Morgunblaðið - 30.11.1994, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 30.11.1994, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 1994 29 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. EVRÓPUSAM- BANDSAÐILD HAFNAÐ NIÐURSTAÐA þjóðaratkvæðagreiðslunnar í Noregi varð í sam- ræmi við skoðanakannanir undanfarinna mánaða. Norska þjóðin hafnaði aðild að' Evrópusambandinu með 52,5% atkvæða gegn 47,5%. Norðmenn voru fyrir þessa atkvæðagreiðslu eina þjóðin sem gert hafði aðildarsamning við Evrópusambandið og hafnað honum. I þjóðaratkvæðagreiðslu árið 1972 var aðild að Efnahagsbanda- lagi Evrópu felld. Þótt munurinn á milli fylkinga hafi verið aðeins minni nú, tutt- ugu og tveimur árum síðar, er niðurstaðan eftir sem áður skýr. Öðru sinni hafa Norðmenn hafnað þátttöku í hinni evrópsku sam- runaþróun, þrátt fyrir að næstu nágrannaþjóðir þeirra, Svíar og Finnar, hafi fyrir skömmu ákveðið að gerast aðilar að sambandinu. Sú staðreynd gerir niðurstöðuna, ef eitthvað er, enn afdráttar- lausari. Norðmenn voru ekki að hafna aðild að sama Evrópusam- starfi og 1972. Markmið Evrópusamstarfsins voru þá önnur og aðildarríkin færri. Þá gátu Norðmenn valið þann kost að standa fyrir utan ásamt öllum hinum Norðurlandaþjóðunum, að Dönum undanskildum. Nú völdu Norðmenn að vera eina Norðurlandaþjóð- in, ásamt íslendingum, sem ekki tekur skrefið inn í Evrópusam- bandið. Margar ástæður liggja þar að baki. Aðstæður í Noregi eru um margt frábrugðnar þeim á hinum Norðurlöndunum. Ekki er langt um liðið frá því norska þjóðin fékk sjálfstæði frá erlendu valdi og setur það mark sitt á þjóðarsálina. Þeir eru tregari en hinar Norðurlandaþjóðirnar til að deila hluta af fullveldi sínu með öðr- um. Þó að Finnar hafi einnig hlotið sjálfstæði á þessari öld breyt- ir nálægð þeirra við Rússa því hvernig þeir meta stöðu sína. Finnar telja sig auka sjálfstæði sitt með aðild en ekki öfugt. Efnahagslíf Norðmanna er að sama skapi frábrugðið því í ná- grannaríkjunum. Finnar hafa brýna þörf fyrir nýja markaði eftir að viðskipti þeirra við Rússa hrundu og efnahagslíf Svíþjóðar byggist að miklu leyti á fáum risavöxnum fyrirtækjum, sem eru alfarið háð erlendum útflutningsmörkuðum. Olíuauður Norðmanna gerir þá efnahagslega sjálfstæðari en nágrannaþjóðirnar og að sama skapi hafa þeir ekki þurft að ganga í gegnum þrengingar þær, sem Finnar og Svíar hafa upplifað á síðustu árum. Þjóðerniskennd Norðmanna og ríkidæmi þeirra eru líklega tvær meginástæður þess hver niðurstaðan varð. Urslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar eru áfall fyrir Gro Harlem Brundtiand, forsætisráðherra Noregs, og Verkamannaflokk henn- ar. Fátt annað hefur komist að í norsku stjórnmálalífi undanfarin ár en spurningin um það hver afstaða Norðmanna til ESB ætti að vera. Nú þegar niðurstaða er fengin hlýtur hún að eiga eftir að hafa mikil áhrif á þróun norskra stjórnmála. Vandi Brundtland er sá, að hún hefur lagt allt í sölurnar til að knýja ESB-aðildina í gegn. Hvorki flokkur hennar né norska verkalýðshreyfingin, sem