Morgunblaðið - 30.11.1994, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.11.1994, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 1994 LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ Skipalyftan í Eyjum hefur tryggt sér verkefni til vorsins 1996 Borgarfjörður eystri Nýr Lóðs smíð- aður í Eyjum Vestmannaeyjum - Skipalyftan í Vestmannaeyjum og fulltrúar bæj- ar- og hafnarstjórnar undirrituðu á laugardaginn samning um smíði Skipalyftunnar á lóðsbát fyrir Vest- mannaeyjahöfn. Á aukafundi bæj- arstjórnar á sunnudagskvöld var samningurinn samþykktur en sam- kvæmt honum á Skipalyftan að skila verkinu í mars 1996. Samn- ingsupphæð er 107 milljónir en Lóðsinn verður stórt og öflugt skip og kemur í stað núverandi Lóðs sem er orðinn ríflega 30 ára gamall og hefur ekki afl til að sinna þeim verkefnum sem hann þarf að geta sinnt. Undirbúningur að endurnýjun lóðsbátsins hefur staðið yfir frá því í ársbyijun. í sumar var smíði á lóðsbát boðin út í lokuðu útboði en eftir að farið hafði verið yfir þau tilboð sem bárust hafnaði hafnar- stjórn öllum tilboðum sem bárust þar sem þau skip þóttu ekki fýsileg miðað við það verð sem bauðst. I framhaldi af því leitaði hafnarstjórn að notuðum dráttarbátum erlendis og gerði tilboð í einn en því var hafnað. Viðræður hafa jafnframt farið fram við Skipalyftuna í Eyjum sem á laugardag leiddu til þess að samkomulag náðist um smíði lóðs- báts sem verður 24 metrar á lengd, 7,5 metrar á breidd og 3,5 metrar á dýpt og áætlaður togkraftur hans verður 25 tonn að lágmarki. Pólitískar deilur um málið Talsverðar pólitískar deilur hafa verið í Eyjum um lóðsmálið þar sem minnihlutinn hefur sakað meirihlut- ann um að vilja ekki láta smíða Lóðsinn hjá Skipalyftunni. í sam- eiginlegri yfirlýsingu, sem undirrit- uð er af fulltrúum Skipalyftunnar og fulitrúa meirihluta bæjarstjórn- ar, og fylgir samningnum um smíð- ina kemur fram að meirihlutinn hafi unnið að þvi í viðræðum við Skipalyftuna undanfarnar vikur að ná samkomulagi um smíðina. Reynt hafi verið að fara ekki hátt með þá vinnu þar sem ljóst sé að sú pólitíska umræða og umrót sem verið hefur um málið hafi ekki ver- ið því til framdráttar en þær viðræð- ur hafi leitt til þess að samningar tókust. Skipalyftan sem sá fram á verk- efnaskort eftir áramót og uppsagn- ir starfsmanna vegna þess hefur með samningi þessum tryggt sér verkefni til vors 1996 þannig að ekki mun koma til uppsagna hjá fyrirtækinu. Lóðsinn verður fyrsta nýsmíði Skipalyftunnar en mörg skip hafa verið endurbyggð og lag- færð þar undanfarin ár. Samningurinn hagstæðari en tilboðin Guðjón Hjörleifsson, bæjarstjóri í Eyjum, sagði í samtali við Morgun- blaðið að hann væri mjög ánægður ;hateaux. I HADEGINU OG Á KVÖLDIN ALLA DAGA FRAM AÐ ÁRAMÓTUM Ixixa- oggrísamósaík* VilHbráðarpáté með bláherjasósu Graskerssúpa Parmaskinka með salati og ávaxtasósu Hamborgarhryggur tneð ratiðvínssósu lnnbökuð smálúða með hm'tlauksmaukssósu Kjúklingaballontine meðsinneþs- ogBB-sósu Gœsabringa meðflkjum ogþúrtvínssósu* I Frosinn súkkulaði-jóladrumbur t með volgri súkkulaðisósu Ris á la mande með hindbeijasósu Súkkulaði-tiramisu með vanillusósu Einungis á kvöldin. Innifalið er 1 glas af hvítum eða rauðum eðaldrykk. BORÐAPANTANIR I SIMA 25700 Nýr prestur vígður til Desjamýrar- prestakalls Egilsstöðum - Þórey Guðmunds- dóttir var vígð sem prestur til De- sjamýrarprestakalls sunnudaginn 20. nóvember. Hún var sett inn í embætti við fjölskylduguðsþjónustu í Bakkagerðiskirkju sunnudaginn 27. nóv. af Einari Þór Þorsteinssyni prófasti á Eiðum. Þórey hóf nám í