Morgunblaðið - 30.11.1994, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.11.1994, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI íslandsflug hættir Siglufjarðarflugi að óbreyttu FN tilbúið að fljúga til Siglufjarðar FYRIRHUGAÐ er að forsvarsmenn Siglufjarðarbæjar hitti Halldór Blöndal samgönguráðherra að máli í vikulok til að ræða þá stöðu sem hugsanlega kemur upp hætti Is- landsflug áætlunarflugi til_ Siglu- fjarðar, en forráðamenn Islands- flugs hafa lýst yfir að þeir treysti sér ekki til að halda flugi áfram að óbreyttu. Flugfélagið hyggst hætta flugi á leiðinni Reykjavík- Siglufjörður frá og með næstu ára- mótum nema leyfi fáist til að milli- lenda á Sauðárkróki eða fjárstuðn- ingur komi til frá ríki og eða Siglu- fjarðarbæ. Margt kemur til greina Björn Valdimarsson bæjarstjóri á Siglufirði átti fund með Sigurði Aðalsteinssyni framkvæmdastjóra Flugfélags Norðurlands í vikunni þar sem rætt var um stöðu mála. „Þetta var mjög góður fundur,“ sagði Björn, „þeir eru tilbúnir að hefja aftur flug hingað til Siglu- íjarðar ef sú staða kemur upp að Islandsflug hætti að fljúga hingað.“ Hann sagði að næstu skref í málinu væru að ræða við samgönguráð- herra og ráðuneytisstjóra í sam- gönguráðuneyti og væri fundur fyr- irhugaður í lok vikunnar. íslands- flug hefði þó enn ekki formlega til- kynnt um að áætlunarfluginu yrði hætt og ekki væri hægt að taka neinar ákvarðanir fyrr en endanlega væri ljóst hvort félagið legði flugið niður. „Ég er sannfærður um að það verður flogið hingað áfram, hvort sem það verður íslandsflug eða Flugfélag Norðurlands, það er ýmislegt sem kemur til greina en ég vona að þetta mál skýrist eftir fundinn með samgönguráðherra," sagði Björn. Sigurður Aðalsteinsson fram- kvæmdastjóri Flugfélags Norður- lands sagði að á fundi með bæjar- stjóra Siglufjarðar hefði hann gert grein fyrir þeim hugmyndum sem til greina kæmu af hálfu félagins sem orðið gætu til að leysa málið. „Við höfum stungið upp á ákveð- inni lausn,“ sagði Sigurður, „en við bendum auðvitað á að með þessu erum við einungis að koma með hugmyndir, við erum alls ekki að reyna að yfirbjóða íslandsflug eða troða okkur inn á þessa flugleið. Þessar hugmyndir eiga aðeins við ef til þess kemur að íslandsflug hættir að fljúga til Siglufjarðar. Verði það niðurstaðan erum við til- búnir að koma þarna inn,“ sagði Sigurður. Ráðstefna um Evrópu- sambandið EVRÓPU S AMBANDIÐ og Iðnþróun- arfélag Eyjafjarðar standa fyrir ráð- stefnu um málefni Evrópu á Hótel KEA á Akureyri nk. fimmtudag, 1. desember. Fjallað verður um stöðu norðlensks atvinnulífs með tilliti til EES-samningsins og Evrópusam- bandsins ekki síst í ljósi þeirra breyt- inga sem eru að eiga sér stað í Evr- ópu vegna inngöngu EFTA-ríkjanna í Evrópusambandið. Sendiherra Evrópusambandsins á íslandi Aneurin Rhys Hughes og Ivor Lloyd Roberts sem sér um samskipti á sviði verkalýðs- og félagsmála fyrir framkvæmdastjóm Evrópusam- bandsins verða fulltrúar sambandsins á ráðstefnunni. Einnig flytja erindi Ásgeir Magnússon framkvæmda- stjóri Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar, Magnús Gauti Gautason