Verkamannaflokkurinn byggist mikið á, hafa hins vegar verið einhuga í afstöðu sinni. Mikilvægasta verkefnið framundan fyrir norska stjórnmálamenn er að tryggja stöðu þjóðarinnar utan Evrópusambandsins. Þótt stór orð hafi fallið um EES-samninginn í kosningabaráttunni er ljóst, að á honum hlýtur framhaldið að byggjast. Þá er ekki síður mikilvægt að sætta þjóðina á ný. Norska þjóð- in var klofin eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna 1972. Þau sár voru lengi að gróa og margir telja þau ekki enn gróin að fullu. Nú hafa þau verið ýfð upp að nýju, og hætta á, að það hafi í för með sér hatrammari pólitísk átök í framtíðinni. Það hlýtur ekki síst að vera áhyggjuefni fyrir Norðmenn hversu greinilega fylkingarn- ar skiptast milli landshluta. Á næstu árum mun koma í ljós hver verða hin efnahagslegu áhrif þess að hafna aðild. Fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna héldu fylgismenn aðildar því fram að sú niðurstaða myndi leiða til fjár- magnsflótta og minni fjárfestinga í Noregi. Hugsanlegt er að þessi ákvörðun norsku þjóðarinnar geri það að verkum að Noreg- ur verður ekki eins álitlegur kostur í augum erlendra fjárfesta og ef aðildin að ESB hefði verið samþykkt, en það á eftir að koma í ljós. Úrslitin í Noregi hafa einnig mikil áhrif á stjórnmálaumræður hér á landi. Undanfarið hefur mikið verið rætt um kosti og galla þess fyrir íslendinga að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Ganga má út frá því sem vísu að erfiðara verði fyrir talsmenn aðildar að færa rök fyrir mikilvægi þess að íslendingar sæki um aðild sem fyrst. Norðmenn eru sú frændþjóða okkar sem líkist okkur mest. Sjávarútvegshagsmunir Norður-Noregs, þar sem and- staðan var yfirþyrmandi, eru einnig mjög áþekkir islenskum hags- munum. Tal um einangrun íslands, ef allar hinar Norðurlandaþjóðirnar gengju í sambandið, verður að sama skapi ekki jafnsannfærandi. Niðurstaðan mun eflaust gera það að verkum að hið norræna samstarf verður íslendingum hagstæðara en það hefði orðið ef Norðmenn hefðu gengið í Evrópusambandið. En jafnframt er það umhugsunarefni fyrir ráðamenn ESB, að tvær miklar fiskveiðiþjóð- ir í Evrópu hafa kosið að standa utan ESB, þ.e. Noregur og ís- land, ekki síst vegna sjávarútvegsstefnu bandalagsins. NORÐMENN HÖFNUÐU ESB-AÐILD Úrslit ESB-kosninganna í Noregi Reuter FYLGISMENN ESB-aðildar voru heldur hnípnir er úrslitin urðu ljós. And- stæðingarnir gengu hins vegar um göturnar, sungu baráttusöngva og veif- uðu nei-fánum. Lögreglan hafði nokkurn viðbúnað ef slá skyldi í brýnu með fylkingunum, en til þess kom ekki. Tilvisunar- nr. 19 Finnmark 18 Troms 17 Nordland 13 Sogn og fjordene 16 N-Trondelag 14 More og Romsd. 