Morgunblaðið - 30.11.1994, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 30.11.1994, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Kristinn STJÓRNARMENN í Bókasambandi íslands kynna átak fyrir íslenskum bókum - „Góð bók - okkar ánægja.“ Frá vinstri: Magnús Guðmundsson, Anna Einarsdóttir, Aðalsteinn Asberg Sigurðsson, Vilborg Harðardóttir, Ingi Bogi Bogason, Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir og Þórarinn Gunnarsson. Góð bók - okkar ánægja BÓKASAMBAND íslands mun í des- ember gangast fyrir sérstöku átaki fyrir íslenskum bókum undir kjörorð- inu „Góð bók - okkar ánægja". Til- gangur átaksins er í breiðum skiln- ingi sá að vekja og viðhalda almenn- um áhuga á bókum og draga athygli fólks að allri þeirri blómlegu starfsemi sem býr að baki bókagerð í landinu. í ályktun sambandsins segir: „Á sama tíma og opinberar álögur á ís- lenska bókaútgáfu hafa verið stór- auknar eiga bækur í vaxandi sam- keppni við aðsópsmikla miðla eins og sjónvarp, kvikmyndir og tölvur. Margir hafa áhyggjur af því að ólæsi hafí aukist og að ungt fólk búi ekki við þær aðstæður að geta lesið sér til ánægju. Fullyrða má að hróður okkar sem bókaþjóðar sé í hættu. Ekki er sjálfgefíð að hér dafni blóm- leg bókaútgáfa á næstu árum og áratugum. Færri bækur þýða fátæk- legri menningu, rýrari listsköpun, minni iðnað og verslun.“ Með átakinu vill Bókasamband íslands árétta kröfu sína um að virð- isaukaskattur á bækur verði felldur niður, hvetja skóla og uppeldisstofn- anir til að auka vægi íslenskra bóka í fræðslu ungmenna, hvetja foreldra til að lesa fyrir böm sín og örva þau til sjálfstæðs lestrar og hvetja ríki og sveitarfélög til að efla bókasöfn um land alit til menningarauka og fræðslu. Sýning í Geysishúsinu í tilefni átaksins verður opnuð sýning á nýjum íslenskum bókmennt- um í Geysishúsinu og mun hún standa yfír 3.-11. desember. Rithöf- undar munu lesa þar upp úr verkum sínum fyrir gesti og gangandi og verður lögð sérstök áhersla á upplest- ur fyrir böm. Sýndir verða ýmsir gripir sem tengjast bókum og bóka- útgáfu, meðal annars fágætar prent- vélar, örbækur og handrit rithöf- unda. Þá munu myndlistarmenn sýna myndskreytingar úr bókum. Stjóm Bókasambandsins er skipuð fulltrúum frá þeim samtökum og félögum sem eiga hagsmuna að gæta í íslenskri bókaframleiðslu og -útgáfu. Þau eru: Samtök iðnaðarins, Félag bókagerðarmanna, Samtök gagnrýnenda, Bókavarðafélag ís- lands, Hagþenkir, Félag íslenskra bókaútgefenda, Félag íslenskra bóka- og ritfangaverslana og Rithöf- undasamband Islands. Toppurinn á ísjakanum TÓNLIST Gcrðarsafni BLÁSARAKVINTETT REYKJAVÍKUR Bemharður Wilkinson flauta, Daði Kolbeinsson óbó, Einar Jóhannesson klarinett, Hafsteinn Guðmundsson fagott og Jósef Ognibene hom. Þriðjudagur 27. nóvember. BLÁSARAKVINTETTINN hef- ur undanfama daga leikið og kynnt tónlist skólaæsku Kópavogskaup- staðar og lauk þeirri kynningu með opinberum tónleikum í Gerðarsafni sl. sunnudag. Efnisskrá tónleikanna var að öll- um líkindum sú hin sama og flutt var á tónleikunum