Morgunblaðið - 30.11.1994, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 30.11.1994, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 1994 9 FRÉTTIR Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Á ferð og flugi ÞAÐ GETUR borgað sig að flýta sér hægt sérstaklega þegar iiáika er á vegum. Það fékk ökumaður sem var á ferð á Álfsnesafleggj- aranum um helgina að reyna. Lúmskhált var og missti hann stjórn á bíl sínum og fór í gegnum girðingu og því næst í nokkurra metra flugferð sem endaði upp á háum grjóthaug. Þótti með ólík- indum hvernig bíllinn komst upp á hauginn en hann mun svo gott sem ónýtur samkvæmt upplýsing- um frá lögreglunni. Grjóthaugurinn sem um ræðir á sér nokkuð merka sögu því þetta mun vera tilhöggvið gijót, leifar af byggingarefni sem notað var í Alþingishúsið 1881. Kristinn Jónsson vagnasmiður sem kunnur var á sinni tíð fékk afganginn og notað það í hús sem hann byggði á Frakkastíg í Reykjavík. Þegar húsið var seinna rifið komst grjót- ið í eigu hjónanna í Vonarholti á Kjalarnesi, Sæunnar Andrésdótt- ur og Sigurðar Sigurðssonar sem gjarnan er kenndur við Loftorku en nýverið keypti Selljarnanes- bær gijótið. Heilbrigðis- og tryggingaráðuneyti Tölvukaup boðin út án fjárlagaheimildar TÖLVUBÚNAÐUR fyrir heyrnar- lausa var fyrr á árinu boðinn út án þess að heimild væri fyrir slík- um kaupum á fjárlögum. Búið er að opna tilboð í búnaðinn en engin ákvörðun hefur verið tekin um framhaldið. Svavar Gestsson þingmaður Al- þýðubandalags spurði heilbrigðis- ráðherra á Alþingi s.l. mánudag hvenær ákvörðun yrði tekin um kaup á tölvubúnaði fyrir texta- síma, til Heyrnar og talmeina- stöðvar íslands. En í heilbrigðis- ráðherratíð Guðmundar Árna Stef- ánssonar var þessi búnaður boðinn út og miðað við að kostnaður yrði 18-24 milljónir króna. Sighvatur Björgvinsson heil- brigðisráðherra sagði að útboðið hefði ekki verið á vegum Trygg- ingastofnunar og á fjárlögum yfir- standandi árs væri ekki gert ráð fyrir framlagi til Heyrnar og tal- meinastöðvarinnar vegna þessa verkefnis. Sighvatur sagði að gera yrði ráðstafanir til að afla þess ijár sem þyrfti á næsta ári, eða í fjáraukalögum þessa árs. Merkileg ákvörðun Svavar Gestsson sagðist telja að ríkið væri skuldbundið til að greiða fyrir tölvunar úr því að út- boðið hefði farið fram með lög- formlegum hætti á vegum Ríkis- kaupa. Hann sagði að bersýnilega hefði verið tekin ákvörðun um að bjóða út textasímana án þess að peningar hafi verið til fyrir því á fjárlögum ársins 1994 og það væri mjög merkilegt að slík ákvörðun hefði verið tekin í heilbrigðis- og tryggingaráðuneytinu. Hótel ísland kynnir skemmtidagskrána B.JÖRGMN HALLDORSSON - 25 ÁRA AFMÆLISTÓNLEIKAR BJÖRGVIN HALLDÓRSSON iítur yfir dagsverkið sem dægurlagasöngvari á hljómplötum í aldaríjórðung, og við heyrum nær 60 lög frá glæstum ferli - frá 1969 til okkar daga ^AU-O' Gestasöngvari: V ^ SIGRÍÐUR BEINTEINSÐÓfm Leikmynd og leikstjórn: BJÖRN G. BJÖRNSSON Hljómsveitarstjórn:. GUNNAR ÞÓRÐARSON ásamt 10 manna hljómsveit Kynnir: JÓN AXEL ÓLAFSSON ^ D'anshöfundur: HELENA JÓNSDÓTTIR Dansarar úr BATTU flokknum Hljómar og Lónlí Blú Bojs leika fyrir dansi eftir sýningu. Næstu syningar: 3. des. 10. des. og 17. des. Matseðill Forréttur: Sjdvarrétta fantasía Aðalréttur: Rósmarínkryddaður lambavöðvi Eftirréttur: Franskur kirsuberja ístoppur Verd kr. 4.600 - Sýningarverd kr. 2.000 Dansleikur kr.800 H&TEL LSLAND TstTesnv Sértilboð á gistingu, sími 688999 Viltu kaupa spariskírteini ríkissjóðs með gjalddaga eftir 3 mánuði? • Við bjóðum eldri flokka verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs með mismunandi lánstíma. • Ráðgjafar Þjónustumiðstöðvar ríkisverðbréfa veita þér ráðgjöf um val á eldri flokkum spariskírteina í síma 62 60 40. • Helstu flokkar eldri spariskírteina ríkissjóðs eru: 1990 1D5 Gjalddagi 10/2 1995. 1991 1D5 Gjalddagi 1/2 1996. 1992 1D5 Gjalddagi 1/2 1997. 1993 1D5 Gjalddagi 10/4 1998. 1994 1D5 Gjalddagi 10/2 1999. Fjölmargir aðrir flokkar spariskírteina eru einnig til sölu. Hafa skal í huga að spariskírteini ríkissjóðs eru markaðsverðbréf, sem eru skráð á Verðbréfaþingi íslands, og eru því auðseljanleg á lánstímanum. Kynntu þér möguleika spariskírteina ríkissjóðs. ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ RÍKISVERÐBRÉFA Hverfisgötu 6,2. hæð (neðsta húsið við Hverfisgötu) sími 91- 62 60 40, fax 91- 62 60 68 Hvaö sem þú gerir - sparaðu með áskrift að spariskírteinum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.