Morgunblaðið - 30.11.1994, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 30.11.1994, Blaðsíða 56
L#TT# alltaf á Miövikudögum MORGUNBLAÐIÐ, KIUNGLAN 1 103 REYKJAVÍK SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 86 MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 1994 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Islensk og norsk stjórnvöld ræddust við í gær Samráð um tolla- viðræður við ESB UTANRÍKISRÁÐHERRA íslands og utanríkisviðskiptaráðherra Nor- egs ákváðu i gærmorgun að hafa samráð áður en farið verður út í formlegar viðræður við Evrópusam- bandið um tollamál vegna inngöngu annarra EFTA-ríkja í ESB en krafa um slíkar viðræður verður nú sett fram á ný. Islenska ríkisstjórnin samþykkti tillögu Jóns Baldvins Hannibalsson- ar utanríkisráðherra um þetta efni í gær. Um er að ræða viðræður um þau viðskiptakjör sem ísland og Noregur glata í Svíþjóð, Finnlandi og Austurríki þegar þessi lönd ganga í Evrópusambandið um ára- mótin. Innan EFTA njóta íslending- ar nú fríverslunarkjara með fiskaf- urðir í þessum löndum og hafa sér- staka tollfijálsa kvóta við innflutn- ing á landbúnaðarvörum. Semja þarf fyrir áramót Jón Baldvin sagði við Morgun- blaðið, að íslendingar hefðu óskað eftir því í júlí við Evrópusambandið að taka upp viðræður um þetta mál. „Við fengum þau svör að Evr- ópusambandið vildi ekki og gæti ekki farið út í formlegar samninga- viðræður meðan ekki væri vitað hversu mörg lönd yrðu EFTA-meg- in. Hins vegar yrði þeim ekkert að vanbúnaði að semja um þetta þegar það lægi fyrir. Þar er tímapressa vegna þess að 1. janúar skella ytri tollarnir á þannig að þessum samn- ingum verður helst að ljúka fyrir áramót,“ sagði Jón Baldvin. Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði að niðurstaðan í Noregi hefði í för með sér að vangaveltur á ís- landi um að íslendingar ættu að sækja um aðild að ESB yrðu úr sögunni á næstu árum. íslendingar hefðu fengið fyrirheit um að ekki yrði vandamál við frágang EES- samningsins í desember að lokinni þjóðaratkvæðagreiðslunni í Noregi. „Norðmenn höfðu hins vegar talað dálítið ógætilega í kosningabarátt- unni þannig að það gæti flækt málin,“ sagði hann. Davíð sagðist vera á þeirri skoðun að einfalt yrði að þróa EES-samninginn að breytt- um aðstæðum. ■ Viðbrögð við atkvæðagreiðsl- unni í Noregi/6/12/29 Morgunblaðið/Gunnar Þór Hallgrímsson Vill ekki brauð SJALDSÉÐ skeiðönd hefur ver- ið á Reykjavíkurtjörn að undan- förnu. Þetta er kolla en hún er sjónarmun minni en stokkönd og goggurinn er flatur fremst. Hún borðar ekki brauð með hin- um öndunum heldur smjattar fæðu úr tjörninni með þessum sérhæfða goggi. Tegundin er evrópsk og kemur hingað sem gestur en þó verpa nokkur pör á Norðurlandi. Salt fyrir 29,5 millj. á göturnar ÁKVEÐIÐ hefur verið að kaupa salt fyrir tæpar 29,5 milljónir króna til hálkueyð- ingar á götum Reykjavíkur- borgar í vetur. 4% ódýrara en í fyrra í síðustu innkaupum á salti, fyrir veturinn 1993 til ’94, var meðalverð á innfluttu salti 5.133 krónur tonnið. Tilboð Hafnarbakka hf., sem gatnamálastjórinn í Reykja- vík mælti með að yrði tekið, hljóðar upp á 4.905 krónur tonnið, sem er 4% lægra verð en í fyrra. Þrjú fyrirtæki gerðu Reykjavíkurborg tilboð vegna saltkaupanna, Hafnarbakki hf., A. Jónsson og Co og Saltkaup hf. SlllÍílíÍft? Morgunblaðið/Kristinn Ok á miklnm hraða á kyrrstæðan bíl •• „Oskraði á hann að henda sér frá“ VIÐ stórslysi lá þegar bifreið var ekið á miklum hraða á kyrrstæða bifreið sem stóð á öfugum vegar- helmingi eftir að tóm hestakerra sem hún dró hafði oltið á þjóðveginum á móts við Hvammsvík í Kjós laust fyrir kl. 20 í gærkvöldi. Ökumaður- inn var inní kyrrstæða bílnum þegar áreksturinn varð og tveir menn sem ætluðu að ýta bílnum yfir á réttan vegarhelming náðu naumlega að kasta sér frá