8 Telemark 4 Hedmark 12 Hordaland 5 Oppland 9 A-Agder 15 S-Trondelag 11 Rogaland 10 V-Agder 3 Ostfold 7 Vestfold 6 Buskerud 2 Akerhus 1 Osló Allt landið • * Hugsjonaþjoð eða einangruð með olíu? HVERS vegna sagði norska þjóðin nei við Evrópusam- bandsaðild á mánudag- inn? Anne Enger Lahnste- in, formaður Miðflokksins og samein- ingartákn andstæðinga ESB-aðildar, segir að meirihluti Norðmanna hafí sameinazt um hugsjónir um sjálf- stæði, lýðræði, samstöðu með þróun- arlöndunum og umhverfísvernd. Gro Harlem Brundtland forsætis- ráðherra segir hins vegar að það sé að minnsta kosti hluti skýringarinnar að stórum hluta Norðmanna líði svo vel í ríkidæminu, sem gas- og olíu- auðlindir hafa áskapað þeim, að þeir sjái enga ástæðu til að breyta til og takast á við það óþekkta; kjósi held- ur einangrun. Fullveldið sett á oddinn Greiddi meirihluti Norðmanna atkvæði á grundvelli hugsjóna um sjálfstæði, umhverfísvernd og sam- stöðu með þróunarlöndum eða hafa Norðmenn það svo gott í olíuríkidæminu að þeir nenna ekki að takast á við hið óþekkta? Stjórnmálamenn deila um orsakimar fyrir því að Norðmenn höfnuðu ESB- aðild. Olafur Þ. Stephensen segir Norðmenn hins vegar ekki búna að bíta úr nálinni með innbyrðis klofning og pólitískar deilur, þótt þjóðaratkvæða- greiðslan sé afstaðin. Það er auðvitað staðreynd að Norðmenn hafa, vegna tekna af olíu- og gasvinnslu, ekki staðið frammi fyrir sömu efnahagsvandamálum og nágrannar þeirra Svíar og Finnar. Niðurstöður könnunar, sem Scan- Facts gerði meðal kjósenda fyrir blaðið Verdens Gang renna stoðum undir þetta. Af þeim, sem greiddu ESB-aðild atkvæði sitt, sögðust 56% hafa gert það til að tryggja frið og stöðugleika, 42% til að treysta efna- hagslífíð í sessi, 20% vegna þess að Noregur þyrfti að hafa áhrif í Evrópu og 20% vegna umhyggju fyrir um- hverfínu. Af þeim, sem greiddu atkvæði á móti, nefndu hins vegar 54% varð- veizlu norsks fullveldis sem mikil- væga ástæðu, 26% áhyggjur af áhrif- um aðildar á fískveiðar og landbún- að, jafnmargir töldu ------------------------ byggðastefnuna myndu þjóðin verður bíða hnekki við ESB-aðild _ m iji. ; _-tt og 21% óttaðist um heil- MT<* 1 sa" brigðis- og velferðarkerfið. Af þeim, sem við úrslitin sögðu nei, voru efnahagsmál ekki nema 18 af hveijum hundrað efst í huga. Olíuáhrifín virðast ríkust í þeim fylkjum, sem mest hafa grætt á olíu- vinnslunni. Þar sóttu nei-menn víða í sig veðrið frá þjóðaratkvæðagreiðsl- unni 1972. Rauðgræn stefnubreyting? Anne Enger Lahnstein segir að nú þurfi að fylgja sigrinum eftir með áherzlubreytingum í norskum stjórn- málum. Gildin, sem hafí orðið ofan á, verði nú að fá meira rúm í stefnu stjórnvalda. Lahnstein segir að stjóm Verkamannaflokksins verði að taka mark á þeim skilaboðum, sem þjóðin hafi nú sent henni, og halla sér að flokkum ESB-andstæðinga, fremur en Hægriflokknum og Framfara- flokknum. Erik Solheim, formaður Sósíalíska vinstriflokksins, segir einnig að nið- urstaðan í þjóðaratkvæðagreiðslunni sýni að nú þurfí að leggja áherzlu á „rauðgræna pólitík", þ.e. betri um- hverfísstefnu og réttlátari tekjuskipt- ingu. Thorbjorn Jagland, formaður Verkamannaflokksins, segir að fyrir þessi gildi standi ríkisstjórnin einmitt og sjái ekki ástæðu til að breyta um stefnu. Brundtland forsætisráðherra lagði þvert á móti áherzlu á það á blaða- mannafundi sínum, sem hófst klukkan ________ tvö