Morgunblaðið - 30.11.1994, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.11.1994, Blaðsíða 1
72 SÍÐUR B/C/D 274. TBL. 82. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 1994 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Brundtland, forsætisráðherra Noregs, um úrslitin í þjóðaratkvæðagreiðslunni Áhersla lögð á að bjarga samningunum um EES Ósló. Morgnnblaðið, Reutcr. „ÞJÓÐIN hefur kveðið upp sinn dóm og nú verðum við að gera allt, sem hægt er, til að bjarga samningnum um Evrópska efnahagssvæð- ið, EES,“ sagði Gro Harlem Brundtland, forsætisráðherra Noregs, í gær eftir að landsmenn höfðu hafnað aðild að Evrópusambandinu, ESB, í þjóðaratkvæðagreiðslunni á mánudag. Eru úrslitin mikill per- sónulegur ósigur fyrir Brundtland en hún mun þó sitja áfram sem forsætisráðherra og vísar á bug kröfum um, að stjórnin verði stokkuð upp og andstæðingar ESB-aðildar í Verkamannaflokknum teknir inn. Talsmenn stjómvalda í Danmörku, Finnlandi og Svíþjóð hafa lýst miklum vonbrigðum með niðurstöðuna í Noregi og einnig frammámenn í ýmsum Evrópuríkjum og ESB. Jacques Delors, forseti framkvæmda- stjómar ESB, lagði þó áherslu á, að samskiptin við Norðmenn yrðu áfram góð og sambandið stæði þeim opið. Á fréttamannafundi í gær sagði Brundtland, að stjórnin myndi vinna að hagsmunum Norðmanna með því að tryggja, að samningur- inn um Evrópska efnahagssvæðið, EES, yrði óbreyttur áfram en sum- ir embættismenn ESB hafa gefið í skyn, að nauðsynlegt sé að taka hann upp að einhverju leyti. Sagði hún, að Svíar og Finnar yrðu beðn- ir að tala máli Norðmanna innan ESB. Erfiðar ákvarðanir Brundtland og aðrir frammá- menn í Verkamannaflokknum iögðu áherslu á, að erfiðar ákvarð- anir biðu Norðmanna í efnahags- málunum en margir spá því, að hún muni víkja fyrir Thorbjörn Jagland sem forsætisráðherra á landsfundi Verkamannaflokksins nú í vetur en þingkosningar verða í Noregi 1997. Torstein Moland, seðlabanka- stjóri í Noregi, sagði, að úrslitin kölluðu á enn meira aðhald en áður í efnahagsmálum til að auka áhuga erlendra fjárfesta á landinu. „Ef við ætlum okkur að halda uppi háu atvinnustigi og hagvexti verða launa- og verðhækkanir hér að vera minni en í ESB-ríkjunum,“ sagði Moland. Talsmenn ESB-andstæðinga í Noregi hafa að sjálfsögðu fagnað úrslitunum mjög og sumir þeirra hafa hvatt til myndunar rauð- grænnar fylkingar í norskum stjórnmálum. Dagblaðið Aftenpost- en sagði hins vegar, að Norðmenn hefðu skákað sjálfum sér til hliðar og ákveðið að skipta sér ekki af ákvörðunum, sem þó vörðuðu þá miklu. EES í uppnámi? Aneurin Rhys Hughes, sendi- herra ESB í Noregi og á íslandi, sagði um úrslitin, að margir Norð- menn lifðu augljóslega í heimi Lísu í Undralandi og hefðu enga hug- mynd um þær miklu breytingar, sem átt hefðu sér stað í umheimin- um frá 1972. Kvað hann norska neiið vera gott tækifæri fyrir ís- lendinga og fullyrti, að semja yrði að nýju um EES-samninginn, hugs- anlega segja honum upp. Útilokað væri, að ráðherrar frá 15 ESB-ríkj- um legðu það á sig reglulega að funda með Islendingum og Norð- mönnum einum. „Það er ekki inni í myndinni að halda áfram með EES-samninginn eins og hann er nú,“ sagði Hughes og kvað það ekki koma sér á óvart, að Norðmenn sæktu aftur um ESB- aðild eftir tvö eða þtjú ár. ■ Norðmenn hafna/20. Bjartar horfur í Bretlandi KENNETH Clarke, fjármálaráð- herra Bretlands, kynnti fjárlaga- frumvarpið fyrir næsta ár í gær og sagði það endurspegla betri horfur í efnahagsmálunum en um langt skeið. Gert er ráð fyrir 3,25% hagvexti á næsta ári og því er spáð, að verðbólga verði undir 2,5% fram á árið 1997. Þá er atvinnuleysi á