Morgunblaðið - 30.11.1994, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 30.11.1994, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Matsverð fasteigna hækkað um 2-10% YFIRFASTEIGNAMATSNEFND hefur ákveðið að matsverð fasteigna hækki almennt um 2% frá og með 1. desember en þó með mörgum und- antekningum. Þannig mun matsverð íbúðarhúsa og íbúðarlóða í Keflavík, Njarðvík, Grindavík, Sandgerði, Vatnsleysustrandarhreppi hækka um 10%. Þá mun matsverð á Akranesi, Borgamesi, ísafirði, Akureyri, Dal- vík, Egilsstöðum, Hornafírði og Sel- fossi hækka um 6%. Að sögn Magnúsar Ólafssonar, forstjóra Fasteignamats ríkisins, mið- ast fasteignamatið við staðgreiðslu- verð. Stofnun safnar saman kaup- samningum og ber síðan kaupverð saman við gildandi fasteignamat. „Það sýndi sig á þessum stöðum að fasteignamatið var of lágt og þess vegna verða þessar sérstöku hækk- anir.“ Hann tók fram að endanleg hækk- un yrði ekki jafnmikil í flestum tilvik- um vegna fyminga. Almenna hækk- unin yrði á bilinu 0-1% á fasteigna- mati íbúðarhúsnæðis og fasteigna- mat atvinnuhúsnæðis héldist nánast óbreytt. Sömuleiðis yrðu endanlegar hækkanir á þeim stöðum þar sem fasteignamatið hækkaði um 6% og 10% eitthvað minni af sömu ástæðu. ................-—j,----- Lyfjaverslun Islands skráð á Verðbréfaþingi Á STJÓRNARFUNDI Verðbréfa- þings í gær var samþykkt að taka á skrá hlutabréf Lyfjaverslunar íslands hf. Þar með hafa 22 félög hlotið skráningu hlutabréfa sinna á þinginu, en nýlega vom skráð þar bréf Skelj- ungs hf., Sfldarvinnslunnar hf., Har- aldar Böðvarssonar hf. og Olíufélags- ins hf. Markaðsverðmæti hlutabréfa á skrá em áætluð rúmlega 31 millj- arður króna. Á árinu hafa 102 flokkar skulda- bréfa og 3 flokkar hlutdeildarskír- teina verið teknir á skrá á þinginu. Alls em nú 224 flokkar skuldabréfa skráðir á þinginu og 6 flokkar hlut- deildarskírteina. Markaðsverðmæti þessara flokka er um 182 milljarðar króna. Viðskiptj það sem af er árinu pema nú rúmlega 82 milljörðum króna og er það um 9% aukning miðað við öll viðskipti síðasta árs. í frétt frá þinginu er það gagnrýnt að aðilar sem hyggist sækja um skráningu skulda- eða hlutabréfa lýsi því yfír að bréfin verði skráð á þing- inu. Þess séu dæmi að slíkar yfirlýs- ingar séu gefnar t tengslum við sölu bréfa, án þess að skráning hafi verið undirbúin að einhveiju marki. Bent er á að stjóm þingsins taki ein ákvörðun um það hvaða bréf séu skráð á þinginu og því sé það ekki á valdi annarra að lýsa slíku yfir. Vöruútflutningur jókst um 11% fyrstu tíu mánuði ársins Afgangur á vöruskiptum 15,3 milljarðar FLUTTAR voru út vömr fyrir 9,3 milljarða kr. í októbermánuði og inn fyrir 11,1 milljarð kr. fob. Vöm- skiptin í október voru því óhagstæð um 1,8 milljaða kr. en í október 1993 vom þau hagstæð um 2,0 milljarða kr. á föstu gengi. Fyrstu tíu mánuði þessa árs voru fluttar út vörar fyrir 91,6 milljarða króna en inn fyrir 