu- gerð nr. 483 um frá- drátt frá tekjum af atvinnurekstri eða sjálfstæðri starfsemi. Greinar 15-18 íjalla um frádrátt vegna gjafa til menningar- mála o.fl. í E-lið 16. gr. er heimild til þess að styrkja stjórnmála- flokka, ef framlög fara ei yfir 0,5% af tekjum sbr. B-lið 7. gr. laga nr. 75/1981 um tekjuskatt og eignar- skatt. Fram að setningu þessarar reglugerðar ríkti nokkur óvissa um frádráttarhæfni þessara framlaga til stjórnmálaflokkanna og mun hún sett til þess að taka af allan vafa um þessi mál. n. Eigi nægja stjórnmálafiokkun- um fijáls framlög fylgismanna sinna, svo þeir skammta sér ríflega fé af fjárlögum. Á fjárlögum 1994 eru samtals veittar til stjórnmála- flokkanna 134 milljónir. Á fjár- lagafrumvarpinu fyrir 1995 er þessi upphæð 134,7 milljónir. Margir hafa efast um, að slík sjálftaka sé heimil samkvæmt stjórnarskránni og þar vitnað í úrskurð stjórnlagadómstólsins í Karlsruhe, en þar var því slegið föstu, að styrkir til fræðslustarf- semi í stjórnmálafélögum ungra manna væru frádráttarbærir, ann- að ekki. Þjóðveijum hefur gengið illa að feta hið hála einstigi lýð- ræðisins og éru þess vegna mjög varir um sig. Því miður eigum við íslendingar engan stjórnlagadómstól og er það miður. III. Nú eru fjárlög brátt til lokaaf- greiðslu á Álþingi fyrir árið 1995. I þau þarf að bæta sérstöku ákvæði þess efnis, að engir fái greitt af fjárlögum, nema leggja fram endurskoðaðan og áritaðan efnahags- og rekstursreikning KRIPALUJOGA Hugleiðsla færir þér einbeitingu, styrk og hugarró. Námskeiðið verður dagana 5., 7. og 10. desember. Láttu þetta tækifæri ekki framhjá þér fara. Leiðbeinandi: Helga Mogensen. JÓGASTÖÐIN HEIMSLJÓS, Skeitunni 19, 2. hæð, s. 889181 alla vlrka daga kl. 17-19. Munlð SÍMSVARANN. með umsókn sinni um framlög úr ríkissjóði. Yrðu þá stjórnmála- flokarnir að velja á milli, hvort þeir hafni framlögum til sín á fjárlögum, eða leggi fram reikninga sína. Við þetta ynnist tvennt. Annars vegar myndi létta hinu mikla álagi, sem jafnan er á fjárlaganefnd, þar sem vitað er að um- sóknum frá hinum ýmsu félagasamtök- um myndi fækka svo verulega við kröfuna um framlagningu reikninga, að nefndin hefði starfsfrið. Hins veg- ar gætu framkvæmdastjórar stjórnmálaflokkanna horft kinn- roðalaust framan í kjósendur sína og sagt: „Við höfum ekkert að fela.“ IV. Þegar ég þekkti best til í Sjálf- stæðisflokknum, þá voru ekki gefnar kvittanir fyrir fjárframlög- um til flokksins, heldur gefinn út auglýsingareikningur frá Stefni, tímariti flokksins. Sú auglýsing birtist auðvitað aldrei. Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra vill beijast gegn skattsvik- um og hefur skorið upp herör gegn þeim og er það vel. Vonandi tíðk- ast ekki lengur hinar gömlu fjáraflaleiðir Sj álfstæðisflokksins, Margir efast um að sjáiftaka stjórnmála- flokka á almannafé, segir Leifur Sveinsson, sé heimil samkvæmt stjjórnarskránni. sem lýst er hér að ofan. Sam- kvæmt upplýsingum, sem ég hefi aflað mér, virðast fjármál Sjálf- stæðisflokksins í góðu lagi undir stjórn hins snjalla fjármálamanns, Kjartans Gunnarssonar. Skv. veð- bókarvottorði eru þinglýstar skuldir í húsi flokksins aðeins 15 milljónir, lán frá íslandsbanka. Brunabótamat hússins er aftur á móti