Morgunblaðið - 30.11.1994, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 30.11.1994, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 1994 41 ÍSLAIMDSMEISTARAKEPPIMI í DANSI ENGINN SNJOR OG GÓÐUR DANS - var það tvennt sem kom enska dómaranum, frú Ednu Murphy, hvað mest á óvart DANS Iþróttahúsið vió Strandgötu fslandsmeistarakeppni með frjálsri aðferð 27. nóvember. íslandsmeistarakeppnin í 5 og 5 °g 4 og 4 dönsum, með frjálsri aðferð, fór fram í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði sunnudaginn 27. nóvember. Kepp- endur voru rúmlega 400 og döns- uðu þeir dátt við mikla hvatningu frá áhorfendum. Fyrsta jœppni ársins, á vegum Dansráðs íslands, hins nýja samein- aða fagfélags danskennara, fór fram síðastliðinn sunnudag í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfírði. Þessi keppni hefur yfirleitt markað upphaf keppnistímabilsins hér á Fróni og verið mikil hátíð fyrir íslenska dans- ara. Alls voru rúmlega 200 pör skráð til keppni, annars vegar í fijálsu keppninni og hins vegar í keppni í einum dansi, sem ávallt er boðið upp á samhliða þeirri frjálsu. Áhorfendur voru vel með á nótunum, á stundum fullvel, og virtust þeir skemmta sér nokkuð vel. Það var klukkan 14 sem forseti Dansráðs ísland setti keppnina, eftir hina hátíðlegu og hefðbundnu fána- hyllingu. Forsetinn kom í ræðu sinni inn á að þetta ár yrði sér ákaflega eftirminnilegt, sérstaklega fyrir þær sakir að danskennarar sameinuðu fagfélögin tvö í eitt á liðnu sumri. Hann óskaði svo jafnframt keppend- um og áhorfendum góðrar skemmt- unar. Að lokinni setningu dansaði stúlknahópur úr Jazzballettskóla Báru einn jazzdans. Dansinn var mjög skemmtilega saminn og vel æfður og það var mjög gaman að horfa á hann. En þó verð ég að segja að mér fannst lagið alveg frámuna- lega leiðinlegt, sem er mikil synd, því dansinn var góður. Aðalkeppnin Þá var komið að aðalkeppninni og ekki var ráðist á garðinn þar sem hann var lægstur heldur var það, að mínu mati, langjafnasti riðillinn sem hóf keppnina, en það var 14-15 ára riðillinn. Það er ekki hægt að neita því að loftið hafí verið þrungið spennu, svo næstum gneistaði af. Þessi aldurshópur byijaði á suður- amerísku dönsunum og voru það alls 19 pör sem hófu keppnina í þessum riðli. Fyrst var fækkað niður í 12 pör og svo í 6. Ég hefði ekki viljað vera í sporum dómaranna að velja • úr þessum hæfileikaríku og frábæru dönsurum sem voru þarna á ferðinni. Það var í þessum riðli sem sú spurn- ing leitaði hvað mest á mig um hvort þrír dómarar réðu við þetta mikla verk, þó sVo að á ferð væru virtir og reyndir dómarar. Þyrftum við ekki að hugleiða að fjölga dómurum upp í a.m.k 5 eða fleiri og þá jafn- vel að reyna að þjálfa upp t.d. einn til tvo íslenska dómara? Eg veit að það hefur verið reynt, en að mínu mati var of fijótt gefist upp. Ég held nefnilega, að þegar einungis þrir dómarar dæma, sé hætta á því að þeir hreinlega missi af pörum, sökum þess hve lítinn tíma þeir hafa til þess að mynda sér skoðun. Næstur á gólfið sté flokkur 16 ára og eldri og dönsuðu þau standard dansana, en þar voru líkt og i riðlin- um á undan feikilega góðir dansar- ar, þó svo að pörin hafi ekki verið eins jöfn. Geysilega hörð barátta var um sætin á verðlaunapallinum og nýttu keppendur alla sína krafta til hins ýtrasta. Flokkur 12-13 ára var næstur í röðinni, en í þessum flokki eru yngstu pörin, sem keppa í dansi með fijálsri aðferð. Það er ótrúlegt hve mikinn þroska þessi pör hafa í dansinum og þetta vald sem þau hafa á líkaman- um. Mér finnst raunar eitt atriði skyggja svolítið á í þessum flokki, eins og í raunar öllum yngri flokkun- um, en það er að mér finnst þessar ungu stelpur alltof