í skólunum. Efnisval tónleikanna var sótt í ýms- ar ólíkar áttir, sem alls ekki þýddi að valið væri af lélegri endanum, heldur að betur hafi hentað fyrir skólatónleika. Formið þetta, fyrst að flytja verk- in á skólatónleikum og síðan á opin- berum tónleikum, er snjallt, margra hluta vegna og mun hugmyndin vera Jónasar Ingimundarsonar, sem og fleiri góðar hugmyndir. Ekki væri þetta form tónleika síður æski- legt ungu tónlistarfólki, sem vantar þá reynslu sem hér fengist. En hvað um það, tónleikarnir voru líf- legir og Blásarakvintett Reykjavík- ur hefur fyrir löngu fengið mikið lof fyrir leik sinn, enda mjög góðir spilarar á öllum stólum. Þó getur komið fyrir bestu menn að spila ekki alltaf jafn vel. T.d. var flutn- ingurinn á Mozart Divertimentóinu nr. 14 í B-dúr ekki langt yfir meðal- lagi. Nokkuð vantaði á algjörlega nákvæma nótnaiengd á köflum, spilið var ekki óaðfinnanlega hreint og styrkleikabreytingar áttu til að vera yfirdrifnar. Að einhveiju leyti LISTIR Sýnishom af Þýskalandi BOKMENNTIR Saga SÖGURFRÁ ÞÝSKALANDI Wolfgang Schiffer og Franz Gísla- son önnuðust útgáfuna. Mál og menning 1994 - 242 síður. Prent- smiðjan Oddi prentaði. SAMKVÆMT því sem kemur fram í formála Wolfgangs Schiffers er hér á ferðinni eins konar sýnis- bók sagna frá Þýskalandi, tuttugu smásögur eftir jafn marga höfunda. Valdar hafa verið sögur sem öðru fremur eru um Þýskaland frá lokum seinni heimsstyijaldar. Sumar þeirra flokkast til svokallaðra kaldakolsbókmennta, þ.e. segja á einn eða annan hátt frá þjóðfélagi sem er að rísa úr öskustó seinni heirnsstyrjaldar. í athyglisverðum eftirmála grein- ir Franz Gíslason, annar umsjónar- maður útgáfunnar, frá sérkenni- legri tilurð þessarar bókar. Þegar árið 1989 var hugmyndin að þess- ari bók kviknuð en þá gerðust þeir atburðir sem skóku fyrst Þýskaland og síðan Evrópu alla svo að við blasti ný heimsmynd þar sem austr- ið og vestrið voru rúin öllum kalda- stríðskeim. Bókarhugmyndin frá 1989 hlaut því að taka breytingum. Pólitískar umbyltingar undanfar- inna ára hafa haft afdrifarík og oft kynleg áhrif á listsköpun á megin- landi Evrópu. Við vitum að rithöf- undar sem ólust upp í Austur- Þýskalandi, og raunar í fyrrverandi austantjaldsríkjum yfirleitt, áttu býsna bágt þegar múrinn hrundi. Ekki síst boðuðu breyttir tímar ákveðna tilvistarkreppu fyrir þá sem höfðu þurft að þola pólitískar ofsóknir og vist í fangelsi og á geð- veikrahælum fyrir að hafa skrifað andófsbókmenntir gegn einræði, valdníðslu og múgmenningu. Við Wolfgang Schiffer Franz Gísiason skyndilegt fall múrsins hafði glæpn- um verið rænt frá rithöfundum. Bókmenntimar, sem höfðu verið virkt tæki gegn valdhöfum, glötuðu skyndilega þessu hlutverki en voru endurmetnar út frá nýjum forsend- um. Um leið gerðist nokkuð óvænt og sársaukafullt: Lesendur sneru baki við höfundum. Með þetta í huga getur stundum verið snúið að nálgast verk sumra höfunda í þessari bók, sérstaklega þeirra sem ólust upp í Austur- Þýskalandi. Eru sögur eftir Gúnter Kunert, Gerald K. Zschorsch og Uwe