kr. 225.677.022. Ég er ókunnugur fjármálum hinna stjórnmálaflokkanna, en hefí óljós- an grun um, að þeir hafi farið flatt á því að gefa út einlit flokksblöð, en það er erfítt að snúa þróuninni við á þessu sviði, t.d. hefur það tekið mig alla mína ævi a_ð sann- færa almenning um, að Árvakur hf. eigi Morgunblaðið, en ekki Sjálfstæðisflokkurinn. V. Ég átti lengi í baráttu við Jón Skúlason, þegar hann var póst- & símamálastjóri, vegna upplýsinga, er ég óskaði eftir, um hve mikið embætti hans greiddi fyrir flutning á símum fyrir stjórnmálaflokkana við hinar ýmsu kosningar. Hann neitaði mér um þessar upplýs- ingar, því ekki mætti gefa upp viðskipti einstakra símnotenda. Hagstofa íslands hefur einnig verið treg til þess að veita upplýs- ingar um, hve margar kjörskrár stjómmálaflokkarnir fái ókeypis við kosningar, en almenningur verður að greiða Hagstofu íslands fullt verð fyrir sömu þjónustu. Þar sem þjóðfélagið er nú allt að opnast, jafnvel börn búin að fá sinn eigin umboðsmann, þá er það lágmarkskrafa, að allir viðskipta- vinir sitji við sama borð hjá þessum stofnunum. Allri mismunun verði hætt. VI. í Bandaríkjum Norður-Ameríku er oft sagt: „Politics are dirty“ (stjórnmál eru sóðaskapur). Enn fremur er sagt þar í landi: „Léleg- ir stjórnmálamenn eru skapaðir af fólki, sem situr heima á kjör- dag.“ Kosningaþátttakan í þing- kosningunum í USA í nóvember sl. var t.d. um 37%. Á íslandi er hún yfirleitt um 85%. Kosninga- þátttaka myndi enn aukast hér á landi, ef kjósendur fengju ekki eingöngu að velja lista, heldur einnig að raða á listann. Slík skip- an gerði hin vandræðalegu próf- kjör óþörf. VII. Lokaorð Með reglugerð nr. 483/1994 opnast möguleikar fyrir stjórn- málaflokkana að auka mjög tekjur sínar. En réttindum fylgja skyld- ur. Ríkisskattstjóri þarf að fylgjast grannt með því, hve háar upphæð- ir verða greiddar til stjórnmála- flokkanna í skjóli hinnar nýju reglugerðar. Á framtalseyðublöð- um 1995 má gjarnan hafa sér- stakan dálk fyrir þessa styrki. Verði hér um verulegar fjárhæðir( að ræða, mætti minnka styrki fjár- laganefndar til stjórnmálaflokk- anna, eða jafnvel afnema þá með öllu. Á árinu 1993 varð hagnaður af starfsemi Kvennalistans kr. 4.027.686. Það bendir til þess, að styrkir fjárlaganefndar séu í hærra lagi. Kvennalistinn hefur riðið á vaðið með framlagningu reikninga og ber að fagna því. Höfundur er lögfræðingvr í Reykjavik. TRÉSMÍÐI ^ Fjölbrautaskólinn í Breiðholti FJÖLBRAUTASKÚLINN BREI0H0LTI Grunndeiid undirstöðuatriði í trésmíði Húsasmíði grunn- og framhaldsdeildir Húsasmíði fyrir nema á samningi FB þegar þú velur verknám ■ TOSHIBA Margföld verðlaunatæki fyrir þá sem vilja aðeins það besta! Fagtímarit, sem prófað hafa nýju TOSHIBA sjónvarpstækin eru samdóma um kosti þeirra og gefa beim einkunina ^SSESBS» msm TOSHIBA SURROUND" Þitt eigið heimabíó! TOSHIBA tækin eru með nýja sem gefur áður óþekkt I myndgæði, 3 mögnurum og kerfi með SUPER C-3 myndlampanum SURROUND' superwoofer hátölurum, NICAM stereo og íslensku textavarpi. Borgartúni 28 “S 622901 og 622900 Kynntu þérTOSHIBA sjónvarpstækin og þú sannfærist _ pjónusta íþína þágu - um að þau eru líka „BESTU KAUPIN á íslandi!“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.