áður en bílamir skullu saman. Samkvæmt upplýsingum lög- reglu slasaðist þó enginn alvarlega í árekstrinum. Tveir bílar höfðu stöðvað á vegin- um og ökumenn þeirra aðstoðuðu eiganda hestakerrunnar við að draga hana út af veginum. Annar þeirra, Karl Gunnlaugsson, sagði í samtali við Morgunblaðið að þeir hafí síðan ætlað að ýta bílnum yfír á réttan vegarhelming en annað afturhjól bílsins var sprungið. „Ökumaðurinn var sestur undir stýri og hinn maðurinn var kominn fram fyrir bílinn og var að reyna að ýta honum yfir á réttan vegarhelm- ing. Ég hafði labbað að mínum bíl og var að koma aftur að bílnum þeg- ar ég sá bíl koma á 80 til 90 km hraða. Mér leist ekki á að hann hægði ekkert á sér, þar var eins og ökumaðurinn sæi ekki bílinn á vegin- um. Ég öskraði þá á manninn sem bograði yfir húddinu á bílnum að henda sér frá.“ Munaði sekúndubrotum Karl sagði að maðurinn hefði rétt náð að skutla sér undan áður en bíll- inn skall á þeim kyrrstæða. „Það munaði aðeins örfáum sekúndubrot- um að maðurinn yrði ekki á milli þeirra. Ég kastaði mér aftur fyrir kerruna til að forðast bílana en högg- ið var það mikið að kyrrstæði bílinn kastaðist um 10 metra og lenti fram- an á sendibílnum sem ég var á,“ sagði Karl Gunnlaugsson. Irving feðgar, eigendur olíufélagsins Irving Oil, komnir til Islands Ekki áður reynt að bregða fyrir þá fæti eins og hér „ Ijóla- skógi STARFSMENN Skógræktar- innar í Suðurhlíð, þeir ísleifur Kristinsson og Einar Lúðvíks- son, voru önnum kafnir við að flokka og raða sígrænum jóla- trjám sem voru að koma frá Danmörku þegar ljósmyndar- inn átti leið hjá. ''Nú skreyta aðventuljósin glugga landsmanna og margir eru farnir að huga að því að velja sér jólatré svo skreyta megi hús með greinum græn- um. Lifandi jólatré njóta stöð- ugra vinsælda, enda fylgir þeim greniilmurinn sem er orðinn ómissandi þáttur jól- anna. ÞRÍR aðaleigendur kanadíska olíufélagsins Irving Oil hafa dvalið hér á landi síðustu daga ásamt aðstoðarmönnum til að undirbúa stofnun olíufélags. Þetta eru þeir Arthur Irving og synir hans, Art- hur Irving jr. og Kenneth Irving. Aðspurður um hvernig nýlegar umsóknir íslensku olíufélaganna um lóðir undir bensínstöðvar kæmu feðgunum fyrir sjónir sagði Othar Örn Petersen, fulltrúi Irving Oil hér á landi, að þær sýndu að enginn annar virtist eiga að fá að komast að á markaðnum hér á landi. Hann sagði Irving feðga aldrei áður hafa orðið fyrir því að reynt væri að bregða fyrir þá fæti með þessum hætti. „Þeir vita það hins vegar að allur alnienningur og íslenska þjóð- in muni njóta góðs af, en auðvitað ekki íslensku olíufélögin." Að sögn Othars Arnar hafa feðg- arnir átt viðræður við borgaryfir- völd síðustu daga og munu ræða við nágrannasveitarfélögin næstu daga um möguleika á byggingu birgðastöðvar og 6-8 bensínstöðva. Sömuleiðis hafa þeir rætt við við- skiptaráðherra um áform sín. Með í för er verkfræðingur og arkitekt, en innlend verkfræðiskrifstofa hef- ur einnig verið fengin til aðstoðar. Varðandi næstu skref í þessu máli sagði Othar Örn að málið væri nú að miklu leyti í höndum borgaryfir- valda. „Þetta er ekki kurteisisheimsókn11 „Því er ekkert að leyna að Irving- feðgum er full alvara og þetta er ekki kurteisisheimsókn," sagði Oth- ar ennfremur. „Þeir hafa komið hingað af og til undanfarið ár og oftar síðustu tvo mánuði. Þeim finnst þetta mjög athyglisverðúr markaður og munu áfram vinna að undirbúningi með borgarskipulagi, hafnaryfirvöldum o.fl. Við vonum að niðurstaða fáist sem allra fýrst." Ifving-olíufélagið rekur um 1.600 bensínstöðvar á austurströnd Kanda, í Quebec, Main, Vermount og New Hampshire. Félagið vinnur allar olíuvörur í eigin olíuhreinsun- arstöð í Kanada og hyggst nota eigin olíuskip til flutninga til ís- lands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.