aðfaranótt þriðjudags, að ríkisstjómin myndi hvergi hvika. Full af bar- áttumóði, þrátt fyrir að hún væri greinilega hin versta vegna úrslitanna, barði frú Brundtland í borðið og sagði að nú yrði haldið áfram á sömu braut náins samstarfs við Evrópusambandið og stöðugleika í efnahagsmálunum. EES-samningur treystur Brundtland lagði ofuráherzlu á að nú yrði að tryggja að Noregur yrði áfram hluti af innri markaði Evrópu- sambandsins með því að treysta samninginn um Evrópska efnahags- svæðið í sessi. Blaðamaður Morgunblaðsins minnti Brandtland á að hún hefði í kosningabaráttunni gefið í skyn að sum ESB-ríki vildu breyta efnisinn- taki EES-samningsins. Að þessu sinni tók forsætisráðherrann slíku víðs fjarri. „Ég hef aldrei sagt að hið pólitíska innihald myndibreytast. Við samþykkjum að samræma reglur i Noregi reglum ESB-ríkjanna. Ég hef enga ástæðu til að ætla að nokk- urt ríki muni biðja okkur að breyta því. Aðalmálið er stofnanirnar, þegar íbúum EFTA hefur fækkað úr 30 milljónum í fjórar. Það þarf að breyta eftirlitsstofnuninni, fækka dómurum og þar fram eftir götunum." Brandtland sagðist hins vegar hafa mátulega mikla trú á því, sem eftir væri af EFTA. „Það er mikill munur á annars vegar EES-samningi með sex eða sjö löndum í EFTA-stoð- inni og tólf í ESB-stöðunni, og hins vegar EES-samningi, þar __________ sem EFTA-stoðin saman- stendur af fjórum milljón- um Norðmanna og tvö hundruð þúsund íslending- um,“ sagði forsætisráð- ““~1 herrann. Nei-flokkar munu gera Brundtland erfitt fyrir Hún boðaði framlagningu þing- skjala, sem tengjast fjárlagafram- varpi næsta árs, innan viku. „Við höfum lagt áherzlu á að yrði niður- staðan nei, væri enn mikilvægara en ella að viðhalda stöðugleika í efna- hagsstefnunni," sagði Brandtland. Ríkisstjórn Verkamannaflokksins hyggst sem sagt fylgja þeirri stefnu Brundtland secjist munu sitja áfram að hafa sem allra nánust tengsl við Evrópusambandið, pólitískt og efna- hagslega, þótt hún hafí misst af tækifæri til að hafa áhrif á vettvangi ESB. En staða stjórnarinnar hefur auðvitað veikzt við úrslitin í þjóðarat- kvæðagreiðslunni og búast má við að flokkarnir, sem börðust gegn að- ild, muni jafnframt reyna að gera henni erfitt fyrir í þinginu að halda þessari stefnu. Það er því þungur róður framund- an fyrir stjórn Brundtlands. Hún mun leggja ofuráherzlu á að tryggja skil- yrði, sem eru sem líkust þeim, sem atvinnulíf í ESB býr við, til þess að halda fjárfestingum í landinu. For- svarsmenn fjölmargra stórra fyrir- tækja höfðu boðað fyrir þjóðar- atkvæðagreiðsluna að fjárfestingar þeirra myndu færast úr landi, yrði svarið nei. En ekki hafa allir áhyggjur af þessu; einn af leiðtogum ESB-and- stæðinga í fylkinu 0stfold, sem er syðsta fylkið við sænsku landamærin, sat í sjónvarpsviðtali með forstjóra stærsta fyrirtækis fylkisins, sem var fremur beygður yfír úrslitunum. „Ný störf verða ekki vandamál," sagði nei-maðurinn. „Við sköpum bara fleiri störf í opinbera geiranum fyrir peningana, sem við hefðum þurft að nota í félagsgjaldið í ESB.