76,3 milljarða króna fob. Afgangur var því á vöru- skiptunum við útlönd sem nam 15,3 milljörðum króna en á sama tíma í fyrra vora þau hagstæð um 11,8 milljaða króna á föstu gengi. Miðað er við meðalgengi í viðskiptavog; á þann mælikvarða var meðalverð erlends gjaldeyris í janúar-október 1994 5,9% hærra en árið áður. Fyrstu tíu mánuði þessa árs var verðmæti vöruútflutningsins 11% meira á föstu gengi en á sama tíma árið áður. Sjávarafurðir vom 78% alls vömútflutningsins og var verð- mæti þeirra 8% meira en á sama tíma í fyrra. Þá var verðmæti út- flutts áls 31% meira en á sl. ári en kísiljárns 10% minna. Verðmæti vöruinnflutningsins fyrstu tíu mánuði þessa árs var 8% meira á föstu gengi en á sama tíma árið áður. Að frátalinni sérstakri fjárfestingarvöra (skip, flugvélar, Landsvirkjun), innflutningi til stór- iðju og olíuvörum reyndist annar vörainnflutningur hafa orðið 5% meiri á föstu gengi en árið áður. Þar af jókst innflutningur á mat- vöra og drykkjarvöru um 11%, fólksbílainnflutningur dróst saman um 5%, innflutningur annarrar neysluvöru var 2% meiri en í fyrra en innflutningur annarrar vöru jókst um 6%. VÖRUSKI PTWÍú , - VIÐ UTLOMD Verðmæti vöruút- og innfiutnings ^ / jan.- okt. 1993 og 1994 1993 1994 breyíng á (fob virði í milljónum króna) jan.-okt. jan.-okt. föstu gengi* Útflutningur alls (fob) 77.759,9 91.593,3 11,2 Sjávarafurðir 62.585,4 71.660,0 8,1 Ál 6.309,9 8.760,9 31,1 Kísiljárn 2.015,1 1.919,5 -10,1 Skip og flugvétar 543,4 963,2 67,4 Annað 6.306,1 8.289,7 24,1 Innflutningur alls (fob) 66.591,9 76.297,5 8,2 Sérstakar fjárfestingarvörur 1.255,0 3.758,6 182,8 Skip 766,6 3.610,8 Flugvélar 174,3 105,3 Landsvirkjun 314,1 42,5 77/ stóriðju 3.834,8 4.535,6 11,7 íslenska álfélagið 3.368,7 4.032,7 13,0 íslenska járnblendifélagið 466,1 502,9 1,9 Almennur innflutningur 61.502,1 58.003,3 4,4 Olfa 5.831,1 6.061,7 -1,8 Matvörur og drykkjarvörur 6.468,3 7.594,9 10,9 Fólksbílar 2.872,3 2.884,4 -5,2 Aðrar neysluvörur 14.953,7 16.160,7 2,1 Annað 31.376,7 35.301,6 6,2 Vöruskiptajöfnuður 11.168,0 15.295,8 Án viðskipta íslenska álfélagsins Án viðskipta íslenska álfélagsins, íslenska járnblendifélagsins 8.226,8 10.567,6 og sérstakrar fjárfestingarvöru 7.389,4 11.946,4 • Miðað er við meðalgengi á viðskiptavog; á þann mælikvarða var meðalverð erlends gjaldeyris 5,9% hærra I jan.-okt. 1994 en á sama tlma árið áður. — A AUÐLIND HF. Tilkynning um almcnnt hlutafjárútboð Hlutabréfasjóðsins Auðlindar hf. Nafnverð hlutabréfanna: 123.380.216 kr. t Sölutími er-30. nóvember 1994 til 30. maí 1995. Á útgáfudcgi er sölugengi hlutabréfanna 1,17 en breytist ú útboðstímanum í samræmi við breytingar á markaðsvcrðmæti eigna félagsins. Kaupþing hf„ Kaupþing Norðurlands hf, afgrciðslur sparisjóðanna og Búnaðarbanka íslands. Eldri hlutabréf Hiulabréfasjóðsins Auðlindar hf. eru skráð á Verðbréfaþingi íslands og hefur félagið einnig óskað eftir skráningu á hlutabréfunum