kaupfélags- stjóri KEA, Jón Steindór Valdimars- son frá Samtökum iðnaðarins, Stein- grímur J. Sigfússon þingmaður Norð- urlandskjördæmis eystra og Vil- hjálmur Egilsson þingmaður Norður- landskjördæmis vestra. Ráðstefnan hefst með innritun kl. 13.45 og er öllum opin sem áhuga hafa á atvinnumálum. Snjókarlinn stóð stutt ÞEIM fannst ekki ónýtt þessum þýsku ferðalöngum að lenda í heilmikilli snjókomu á Akureyri í fyrrakvöld. Brugðu þeir sér síðla kvölds út í hríðina og gerðu snjókarl sem reyndar stóð ekki lengi; það fór að rigna þegar á leið morgunin og i gærdag var hvöss sunnanátt sem gekk endanlega frá honum. Nýtt blað um menn- ingarmál LISTAUKINN er nýtt blað um listir, menningu og umhverfi sem Örn Ingi Gíslason, myndlistar- maður á Akureyri, hefur gefið út. Hann hefur unnið nær allt efni blaðsins sjálfur, en það er unnið hjá Ásprent hf. á Akur- eyri. Það er um 60 blaðsíður, en í því er m.a. að fínna viðtöl við listafólk á Akureyri, Reykjavík, Siglufirði, Sauðárkróki og einnig er þar efni frá Hólmavík, svo eitthvað sé nefnt. Blaðið mun koma út fjórum sinnum á ári og er ætlað að vera í bland á léttu nótunum og hinum alvarlegri. Efni frá börnum og unglingum verður ávallt í blaðinu. „Þetta er gamall draumur," sagði Örn Ingi þegar hann kynnti blaðið „en það má líka segja að þetta hafi orðið óvart, þetta átti ekki að verða svona alvarlegt, en samvinnan við þetta metnað- Morgunblaðið/Rúnar Þór ÖRN Ingi með nýja blaðíð, Listaukann. arfulla fólk í prentsmiðjunni varð til þess að við æstum hvort annað upp og þetta er útkoman,“ sagði Örn Ingi um Listaukann, en hann byrjaði að vinna við blað- ið í maí síðastliðnum. Blaðið kostar 489 krónur en formlegur útgáfudagur er 1. des- ember. Miðstöð fólks íatvinnuleit Gamanmál á dagskrá MIÐSTÖÐ fólks í atvinnuleit verð- ur með opið hús í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju í dag, miðviku- daginn 30. nóvember, milli kl. 15 og 18. Aðalsteinn Bergdal leikari hjá Leikfélagi Akureyrar verður gest- ur á samverustundinni og mun slá á létta strengi og hafa uppi ýmis gamanmál. Kaffi og brauð verður á borðum að vanda þátttakendum að kostn- aðarlausu og dagblöð liggja frammi. Umsjónarmaður Safnaðarheim- ilis gefur nánari upplýsingar um starfsemina og tekur einnig á móti pöntunum vegna viðtala fyrir Lögmannavaktina sem er í Safnaðarheimilinu á miðvikudög- um milli 16.30 og 18.30. sen ACO hf. Akranes Apótek Akranesbær Alla lelð Anna & Nina sf. Apótek Hafnarfjarðar Apótek Vestmannaeyja Apótek Vesturbæjar Apótekið Neskaupstað Arkitektastofan Aðal bónstöðin Á.H.Á. byggingar Ágúst Ármann hf. Áhaldaleiga GKS Árbæjarapótek Ásgeir Sigurðsson hf. B & L Bessastaðahreppur Bifreiöaverkstæðið Baugsbrot sf Bifreiðaverkstæði H.P. Bifreiðaverkstæði Högna iónssonar Bifreiðaverkstæðið Baugsbrot Bifreiðaverkstæðið Vatnshorni Bifreiðaverkstæðið Ásinn Billiardstofan Torgið Blikksmiðja Auðuns Blómabúðin íris Blómaverslunin Toppurinn Borgarnesbær Brauðval Bræðurnir Ormsson hf. Bílasprautun Sigurðar Haraldssonar Bílaverkstæði Harðar & Matta Bílaverkstæði Hrafnkels Bókabúð Kelfavíkur Bókabúðin Vestmannaeyjum Bókasafn S-Þingeyinga Bókbandsstofa