“ Átökunum er ekki lokið En erfiðasta verkefni norskra stjómvalda — og þjóðarinnar allrar — er að græða þau sár, sem baráttan um ESB-aðild hefur skilið eftir sig. Þjóðin er augljóslega tvíklofín, og þar er klofningurinn milli landsbyggðar og þéttbýlis mest áberandi. Já-menn náðu ekki meiri- hiuta nema í fimm fylkjum af nítján. Reiðustu já-mennirnir, sem rætt er við á götunni, gefa yfirlýsingar um að þeir muni flytja til Þýzkalands eða Suður-Afr- íku fyrst svona fór. Þegar móðurinn rennur af mönnum, munu þeir þó væntanlega átta sig á að þeir verða að lifa með úrslitunum í eins mikilli sátt og hægt er, og halda friðinn við þá, sem voru á öndverðri skoðun. En átökunum milli andstæðra fylk- inga í norskum stjómmálum er ekki lokið með þjóðaratkvæðagreiðslunni um ESB. Það mun koma í ljós á næstu mánuðum og árum. íslenskir stjórnmála- leiðtogar telja úrslit þjóðaratkvæðagreiðsl- unnar um mngongu Noregs í Evrópusam- bandið mikil tíðindi. Flestir þeirra sem Morg- unblaðið ræddi við telja að raddir sem vilji sækja um inngöngu Islands í ESB muni hljóðna. Davíð Oddsson Almenning- ur hafði betur DAVÍÐ Oddsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði eftir að honum höfðu borist fréttimar til Kína, að hann hefði frekar búist við að Norðmenn sam- þykktu ESB-aðild í þjóðaratkvæða- greiðslunni vegna þess hve gífurleg- ur áróður hefði verið rekinn af hálfu stærstu stjórnmálaflokka, fyrir- tækja, atvinnurekendasamtaka, fjöl- miðía og annarra helstu ráðaafla landsins fyrir því að Norðmenn gyldu aðild jáyrði. Álmenningur í landinu hefði hins vegar haft betur eins og stefnt hefði í áður en áróðurssríðið hófst. Forsætisráðherra sagðist telja að úrslitin myndu varla hafa önnur en jákvæð áhrif á íslandi og kvaðst eiga von á að þær raddir sem haldið hefðu því fram að íslendingar yrðu að sækja strax um aðild að ESB hljóðn- uðu væntanlega nú enda hefði ein meginröksemd þeirra sjónarmiða verið að íslendingar þyldu ekki að Norðmenn fengju það forskot sem minni háttar tollafríðindi í ESB umfram það sem leiddi af EES- samningnum fælu í sér. Einnig gæti vart verið við því búist að íslenska þjóðin samþykkti svipaðan sjávarútvegssamning og Norðmenn hefðu nýlega fellt með gífurlegum mun i sjávarútvegshér- uðum landsins. Þó væri hugsanlegt að það gæti reynst Norðmönnum snúið að vinna sig út úr þeim óvarlegu ummælum sem látin hefðu verið falla um EES- samninginn í hita leiksins síðustu daga fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna. Ekki væri þó ástæða til að búast við að Norðmönnum myndi mæta snúið viðmót í Brassel; Evrópusinnar þar gætu varla sakað Gro Harlem Brundtland um að hafa dregið af sér í baráttunni. Hún hefði lagt allt und- ir og miðað við það og þau svör sem íslendingar hefðu fengið [ Brussel í sumar væri ekki ástæða til að búast við öðru en góðum viðtökum í Bruss- el. Hugsanlegur kostnaður Norð- manna við að halda uppi stofnana- þætti EES yrði ekki nema brot af því sem nettóframlag landsins til sjóða ESB hefði orðið og sá kostnað- ur ætti ekki að vefjast fyrir