oft vera gerðar að nokkurskonar „kynbombum"; í raun er ég að segja það að mér finnst æskan í þeim ekki fá að njóta sín. En hvað sem líður þeirri skoðun minni, dansa þessi pör mjög vel. Þá áttu tveir flokkar eftir að keppa í fyrri hluta fijálsu keppninnar. Það var komið að flokki 16-18 ára. Þar voru í flestum tilfellum sömu pör að keppa og í flokki 16 ára og eldri. Ég dáist af þeirri orku sem þessi pör hafa, því það tekur meira en lítið á að keppa svona „tvöfalt“. Um þennan hóp hef ég ekkert meira að segja en búið er. Atvinnumennirnir Að venju voru það atvinnumenn- irnir sem luku þessum fyrri hluta fijálsu keppninnar. Aðeins tvö pör kepptu í þessum flokki, Jón Pétur Ulfljótsson og Kara Amgrímsdóttir og þá par sem er að taka þátt í þess- um flokki í fyrsta sinn saman, Jó- hann Örn Ólafsson og Unnur Berg- lind Guðmundsdóttir. Bæði pörin dönsuðu ákaflega vel og dans þeirra gladdi öll augu, sérstaklega yngri kynslóðarinnar. Einsdanskeppnin Að venju var boðið uppá keppni í einum dansi og verður það að teljast af hinu góða, því ónóg keppnis- reynsla ís- lenskra para stend- ur kepp- endunum okkar einna mest fyrir þrifum. Yngstu keppend- urnir hér vom í flokki 8-9 ára en aldursforsetarnir vom í flokki 50 ára og eldri. Þarna var mikil og skemmti- leg „dansflóra" á ferðinni og eins og ég hef mar- goft sagt áður, er hrein unun að horfa á yngstu krakkana dansa, ekki svo að skilja að neinu sé hallað á aðra flokka. Einsdan- skeppni er orðin fastur og góður liður í dagskrá fijálsu keppninnar hér á landi og alltaf er skemmtileg til- breyting að horfa á þennan þátt keppninnar. HÍnn síðari hluti Síðari hluti fijálsu keppninnar var ekki mikið frábrugðinn hin- um fyrri, nema að því leytinu til að pörin sem dönsuðu suður-amerísku dansana í fyrri hlut- anum dönsuðu standard-dansana og öfugt. Spennan var engu minni og hvatningarhróp áhorfenda sýnu meiri. Einnig var keppt hér í flokki atvinnumanna og vora einnig tvö pör á ferðinni í þetta sinn, Jón Pétur og Kara og Haukur Ragnarsson og Est- er Inga Níelsdóttir. Að venju dönsuðu þessi pör mjög vel og sýndu á sér margar góðar hliðar. Þrír erlendir dómarar Dómarar keppninnar vom þrír og komu þeir frá Englandi, Hollandi og Noregi. Enski dómarinn, frú Edna Murphy, sem er ákaflega virtur dóm- ari í sínu heimalandi og dæmir um víða veröld, sagði í samtali að tvennt hafi komið sér á óvart á íslandi. Það fyrra var að hér var enginn snjór, henni hafði nefnilega verið ráðlagt að dúða sig upp sökum nísting- skulda, hið síðara kom skemmtilega á óvart, en það er hve mikil gæði em í íslenskum dansi. „Það er ekki nóg með að þið séu með allra nýjustu sporin, heldur eigið þið frábæra dans- ara, sérstaklega í 10 dönsum!" Hún var mjög ánægð með daginn og sagð- ist hlakka til að sjá pörin okkar aft- ur og vonandi fengi þún tækifæri til að koma hingað til íslands aftur. Keppnin gekk vel en var ekki hnökralaus . í heildina gekk keppnin þokkalega fyrir sig, en hún var alls ekki hnökra- laus. Mig langar hér að gera athuga- semd við nokkur atriði. Fyrst og Morgunblaðið/Jón Svavarsson HAFSTEINN Jónasson og Laufey K. Jónasdóttir eru góðir dansarar þrátt fyrir ungan aldur. DAVÍÐ Arnar Einarsson og Eygló Benediktsdóttir dansa hér tangó með tilþrifum. fremst er það seinkun á tímatöflu, sem að mínu mati stafar fyrst og fremst af óstundvísi og kæmleysi SYSTKININ Arni Þ. Eyþórsson og Erla S. Eyþórsdóttir stóðu sig að venju frábærlega. keppenda, sérstaklega í eldri flokk- unum. Það er með öllu óþolandi að pörin séu ekki tilbúin á settum tíma og jafnvel þá með röng númer á bakinu. Við íslendingar verðum að temja okkur stundvísi, það er arg- asti dónaskapur að ætlast til þess að hægt