Einars Sigurjónssonar Bókhaldsþjónustan Dalverk hf. Dalvfkurskóli Depla hf. E.I.G. teppahreínsun Efnalaugin Albert Ellingsen hf. Endurskoðunarmiðstöðin hf. Endurvinnslan hf. Fiskanes hf. Fiskhöllin Fiskkaup hf. Fiskverkun Haraldar Árnasonar Fiðlarinn á þakinu Fjárheimtan hf. Fjölbrautaskóli Suöurlands Framtal hf. Freygarður Jóhannsson G. Ingason hf. G.K.S. hf., húsgagnagerð Gallerí Borg Garðabær Gaulverjabæjarhreppur Glitnir hf. Griffill sf. Gustafsberg á Islandi Guðmundur Guðbjartsson Guðrún Hjörleifsdóttir Gæðabón Gámaþjónusta Akraness Hafnarfjarðarbær Haraldur Böðvarsson & Co. Heildv. Guðmu'ndar G. Halldórssonar Hekla hf. Hf. Ölgerðin Hitaveita Húsavíkur Hitaveita Suðurnesja Hjá Guðjóni Ó. Hjólbarðaverkstæði Isafjarðar Hjólbarðaviðgerð Vesturbæjar Holts Apótek HP á íslandi Hrunamannahreppur Hríseyjarhreppur Hér & nú innréttingar Héðinn Sigurðsson, Höfn Hópferðamiðstöðin Hótel Harpa Hótel Lind Hótel Reykjavík Hreysti hf. Húsnæðisnefnd Keflavíkur Höfn í Hornafirði Iðnlánasjóður (sbúðin Alfheimum Isfang hf. ísfélag Þorlákshafnar [slandsbanki Islensk bókadreifing hf. islensk ígulker jslenskur gæöafiskur Islux hf. Isold hárstudio Istel hf. I lohan Rönning Jón Indíafari Kaupfélag Hóraðsbúa Kaupfélag Skagfirðinga Kaupfélag Suðurnesja Kaupfélag Vestur-Húnvetninga Kaupfélag Árnesinga Keflavikur Apótek Keflavíkurverktakar Kentucky Fried Chicken Kexverksmiðjan Frón Kjörís Kópavogsbær Krist Tak Kvikmyndasjóður íslands Kvótabankinn Kynnisferðir Landgræðslusjóður Laugarnesapótek Leikfélag Reykjavíkur Ljósmyndastudio Ljósrit hf. Ljósvakinn sf. Línuhönnun hf., Verkfræðistofa FRV Lögfræðist. Indriða Þorkelssonar Lögmannsst. Jóhannesar Ásgeirssonar Lögmenn Suðurlandi hf. Magnús hf. hugbúnaður Margt smátt, auglýsingavörur Mjólkursamlag Borgfirðinga Mjólkursamlag ísfirðinga Mjólkursamlagið Búðardal Mjólkursamsalan Reykjavik Málaflutningsskrifstofan Múrver hf. Neskaupstaðarbær Norræna húsið Nýjar matvörur/Efnaval Námsflokkar Reykjavíkur Ofnasmiðja Suðurnesja Olís Nesti Optíma Ora hf. Oragle ísland Osta & smjörsalan Ostahúsið Ó.J. & Kaaber P. Ólafsson hf. Pedromyndir Pizza 67 Plastprent hf. Prentþjónustan Pökkun & flutningar Radíóbúðin hf., Apple-umboðið Rafbúðin Rafmagnsveitur ríkisins Raftæknistofan Reykjalundur Reykjavíkurhöfn Réttingaverkstæði Jóa Samvinnuferðir/Landsýn Samskip Sandblástur & málmhúðun hf. Sandvíkurhreppur Sparisjóður Hafnarfjarðar Sparisjóður Kópavogs Securitas hf. Selfossveitur BS. Sementsverksmiðja rikisins Siemens - Smith & Norland hf. Sjófang hf. Skandia Smith & Norland Sorphirðan Selfoss Sólbaðsstofa Reykjavíkur Sparisjóðurinn í Keflavík Sparisjóður Mýrasýslu Steinsteypir Stokkseyrarhreppur Studio Agústu & Hrafns Stétt hf. Sveinn Egilsson Sölusamband isl. fiskframleiðenda Söluskáli Esso Tálknafjarðarhreppur Trésmiðjan Grein hf. Tryggingamiðstöðin hf. Vatnsveita Reykjavíkur Verslunarmannafólag Hafnarfjarðar Verslunarmannafélag Reykjavíkur Viggó hf. Vogabær Véla & stálsmiðjan Vöruval Vífilfell hf. Virnet hf. Þ.H. blikk Þakpappaþjónusta Guðjóns Þingholt hf. Ölfushreppur Ölkjallarinn í-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.