neinum eða koma í veg fyrir samkomulag. Jón Baldvin Hannibalsson Niðurstaðan ekki óvænt JÓN Baldvin Hannibalsson utanrík- isráðherra og formaður Alþýðu- flokksins segir að sú ákvörðun Norð- manna að hafna aðild að Evrópusam- bandinu í þjóðaratkvæðagreiðslu hafí ekki komið sér á óvart. Jón Baldvin sagði að fyrir niður- stöðunni væru einkum tvær ástæð- ur. Noregur væri nú á sérstöku blómaskeiði sem olíu- og gasríki og skjótfenginn auður hefði aukið Norð- mönnum sjálfstraust en jafnframt kynt undir þjóðemishyggjunni. „Þennan auð hafa þeir notað til ótæpilegra ríkisstyrkja og byggða- stefnuframkvæmda, ekki síst í norð- urhlutanum. Samkvæmt opinberum kjörum eru lífskjör þar umtalsvert betri en á Óslóarsvæðinu, beinlínis vegna styrkjanna. Það var þessi ótti annarsvegar þyggjenda byggða- stefnunnar og hins vegar opinbera geirans um að að þeim yrði þrengt, sem réði úrslitum," sagði Jón Bald- vin. Utanríkisráðherra sagði að þegar Norðmenn felldu aðild að EB árið 1972 hefðu þeir staðið við upphaf olíuævintýrisins. „Þá var valið ekki um að vera viðskila við aðrar Norður- landaþjóðir, sem eru þeim nánastar þrátt fyrir allt og þá var ekki jafn- mikið í húfi um að vera með í samr- unaferlinu í Evrópu, sem heldur nú áfram án Noregs. Ákvörðunin nú er því miklu stærri og mun hafa mun meiri afleiðingar þegar fram líða stundir," sagði Jón Baldvin. Hann nefndi að það fyrsta sem Norðmenn myndu uppgötva er ytri tollmúr ESB gagnvart Svíum. Norð- menn hafí séð Svíum að langmestu leyti fyrir fískmeti og nú þýddi ekki að ræða við Svía um tolla heldur Brussel. Þegar Jón Baldvin var spurður hvort ákvörðun Norðmanna þýddi ekki að umræður um umsókn íslands að ESB legðust af, svaraði hann að það væri íslenskt mál og kæmi þessu ekki við. „íslendingar eiga að ákveða það sjálfir og meta sína kosti á grandvelli íslenskra hagsmuna. Norðmenn kusu ekki fyrir okkur,“ sagði Jón Baldvin. Þorsteinn Pálsson Gæti orðið erfiðara að breyta EES ÞORSTEINN Pálsson sjávarútvegs- ráðherra segist telja að það hefði ekki skipt sköpum þótt úrslit hefðu orðið á annan veg í Noregi. Sú niður- staða sem varð gæti þó haft það í för með sér að erfiðara yrði að ná fram nauðsynlegum breytingum á EES-samkomulaginu en hefðu ís- lendingar verið einir aðilar að því máli. „En það eru stundarhagsmunir hvað þessa niðurstöðu varðar. Ef horft er til lengri tíma er það mitt álit að við eigum sameiginlega hags- muni með Noregi og í því ljósi getur verið nauðsynlegt að þjóðirnar vinni saman á ýmsum sviðum. Það er nauðsynlegt fyrir báðar þjóðirnar að leysa ágreiningsmál sem fyrst.“ Aðspurður um það hvort Þorsteinn teldi að niðurstaðan hefði áhrif á deilurnar um veiðar í Smugunni sagði hann að það væri erfitt að segja fyrir um áhrif á deilur við Norðmenn um veiðar í Barentshafi á þessu stigi. „Ég held hins vegar að það hljóti að vera hagsmunir beggja þjóða að eyða alvarlegum ágreiningsefnum í þessum málum og virðist í ýmsum efnum nauðyn- legt að við stöndum saman í hagsmu- nagæslu okkar gagnvart ESB.