Saeger valdar í þessa bók sem minnismerki um horfið samfélag eða vegna þess að þær eru holl áminning um samfélag sem getur orðið til fyrirvaralaust? Ég veit það ekki og ég held að margir Þjóðveij- ar, hvort sem þeir ólust upp vestan eða austan járntjalds, viti heldur ekki hvemig meta skuli sumt í eig- in samtíð, þ.m.t. bókmenntirnar. Trúlegast þyrftu að líða fleiri ár áður en unnt verður að endurmeta margt i þýskum bókmenntum. Með mikilli einföldun má segja að Vestur-Þýskaland hafi gleypt Austur-Þýskaland, stjómarfarslega og menningarlega. Af þeim sökum sé manni nærtækara að hafa samúð með Austur-Þjóðverjum; þeir hljóti að vera í meiri tilvistarkreppu. Sjálfskoðun þeirra og sjálfstjáning hlýtur að vera brotakenndari, óviss- ari og óskiljanlegri en Vestur-Þjóð- veija. I þessari bók em svo höfundar sem skrifuðu verk sem virðast lifa af flestar umbreytingar. Sögurnar eftir Heinrich Böll og Marie Luise Kasc- hnitz eru meðal þeirra. Þó kemur manni spánskt fyrir sjónir að „Feita barn- ið“ eftir Kaschnitz skuli hafa verið valin í þetta safn. Ég man ekki betur en hún hafi lengi verið skyldulesefni í menntaskólum og því allvel þekkt hér á landi. Það er gleðilegt að sjá hér sögu eftir öldunginn Stefan Heym. Hann flýði Þýskaland nasismans og gerð- ist bandarískur hermaður en bjó síðan í Alþýðulýðveldinu þar til hann fluttist vestur fyrir jámtjald. Hann er nú orðinn þingmaður í sameinuðu þýsku þingi, aldraður maðurinn. Hins vegar er fiarri því að hann sitji á friðarstóli því hann er nú sakaður um að hafa starfað fyrir austur-þýsku lögregluna á ámm áður. Þýðendur sagnanna em tíu tals- ins og margir þeirra vel þekktir fyrir vandvirkni á sínu sviði. Hönd- unum hefur heldur ekki verið kast- að til þessa verks. Það er erfítt verk að setja saman bók af þessu tagi því að margfalt fleiri sögur ættu auðvitað heima í henni. Með þetta í huga má spyija hvort umsjónarmenn og útgefendur hefðu ekki átt að þrengja valið enn meira en gert er og binda það við þrengra tímabil eða ákveðna tegund af sögum. Umorðað: Mér sýnist metnaður umsjónarmanna til að bera á borð sýnishorn þýskra smá- sagna eftir stríð bera bókina ofur- liði. Ingi Bogi Bogason Sinfóníutónleikar Verk eftir Jón Leifs og Mahier var það síðastnefnda hljómburði salarins að kenna, en svo virðist, a.m.k. þegar Mozart á í hlut, þá þoli salurinn ekkii miklar styrk- leikabreytingar. Fijálsleg meðferð á Tilbrigðum Hándels, skrifuð fyrir Harpsikord, komu næst og ekki ennþá hreif flutingurinn mikið fram yfír það venjulega. En þá kom Kleine Kammermusik eftir Paul Hindemith og þar var nákvæmni í spili og styrkbrigðum í fínu lagi, enda ekki einfalt að spila bassa fímm þætti án mikillar æfingar. Eftir hlé komu 6 íslensk lög í útsetningu Páls P. Pálssonar. Rétt- ara væri kannski að segja að lögin hafi verið umskrifuð fyrir hljóðfæri af Páli P. Pálssyni, því yfírleitt fylgdu lögin nákvæmlega kórút- setningum laganna, sem voru bæði þjóðlög og frumsamin lög. Þessar umskriftir hafa þeir félagar spilað oft áður, geri ég ráð fyrir, enda sátu