sem verða gcfin út í þessu útboði. Þess er vænst að bréfin verði skráð I lok sölutímabilsins.' Kaupþing hf., sem sér einnig um milligöngu við Vcrðbréfaþing íslands fyrir félagið. Hver hlutur er ein króna. Þeir aðilar scm kaupa fyrir 250.000 kr. eða minna að söluverði, er heimilt að greiða 3/4 hluta með skuldabréfi scm cr útgefið á kaupdegi, með 10 jöfnum mánaðarlegum grciðslum, sem ber meöalvexti Seðlabanka íslands á hverjum tíma. Útboðs- og skráningarlýsing liggur frammi hjá söluaðilum og útgefanda. KAUPÞING HF löggilt verd b réfafyrirtœk i Kringlcm 5, 103 Reykjavík - Sími 91-689080, telefax 91-812824 Sölutímabil: Sölugengi: Söluaðilar: Skráning: Umsjónaraðili útboðs: Skilmálar sölunnar: Hlutabréf boðin með afborgunarkjörum ÞRJÚ verðbréfafyrirtæki hafa ákveðið að bjóða viðskiptavinum sínum að kaupa hlutabréf á afborg- unarkjörum fyrir áramót. Þannig tilkynntu bæði Verðbréfamarkaður íslandsbanka og Fjárfestingarfélag- ið Skandia í gær að þau byðu við- skiptavinum lán til kaupa á hluta- bréfum á Verðbréfaþingi til allt að 24 mánaða. Þá hefur hlutabréfa- sjóðurinn Auðlind hf. sem er í vörslu Kaupþings boðið út nýtt hlutafé að upphæð rúmlega 123 milljónir króna og er mögulegt að greiða allt að 75% kaupverðs hlutabréfa með FT4220 Ijósritunarvél - Þessi netta Áreiöanleg Ijósritunarvél með mjög mikla möguleika, svo sem að Ijósrita beggja vegna á pappírinn. skuldabréfi til ellefu mánaða. Vaxtakjör í þessum viðskiptum era þó eitthvað mismunandi. Verð- bréfamarkaður íslandsbanka býður óverðtryggð lán til 12 eða 24 mán- aða með mánaðarlegum afborgun- um og fyrstu greiðslu í mars 1995. Vextir verða breytilegir en eru nú 10,75%. Kaupandi þarf einungis að greiða 20-30% af kaupverði bréf- anna. Hjá Fjárfestingarfélaginu Skandia hf. er farið fram á 20% útborgun en afganginn má greiða með svonefndum boðgreiðslum Visa og Eurocard. Lánið ber vexti en er án lántökukostnaðar. Áskilið er að hlutabréfin verði höfð að handveði hjá Skandia þar til greiðslu lýkur. Hjá Kaupþingi er miðað við með- alvexti sem Seðlabankinn reiknar út á hveijum tíma. Hámarkskaup með þessum greiðslukjörum eru 250 þúsund krónur og er skuldabréf sem gefið er út að hámarki 187.500 krónur. Einstaklingar eiga kost á tæplega 42 þúsund króna skattafslætti með því að kaupa hlutabréf fyrir 125 þúsund krónur. Hjón sem kaupa hlutabréf fyrir 250 þúsund krónur fyrir áramót eiga þannig rétt á end- urgreiðslu á tekjuskatti sem nemur um 84 þúsund krónum. Til þess að skattaafslátturinn verði ekki afturk- ræfur þarf að eiga hlutabréfin í 3 ár en hægt er að selja bréfin ef keypt eru ný í staðinn innan 30 daga. Skattafslátturinn getur orðið enn hærri þar sem 80% af kaup- verði bréfanna kemur til frádráttar tekjum einstaklinga. Þannig geta hlutabréfakaupin haft áhrif á greiðslufjárhæð námslána og út- reikning á vaxtabótum og barnabót- um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.