“ Björn Bjarnason Söguleg niðurstaða „NORÐMENN hafa hafnað aðild að samstarfi Evrópuþjóðanna í annað sinn og er það í sjálfu sér söguleg niðurstaða. Ég tel að ákvörðunin hafí varanleg áhrif í Noregi og hægi á samrunaþróuninni í Evrópu. Svíar og Finnar velti því til dæmis meira fyrir sér en ella hve langt þeir geti gengið á samrunabrautinni. Danir eru þegar hikandi,“ segir Bjöm Bjarnason, formaður utanríkismála- nefndar Alþingis. „Fyrir okkur íslendinga hefur ákvörðunin þau áhrif að EFTA verð- ur ekki lagt niður og stofnanirnar í Brssel sem fylgjast með framkvæmd EES-samningsins á vegum EFTA- ríkjanna starfa áfram í samvinnu okkar og Norðmanna. Varðandi af- stöðu íslendinga til frekari tengsla við Evrópusambandið leiðir ákvörð- un Norðmanna til þess að þeir sem eru ákafastir í að mæla með aðild íslands að Evrópusambandinu verða að finna aðrar röksemdir en þær sem þeir hafa notað undanfarnar vikur og mánuði,“ sagði Björn. Halldór Asgrímsson Sjávarút- vegur réð úrslitum „ÉG TEL að þetta ætti að hafa þau áhrif hér á Islandi að umræðunni um hugsanlega aðild íslands að ESB væri hætt,“ sagði Halldór Ásgríms- son, formaður Framsóknarflokksins. „Það er enginn vafí í mínum huga að það var sjávarútvegssamningur- inn sem réð úrslitum. Byggðirnar í N-Noregi og á Vesturströndinni gátu ekki sætt sig við að ganga inn í ESB og ég er ekki í nokkrum vafa um að íslendingar hefðu kolfellt slíkan samning." Halldór kvaðst telja að þessi tíð- indi yrðu til þess að Norðmenn yrðu áhugasamari við að styrkja norrænt samstarf. „Þetta þýðir líka að við munum semja við Noreg um sam- skiptamál milli landanna, t.d. að því er varðar Barentshafið, síldina og fleiri málefni á sviði sjávarútvegs. Það tel ég af hinu góða,“ sagði Halldór. Aðspurður kvaðst ekki telja að niðurstaðan hefði þau áhrif að greiða fyrir samningum í deilunni en ljóst væri að Norðmenn munu ekki geta fengið ESB til að beita sér í deilunni. Þá sagði hann að Norðmenn kæm- ust ekki hjá því eftir þessa niður- stöðu að gera margvíslegar breyt- ingar í sínum landbúnaði til að geta selt vörur á sambærilegu verði og í Svíþjóð, ella liggi fyrir að mikill inn- flutningur á vöram verði vestur yfír landamærin frá Svíþjóð til Noregs. Ólafur Ragnar Grímsson Lærdóms- ríkt fyrir Islendinga „ÞAÐ er alvarlegt áfall fyrir þróun Evrópusambandsins að eitt traust- asta lýðræðisríki í Evrópu, sem er með betri skipan á sínu efnahagslífi en flest önnur ríki í álfunni, skuli hafna inngöngu,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Alþýðu- bandalagsins. Ólafur Ragnar sagði lærdómsríkt fyrir íslendinga að eftir víðtæka og vandaða umræðu í Noregi skyldi niðurstaðan í þeim hlutum landsins sem væru efnahagslega líkastir okk- ur hafa orðið sú að 60-90% kjós- enda hefðu sagt nei. Sá fjöldi hefði aðhyllst sams kon- ar efnisrök og forystusveit Alþýðu- bandalags, Sjálfstæðisflokks o.fl, hefði haldið fram því til stuðnings að ekki væri skynsamlegt fyrir Is- lendinga að sækja um aðild að ESB. Á sama hátt væru formaður Alþýðu- flokks og aðrir sem beitt hefðu sér fyrir að gera