þessar útsetningar vel. í Öpus númer Zoo eftir L. Berio, sýndu þeir fimmmenningar að þeim er fleira til lista lagt en leika vel á hljóðfærin. í þessum fjóru lögum fengu þeir allir hlutverk sem leikar- ar og tókst að framleiða, með radd- böndunum einum saman, hin furðu- legustu hljóð og varla mátti á milli sjá hver skaraði fram úr öðrum. Þó held ég að Daði hafí sýnt bráð- astan þroskann, en vitanlega fer endanlegur árangur eftir æfing- unni. í lokin léku þeir nokkur þekkt lög og kynnir efnisvalsins alls var Einar Jóhannesson. Gerði hann það ágæt- lega, sem vænta mátti, þótt sumt hafí kannski verið svolítið vafa- samt, eins og t.d. að Copland hafi verið þekktasta tónskáld Bandaríkj- anna á 20. öld. Hvað með Bem- stein, Gerswin? Einnig að sópran syngi Hver er Silvia? Er það ekki frekar karlmannsins? Ragnar Björnsson Á TÓNLEIKUM Sinfóníuhljóm- sveitar íslands í Háskólabíói á morgun, fimmtudaginn 1. desember kl. 20, verða flutt verk eftir Jón Leifs og Gustav Mahler. Hljóm- sveitarstjóri er Petri Sakari. í tveim síðustu verkum á efnisskránni taka þátt auk hljómsveitar Kór íslensku óperunnar og Gradualekór Lang- holtskirkju. Hinstu kveðju sem er fyrst á efn- isskránni samdi Jón Leifs 1961 í minningu móður sinnar sem þá var nýlátin. Minni íslands, forleikur op. 9, er samið í tilefni ferðar Fíl- harmoníuhljómsveitar Hamborgar undir stjórn Jóns Leifs til Norður- landa árið 1926 en þeirri ferð lauk hér á landi og markaði heimsóknin tímamót því þá heyrðu íslendingar í fyrsta sinn í fullskipaðri sinfóníu- hljómsveit. í forleiknum er lýst landnámi og sögu íslands. Þjóð- hvöt, cantate nazionale op. 13, samdi Jón til þátttöku í keppni um tónverk sem efnt var til vegna Al- þinjgishátíðarinnar árið 1930. I tveim síðustu verkum í efnis- skránni, Minni íslands og Þjóðhvöt, taka þátt auk hljómsveitar Kór is- lensku óperunnar, sem hefur æft undir stjórn Peter Locke, og Gradualekór Langholtskirkju undir stjórn Jóns Stefánssonar. Jón Leifs sem var Húnvetningur var aðeins 17 ára þegar hann lagði land undir fót og fór til Leipzig í Þýskalandi þar sem hann stundaði nám í píanó- Jón Leifs Petri Sakari leik, tónsmíðum og hljómsveitar- stjórn. Atvikin höguðu því þannig að Jón ílentist í Þýskalandi og bjó þar í 28 ár. Jón átti velgengni að fagna í Þýskalandi og voru verk hans flutt m.a. af Gewandhaus- hljómsveitinni í Leipzig og Fíl- harmóníuhljómsveitinni í Hamborg, en í föðurlandinu var verkum hans tekið með fálæti og oft á tíðum andúð. Þegar Mahler lést 1911 lá aðeins fyrir fullgerður fyrsti kafli, Adagio, af 10. sinfóníu hans. Adagio-kaflinn sem er mikil tónsmíð bæði að lengd og innihaldi er flutt sem sjálfstætt verk. Þeir sem sáu kvikmyndina Nótt í Feneyjum eftir Visconti munu kannast við tónlistina. í næstu viku mun hljómsveitin hljóðrita 9. og síðustu geislaplötu að sinni fyrir breska útgáfufyrirtækið Chandos. Á þeirri plötu verða eingöngu verk eftir Jón Leifs, meðal annarra þau þijú verk sem leikin verða á tónleik- unum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.