niðurleið. Hér er starfsmaður í raftækjaverslun að fylgjast með boðskapnum. ■ Stjórn Majors/21. Ofurefli í Bosníu SERBAR í Bosníu þrengja enn að Bihac þar sem 70.000 manns eru innikróuð og virðast geta tekið borgina hvenær sem er. Þá var búist við, að bærinn Velika Kladusa skammt frá Bi- hacborg væri að falla í hendur Serbum en þar hafa um 3.000 manns leitað skjóls í kjöllurum húsa yegna linnulausrar skot- hríðar í marga daga. Þessir Serbar sóttu að múslimska bænum Pritok í gær en þeir eru vel búnir vopnum júgóslavn- eska sambandshersins, sem áð- ur var. Bosníustjórn hefur fall- ist á tillögu Sameinuðu þjóð- anna um vopnahlé en Serbar hafa ekki virt samtökin svars. ^ Reuter Múshmar venast enn í Bihac Saraievo. Genf. Zaereb. Reuter. HER múshma, sem enn verst í Bihac, segist munu verjast Bosn- íu-Serbum til síðasta manns. „Við búumst við hörðum bardögum í dag en ætlum ekki að gefast upp. Við beijumst fram í rauðan dauð- ann,“ sagði talsmaður herliðsins í gærmorgun. Serbar treysta enn stöðu sína í borginni og nota til þess þyrlur, skriðdreka og bryn- varðar járnbrautarlestir en full- trúar Sameinuðu þjóðanna segja að múslimar hafi gert gagnáhlaup í suðurhluta Bihac á mánudag. Á sunnudag samþykkti stjórnin í Sarajevo, sem að mestu er skip- uð múslimum, nauðug áætlun SÞ um að hersveitir múslima í Bihac yrðu fluttar þaðan og borgarsvæð- ið yrði lýst vopnlaust. Leiðtogar Bosníu-Serba hafa átt langa fundi um áætlunina en hafa enn ekki sagt álit sitt á henni. Saka Sameinuðu þjóðirnar um glæpi íbúar í Sarajevo létu þung orð falla í garð SÞ í gær vegna að- gerðaleysisins í Bihac sem á að heita griðasvæði samtakanna. Fréttir bárust af því að Boutros Boutros-Ghali, framkvæmdastjóri samtakanna, hygðist heimsækja Sarajevo og vöktu þær engan fögnuð. „Boutros-Ghali ber mesta sök allra á því sem er að gerast í Bosníu,“ sagði miðaldra kona. Hún sagði helstu embættismenn SÞ vera „glæpamenn", þeir litu svo á að múslimar væru frum- stæður ættbálkur en í reynd væru múslimar siðmenntaðri en aðrir Evrópumenn. „Þeir halda að þar sem við séum múslimar sé hægt að hola okkur niður á verndar- svæðum.“ Er Boutros-Ghali sótti Saravejobúa heim í desember 1992 sagði hann þeim m.a. að hann gæti nefnt tylft staða í heim- inum þar sem verra væri að búa og féllu þessi ummæli hans í grýtt- an jarðveg. Engar tilslakanir Charles Thomas, fulitrúi Bandaríkjanna í fimmveldahópn- um, neitaði í gær, að Bandaríkja- stjórn hefði fallist á að heimila Bosníu-Serbúm að stofna sam- bandsríki með Serbíu. Kvaðst hann kannast við orðróm þess efnis en hann væri ekki réttur, Bandaríkjamenn héldu fast við friðaráætlunina, sem Serbar hefðu hafnað. Fyrsta Bítla- platan í 25 ár Lundúnum. Reuter. BÍTLARNIR gefa í dag út fyrstu piötu sína í tæp 25 ár, upptökur á 56 lögum sem fundust í safni breska ríkisút- varpsins, BBC. „Þetta var eins og að finna grafhýsi Tutankamons Egyptalandskonungs," sagði Kevin Howlett, framleiðandi hjá BBC, um gersemarnar sem hann fann í safninu þeg- ar hann leitaði að efni í heim- ildarmynd um Bítlana. Tekin upp fyrir útvarpsþátt Lögin voru tekin upp á staðnum fyrir útvarpsþætti á árunum 1962-65 og George Martin, fyrrverandi sam- starfsmaður Bítlanna, endur- vann þau til útgáfu á geisla- diskum. Meðal laganna eru níu eftir Chuck Berry, sex frá Carl Perkins og fjögur eftir Elvis Presley. Flest eru þau sígild rokklög sem höfðu ver- ið gefin út áður en Bítlarnir urðu heimsfrægir. Ein af helstu hljómplötu- verslunum Lundúna á Picea- dilly Cireus var opnuð á mið- nætti vegna útgáfunnar fyrir hörðustu aðdáendur Bítlanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.