ESB-aðild að höfuð- máli íslenskra stjórnmála komnir að endastöð. „Það er ljóst að þegar þijú Norðurlandaríki eru innan ESB þá getur Evrópusambandið ekki farið að beita sér með neikvæðum hætti gegn okkur. Það væri líka hæpið fyrir ESB að láta standa sig áð refsi- valdi gagnvart ríkjum sem ekki vilja sækja um eða hafa fellt það í þjóðar- atkvæðagreiðslu. Við munum þróa samskipti við ESB, með Noregi og Liechtenstéin innan EES og með Noregi og Sviss innan EFTA,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson. Kristín Ástgeirsdóttir Auðveldar okkur framhaldið ÉG hejd að það verði betra fyrir okkur íslendinga að semja um fram- haldið með Norðmenn okkur við hlið þannig að mér léttir við þetta þótt þetta komi ekki á óvart,“ sagði Krist- ín Ástgeirsdóttir, þingmaður Kvennalista. „Ef Norðmenn hefðu farið inn hefði þunginn í umræðunni um það að á Island sækti um aðild aukist en ég held að þetta dragi úr þeirri umræðu, hægi á ferlinu og auðveldi okkur að skoða málin og hugsa okk- ar mál. Óttinn við einangrun hlýtur að minnka við þetta,“ sagði Kristín. Kristín sagðist telja að niðurstað- an hefði ekki mikið að segja fyrir samskipti Islands og Noregs sem hefðu alltaf verið góð að frátaldri deilunni um Barentshafið. „Ég trúi því að samskiptin verði góð áfram. Við eigum mikilla sameiginlegra hagsmuna að gæta og eigum að snúa okkur að þeim, ekki síst að standa vörð um lífríki hafsins," sagði Kristín Ástgeirsdóttir. Jóhanna Sigurðardóttir Afgerandi í N-Noregi „ÞAÐ er ljóst að sjávarútvegssamn- ingurinn hefur spilað þarna inn í og haft mjög afgerandi áhrif í Norður- Noregi þar sem 70-80% sögðu nev, þetta eru þau landssvæði sem eru líkust okkur í atvinnuháttum og hafa lagst gegn þessu,“ sagði Jó- hanna Sigurðardóttir. Hún sagði að áróður baráttumanna fyrir aðild um að þessi hiðurstaða ýtti undir ein- angrun landsins og drægi úr fjárfest- ingum hefði greinilega ekki bitið á kjósendur. Jóhanna kvaðst telja niðurstöðuna líklega til að hafa tvíþætt áhrif á samskipti íslands og Evrópusam- bandsins. „Samkeppnisstaða okkar verður hagstæðari, við höfum sterk- ari stöðu gagnvart Smuguveiðunum, og það má líta svo á að þær breyting- ar sem gera þarf á stofnana- og eftirlitsþættinum innan EES verði okkur ekki eins dýrar og ef Norð- menn hefðu samþykkt aðild,“ sagði Jóhanna. Hún kvaðst telja að þessi niður- staða yki jafnvægi í norrænu sam- starfí en benti á að ýmsir hefðu tal- ið að staða íslands til samninga við ESB yrði vænlegri ef landið stæði eitt aðildarríkja EES utan sam- bandsins. „Ég held að við hljótum að kapp- kosta að veija innihald EES-samn- ingsins, og ég held að allar vonir standi -til þess að það takist. Það væri afleitt fyrir okkur að þurfa að taka upp samninginn og gæti leitt til að settar yrðu fram nýjar samn- ingskröfur varðandi fískveiðiheim- ildir,“ sagði Jóhanna og kvaðst telja að íslendingar hlytu nú að fara fram á viðræður við Norðmenn um hvern- ig sameiginlegir hagsmunir þjóð- anna verði best tryggðir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.