sé að seinka keppni um „smástund" bara fyrir kæruleysi jafnvel eins aðila. Svona „smá- stundaseinkanir" urðu alltof margar. Mér finnst hugsanlegt að taka upp annarra þjóða siði, en það er að láta keppnina hefjast á settum tíma, þrátt fyrir að öll pör séu ekki mætt á gólf- ið, þau pör eru þá að sjálfsögðu úr leik. Eins er það óþolandi að pör séu að hlaupa yfir endilangt gólfið, eftir hvern einasta dans sem þau dansa til þess að fá sér eitthvað að drekka, hvaða tíma haldið þið að það taki nú ef öll pör myndu gera slíkt hið sama? Ég mæli með að hlutaðeigend- ur fari bara út að hlaupa og reyni að auka þrek sitt þannig. Seinkanir á tímatöflu eru ávallt slæmar og valda því að nánast ómögulegt er að segja keppendum til um það hve- nær þeir dansi næsta „round“. Ég myndi einnig mæla með því að í næstu tímatöflu yrðu sett fleiri smá- hlé inná milli, ef tímataflan fer þá eitthvað úr skorðum, er hægt að sleppa hléum eða lengja, eftir því sem við á. Vandaverk að velja tónlistina Að velja tónlist í danskeppni er mikið vandaverk og verð ég að segja alveg eins og er að mér fannst tón- listin yfirhöfuð hræðilega leiðinleg. Auðvitað voru ágætislög inná milli, þá sérstaklega í fijálsu keppninni. Einnig fannst mér lögin fyrir yngstu keppendurna ekki valin af nógu mik- illi kostgæfni, þar hefði mátt velja taktbetri lög, svo ekki sé meira sagt. Eins fannst mér hljóðkerfið alls ekki nógu gott, hvað eftir annað var ekki hægt að greina orðaskil kynna, sem stóðu sig annars ágætlega. Mig lang- ar þó að gera athugasemd við að þegar lesnir voru upp sigurvegarar 5 í hverjum flokki, voru nöfn þeirra fyrst lesin upp en síðan númer, en þá vom áhorfendur farnir að klappa og maður heyrði ekki neitt. Þetta er mjög óþægilegt því að í keppnisskrá er raðað upp í númeraröð en ekki stafrófsröð. Starfsmenn keppninnar stóðu sig annars með mestum ágætum og vil ég þakka þeim þeirra starf, sem er hreint ekki lítið. „Errare humanum est“ segir mál- tækið og eru það orð að sönnu, að mistök séu mannleg og þó svo að ég hafi gert athugasemdir við nokk- ur atriði hér á undan, breytir það því ekki að dagurinn var ákaflega hátíðlegur og skemmtilegur í flesta staði. Einnig er ánægjulegt að sjá" I í hve mikilli framför íslenskur dans er um þessar mundir og ástæða til að hvetja fólk tii að halda áfram á sömu braut dansinum til heilla. Úrslit 12-13 ára Latin: Benedikt Einarsson - Berglind Ingvarsd. DJK Elðvarð Þ. Gíslason - Ásta L. Jónsdóttir DJK Hafsteinn Jónasson - Laufey K. Einarsd. DJK 12-13 ára Standard: Benedikt Einarsson — Berglind Ingvarsd. DJK Hafsteinn Jónasson - Laufey K. Einarsd. DJK Eðvarð Þ. Gíslason - Ásta L. Jónsdóttir DJK 14-15 ára Latin: Sigursteinn Stefánss. - Elísabet S. Haraldsd. DJK Öm I. Björgvinsson - Karen B. Björgvinsd. DJK Brynjar Þorleifsson - Sesselja Sigurðard. DSM 16-18 ára Latin: ÁmiÞórEyþórsson-ErlaS.Eyþórsd. DJK Eggert T. Guðmundss. - Guðfinna Björnsd. DJK VictorVictorsson-SædísMagnúsd. ND 16 ára og eldri Latin: GunnarSverrisson-AnnaB.Jónsd. DAH Ámi Þ. Eyþórsson - Erla S. Eyjwrsd. DJK Ólafur J. Hansson - Kolbrún Y. Jónsd. DHÁ 16 ára og eldri Standard: Gulmarss.-AnnaB.Jónsd. DAH Árni Þ. Eyþórsson - Erla S. Eyþórsd. DJK Davíð A. Einarsson - Eygló K. Benediktsd. DJK Atvinnuinenn - Latin: Jón Pétur Úlfljótsson - Kara Amgrímsd. DJK1 Haukur Raparsson - Esther I. Níelsdóttir ND Atvinnumenn - Standarad: Jón Pétur Úlfljótsson - Kara Arngrímsd. Jóhann Örn Ólafsson - Unnur B. Guðmundsd. 14-15 ára Standard: Sigursteinn Stefánss. - Elísabet S. Haralds. DJK Þröstur Mapúss. - Svanhvít Guðmundsd. DJK Þorvaldur S. Hinnars. - Jóhanna E. Jónsd. DAH Jóhann Gunnar Arnarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.