guðfræði við Háskóla ís- lands árið 1989 og lauk því síð- astliðið vor. Þó- rey er gift Leif Myrdal og eiga þau þrjú börn. Þórey sagðist vera mjög ánægð með mót- tökur á Borgarfirði, því allir taki þeim opnum örmum. Ennfremur væri búið að vera mjög öflugt barnastarf í kirkjunni þar og því auðvelt að byggja upp safnaðar- starfíð á þeim grunni. Með presta- kallinu fylgir ábúð á jörðinni Desja- mýri, en ekki er Ijóst að svo stöddu hvar Þórey mun búa. Sr. Þórey Guð- mundsdóttir Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson FULLTRUAR Skipalyftunnar og Vestmannaeyjabæjar undirrita samning um smíði Lóðsins á laugardag. Frá vinstri: Olafur M. Kristinsson, hafnarsljóri, Guðjón Hjörleifsson, bæjarstjóri, Ólaf- ur Friðriksson, framkvæmdastjóri Skipalyftunnar, og Þórarinn Sigurðsson, stjórnarformaður Skipalyftunnar. með þann samning sem náðst hefði um smíðina. Höfnin kæmi til með að fá geysilega öflugt skip fyrir mjög hagstætt verð en auk þess tryggði samningurinn atvinnu og nýsköpun í atvinnulífinu í Eyjum. Aðspurður um hvort höfnin mætti vænta eftirkasta vegna samningsins þar sem ekki hafí verið gengið að lægsta tilboði í lokuðu útboði í haust sagði Guðjón að auðvitað gætu menn átt von á einhveijum viðbrögðum þeirra sem buðu í verkið. „Öllum þeim tilboðum sem bárust í smíði Lóðsins var hafnað þar sem þau þóttu ekki fýsileg. Við teljum að eðlilega hafi verið staðið að þessu máli af okkar hálfu og við ekki brot- ið neinar reglur eða lög. Sá samning- ur sem nú liggur fyrir er mun hag- stæðari en öll þau tilboð sem bárust miðað við stærð og búnað skips og það er ég mjög ánægður með,“ sagði Guðjón. Morgunblaðið/Guttormur V. Þormar GRÓÐURSTÖÐIN Barri hf. á Egilsstöðum. 1,2 milljónir plantna gróður- settar á Héraði á þessu ári Geitagerði - Gróðursetningu á veg- um Héraðsskóga lauk um mánaða- mótin október-nóvember sl. Hafði þá alls verið plantað á árinu 1.180.488 plöntum, sem skiptast á vor- og haustgróðursetningu þannig: Vor- gróðursetning með 792.721 og haustgróðursetning 387.767 plöntur. Mestu var plantað af ierki, alls 587.367, þá furu 394.776, greni 160.156, birki 24.201 ogösp 13.988. Allar plönturnar voru framleiddar í gróðrarstöðinni Barra hf. á Egils- stöðum nema greni og ösp. Gróðursett var á 50 til 60 jörðum á Héraði og sjá ábúendur eingöngu um gróðursetningu. Um 60 til 70 þúsund plöntur, sem gróðursetja átti í haust, verða að bíða til vors, þar sem bændur „kipptu að sér hend- inni“ er skattstofan synjaði um end- urgreiðslu á virðisaukaskatti vegna plöntukaupa. Það mál er nú í frekari könnun. Barri hf. gerði samning við Land- græðsluskóga sl. vetur um fram- leiðslu á 800 þúsund plöntum. Af því magni verða 650 þúsund til af- greiðslu næsta vor. Gróðrarstöðin, sem er hin stærsta hér á landi og vel búin tækjum, get- ur framleitt um 2 millj. plantna á ári og er þá miðað við tvær sáning- ar. Framkvæmdastjóri fyrir Barra hf. er Jón Kristófer Arnarsson. Geitum fækkar Laxamýri - Geitfjárrækt hefur minnkað í Suður-Þingeyjarsýslu. 1941 voru geitur á Rauðá í Bárðardal felldar vegna fjár- skipta en nú hafa þær verið sam- fellt frá árinu 1967 og er þar allmikil hjörð. Geitabændur hafa af því áhyggjur hvað stofninn sé lítill og erfiðlega gengur að fá óskylda hafra til kynbóta. Riðu- veiki hefur á undanförnum árum orðið til þess að geitahjarðir hafa fallið og leyfi til innflutnings líf- dýra milli svæða fást ekki. A myndinni sést Erlingur Vil- hjálmsson, bóndi á Rauðá í Bárðardal, í geitahúsi sínu. Morgunblaðið/Atli Vigfússon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.